Harpa Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri LSR

Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri LSR – Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, stærsta og elsta lífeyrissjóðs landsins.

Harpa Jónsdóttir
Harpa Jónsdóttir
Auglýsing

Harpa Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs Seðla­banka Íslands, hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri LSR – Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, stærsta og elsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hún tekur síð­sum­ars við af Hauki Haf­steins­syni sem verið hefur fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins frá 1985 eða í 34 ár sam­fleytt. Frá þessu er greint í frétt LSR. 

Hauk­ur, sem stýrt hafði Líf­eyr­is­­sjóði starfs­­manna rík­­is­ins í 34 ár, ákvað að láta af störfum í sum­­­ar. Hann til­­kynnti þetta á starfs­­manna­fundi í byrjun mar­s. LSR er stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins og þar með stærsti fag­fjár­­­festir í íslensku atvinn­u­­lífi. Sjóð­­ur­inn er til að mynda á meðal stærstu eig­enda flestra skráðra félaga á íslenskum hluta­bréfa­­mark­aði.

Harpa er með BS-gráðu í stærð­fræði frá Háskóla Íslands og meist­ara- og dokt­ors­próf í verk­fræði frá Tækni­há­skóla Dan­merkur með tímaraða­grein­ingu, töl­fræði og vatna­fræði sem sér­svið.

Auglýsing

Í frétt LSR kemur fram að Harpa sé reyndur stjórn­andi með víð­tæka þekk­ingu á íslensku fjár­mála­kerfi og hafi átt mikil alþjóð­leg sam­skipti á sviði fjár­mála fyrir hönd Seðla­bank­ans. Hún hafi sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika­sviðs borið meg­in­á­byrgð á að meta áhættu og veik­leika í fjár­mála­kerf­inu og marka stefnu um þjóð­hags­varúð og eft­ir­lit með lausu fé. Hún rit­stýri skýrslu bank­ans um fjár­mála­stöð­ug­leika.

Capacent ásamt sér­stakri val­nefnd innan stjórnar LSR hélt utan um ráðn­ing­ar­ferli nýs fram­kvæmda­stjóra, stjórnin tók síðan ákvörðun um ráðn­ing­una.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent