Bjarni fær ekki greitt fyrir störf sín innan AIIB

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það með ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ist sitja ólaunað í banka­ráði Asíska inn­viða­fjár­fest­ing­ar­bank­ans, AIIB, en Bjarni var kjör­inn sem vara­maður banka­ráðs­ins á árs­fundi bank­ans um helg­ina. Hann seg­ist enn fremur í stöðu­færslu sinni á Face­book það vera með ólík­indum að sjá vanga­veltur um brot á siða­reglum ráð­herra af þessu til­efni og vísar þar með í stöðu­færslu Björns Levís Gunn­ars­son, þing­manns Pírata, frá því í gær.

‪Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra Íslands situr (ólaun­að) í banka­ráði AIIB bank­ans með full­trúum ann­arra 78...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Monday, July 15, 2019
Auglýsing
Björn Leví sagði í stöðu­færslu sinni á Face­book í gær að hann myndi senda fyr­ir­spurn um ráðn­ing­una þar sem að í siða­reglum ráð­herra standi að ráð­herra­starf, að jafn­aði ásamt þing­mennsku, telj­ist fullt starf. Ráð­herra gegnir ekki öðrum störfum á með­an. Sinni ráð­herra öðrum til­fallandi verk­efnum er honum óheim­ilt að þiggja greiðslur fyrir nema þær séu innan hóf­legra marka og að fengnu sam­þykki for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins

Úr siða­reglum ráð­herra (https://www.­stjorn­arra­did.is/rikis­stjorn/sida­regl­ur-rad­herra/) "Ráð­herra­starf (að jafn­aði ásam­t...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Sunday, July 14, 2019

Í til­­kynn­ing­u Stjórn­ar­ráðs­ins um til­nefn­ing­una segir að AIIB sé ung en ört vax­andi alþjóða­fjár­­­mála­­stofn­un. ­Bank­inn hóf starf­­semi í jan­úar 2016 en hann er stofn­aður um ­sam­­starf þjóða til að taka á inn­­viða­fjár­­­fest­ing­­ar­þörf í Asíu. Ís­land var á meðal 57 stofn­enda bank­ans en Kín­verjar höfðu for­ystu um stofnun bank­ans. 

Eft­ir árs­fund­inn í vik­unni eru fé­lag­ar orðnir hund­rað og hluta­fé bank­ans nem­ur 100 millj­­­örðum Banda­­­ríkja­dala. ­Sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni er við skipu­lag bank­ans byggt á reynslu alþjóða­­þró­un­­ar­­banka og áhersla lögð á „opna, óháða og gagn­­sæja stjórn­­­ar­hætti og skýr ábyrgð­­ar­skil“.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið verði kolefnishlutlaust 2050
Allir leiðtogar Evrópusambandsins, fyrir utan Pólland, samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi álfunnar fyrir árið 2050. Hundrað milljarðar evra hafa verið eyrnamerktar samkomulaginu.
Kjarninn 13. desember 2019
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra: Vonandi upphafið af þeim bættu vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hefur lofað
Samkomulag hefur náðst á milli þingflokksformanna og þingforseta um þinglok í næstu viku. Í samkomulaginu felst einnig loforð um bætt verklag til framtíðar.
Kjarninn 13. desember 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 26. þáttur: Harry hangir með Dumbledore
Kjarninn 13. desember 2019
Stefna á þinglok í byrjun næstu viku
Allt stefnir í það að þinglok verði á þriðjudaginn næstkomandi en samkvæmt starfsáætlun þingsins hefði þingi átt að ljúka í dag.
Kjarninn 13. desember 2019
Ísland veiðir næst mest á hvern íbúa
Hlutdeild sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun hefur aukist undanfarin þrjú ár og skilaði greinin um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins. Ísland er nítjánda stærsta fiskiþjóð heims og veiðir 3,4 tonn á hvern íbúa.
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent