Ráðherra ræddi við kínverskan embættismann um voðaverkin 1989

Bæði Ísland og Kína eiga sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Mótmæli í Kína árið 1989
Mótmæli í Kína árið 1989
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, átti fund með You Quan, hátt­settum emb­ætt­is­manni í mið­stjórn kín­verska Komm­ún­ista­flokks­ins, í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu í gær. Ræddi þar utan­rík­is­ráð­herra um mann­rétt­inda­mál, tví­hliða sam­skipti ríkj­anna, auk þess sem rætt var um mál­efni norð­ur­slóða. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Í frétta­til­kynn­ing­unni er sér­stak­lega tekið fram að Guð­laugur Þór hafi tekið upp mót­mælin á Torgi hins himneska friðar í Beijing árið 1989, þar sem 30 ár séu nú liðin frá voða­verk­unum sem framin voru af kín­verskum stjórn­völd­um.

Auglýsing

Við fyr­ir­spurn blaða­manns um hvað nákvæm­lega hafi verið tekið upp varð­andi mál­efnið og hvort kín­versk stjórn­völd hafi verið beðin um að taka ábyrgð á mál­efn­inu, fékkst eft­ir­far­andi svar frá utan­rík­is­ráð­herra:

„Á fund­inum í morgun rakti ég að mann­rétt­indi væru horn­steinn íslenskrar utan­rík­is­stefnu og íslenskir ráða­menn nýttu öll tæki­færi til að tala fyrir þeim, bæði í tví­hliða sam­starfi og á vett­vangi alþjóða­stofn­ana. Þannig ætti Ísland sæti í mann­réttinda­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna ásamt 46 öðrum ríkj­um, Kína þar á með­al. Ég árétt­aði svo að þótt stjórn­völd í Kína hefðu náð miklum árangri við að bæta lífs­kjör þjóð­ar­innar legði Ísland áherslu á að mann­rétt­indi væru algild – ekki aðeins í efna­hags­legu, félags­legu og menn­ing­ar­legu til­liti heldur einnig borg­ara­legu og stjórn­mála­legu. Mér þótti sér­stak­lega mik­il­vægt að ræða þetta í dag þegar þess væri minnst að þrír ára­tugir væru liðnir frá voða­verk­unum á Torgi hins himneska frið­ar.”

Í frétta­til­kynn­ing­unni um fund­inn eru mann­rétt­indi sögð vera iðu­lega á dag­skrá á fundum utan­rík­is­ráð­herra með erlendum blaða­mönn­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent