Ráðherra ræddi við kínverskan embættismann um voðaverkin 1989

Bæði Ísland og Kína eiga sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Mótmæli í Kína árið 1989
Mótmæli í Kína árið 1989
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, átti fund með You Quan, hátt­settum emb­ætt­is­manni í mið­stjórn kín­verska Komm­ún­ista­flokks­ins, í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu í gær. Ræddi þar utan­rík­is­ráð­herra um mann­rétt­inda­mál, tví­hliða sam­skipti ríkj­anna, auk þess sem rætt var um mál­efni norð­ur­slóða. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Í frétta­til­kynn­ing­unni er sér­stak­lega tekið fram að Guð­laugur Þór hafi tekið upp mót­mælin á Torgi hins himneska friðar í Beijing árið 1989, þar sem 30 ár séu nú liðin frá voða­verk­unum sem framin voru af kín­verskum stjórn­völd­um.

Auglýsing

Við fyr­ir­spurn blaða­manns um hvað nákvæm­lega hafi verið tekið upp varð­andi mál­efnið og hvort kín­versk stjórn­völd hafi verið beðin um að taka ábyrgð á mál­efn­inu, fékkst eft­ir­far­andi svar frá utan­rík­is­ráð­herra:

„Á fund­inum í morgun rakti ég að mann­rétt­indi væru horn­steinn íslenskrar utan­rík­is­stefnu og íslenskir ráða­menn nýttu öll tæki­færi til að tala fyrir þeim, bæði í tví­hliða sam­starfi og á vett­vangi alþjóða­stofn­ana. Þannig ætti Ísland sæti í mann­réttinda­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna ásamt 46 öðrum ríkj­um, Kína þar á með­al. Ég árétt­aði svo að þótt stjórn­völd í Kína hefðu náð miklum árangri við að bæta lífs­kjör þjóð­ar­innar legði Ísland áherslu á að mann­rétt­indi væru algild – ekki aðeins í efna­hags­legu, félags­legu og menn­ing­ar­legu til­liti heldur einnig borg­ara­legu og stjórn­mála­legu. Mér þótti sér­stak­lega mik­il­vægt að ræða þetta í dag þegar þess væri minnst að þrír ára­tugir væru liðnir frá voða­verk­unum á Torgi hins himneska frið­ar.”

Í frétta­til­kynn­ing­unni um fund­inn eru mann­rétt­indi sögð vera iðu­lega á dag­skrá á fundum utan­rík­is­ráð­herra með erlendum blaða­mönn­um.
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent