Stefnt að því að semja um þinglok síðar í dag

Mjög líklegt er talið að saman náist um þinglok á fundi formanna stjórnmálaflokka klukkan 16 í dag. Til þess að það gangi eftir þarf þó að ná saman við Miðflokkinn um framhald umræðu um þriðja orkupakkann.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur boðað for­menn þeirra stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi til fundar klukkan 16 í dag þar sem búist er við því að samið verði um að yfir­stand­andi þingi ljúki annað hvort á laug­ar­dag eða þriðju­dag.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur náðst óform­legt sam­komu­lag milli fjög­urra flokka í stjórn­ar­and­stöðu: Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Flokks fólks­ins, við rík­is­stjórn­ina um hvaða málum verði hleypt í gegn, hvaða þing­manna­mál fái fram­gang og hvaða mál muni bíða. Þar ber helst að nefna að breyt­ing­ar­til­laga verður lögð fram um frum­varp um sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits sem felur í sér að ytra mat verður fram­kvæmt á áhrifum henn­ar. Þessi breyt­ing­ar­til­laga verður þó ekki til þess að þorri stjórn­ar­and­stöð­unnar muni styðja mál­ið, og lík­leg­ast þykir sem stendur að þing­menn Sam­fylk­ingar og Við­reisnar hið minnsta muni greiða atkvæði gegn því. Þá mun frum­varp um Þjóð­ar­sjóð ekki hljóta afgreiðslu á yfir­stand­andi þingi.

Auglýsing
Viðmælendur Kjarn­ans sögðu að enn væri ósamið við Mið­flokk­inn um fram­hald umræðu um þriðja orku­pakk­ann en að von­ast væri til þess að til­boð um að heim­ila tveggja til þriggja daga umræðu um hann í lok ágúst eða byrjun sept­em­ber, áður en að haust­þing hefst, muni duga til þess að hægt verði að semja um þing­lok.

Náist saman á fund­inum á eftir mun verða stefnt að því að klára afgreiðslu allra fyr­ir­liggj­andi mála á laug­ar­dag, en við­mæl­endur Kjarn­ans telja þó lík­legra að það muni teygja sig inn á þriðju­dag. Stór mál eigi enn eftir að fá umræðu. Þar ber helst að nefna nýja fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar til fimm ára. Í henni hafa verið boð­aðar miklar breyt­ingar til að takast á við tug­millj­arða króna tekju­sam­drátt rík­is­ins vegna breyttra efna­hags­að­stæðna. Hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar hefur þegar gagn­rýnt nýju áætl­un­ina harð­lega opin­ber­lega og enn á eftir að heyr­ast frá ýmsum ráð­herrum þeirra mála­flokka sem þurfa að taka á sig útgjalda­skerð­ingu vegna breyt­ing­anna.

Reynt í síð­ustu viku

Störfum þings­ins átti að ljúka 6. júní síð­ast­lið­inn sam­kvæmt upp­haf­legri áætl­un. Mál­þóf Mið­flokks­ins gegn þriðja orku­pakk­an­um, sem hefur nú náð að gera umræðu um það mál að lengstu umræðu íslenskrar þing­sögu, kom í veg fyrir það ásamt and­stöðu ann­arra í stjórn­ar­and­stöðu gegn nokkrum mál­um, meðal ann­ars áður­nefndri sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits.

Auglýsing
Í síð­ustu viku gerði Katrín stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum til­boð um að fresta umræðu um tvö mál, þriðja orku­pakk­ann og sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits, fram í ágúst gegn því að þeir sam­þykktu þing­lok og að fá tak­mark­aða daga til að ræða þau mál síð­sum­ars en ljúka þeim svo. Þá náð­ist ekki sam­komu­lag, meðal ann­ars vegna þess að meiri­hluti stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar vildi ekki bera ábyrgð á Mið­­flokknum heldur vill semja sér­­stak­­lega um þing­­lok við stjórn­­ina og láta Mið­­flokk­inn gera sitt eigið sam­komu­lag. Rík­­is­­stjórnin vildi á móti semja við alla stjórn­­­ar­and­­stöð­una í einu.

Nú virð­ist sem að um tví­hliða­sam­komu­lag verði að ræða, ann­ars vegar við fjóra flokka í stjórn­ar­and­stöðu og hins vegar við Mið­flokk­inn. 

Vincent Tan
Greiðir 6,7 milljarða fyrir hlutinn í Icelandair Hotels
Berjaya Land Berhad, sem stofnað var af milljarðamæringnum Vincent Tan, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum.
Kjarninn 17. júlí 2019
Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent