Afköst minnka ekki við styttingu vinnuvikunnar

Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar sýnir fram á aukna ánægju í starfi þátttakenda.

Ur_safni_kona_vid_tölvu_061217.jpg
Auglýsing

Styttri vinnu­vika minnkar vinnu­tengt álag og dregur úr lík­am­legum álagsein­kenn­um. Afköst minnka ekki þrátt fyrir stytt­ingu og stytt­ing eykur starfs­á­nægju í starfi, að því er kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Til­rauna­verk­efnið var sam­þykkt vorið 2014 af borg­ar­stjórn þar sem vinnu­vikan var stytt án launa­skerð­ing­ar. Mark­miðið var að kanna áhrif stytt­ingu vinnu­vik­unnar á vellíð­an, heilsu, starfsanda og þjón­ustu, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni. Starfs­á­nægja og sveigj­an­leiki í starfi jókst og álag minnk­aði í kjöl­far­ið.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni er vísað til skýrslu um stytt­ingu vinnu­vik­una sem var lögð fyrir borg­ar­ráð í gær. Í henni hafi komið fram að minna álag skapi meiri starfs­á­nægju. Í skýrsl­unni er fjallað um þrjár kann­anir sem mátu áhrif stytt­ingar vinnu­vik­unnar á starfs­fólk Reykja­vík­ur­borg­ar. Nið­ur­stöður þeirra allra var að stytt­ing vinnu­vik­unnar hafi jákvæð áhrif á líðan starfs­manna.

Styttri vinnu­vika virð­ist einnig minnka vinnu­tengt álag og dregur úr lík­am­legum álagsein­kenn­um. Afköst minnk­uðu heldur ekki þrátt fyrir stytt­ingu.

Rann­sókn Rann­sókna- og þró­un­ar­mið­stöðar Háskól­ans á Akur­eyri sýndi fram á að styttri vinnu­vika auð­veldi barna­fjöl­skyldum að sam­ræma vinnu og einka­líf, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni. Þátt­tak­endur hafi einnig upp­lifað sig afslapp­aðri og rólegri.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent