Ferðamannaspá Isavia mun svartari en spá Seðlabankans

Samkvæmt spá Isavia er gert ráð fyrir að ferðamenn verði rúmlega 1,92 milljónir á þessu ári í stað rúmlega 2,3 milljóna í fyrra. Munurinn er 388 þúsund ferðamenn.

Ferðamenn í Leifsstöð
Auglýsing

Spá Isa­via gerir ráð fyrir að ferða­mönnum fækki um tæp­lega 17 pró­sent á þessu ári, í sam­an­burði við síð­asta ár, en spá Seðla­banka Íslands, sem birt­ist í Pen­inga­málum 22. maí, gerir ráð fyrir 10,5 pró­sent fækk­un. 

Tölu­verður munur er þarna á, en spá Isa­via er nær því sem er í frá­viks­spá Seðla­bank­ans. Eins og kunn­ugt er gerir Seðla­bank­inn ráð fyrir að lands­fram­leiðsla drag­ist saman á þessu ári um 0,4 pró­sent, en Hag­stofan spáir því að sam­drátt­ur­inn verði 0,2 pró­sent. 

Bráða­birgð­ar­tölur Hag­stofu Íslands gera ráð fyrir að hag­vöxtur hafi verið 4,6 pró­sent, en sé litið til reynsl­unn­ar, þá gætu þessar tölur breyst við upp­færslu. 

Auglýsing

Það sem helst er að valda meiri kólnun í hag­kerf­inu er sam­dráttur í ferða­þjón­ustu, ekki síst vegna falls WOW air í mars mán­uði, eftir langt dauða­stríð fram eftir öllu árinu 2018. 

Skarðið sem félagið skilur eftir sig hefur ekki verið fyllt. Alþjóð­leg kyrr­setn­ing á 737 Max vélum Boeing hefur einnig sett mikið strik í reikn­ing­inn hjá Icelanda­ir, og hefur verið dregið úr sæta­fram­boði vegna henn­ar, en áætl­anir félags­ins gerðu ráð fyrir 9 Max vélum í flota félags­ins á þessu ári. 

Ekki liggur fyrir enn hvenær kyrr­setn­ing­unni verður aflétt, en loka­nið­ur­stöður rann­sóknar á flug­slys­unum í Indónesíu 29. októ­ber í fyrra, og í Eþíópíu 13. mars, eru ekki komnar fram enn. Sam­tals lét­ust 346 í slys­un­um, allir um borð, en spjótin hafa beinst að kerfi í flug­vél­unum sem á að sporna gegn ofrisi.

Þrátt fyrir að Seðla­bank­inn spái skörpum við­snún­ingi til hins verra á þessu ári þá gerir spá bank­ans ráð fyrir að hag­vöxtur taki við sér á næsta ári og verði þá 2,5 pró­sent. Gert er ráð fyrir að ferða­mönnum muni fjölga hægt og bít­andi á næstu árum.

Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent