Ráðherra ræddi við kínverskan embættismann um voðaverkin 1989

Bæði Ísland og Kína eiga sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Mótmæli í Kína árið 1989
Mótmæli í Kína árið 1989
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, átti fund með You Quan, hátt­settum emb­ætt­is­manni í mið­stjórn kín­verska Komm­ún­ista­flokks­ins, í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu í gær. Ræddi þar utan­rík­is­ráð­herra um mann­rétt­inda­mál, tví­hliða sam­skipti ríkj­anna, auk þess sem rætt var um mál­efni norð­ur­slóða. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Í frétta­til­kynn­ing­unni er sér­stak­lega tekið fram að Guð­laugur Þór hafi tekið upp mót­mælin á Torgi hins himneska friðar í Beijing árið 1989, þar sem 30 ár séu nú liðin frá voða­verk­unum sem framin voru af kín­verskum stjórn­völd­um.

Auglýsing

Við fyr­ir­spurn blaða­manns um hvað nákvæm­lega hafi verið tekið upp varð­andi mál­efnið og hvort kín­versk stjórn­völd hafi verið beðin um að taka ábyrgð á mál­efn­inu, fékkst eft­ir­far­andi svar frá utan­rík­is­ráð­herra:

„Á fund­inum í morgun rakti ég að mann­rétt­indi væru horn­steinn íslenskrar utan­rík­is­stefnu og íslenskir ráða­menn nýttu öll tæki­færi til að tala fyrir þeim, bæði í tví­hliða sam­starfi og á vett­vangi alþjóða­stofn­ana. Þannig ætti Ísland sæti í mann­réttinda­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna ásamt 46 öðrum ríkj­um, Kína þar á með­al. Ég árétt­aði svo að þótt stjórn­völd í Kína hefðu náð miklum árangri við að bæta lífs­kjör þjóð­ar­innar legði Ísland áherslu á að mann­rétt­indi væru algild – ekki aðeins í efna­hags­legu, félags­legu og menn­ing­ar­legu til­liti heldur einnig borg­ara­legu og stjórn­mála­legu. Mér þótti sér­stak­lega mik­il­vægt að ræða þetta í dag þegar þess væri minnst að þrír ára­tugir væru liðnir frá voða­verk­unum á Torgi hins himneska frið­ar.”

Í frétta­til­kynn­ing­unni um fund­inn eru mann­rétt­indi sögð vera iðu­lega á dag­skrá á fundum utan­rík­is­ráð­herra með erlendum blaða­mönn­um.
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent