Ókeypis skimun hefur tvöfaldað mætingu kvenna til Krabbameinsfélagsins

23 prósent kvenna hefðu ekki mætt hefðu þær þurft að borga fyrir leghálsskimun og 9 prósent hefðu ekki mætt í brjóstaskimun.

Krabbameinsfélag Íslands Mynd: Krabbameinsfélag Íslands
Auglýsing

Nýtt til­rauna­verk­efni Krabba­meins­fé­lags­ins miðar að því að bjóða konum gjald­frjálsa leg­háls- og brjósta­skim­un. Nið­ur­stöður til­raun­ar­innar sýna fram á að tvö­falt fleiri konur mæti í skimun sé hún ókeypis, að því er kemur fram í frétta­til­kynn­ingu Krabba­meins­fé­lags­ins. Fyrstu fimm mán­uði þessa árs, það er frá því til­rauna­verk­efnið hóf­st, hafa tvö­falt fleiri konur mætt í fyrstu skimun miðað við sama tíma­bil á síð­asta ári. 

Þátt­taka kvenna í brjósta- og leg­háls­skimun hefur minnkað síð­ustu ár og segir í til­kynn­ing­unni að greiðslu­þátt­taka kvenna spili þar inn í. Vís­bend­ingar séu um að greiðsla hindri skimun hjá umtals­verðum hópi kvenna. Almennt gjald fyrir leg­háls­skimun eru 4.700 krónur og er ákvarðað af stjórn­völd­um.

Auglýsing
95 pró­sent 23 ára kvenna sem boð­aðar eru í fyrstu skimun sögðu ókeypis skimun hafa hvatt þær til að mæta. Við fyrstu brjósta­skimun, það er við 40 ára ald­ur, sögðu 70 pró­sent þeirra að gjald­frjáls skimun hefði hvatt þær til að mæta. 23 pró­sent kvenna hefðu ekki mætt hefðu þær þurft að borga fyrir leg­háls­skimun og 9 pró­sent hefðu ekki mætt í brjósta­skimun, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Í til­kynn­ing­unni segir að árang­ur­inn af til­rauna­verk­efn­inu fyrstu fimm mán­uði árs­ins sé mjög mik­ill þar sem fjöldi kvenna sem fer í leg­háls­skimun í ár, það eru 557 kon­ur, hefur tvö­fald­ast miðað við árið í fyrra þegar 277 konur fóru í leg­háls­skim­un. Fjöldi kvenna sem fór í brjósta­skimun fjölg­aði úr 245 í 572 á tíma­bil­inu.

„Þetta stað­festir það sem við höfum lengi haldið fram, að kostn­aður við skimun­ina skipti máli. Krabba­meins­fé­lagið telur afar mik­il­vægt að skimun verði gerð gjald­frjáls, líkt og hún er í lang­flestum nágranna­lönd­un­um, einkum til að tryggja jafnt aðgengi að skimun,“ segir Halla Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lags­ins. „Heil­brigð­is­ráð­herra hefur lýst því yfir að hún ætli að gera skimun­ina gjald­frjálsa, við söknum þess að ráð­herra hafi ekki til­greint hvenær, en treystum því að það verði fljót­lega og hlökkum mjög til að heyra hvenær við getum útfært það, konum í land­inu til heilla.”

Skimun getur bjargað lífum

Með skimun fyrir leg­hálskrabba­meini er nán­ast hægt að koma í veg fyrir sjúk­dóm­inn grein­ist hann á for­stigi og með skimun fyrir brjóstakrabba­meini er hægt að draga veru­lega úr dauðs­föllum grein­ist meinið á byrj­un­ar­stigi, segir í til­kynn­ingu Krabba­meins­fé­lags­ins.

„Það er virki­lega ánægju­legt að sjá þann góða árangur sem þetta verk­efni virð­ist vera að skila. Að auki eru lang­tíma­mark­mið og fleiri aðgerðir í þá veru að auka þátt­töku kvenna í skimun að skila sér. Árangur er fram úr okkar björt­ustu vonum og við hlökkum til að gera enn betur grein fyrir hon­um,” segir Halla.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reykjavíkurstjórn líklegasti valkosturinn við sitjandi ríkisstjórn
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 5. júlí 2020
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent