Þingmenn gagnrýna seinagang í svörum ráðherra

Þingmenn Miðflokks, Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gagnrýndu seinagang í svörum ráðherra í umræðum um fundarstjórn forseta í dag.

Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auglýsing

Sex þing­menn nýttu fund­ar­stjórn á Alþingi í dag til þess að gagn­rýna seina­gang svara frá ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þing­menn­irnir eru þing­menn Mið­flokks­ins, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata, auk Vinstri grænna.

Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði með ólík­indum hversu langan tíma ráð­herrar taki til að svara fyr­ir­spurnum þing­manna. Oddný bíður svara fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn sem hún lagði fram 29. jan­ú­ar, auk ann­arar fyr­ir­spurnar frá því í byrjun apr­íl. „Það er ekki hægt, herra for­seti, að sætta sig við þennan seina­gang og ég vil biðja for­seta að grennsl­ast líka fyrir um þessar fyr­ir­spurn­ir.“

Þor­steinn Sæmunds­son, þing­maður Mið­flokks­ins, bað um að fyr­ir­spurnum sínum yrði svarað áður en þingi lyki, en hann bíður enn svara tveggja fyr­ir­spurna.

Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, sagði: „Ég kem bara hér upp svo það komi ekki út eins og ein­hver gagn­rýni stjórn­ar­and­stöð­unnar ein­göngu því þetta er sam­eig­in­legt hags­muna­mál þings­ins alls.“ Hann sagði enn fremur að það væri „ótækt að fram­kvæmd­ar­valdið og ein­staka ráð­herr­ar, sama hvar í flokki þeir eru, sinni ekki sinni lög­bundnu skyldu að svara þing­inu innan þess frests sem þeim er gef­inn [...] Þegar þingið spyr, þá eiga ráð­herrar að svara.“

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók undir mál fyrri þing­manna. Hún lagði fyr­ir­spurn til dóms­mála­ráð­herra í mars síð­ast­liðnum um stöðu Lands­rétt­ar, en hefur enn ekki fengið svör.

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ýtti á eftir skýrslu úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sem sam­þykkt var fyrir 20 vikum en frest­ur­inn er 10 vik­ur. ­Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, sagði með­al­svar fyr­ir­spurna vera 35 dag­ar, ekki 15 líkt og reglur segja til um.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent