Hvergi minnst á lén í íslenskri löggjöf

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið hefur áform um að leggja fram frumvarp um landshöfuðlénið .is. Með tilliti til öryggissjónarmiða, neytendaverndar og vegna ímyndar Íslands þykir nauðsynlegt að setja loks reglur um landshöfuðlénið.

tölva pexels
Auglýsing

Hvergi í íslenskri lög­gjöf er minnst á lén, hvorki í fjar­skipta­lögum né öðrum sér­lögum er varða netið með ein­hverjum hætt­i. Lands­höf­uð­lénum er útdeilt til allra ríkja og vísa til land­fræði­legs upp­runa. Hér á landi er hins vegar ekki að finna heild­stæða lög­gjöf um lands­höfuð lén Íslands .is eða önnur höf­uð­lén. Því hefur sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið birt áform um frum­varp til laga um land­höf­uð­lén Íslands í sam­ráðs­gátt­inni.

Nú byggir fram­kvæmdin aðeins á reglum ISNIC

ISNIC var stofnað árið 1995 til að halda utan um rekstur á íslenska hluta Inter­nets­ins. Á kjör­tíma­bil­inu 1999 til 2003 var hlutur rík­is­ins í ISNIC seldur og þar með var aðkoma íslenskra stjórn­valda að stjórnun og rekstur lands­höf­uð­léns­ins .is. færð yfir til einka­að­ila. 

Í dag er aðeins eitt fyr­ir­tæki, ISNIC, sem sinnir skrán­ingu léna undir lands­höf­uð­lén­inu .is. Á árunum 2010 til 2012 voru lögð fram þrjú frum­vörp um lands­höf­uð­lénið .is en frum­vörpin náðu ekki fram að ganga en með þeim átti gera starf­semi ISNIC háða starfs­leyf­i. 

Auglýsing

Því er hér á landi ekki að finna heild­stæða lög­gjöf um lands­höf­uð­lénið .is og í raun hvergi minnst á lén í íslenskri lög­gjöf, hvorki í fjar­skipta­lögum né öðrum sér­lögum er varða netið með ein­hverjum hætt­i. Í dag byggir fram­kvæmdin aðeins á reglum sem ISNIC hefur sjálft sett. 

Lands­höf­uð­lénið hefur áhrif á vöru­merkið Ísland

Sveita-og sam­göngu­ráðu­neytið leggur því nú til áform um laga­setn­ing­u þar sem lagt er til að samið verði nýtt frum­varp um lands­höf­uð­lénið .is og að settar verði skýrar lág­marks­reglur um skrán­ingu léna undir lands­höf­uð­lén­inu .is. „Líta verður á lands­höf­uð­lénið .is sem mik­il­vægan inn­við fyrir íslenskt sam­fé­lag og því verður að telja bæði tíma­bært og nauð­syn­legt að sett verði lág­marks lagaum­gjörð um skrán­ing­ar­stofu lands­höf­uð­léns­ins .is.,“ segir í laga­á­form­inu.

Auk þess segir í laga­á­form­inu að lands­höf­uð­lénið .is hafi áhrif á vöru­merkið Ísland enda hafi það beina skírskotun til Íslands og ímyndar þess útá­við og inn­á­við í sam­fé­lags­legu sam­hengi. Því segir að með­ því að gera starf­semi skrán­ing­ar­stofu háða opin­beru eft­ir­liti sé jafn­framt stuðlað að auknu öryggi og trausti í notkun íslenska hluta inter­nets­ins og því að .is haldi áfram að vera traust lén. 

Auk þess er gert ráð fyrir að settar verði skýr­ari reglur um úrlausn deilu­mála og að settur verði á fót fagráð um léna­mál. Í áform­inu er jafn­framt bent á að flest nágranna­ríki Íslands hafi sett lagaum­gjörð um lands­höf­uð­lén sín og skrán­ingu léna undir þeim. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent