Ferðamannaspá Isavia mun svartari en spá Seðlabankans

Samkvæmt spá Isavia er gert ráð fyrir að ferðamenn verði rúmlega 1,92 milljónir á þessu ári í stað rúmlega 2,3 milljóna í fyrra. Munurinn er 388 þúsund ferðamenn.

Ferðamenn í Leifsstöð
Auglýsing

Spá Isa­via gerir ráð fyrir að ferða­mönnum fækki um tæp­lega 17 pró­sent á þessu ári, í sam­an­burði við síð­asta ár, en spá Seðla­banka Íslands, sem birt­ist í Pen­inga­málum 22. maí, gerir ráð fyrir 10,5 pró­sent fækk­un. 

Tölu­verður munur er þarna á, en spá Isa­via er nær því sem er í frá­viks­spá Seðla­bank­ans. Eins og kunn­ugt er gerir Seðla­bank­inn ráð fyrir að lands­fram­leiðsla drag­ist saman á þessu ári um 0,4 pró­sent, en Hag­stofan spáir því að sam­drátt­ur­inn verði 0,2 pró­sent. 

Bráða­birgð­ar­tölur Hag­stofu Íslands gera ráð fyrir að hag­vöxtur hafi verið 4,6 pró­sent, en sé litið til reynsl­unn­ar, þá gætu þessar tölur breyst við upp­færslu. 

Auglýsing

Það sem helst er að valda meiri kólnun í hag­kerf­inu er sam­dráttur í ferða­þjón­ustu, ekki síst vegna falls WOW air í mars mán­uði, eftir langt dauða­stríð fram eftir öllu árinu 2018. 

Skarðið sem félagið skilur eftir sig hefur ekki verið fyllt. Alþjóð­leg kyrr­setn­ing á 737 Max vélum Boeing hefur einnig sett mikið strik í reikn­ing­inn hjá Icelanda­ir, og hefur verið dregið úr sæta­fram­boði vegna henn­ar, en áætl­anir félags­ins gerðu ráð fyrir 9 Max vélum í flota félags­ins á þessu ári. 

Ekki liggur fyrir enn hvenær kyrr­setn­ing­unni verður aflétt, en loka­nið­ur­stöður rann­sóknar á flug­slys­unum í Indónesíu 29. októ­ber í fyrra, og í Eþíópíu 13. mars, eru ekki komnar fram enn. Sam­tals lét­ust 346 í slys­un­um, allir um borð, en spjótin hafa beinst að kerfi í flug­vél­unum sem á að sporna gegn ofrisi.

Þrátt fyrir að Seðla­bank­inn spái skörpum við­snún­ingi til hins verra á þessu ári þá gerir spá bank­ans ráð fyrir að hag­vöxtur taki við sér á næsta ári og verði þá 2,5 pró­sent. Gert er ráð fyrir að ferða­mönnum muni fjölga hægt og bít­andi á næstu árum.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent