Starfsmönnum forsætisráðuneytisins fjölgar um 29,5 prósent á rúmum þremur árum

Starfsmönnum forsætisráðuneytisins fjölgaði um þrettán frá janúar 2016 til apríl 2019. Breytingar innan ráðuneytisins hafa haft umtalsverð áhrif á fjölgun starfsfólks.

img_3035_raw_1807130206_10016383485_o.jpg
Auglýsing

Starfs­mönnum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins fjölg­aði um 29,5 pró­sent frá jan­úar 2016 til apríl 2019. Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráð­herra, Katrínar Jak­obs­dótt­ur, við fyr­ir­spurn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um starfs­menn á launa­skrá for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Í svar­inu segir að í jan­úar árið 2016 hafi 44 starfs­menn verið á launa­skrá for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Í jan­úar árið 2017 hafi þeir verið 46, 49 í jan­úar 2018, 54 í jan­úar 2019 og í apríl 2019 hafi þeir verið 57.

Þó er vert að taka fram að sam­kvæmt ráðu­neyt­inu end­ur­spegla fram­an­greindar tölur ekki fjölda stöðu­gilda en mis­jafnt er á milli ára hve margir starfs­menn eru í hluta­störfum eða í tíma­bundnum störf­um.

Auglýsing

Nýlegar breyt­ingar hafa haft mikil áhrif á fjölgun starfs­fólks

„Á tíma­bil­inu sem spurt er um hefur skipu­rit for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins tekið nokkrum breyt­ing­um, meðal ann­ars í tengslum við breyt­ingar á for­seta­úr­skurði um skipt­ingu stjórn­ar­mál­efna milli ráðu­neyta í Stjórn­ar­ráði Íslands og styrk­ingu á sam­hæf­ing­ar­hlut­verki ráðu­neyt­is­ins,“ segir í svari ráð­herra.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld BeckÞá kemur fram að meðal nýlegra breyt­inga sem hafi haft umtals­verð áhrif til fjölg­unar starfs­fólks, sam­tals um átta starfs­menn, sé ann­ars vegar til­færsla jafn­rétt­is­mála til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins í jan­úar árið 2019 en sam­fara því hafi fimm starfs­menn flust til ráðu­neyt­is­ins, auk þess sem skip­aður hafi verið skrif­stofu­stjóri yfir nýrri skrif­stofu jafn­rétt­is­mála, og hins vegar flutn­ingur yfir­lestr­ar­verk­efna vegna stjórn­ar­frum­varpa, stjórn­ar­til­lagna og ann­arra stjórn­ar­skjala frá Alþingi til ráðu­neyt­is­ins. Við þá breyt­ingu hafi tvö stöðu­gildi flust til ráðu­neyt­is­ins frá skrif­stofu Alþingis í jan­úar árið 2018.

Stein­unn Val­­dís Ósk­­ar­s­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­­ar­­stjóri Reykja­víkur og þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­innar á árunum 2007 til 2010, var skipuð í stöðu skrif­­stofu­­stjóra yfir nýrri skrif­­stofu jafn­­rétt­is­­mála í for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu um miðjan febr­úar síð­ast­lið­inn en Katrín Jak­obs­dóttir skip­aði hana í starf­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent