Ágúst Ólafur: „Ótrúlegar“ breytingartillögur ríkisstjórnarinnar

Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir ranga forgangsröðun, við endurskoðun á fjármálaáætlun til fimm ára.

Ágúst Ólafur Ágústsson
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýnir breyt­ing­ar­til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar á fjár­mála­á­ætlun sinni til 2022 harð­lega, í færslu á Face­book síðu sinni. Hann segir að til­lög­urnar hafi verið ræddar á fundi fjár­laga­nefnd­ar.

Hann seg­ist hafa óskað eftir frek­ari skýr­ingum frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, þar sem hann eigi „erfitt með að trúa“ ýmsu sem komi fram í til­lög­un­um. 

Á Face­book síð­unni birtir hann lista yfir 12 atriði, þar sem hann segir að nið­ur­skurð­ar­hníf­ur­inn höggvi í. Til­lög­urnar taka mið af gjör­breyttum efna­hags­legum veru­leika, en útlit er fyrir sam­drátt á þessu ári upp á 0,4 pró­sent, gangi spá Seðla­banka Íslands eft­ir, en í fyrra var hag­vöxt­ur­inn 4,6 pró­sent. 

Auglýsing

„1. Fjár­fram­lög til öryrkja næstu 5 árin eiga að lækka sam­an­lagt um tæpa 8 millj­arða frá því sem hafði þegar verið kynnt þegar fjár­mála­á­ætl­unin var fyrst lögð fram fyrir rúmum 2 mán­uð­um. Þetta hlýtur að telj­ast vera ansi stór póli­tísk tíð­indi.

2. Nýsköpun og rann­sóknir fá tæpa 3 millj­arða kr. lækkun sam­an­lagt næstu 5 árin frá því sem eldri til­laga að fjár­mála­á­ætlun hafði gert ráð fyr­ir.

3. Umhverf­is­málin lækka um 1,4 millj­arð kr. sam­an­lagt næstu 5 árin frá því sem hafði verið til­kynnt í fjár­mála­á­ætl­un­inni. Og kemur þetta veru­lega óvart í ljósi mik­il­vægi mála­flokks­ins og orða ráða­manna um þessi mál að und­an­förnu.

4. Fram­halds­skólar fá 1,8 millj­arð kr. lægri upp­hæð sam­an­lagt næstu fimm árin miðað við fram­lagða fjár­mála­á­ætlun og minnka heild­ar­fram­lög til þeirra örlítið næstu fimm árin þrátt fyrir lof­orð um að „stytt­ing­ar­pen­ing­arn­ir“ ættu að hald­ast og allt tal um „mennta­sókn“.

5. Þá átti háskóla­stigið án LÍN í upp­runa­legri fjár­mála­á­ætlun frá því í mars sl. að fá svip­aða upp­hæð árið 2019 og árið 2024 og er það þvert á tal ráð­herrana um stór­sókn hér og skýrt lof­orð í stjórn­ar­sátt­mála um mikla aukn­ingu til háskól­ana.

6. Menn­ing og æsku­lýðs­mál fá 8,6% lækkun á heild­ar­fram­lögum frá 2019 og til 2024.

7. Sjúkra­hús­þjón­usta fær um 4,7 millj­arða kr. lækkun sam­an­lagt næstu 5 árin í breyt­ing­ar­til­lög­unum frá því sem hafði verið lagt fram í áætl­un­inni. Heil­brigð­is­málin voru MÁLIÐ í síð­ustu kosn­ingum og kemur þetta mjög á óvart.

8. Heilsu­gæsla og sér­fræði­þjón­ustan fær um 2 millj­arð kr. lækkun næstu 5 árin frá eldri til­lögu fjár­mála­á­ætl­un­ar. 

9. Hjúkr­un­ar­heim­ilin fá 3,3% lækkun á fjár­fram­lögum sínum næstu 5 árin þrátt fyrir aukna öldrun þjóð­ar­innar og allt tal um sókn í þeim mál­u­m. 

10. Lög­gæslan fær 1 millj­arð kr. lækkun í breyt­ing­ar­til­lögum rík­is­stjórn­ar­innar og sé litið til heild­ar­út­gjalda til þessa mál­efna­sviðs þá lækka þau um 8,6% næstu 5 árin.

11. Sam­göngu­mál fá í breyt­ing­ar­til­lög­unum 2,8 millj­arð kr. lækkun sam­an­lagt næstu fimm árin frá því sem áætl­unin gerði fyrst ráð fyr­ir. Og sé litið til heild­ar­út­gjalda til sam­göngu­mála þá lækka þau um 17% næstu fimm árin.

12. Þró­un­ar­sam­vinna lækkar (sem var nú ekki beysin fyr­ir) í með­förum rík­is­stjórn­ar­innar frá því sem til­kynnt hafði verið fyrir rúmum 2 mán­uðum og nemur lækk­unin um 1,8 millj­arð kr. sam­an­lagt næstu fimm árin.“Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent