VG og Píratar mælast stærri en Samfylkingin

Vinstri græn og Píratar bæta við sig fylgi í nýrri MMR könnun en fylgi Samfylkingarinnar dalar. Stuðningur við ríkisstjórnina jókst í mánuðinum og mælist nú 45,5 prósent samanborið við 40,9 prósent í fyrri hluta maímánaðar.

Logi Einarsson, Katrín Jakobsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Logi Einarsson, Katrín Jakobsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Auglýsing

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins stendur nærri óbreytt milli mæl­inga í fyrri og seinni­hluta maí­mán­aðar og mælist nú 21,5 pró­sent. Fylgi Við­reisn­ar, 8,3 pró­sent, og Sós­í­alista­flokks Íslands, 3,4 pró­sent, stendur sömu­leiðis óbreytt milli mæl­inga maí­mán­að­ar. Þetta kemur fram í nýrri MMR könnun sem birt­ist í dag.

Fylgi ann­arra flokka sveifl­ast meira, sam­kvæmt könn­un­inni. Vinstri græn mæld­ust þannig með 14,1 pró­sent fylgi undir lok mán­að­ar­ins, sem er tæp 2 pró­sentu­stiga aukn­ing því í fyrri hluta mán­að­ar­ins. Þá bættu Píratar við sig rúm­lega fjórum pró­sentu­stigum yfir mán­uð­inn og mælist nú með 14 pró­sent fylgi. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar dal­aði um tæpt eitt og hálft pró­sentu­stig frá því í fyrri hluta maí og er nú með 12,5 pró­sent fylgi.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina jókst í mán­uð­inum sem mælist nú 45,5 pró­sent sam­an­borið við 40,9 pró­sent í fyrri hluta maí­mán­að­ar.

Auglýsing

Fylgi Mið­flokks­ins mælist nú 10,8 pró­sent en mæld­ist 11,8 pró­sent í síð­ustu könn­nun og fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mælist nú 9,7 pró­sent og mæld­ist 11,6 pró­sent. Fylgi Flokks fólks­ins mælist 4,2 pró­sent og mæld­ist 6,4 pró­sent í síð­ustu könn­un. Fylgi ann­arra flokka mælist 1,6 pró­sent sam­an­lagt.

Mynd: MMR

Ein­stak­lingar 18 ára og eldri voru valdir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR en þeir eru valdir úr Þjóð­skrá. 932 ein­stak­lingar svör­uðu könn­un­inni, 18 ára og eldri. Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 23. til 29. maí 2019.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent