Vilja setja á fót vefsíðu um umhverfisáhrif framleiðslu og neyslu textíls

Kyn og neysla, nýtt jafnréttisverkefni á vegum ríkisstjórnarinnar, á að vekja athygli á umhverfis- og félagslegum áhrifum tísku- og textíliðnaðarins og valdi neytenda til að stuðla að mannsæmandi og umhverfisvænni framleiðslu.

Fataflokkun Rauða krossins
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um fram­kvæmda­á­ætlun í jafn­rétt­is­málum fyrir árin 2020 til 2023. Þar má finna verk­efnið „kyn og neysla“ sem felst í vit­und­ar­vakn­ingu um umhverf­is- og félags­leg áhrif tísku- og textíl­iðn­að­ar­ins. Á meðal aðgerða í því verk­efni er að aflað verður gögnum um fram­leiðslu og neyslu textíls og þau gögn notuð í fræðslu. Auk þess verður sett upp vef­síða þar sem finna má upp­lýs­ingar fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki um umhverf­is- og kynja­á­hrif textíl­fram­leiðslu og textíl­neyslu. 

Vald neyt­enda til að stuðla að mann­sæm­andi og umhverf­is­vænni fram­leiðslu­háttum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Jafn­rétti er lyk­ilá­hersla stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og í fram­kvæmda­á­ætlun for­sæt­is­ráð­herra í jafn­rétt­is­málum eru kynnt verk­efni sem eiga að end­ur­spegla mark­mið stjórn­valda á sviði jafn­rétt­is­mála. Lagt er áhersla á að öll ráðu­neytin hafi hlut­verki að gegna við fram­kvæmd áætl­un­ar­inn­ar. Fram­kvæmda­á­ætl­unin hefur nú verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda en í henni má á finna 24 verk­efni sem á að fram­kvæma á árunum 2020 til 2023.

Eitt af þeim verk­efnum er verk­efnið kyn og neysla sem er á ábyrgð umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins. Verk­efnið er vit­und­ar­vakn­ing um umhverf­is- og félags­leg áhrif tísku- og textíl­iðn­að­ar­ins og vald neyt­enda og þá sér­stak­lega kvenna til að stuðla að mann­sæm­andi og umhverf­is­vænni fram­leiðslu­hátt­um.

Umhverf­is­fót­spor tísku- og textíl­iðn­að­ar­ins er stórt

Í grein­ar­gerð áætl­un­ar­innar segir að tísku- og textíl­iðn­að­ur­inn sé meðal umfangs­mestu iðn­að­ar­fram­leiðslu í heimi. Umhverf­is­á­hrif iðn­að­ar­ins eru mjög nei­kvæð og er þar bæði um að ræða vatns­freka fram­leiðslu og notkun hættu­legra efna sem víða er skilað óhreins­uðu út í nærum­hverfið með til­heyr­andi umhverf­is­spjöllum og nei­kvæðum áhrifum á lífs­gæði íbúa svæð­anna. 

Auk þess eru lofts­lags­á­hrif fram­leiðsl­unnar mik­il. Neysla á fatn­aði hefur auk­ist um 60 pró­sent frá árinu 2000 og nú er heild­ar­hluti los­unar koltví­sýr­ings frá fram­leiðslu tísku­iðn­að­ar­ins talin vera um 5 pró­sent á heims­vísu, sem má að stórum hluta rekja til brennslu kola við orku­fram­leiðslu  í verksmiðjunum. 

Auglýsing

Enn­fremur segir í grein­ar­gerð­inni að líf­tími hverrar flíkur hafi styst á síð­ustu árum sem auki sóun, sem er við­var­andi og vax­andi vanda­mál í heim­in­um. Því hafi iðn­að­ur­inn í heild nei­kvæð áhrif á vist­kerfi jarðar sem sé keðju­verk­andi og hafi ekki síst alvar­leg áhrif á efna- og valda­minni hópa í sam­fé­lag­in­u. 

Auk umhverf­is­á­hrif­anna býr iðn­að­ur­inn við það vanda­mál að stór­fyr­ir­tæki í tísku­iðn­aði bjóða út fram­leiðsl­una til lægst­bjóð­andi sem nýti sér aðstæður á fram­leiðslu­svæðum þar sem verka­fólk í fata­verk­smiðjum er með allt niður í 2 doll­ara í dag­laun. Þannig byggi iðn­að­ur­inn til­veru sína á ódýru vinnu­afli, sem er að stærstum hluta konur á aldr­inum 15 til 22 ára. 

Hver Íslend­ingur kaupir 17 kíló af fötum á hverju ári

Í grein­ar­gerð­inni kemur jafn­framt fram að konur séu stærsti hópur neyt­enda tísku­fatn­aðar sem spilar saman við síbreyti­legar kröfur um útlit og ímynd. Því hafi kon­ur, sem helstu neyt­endur tísku­fatn­að­ar, bæði gríð­ar­leg áhrif á eft­ir­spurn og ríkj­andi fram­leiðslu- og við­skipta­hætti sem end­ur­spegl­ast í kjörum og aðbún­aði verka­kvenna, nátt­úru­auð­linda­nýt­ingu og áhrifum á umhverfið á fram­leiðslu­stað. 

Íslend­ingar eru engir eft­ir­bátar ann­arra þjóða þegar kemur að fata­kaupum en sam­kvæmt Um­hverf­is­stofnun kaupir hver Íslend­ingur sautján kíló af nýjum fötum á ári hverju. Það er þrisvar sinnum meira en meðal jarð­ar­bú­i. ­Sam­hliða þessum gíf­ur­legu fata­kaupum hefur á síð­ustu árum orðið mikil aukn­ing í fata­sóun hér landi en árið 2016 hentu Íslend­ingar rúmum 5700 tonnum af textíl og skóm. Það er nærri því tvö­falt meira magn en fjórum árum áður og að með­al­tali 15 kíló á hvern í­búa árið 2016. 

Mynd: Umhverfisráðuneytið

Meiri­hluti þess úrgangs fer í urðun en auk þess voru yfir 3000 tonn send frá Íslandi til ann­arra landa í end­ur­vinnslu árið 2018. Í úrgangs­stefnu umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins fyrir næstu sex ár kemur fram að stjórn­völd stefna að því að ­draga úr fata­sóun á hvern íbúa um fimm kíló.

Vilja und­ir­strika mik­il­vægi end­ur­notk­unar og end­ur­vinnslu

Í fram­kvæmd­ar­á­ætl­un­inni segir að verk­efnið kyn og neysla snúi að því að fræða og vekja ­neyt­end­ur, sér í lagi kon­ur, til umhugs­unar um áhrif eigin neyslu­hegð­unar á stöðu og rétt­ind­i kvenna á fram­leiðslu­stöðum og lífs­af­komu þeirra með hlið­sjón af áhrifum fram­leiðsl­unnar á nátt­úru­auð­lindir og umhverf­ið. Jafn­framt gengur verk­efnið út á að und­ir­strika mik­il­væg­i end­ur­notk­unar og end­ur­vinnslu. 

Verk­efnið gengur út á þrjár aðgerðir sem fram­kvæma á á árunum 2020 til 2023. Það verður unnið í sam­starfi við meðal ann­ars Umhverf­is­stofn­un, Neyt­enda­stofu, Rauða krossinn, fyr­ir­tæk­ið Aft­ur og Lista­há­skóla Íslands. Fyrsta aðgerðin er að afla gögnum um fram­leiðslu, inn­kaup, notkun og neyslu textíls. Fram­setn­ing þeirra gagna verður síðan útfærð þannig að nota megi þau í fræðslu­til­gang­i. 

Þriðja aðgerðin felst í því að sett verður upp vef­síða þar sem finna má upp­lýs­ing­ar, fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki, um umhverf­is- og kynja­á­hrif fram­leiðslu og neyslu textíls.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent