Þingmenn gagnrýna seinagang í svörum ráðherra

Þingmenn Miðflokks, Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gagnrýndu seinagang í svörum ráðherra í umræðum um fundarstjórn forseta í dag.

Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auglýsing

Sex þing­menn nýttu fund­ar­stjórn á Alþingi í dag til þess að gagn­rýna seina­gang svara frá ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þing­menn­irnir eru þing­menn Mið­flokks­ins, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata, auk Vinstri grænna.

Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði með ólík­indum hversu langan tíma ráð­herrar taki til að svara fyr­ir­spurnum þing­manna. Oddný bíður svara fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn sem hún lagði fram 29. jan­ú­ar, auk ann­arar fyr­ir­spurnar frá því í byrjun apr­íl. „Það er ekki hægt, herra for­seti, að sætta sig við þennan seina­gang og ég vil biðja for­seta að grennsl­ast líka fyrir um þessar fyr­ir­spurn­ir.“

Þor­steinn Sæmunds­son, þing­maður Mið­flokks­ins, bað um að fyr­ir­spurnum sínum yrði svarað áður en þingi lyki, en hann bíður enn svara tveggja fyr­ir­spurna.

Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, sagði: „Ég kem bara hér upp svo það komi ekki út eins og ein­hver gagn­rýni stjórn­ar­and­stöð­unnar ein­göngu því þetta er sam­eig­in­legt hags­muna­mál þings­ins alls.“ Hann sagði enn fremur að það væri „ótækt að fram­kvæmd­ar­valdið og ein­staka ráð­herr­ar, sama hvar í flokki þeir eru, sinni ekki sinni lög­bundnu skyldu að svara þing­inu innan þess frests sem þeim er gef­inn [...] Þegar þingið spyr, þá eiga ráð­herrar að svara.“

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók undir mál fyrri þing­manna. Hún lagði fyr­ir­spurn til dóms­mála­ráð­herra í mars síð­ast­liðnum um stöðu Lands­rétt­ar, en hefur enn ekki fengið svör.

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ýtti á eftir skýrslu úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sem sam­þykkt var fyrir 20 vikum en frest­ur­inn er 10 vik­ur. ­Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, sagði með­al­svar fyr­ir­spurna vera 35 dag­ar, ekki 15 líkt og reglur segja til um.

Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent