Harpa Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri LSR

Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri LSR – Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, stærsta og elsta lífeyrissjóðs landsins.

Harpa Jónsdóttir
Harpa Jónsdóttir
Auglýsing

Harpa Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs Seðla­banka Íslands, hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri LSR – Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, stærsta og elsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hún tekur síð­sum­ars við af Hauki Haf­steins­syni sem verið hefur fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins frá 1985 eða í 34 ár sam­fleytt. Frá þessu er greint í frétt LSR. 

Hauk­ur, sem stýrt hafði Líf­eyr­is­­sjóði starfs­­manna rík­­is­ins í 34 ár, ákvað að láta af störfum í sum­­­ar. Hann til­­kynnti þetta á starfs­­manna­fundi í byrjun mar­s. LSR er stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins og þar með stærsti fag­fjár­­­festir í íslensku atvinn­u­­lífi. Sjóð­­ur­inn er til að mynda á meðal stærstu eig­enda flestra skráðra félaga á íslenskum hluta­bréfa­­mark­aði.

Harpa er með BS-gráðu í stærð­fræði frá Háskóla Íslands og meist­ara- og dokt­ors­próf í verk­fræði frá Tækni­há­skóla Dan­merkur með tímaraða­grein­ingu, töl­fræði og vatna­fræði sem sér­svið.

Auglýsing

Í frétt LSR kemur fram að Harpa sé reyndur stjórn­andi með víð­tæka þekk­ingu á íslensku fjár­mála­kerfi og hafi átt mikil alþjóð­leg sam­skipti á sviði fjár­mála fyrir hönd Seðla­bank­ans. Hún hafi sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs borið meg­in­á­byrgð á að meta áhættu og veik­leika í fjár­mála­kerf­inu og marka stefnu um þjóð­hags­varúð og eft­ir­lit með lausu fé. Hún rit­stýri skýrslu bank­ans um fjár­mála­stöð­ug­leika.

Capacent ásamt sér­stakri val­nefnd innan stjórnar LSR hélt utan um ráðn­ing­ar­ferli nýs fram­kvæmda­stjóra, stjórnin tók síðan ákvörðun um ráðn­ing­una.

Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent