Ágúst Ólafur: „Ótrúlegar“ breytingartillögur ríkisstjórnarinnar

Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir ranga forgangsröðun, við endurskoðun á fjármálaáætlun til fimm ára.

Ágúst Ólafur Ágústsson
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýnir breyt­ing­ar­til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar á fjár­mála­á­ætlun sinni til 2022 harð­lega, í færslu á Face­book síðu sinni. Hann segir að til­lög­urnar hafi verið ræddar á fundi fjár­laga­nefnd­ar.

Hann seg­ist hafa óskað eftir frek­ari skýr­ingum frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, þar sem hann eigi „erfitt með að trúa“ ýmsu sem komi fram í til­lög­un­um. 

Á Face­book síð­unni birtir hann lista yfir 12 atriði, þar sem hann segir að nið­ur­skurð­ar­hníf­ur­inn höggvi í. Til­lög­urnar taka mið af gjör­breyttum efna­hags­legum veru­leika, en útlit er fyrir sam­drátt á þessu ári upp á 0,4 pró­sent, gangi spá Seðla­banka Íslands eft­ir, en í fyrra var hag­vöxt­ur­inn 4,6 pró­sent. 

Auglýsing

„1. Fjár­fram­lög til öryrkja næstu 5 árin eiga að lækka sam­an­lagt um tæpa 8 millj­arða frá því sem hafði þegar verið kynnt þegar fjár­mála­á­ætl­unin var fyrst lögð fram fyrir rúmum 2 mán­uð­um. Þetta hlýtur að telj­ast vera ansi stór póli­tísk tíð­indi.

2. Nýsköpun og rann­sóknir fá tæpa 3 millj­arða kr. lækkun sam­an­lagt næstu 5 árin frá því sem eldri til­laga að fjár­mála­á­ætlun hafði gert ráð fyr­ir.

3. Umhverf­is­málin lækka um 1,4 millj­arð kr. sam­an­lagt næstu 5 árin frá því sem hafði verið til­kynnt í fjár­mála­á­ætl­un­inni. Og kemur þetta veru­lega óvart í ljósi mik­il­vægi mála­flokks­ins og orða ráða­manna um þessi mál að und­an­förnu.

4. Fram­halds­skólar fá 1,8 millj­arð kr. lægri upp­hæð sam­an­lagt næstu fimm árin miðað við fram­lagða fjár­mála­á­ætlun og minnka heild­ar­fram­lög til þeirra örlítið næstu fimm árin þrátt fyrir lof­orð um að „stytt­ing­ar­pen­ing­arn­ir“ ættu að hald­ast og allt tal um „mennta­sókn“.

5. Þá átti háskóla­stigið án LÍN í upp­runa­legri fjár­mála­á­ætlun frá því í mars sl. að fá svip­aða upp­hæð árið 2019 og árið 2024 og er það þvert á tal ráð­herrana um stór­sókn hér og skýrt lof­orð í stjórn­ar­sátt­mála um mikla aukn­ingu til háskól­ana.

6. Menn­ing og æsku­lýðs­mál fá 8,6% lækkun á heild­ar­fram­lögum frá 2019 og til 2024.

7. Sjúkra­hús­þjón­usta fær um 4,7 millj­arða kr. lækkun sam­an­lagt næstu 5 árin í breyt­ing­ar­til­lög­unum frá því sem hafði verið lagt fram í áætl­un­inni. Heil­brigð­is­málin voru MÁLIÐ í síð­ustu kosn­ingum og kemur þetta mjög á óvart.

8. Heilsu­gæsla og sér­fræði­þjón­ustan fær um 2 millj­arð kr. lækkun næstu 5 árin frá eldri til­lögu fjár­mála­á­ætl­un­ar. 

9. Hjúkr­un­ar­heim­ilin fá 3,3% lækkun á fjár­fram­lögum sínum næstu 5 árin þrátt fyrir aukna öldrun þjóð­ar­innar og allt tal um sókn í þeim mál­u­m. 

10. Lög­gæslan fær 1 millj­arð kr. lækkun í breyt­ing­ar­til­lögum rík­is­stjórn­ar­innar og sé litið til heild­ar­út­gjalda til þessa mál­efna­sviðs þá lækka þau um 8,6% næstu 5 árin.

11. Sam­göngu­mál fá í breyt­ing­ar­til­lög­unum 2,8 millj­arð kr. lækkun sam­an­lagt næstu fimm árin frá því sem áætl­unin gerði fyrst ráð fyr­ir. Og sé litið til heild­ar­út­gjalda til sam­göngu­mála þá lækka þau um 17% næstu fimm árin.

12. Þró­un­ar­sam­vinna lækkar (sem var nú ekki beysin fyr­ir) í með­förum rík­is­stjórn­ar­innar frá því sem til­kynnt hafði verið fyrir rúmum 2 mán­uðum og nemur lækk­unin um 1,8 millj­arð kr. sam­an­lagt næstu fimm árin.“Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent