Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu

Mennta- og menningarmálaráðherra náði ekki að mæla fyrir fjölmiðlafrumvarpinu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á að frumvarpið taki miklum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill sjá veru­leg­ar breyt­ing­ar á fjöl­miðla­frum­varpi Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Óli Björn Kára­son, ­þing­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að lyk­il­at­riðið sé að ­taka á þátt­töku RÚV á sam­keppn­is­mark­aði þar sem það nýtur yfir­burða. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Tví­þættur stuðn­ingur við fjöl­miðla

Lilja kynnti fjöl­miðla­frum­varpið fyrst í jan­úar síð­­ast­lið­num og í kjöl­farið var það sett inn í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda. Fjöl­margar athuga­­­semdir bár­ust við það, meðal ann­­­ars frá flest öllum fjöl­miðlum lands­ins. Breyt­ingar voru í kjöl­farið gerðar á frum­varp­inu og nýtt fjöl­miðla­frum­varp kynnt á rík­is­stjórn­ar­fund­i í byrjun maí. Frum­varp­inu var dreift á Alþingi þann 20 maí en það komst þó ekki til umræðu á Alþingi áður en þingið fór í sum­ar­leyf­i. 

Mark­miðið með frum­varp­inu er að efla hlut­verk rík­­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­­ur­lönd­unum um ára­bil. Í frum­varp­inu er lagt til að stuðn­­ingur rík­­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­­þætt­­ur. Ann­­ars vegar stuðn­­ing í formi end­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­sent af til­­­teknum hluta kostn­aðar af rit­­stjórn­­­ar­­störf­um, en að hámarki er hann 50 millj­­ónir króna á fjöl­mið­il. Hins vegar talað um stuðn­­ing sem nemi allt að 5,15 pró­­sent af launum starfs­­fólks á rit­­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofna. 

Auglýsing

Árlegur kostn­aður er met­inn 520 millj­­ón­ir, en fyrri hug­­myndir gerðu ráð fyrir 350 millj­­ón­­um. Breyt­ingar á hlut­verki eða tekju­­stofnum RÚV eru ekki hluti af frum­varp­inu en í grein­ar­gerð­inni segir að stefnt sé að því að skoða tekju­upp­bygg­ingu RÚV fyrir árs­lok 2019. Eins og kunn­ugt er hefur þátt­­taka RÚV á aug­lýs­inga­­mark­aði, sam­hliða tekjum af útvarps­­gjaldi, verið umdeild.

Skil­yrði að tekið verði á mál­efnum RÚV

Í mars síð­ast­liðnum sagð­i Lilja í sjón­­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut að það væri stjórn­­­­­ar­­­meiri­hluti fyrir frum­varp­inu þrátt fyrir að það hefði verið gagn­rýnt úr ýmsum átt­um, meðal ann­­­ars af hluta þing­­­manna Sjálf­­­stæð­is­­­flokks. Frétta­blaðið greinir hins vegar frá því dag að ­þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins leggi mikla á­herslu á að frum­varpið taki veru­legum breyt­ingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Bára Huld BeckBryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þótt frum­varpið hafi verið afgreitt út úr þing­flokknum hafi verið sam­staða um að það færi ekki í gegn á þessu þing­i. 

„Ég held að það sé alveg deg­inum ljós­ara að það voru ekki allir í þing­flokknum sáttir við frum­varpið eins og það var lagt fram. Ráð­herra fannst mik­il­vægt að leggja málið fram svo það fengi kynn­ingu og ein­hverja umræðu. Það yrði svo verk­efni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryn­dís.

Heim­ildir Frétta­blaðs­ins herma að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni með­al­ ann­ars setja það sem skil­yrði að tekið verði á mál­efnum RÚV. Að minnsta kosti verði settar miklar skorður við sam­keppn­is­rekstri félags­ins og það helst dregið alveg af sam­keppn­is­mark­að­i. 

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir í sam­tali við blaðið að ef ein­hver alvara sé í því að styrkja stöðu sjálf­stæðra fjöl­miðla þá verði að taka á þátt­töku RÚV á sam­keppn­is­mark­aði. Hann segir að RÚV njóti yfir­burða þar og því verði að jafna leik­völl­inn.  Hann segir hins vegar að mik­ill meiri­hlut­i ­þings­ins vilji vernda RÚV. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent