Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu

Mennta- og menningarmálaráðherra náði ekki að mæla fyrir fjölmiðlafrumvarpinu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á að frumvarpið taki miklum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill sjá veru­leg­ar breyt­ing­ar á fjöl­miðla­frum­varpi Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Óli Björn Kára­son, ­þing­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að lyk­il­at­riðið sé að ­taka á þátt­töku RÚV á sam­keppn­is­mark­aði þar sem það nýtur yfir­burða. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Tví­þættur stuðn­ingur við fjöl­miðla

Lilja kynnti fjöl­miðla­frum­varpið fyrst í jan­úar síð­­ast­lið­num og í kjöl­farið var það sett inn í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda. Fjöl­margar athuga­­­semdir bár­ust við það, meðal ann­­­ars frá flest öllum fjöl­miðlum lands­ins. Breyt­ingar voru í kjöl­farið gerðar á frum­varp­inu og nýtt fjöl­miðla­frum­varp kynnt á rík­is­stjórn­ar­fund­i í byrjun maí. Frum­varp­inu var dreift á Alþingi þann 20 maí en það komst þó ekki til umræðu á Alþingi áður en þingið fór í sum­ar­leyf­i. 

Mark­miðið með frum­varp­inu er að efla hlut­verk rík­­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­­ur­lönd­unum um ára­bil. Í frum­varp­inu er lagt til að stuðn­­ingur rík­­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­­þætt­­ur. Ann­­ars vegar stuðn­­ing í formi end­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­sent af til­­­teknum hluta kostn­aðar af rit­­stjórn­­­ar­­störf­um, en að hámarki er hann 50 millj­­ónir króna á fjöl­mið­il. Hins vegar talað um stuðn­­ing sem nemi allt að 5,15 pró­­sent af launum starfs­­fólks á rit­­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofna. 

Auglýsing

Árlegur kostn­aður er met­inn 520 millj­­ón­ir, en fyrri hug­­myndir gerðu ráð fyrir 350 millj­­ón­­um. Breyt­ingar á hlut­verki eða tekju­­stofnum RÚV eru ekki hluti af frum­varp­inu en í grein­ar­gerð­inni segir að stefnt sé að því að skoða tekju­upp­bygg­ingu RÚV fyrir árs­lok 2019. Eins og kunn­ugt er hefur þátt­­taka RÚV á aug­lýs­inga­­mark­aði, sam­hliða tekjum af útvarps­­gjaldi, verið umdeild.

Skil­yrði að tekið verði á mál­efnum RÚV

Í mars síð­ast­liðnum sagð­i Lilja í sjón­­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut að það væri stjórn­­­­­ar­­­meiri­hluti fyrir frum­varp­inu þrátt fyrir að það hefði verið gagn­rýnt úr ýmsum átt­um, meðal ann­­­ars af hluta þing­­­manna Sjálf­­­stæð­is­­­flokks. Frétta­blaðið greinir hins vegar frá því dag að ­þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins leggi mikla á­herslu á að frum­varpið taki veru­legum breyt­ingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Bára Huld BeckBryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þótt frum­varpið hafi verið afgreitt út úr þing­flokknum hafi verið sam­staða um að það færi ekki í gegn á þessu þing­i. 

„Ég held að það sé alveg deg­inum ljós­ara að það voru ekki allir í þing­flokknum sáttir við frum­varpið eins og það var lagt fram. Ráð­herra fannst mik­il­vægt að leggja málið fram svo það fengi kynn­ingu og ein­hverja umræðu. Það yrði svo verk­efni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryn­dís.

Heim­ildir Frétta­blaðs­ins herma að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni með­al­ ann­ars setja það sem skil­yrði að tekið verði á mál­efnum RÚV. Að minnsta kosti verði settar miklar skorður við sam­keppn­is­rekstri félags­ins og það helst dregið alveg af sam­keppn­is­mark­að­i. 

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir í sam­tali við blaðið að ef ein­hver alvara sé í því að styrkja stöðu sjálf­stæðra fjöl­miðla þá verði að taka á þátt­töku RÚV á sam­keppn­is­mark­aði. Hann segir að RÚV njóti yfir­burða þar og því verði að jafna leik­völl­inn.  Hann segir hins vegar að mik­ill meiri­hlut­i ­þings­ins vilji vernda RÚV. 

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent