Stefnt að því að semja um þinglok síðar í dag

Mjög líklegt er talið að saman náist um þinglok á fundi formanna stjórnmálaflokka klukkan 16 í dag. Til þess að það gangi eftir þarf þó að ná saman við Miðflokkinn um framhald umræðu um þriðja orkupakkann.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur boðað for­menn þeirra stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi til fundar klukkan 16 í dag þar sem búist er við því að samið verði um að yfir­stand­andi þingi ljúki annað hvort á laug­ar­dag eða þriðju­dag.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur náðst óform­legt sam­komu­lag milli fjög­urra flokka í stjórn­ar­and­stöðu: Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Flokks fólks­ins, við rík­is­stjórn­ina um hvaða málum verði hleypt í gegn, hvaða þing­manna­mál fái fram­gang og hvaða mál muni bíða. Þar ber helst að nefna að breyt­ing­ar­til­laga verður lögð fram um frum­varp um sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits sem felur í sér að ytra mat verður fram­kvæmt á áhrifum henn­ar. Þessi breyt­ing­ar­til­laga verður þó ekki til þess að þorri stjórn­ar­and­stöð­unnar muni styðja mál­ið, og lík­leg­ast þykir sem stendur að þing­menn Sam­fylk­ingar og Við­reisnar hið minnsta muni greiða atkvæði gegn því. Þá mun frum­varp um Þjóð­ar­sjóð ekki hljóta afgreiðslu á yfir­stand­andi þingi.

Auglýsing
Viðmælendur Kjarn­ans sögðu að enn væri ósamið við Mið­flokk­inn um fram­hald umræðu um þriðja orku­pakk­ann en að von­ast væri til þess að til­boð um að heim­ila tveggja til þriggja daga umræðu um hann í lok ágúst eða byrjun sept­em­ber, áður en að haust­þing hefst, muni duga til þess að hægt verði að semja um þing­lok.

Náist saman á fund­inum á eftir mun verða stefnt að því að klára afgreiðslu allra fyr­ir­liggj­andi mála á laug­ar­dag, en við­mæl­endur Kjarn­ans telja þó lík­legra að það muni teygja sig inn á þriðju­dag. Stór mál eigi enn eftir að fá umræðu. Þar ber helst að nefna nýja fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar til fimm ára. Í henni hafa verið boð­aðar miklar breyt­ingar til að takast á við tug­millj­arða króna tekju­sam­drátt rík­is­ins vegna breyttra efna­hags­að­stæðna. Hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar hefur þegar gagn­rýnt nýju áætl­un­ina harð­lega opin­ber­lega og enn á eftir að heyr­ast frá ýmsum ráð­herrum þeirra mála­flokka sem þurfa að taka á sig útgjalda­skerð­ingu vegna breyt­ing­anna.

Reynt í síð­ustu viku

Störfum þings­ins átti að ljúka 6. júní síð­ast­lið­inn sam­kvæmt upp­haf­legri áætl­un. Mál­þóf Mið­flokks­ins gegn þriðja orku­pakk­an­um, sem hefur nú náð að gera umræðu um það mál að lengstu umræðu íslenskrar þing­sögu, kom í veg fyrir það ásamt and­stöðu ann­arra í stjórn­ar­and­stöðu gegn nokkrum mál­um, meðal ann­ars áður­nefndri sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits.

Auglýsing
Í síð­ustu viku gerði Katrín stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum til­boð um að fresta umræðu um tvö mál, þriðja orku­pakk­ann og sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits, fram í ágúst gegn því að þeir sam­þykktu þing­lok og að fá tak­mark­aða daga til að ræða þau mál síð­sum­ars en ljúka þeim svo. Þá náð­ist ekki sam­komu­lag, meðal ann­ars vegna þess að meiri­hluti stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar vildi ekki bera ábyrgð á Mið­­flokknum heldur vill semja sér­­stak­­lega um þing­­lok við stjórn­­ina og láta Mið­­flokk­inn gera sitt eigið sam­komu­lag. Rík­­is­­stjórnin vildi á móti semja við alla stjórn­­­ar­and­­stöð­una í einu.

Nú virð­ist sem að um tví­hliða­sam­komu­lag verði að ræða, ann­ars vegar við fjóra flokka í stjórn­ar­and­stöðu og hins vegar við Mið­flokk­inn. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent