Róðurinn ekki jafn þungur í ferðaþjónustu og óttast var

Ferðamenn dvelja nú fleiri nætur hér á landi en í fyrra og eyða meira. Að mati Arion banka gæti aukið vægi erlendra flugfélaga í flugframboði landsins í kjölfar falls WOW air skýrt breytinguna.

ferðamenn, Hellnar, Snæfellsnes, ferðaþjónusta, tourism 7DM_3214_raw_170617.jpg
Auglýsing

Ferða­mönnum hefur fækkað mikið á und­an­förnum mán­uðum og greint hefur verið frá því að mörg ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki eigi erfitt upp­drátt­ar. Aftur á móti virð­ist róð­ur­inn í ferða­þjón­ustu ekki vera jafn þungur og ótt­ast var en nýj­ustu tölur sýna að nú dvelja ferða­menn lengur á land­inu og eyða meira. Þetta kemur fram í nýrri grein­ingu Arion ­banka á stöðu ferða­þjón­ust­unn­ar. 

Varn­ar­sigur fyrir íslenska ferða­þjón­ustu

Í grein­ingu Arion banka kemur fram að í maí síð­ast­liðnum hafi verið minni sam­dráttur í korta­veltu en í fjölda ferða­manna. Korta­velta dróst saman um 13,1 pró­sent á milli ára en ferða­mönnum fækk­aði á sama ­tíma um 23,6 pró­sent, sam­kvæmt tölum Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­. Þá segir í grein­ingu bank­ans að sam­kvæmt upp­færðum tölum hafi heild­ar­korta­verslun dreg­ist saman um 0,7 pró­sent, í krónum talið, en 4,5 pró­sent aukn­ing var í korta­sölu í apr­íl. 

Ferða­mönnum fækk­aði til sam­an­burðar um 18,5 pró­sent í apríl og 23,6 pró­sent í maí. Í grein­ing­u ­Arion ­banka segir að það var við­búið að korta­velta á hvern ferða­menn í krónum talið myndi aukast sök­um ­geng­is­veik­ing­ar krón­unnar en hversu mikil aukn­ingin virð­ist vera sé óvænt gleði­tíð­ind­i. „Að því gefnu að þetta sé end­an­leg nið­ur­staða um korta­notkun ferða­manna þá verður svo lít­ill sam­dráttur í maí og vöxtur í apríl að telj­ast mikil varn­ar­sigur fyr­ir­ ­ís­lenska ­ferða­þjón­ustu

Mynd: Arion banki

Enn­fremur hefur eyðsla hvers og eins ferða­manns auk­ist á milli ára. Hver ferða­maður ráð­staf­aði 28 pró­sent fleiri krónum hér á landi í apríl en fyrir ári síðan og 30 pró­sent fleiri kónum í maí en korta­velta á hvern ferða­mann hefur aldrei ver­ið ­jafn mikil og í maí. 

„Ekki nóg með það, þá sýna töl­urnar að hver og einn ferða­maður ráð­staf­aði mun meiru í sinni eigin mynt en áður, þróun sem skiptir tekju­sköpun þjóð­ar­bús­ins gríð­ar­lega miklu máli,“ segir í grein­ing­unni. Í apríl ráð­staf­aði hver ferða­maður 13 pró­sent meiru í eigin mynt en fyrir ári síðan og 15 pró­sent meira í maí. 

Spán­verjar og Banda­ríkja­menn eyða mest 

Þá hefur korta­velta Spán­verjar og Banda­ríkja­menn auk­ist mest. Hver Spán­verji eyddi rúm­lega 31 pró­sent fleiri evrum í apríl og maí sam­an­lagt en árið á und­an. Þá varði hver ­Banda­ríkja­mað­ur­ tæp­lega 27 pró­sent fleiri doll­urum í maí og apr­íl. Það munur um þessa eyðslu­aukn­ingu Banda­ríkja­manna þar sem fimmti hver ferða­maður sem heim­sótt hefur Ísland á þessu ári er Bandaríkjamaður. 

Auglýsing

Enn fremur hefur korta­velta Breta og Rússa aukist ­tölu­vert á milli ára. Bret­land er næst mik­il­væg­asti mark­aður íslenskrar ferða­þjón­ustu í höfða­tölu ferða­manna talið, á eftir Banda­ríkj­un­um, og því segir í grein­ing­u ­Arion ­banka að það sé fagn­að­ar­efni að sjá svo mikla aukn­ingu í korta­veltu hvers og eins Breta, mælt í pund­um. Saman eru breskir og banda­rískir ferða­menn rúm­lega 40 pró­sent allra ferða­manna er sótt hafa landið heim það sem af er ári.

Hver ferða­maður dvelur lengur á land­inu 

Auk þess­arar auknu eyðslu­gleði ferða­manna þá hefur dval­ar­tími ferða­manna á land­inu lengst. Heild­ar­gistin­óttum fækk­aði, skráðum og óskráðum, um rúm 9 pró­sent í maí á meðan erlendum ferða­mönnum fækk­aði um 23,6 pró­sent. Gistin­óttum á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Aust­ur­landi og Norð­ur­landi fjölg­aði hins vegar í maí, og ­sam­an­lagð­ar­ g­istinætur erlendra ferða­manna á hót­elum fækk­aði aðeins um 1 pró­sent milli ára.

Þá má sjá ef skráðar og óskráðar eru gistinætur teknar saman og deilt niður á fjölda ferða­manna að hver ferða­maður dvaldi mun lengur á land­inu í apríl og maí en fyrir ári síð­an. Þannig var dval­ar­tím­inn 19,6 pró­sent lengri í apríl og 18,7 pró­sent í maí, sem er nálægt sól­ar­hrings lengri dval­ar­tími.

Mynd:Arion bankiErlend flug­fé­lög fljúga sjaldnar í viku til lands­ins

Að mat­i ­Arion ­banka hefur fall WOW air lík­lega haft áhrif á þessa breytta hegðun ferða­manna. Sam­kvæmt könnun Ferða­mála­stofu meðal erlendra ferða­manna dvöld­u ­ferða­menn ­með­ WOW a­ir ­skemur en aðrir ferða­menn og eyddu minna að með­al­tali en til dæmis ferða­menn með­ Icelanda­ir. Þá flutt­i WOW a­ir hlut­falls­lega fleiri ­ferða­menn ­sem stöldr­uðu aðeins í skamma stund á land­inu án þess að gista. 

Í kjöl­far gjald­þrots WOW a­ir jókst vægi erlendra flug­fé­laga í flug­fram­boði lands­ins en erlend flug­fé­lög fljúga alla jafna sjaldnar í viku til lands­ins. Auk þess segir í grein­ingu bank­ans að sam­setn­ing far­þega með­ Iceland­ir hafi einnig breyst. Að mati bank­ans gætu þetta verið þáttur í  auk­inni eyðslu­gleði og lengri dval­ar­tíma ­ferða­manna „Hvað svo sem veldur er ljóst að töl­urnar eru virki­lega jákvæðar fyrir íslenska ferða­þjón­ustu og íslenskan þjóð­ar­bú­skap í heild sinn­i,“ segir að lokum í grein­ing­unn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent