Vill endurskoða rétt manna til að taka óendanlega oft til máls á Alþingi

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við þingfrestun í gær að hann vilji endurskoða fyrirkomulag umræðna á Alþingi. Þar á meðal þyrfti að endurskoða það fyrirkomulag að menn geti haldið umræðu um lagafrumvörp gangandi að eilífu.

Steingrímur J. Sigfússon
Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþingis von­ast til þess að koma vinnu við end­ur­skoðun þing­skapa Alþingis sem lýtur að umræðum og skipu­lagn­ingu þeirra í far­veg strax á næstu dög­um. Hann segir að það verði að taka til end­ur­skoð­unar „ein­kenni­lega fram­kvæmd“ and­svara á þing­inu og það fyr­ir­komu­lag að réttur manna til að taka til máls sé óenda­legur við aðra umræðu laga­frum­varpa og síð­ari umræð­u ­þings­á­lykt­un­ar­til­laga. Yfir­stand­andi þing hefur þegar staðið yfir í um 865 klukku­stundir og því er ekki enn lokið

Alþing­is­menn hugsi yfir því hvern­ig ­störfum þing­manna er hagað

Alþingi hefur nú lokið þing­störfum fyrir sum­ar­hlé þings­ins en þing­menn koma saman á ný mið­viku­dag­inn 28. ágúst til að ræða og afgreiða þing­mál sem tengj­ast þriðja orku­pakk­an­um. Við þing­frestun í gær þakk­aði for­seti Alþingis alþing­is­mönnum fyrir sam­starfið í ræðu sinni og fjall­aði um þær til­lögur sem liggja fyrir þeg­ar ­þing­hald hefst að nýju í haust. 

Þar á meðal fjall­aði Stein­grímur um frum­varp til laga um breyt­ingu á þing­sköpum sem liggur fyrir vegna nýsam­þykkra laga um gild­is­svið upp­lýs­inga­laga en þau taka nú til stjórn­sýslu Alþing­is. Auk þess nefnir Stein­grímur aðra end­ur­skoðun á þing­sköpum sem lýtur að umræðum og skipu­lagn­ingu þeirra, auk ýmissa ann­arra atriða sem því teng­ist. 

Auglýsing

„Ég held að flestir alþing­is­menn séu nú eftir þing­haldið síð­ustu vikur nokkuð hugsi yfir því hvernig störfum okkar þing­manna er hagað sam­kvæmt gild­andi reglum og birt­ist þjóð­inni dag­lega í fréttum og beinum útsend­ingum og þá á hvaða braut Alþingi er kom­ið, ekki síst í ljósi þess rýra trausts sem það nýtur um þessar mund­ir.“ segir hann. 

Óend­an­legur réttur manna til að taka til máls 

 ­Mál­þóf Mið­flokks­manna í umræðum um ­þriðja orku­pakk­ann á Alþingi í maí síð­ast­liðnum vakti mikla athygli en ræð­ur, andsvör og svör við andsvörum um málið stóðu yfir í yfir hund­rað ­klukku­stund­ir­ og töl­uðu þing­menn Mið­flokks­ins stóran hluta þess tíma. Stein­grímur skor­aði ítrekað á þing­menn­ina að ljúka mál­þófi um málið til að hægt væri að hefja umræðu um önn­ur mál og til að koma í veg fyr­ir frek­­­ari rösk­un á starfi þings­ins.

Í ræðu Stein­gríms í gær kom fram að við þing­mönn­unum blasi ein­kenni­leg fram­kvæmd and­svara sem verði að taka til end­ur­skoð­un­ar og færa í það horf sem til var stofnað í upp­hafi við afnám deild­anna 1991. Hann segir jafn­framt að það hljóti að koma til skoð­un­ar það fyr­ir­komu­lag að réttur manna til að taka til máls á þing­inu sé óend­an­leg­ur. „Eins hlýtur að koma til skoð­unar það fyr­ir­komu­lag við 2. umr. laga­frum­varpa og síð­ari umr. þings­á­lykt­un­ar­til­lagna að réttur manna til að taka til máls sé óend­an­leg­ur, að menn geti haldið umræðu gang­andi ad infinit­u­m.“

Stein­grímur segir að um þessi atriði þurfi að ná víð­tækri sam­stöðu. „Mikil vinna liggur fyrir og meira og minna full­unnar hug­myndir sem verið hafa til umræðu í hópi þing­flokks­for­manna og nefnda sem skip­aðar hafa verið til að fara yfir þessi mál mörg und­an­gengin þing. Þar er við ýmsu hreyft sem væri til mik­illa bóta fyrir alla þing­menn. Ég von­ast til þess að koma þess­ari vinnu í far­veg strax á næstu dög­um,“ segir Stein­grím­ur. 

Eitt afkasta­mesta þing sög­unn­ar 

Stein­grímur bendir enn fremur á að þing­haldið hér á landi sé langtum lengra en á hinum Norð­ur­lönd­unum og víð­ast hvar í Evr­ópu. ­Þing­haldið nú á 149. lög­gjaf­ar­þingi hefur staðið yfir í um 865 klukku­stundir og því er ekki enn lok­ið. „Raunar sker Alþingi sig alger­lega úr hvað þetta snertir sem þjóð­þing, m.a. sé litið til smæðar þess. Þess vegna er rétt­mætt að varpa fram þeirri spurn­ingu hvort hlut­irnir þurfi áfram að vera svona,“ segir Stein­grím­ur.

Þrátt fyrir að afgreiðsla mála stöðv­að­ist með öllu um vikna bil vegna á­grein­ings­ þá segir Stein­grímur að tek­ist hafi að leiða ýmis stór mál til lykta. Á yfir­stand­andi þingi hafa alls 120 lög ver­ið ­sam­þykkt og 47 álykt­an­ir. „Á ýmsa mæli­kvarða hygg ég að þetta sé orðið eitt afkasta­mesta þing sög­unnar — og þó ekki alveg búið, sam­an­ber það sem áður sagði um þing­hald síðar í sum­ar,“ segir Stein­grím­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent