Bankar á bremsunni í lánum

Minnkandi útlán hafa verið í bankakerfinu. Æskilegt væri að það væri þveröfugt, þessi misserin, segir í greiningu Arion banka.

Verkamenn á palli - Hafnartorg
Auglýsing

Ný útlán í banka­kerf­inu hafa dreg­ist saman að und­an­förnu, meðal ann­ars vegna breyt­inga á reglu­verki. Æski­legt væri nú, til að vinna gegn sam­drætti í efna­hags­líf­inu, að liðka fyrir nýjum útlánum til að örva fjár­fest­ingu.

Þetta er meðal þess sem er til umfjöll­unar í grein­ingu frá grein­ing­ar­deild Arion banka

Í grein­ing­unni segir meðal ann­ars að breyt­ingar á reglu­verki, þar sem hertar eru kröfur um eigið fé hjá bönk­um, leiði til þess að útlána­geta verður skert­ari. 

Auglýsing

Í grein­ing­unni er minnst á það að Seðla­bank­inn hafi  nýverið breytt reglum um við­skipti sín við fjár­mála­fyr­ir­tæki og gert sér­tryggð skulda­bréf, sem eru tryggð með hús­næð­is­lánum ein­stak­linga í íslenskum krón­um, hæf til trygg­ing­ar. 

Útlánavöxtur hefur dregist verulega saman.

„Breyt­ingin er tíma­bær, til þess fallin að lækka vaxta­stig, örva útlán, milda efna­hags­sam­drátt og end­ur­speglar sýn Seðla­bank­ans á kólnun hag­kerf­is­ins. Önnur nýleg ákvörð­un, hækkun á eig­in­fjár­kröfum bank­anna, gengur hins vegar í aðra átt. Þessar ákvarð­anir geta haft tölu­verð áhrif á fjár­mála­mark­aði og þar með hag­kerfið þó ekki fari mikið fyrir þeim í almennri umræðu þar sem nær öll áhersla er á stýri­vexti Seðla­bank­ans,“ segir í grein­ing­unni.

Þá er því velt upp, hvort þessar kröfur um eig­in­fjár­auka séu rang­lega tíma­sett­ar, í ljósi gjör­breyttrar stöðu í hag­kerf­inu, eftir sam­drátt í ferða­þjón­ustu við fall WOW air. „Ákvörð­unin er skilj­an­leg í ljósi kröft­ugs útlána­vaxtar um það leyti og fjórð­ung­ana á und­an. Hins vegar drögum við í efa að fjár­mála­sveiflan sé nú á þeim stað að hægja þurfi á upp­sveiflu. Efna­hags­horfur hafa snú­ist býsna hratt eins og t.d. vaxta­lækk­anir Seðla­bank­ans bera með sér.“

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent