Ferðamenn eyða að meðaltali 209 þúsund krónum vegna Íslandsferðar

Tæp­ur helm­ing­ur ferðamanna sem komu til Íslands á síðasta ári og tóku þátt í könn­un Ferðamála­stofu tel­ur að verðlag sé á meðal þess sem helst megi bæta í ís­lenskri ferðaþjón­ustu.

manudagur-i-juni-a-laugavegi_14309719279_o.jpg
Auglýsing

Með­al­út­gjöld á ferða­mann vegna Íslands­ferðar voru tæp­lega 209 þús­und í fyrra. Þar af voru stærstu útgjalda­lið­irnir fyr­ir­fram­greidd pakka­ferð, alþjóð­legt flug og gist­ing. Þá sögð­ust tæp­­lega helm­ing­ur ferða­manna að verð­lag sé á meðal þess sem helst megi bæta í ís­­lenskri ferða­þjón­­ustu. Þetta kemur fram nið­ur­stöðum Ferða­mála­stofu um ferða­hegðun og við­horfa erlenda ferða­manna árið 2018. Yfir 27.000 ferða­menn tóku þátt í könn­un­inn­i. 

Mest eytt í pakka­ferðir og flug

Mynd:FerðamálastofaÁrið 2018 voru fyr­ir­fram­greiddar pakka­ferðir 26 pró­sent af heild­ar­út­gjöldum þeirra ferða­manna sem komu til lands­ins. Þá var alþjóð­legt flug næst stærsti útgjalda­liður ferða­manna eða 19 pró­sent heild­ar­út­gjalda, gist­ing var 17 pró­sent, mat­sölu­staðir og kaffi­hús 11 pró­sent og bíla­leigu­mál­ar.  

Með­al­út­gjöld voru tæp­lega 209 þús­und kórnur á ferða­mann. Þá voru útgjöldin vegna Íslands­ferðar hæst hjá Sviss­lend­ingum eða að með­al­tali 324 þús­und krónur og næst hæst hjá Kín­verjum eða að með­al­tali 310 þús­und.

Auglýsing

Gista að með­al­tali sex nætur

Mynd: FerðamálastofaDval­ar­lengd ferða­manna var að jafn­aði 6,3 nætur í fyrra. Þá gisti ríf­lega helm­ingur ferða­manna á bil­inu fjórar til átta næt­ur, tæp­lega fimmt­ungur eina til þrjár nætur og ríf­lega fimmt­ungur níu nætur eða fleiri. 

Með­al­dval­ar­lengd var lengst hjá Mið-­Evr­ópu­búum eða 8,5 nætur og næst­lengst hjá Suð­ur­-­Evr­ópu­búum eða 8,1 nótt. Ferða­menn frá Bret­landseyjum stöldruð­u ­styst við eða 4,6 næt­ur.

Jafn­framt kemur fram í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar að tæp­lega helm­ingi gistinótta var eytt á hót­el­um, gisti­heim­ilum og í hót­el­í­búð­um, um fimmt­ungi í íbúða­gist­ingu og einni af hverri tíu á opin­berum ­tjald­svæð­um. Önnur teg­und gist­ingar var nýtt í minna mæli. 

60 pró­sent ferð­uð­ust um á bíla­leigu­bíl

Lang­flestir ferða­menn heim­sóttu höf­uð­borg­ar­svæðið árið 2018 eða ríf­lega níu af hverj­u­m ­tíu svar­end­um. Þrír fjórðu heim­sóttu Suð­ur­landið og nærri þrír af hverj­u­m fimm Reykja­nes­ið. Þá heim­sótti tæp­lega helm­ingur Vest­ur­land­ið, ríf­lega fjórð­ungur Norð­ur­land­ið, tæp­lega fjórð­ungur Aust­ur­landið og einn af hverj­u­m ­tíu Vest­firð­i. 

Mynd: FerðamálastofaEnn fremur kemur fram nið­ur­stöð­u­m könn­un­ar­inn­ar að svar­endur frá­ Bret­landseyjum ferð­uð­ust minnst utan höf­uð­borg­ar­svæðis í sam­an­burði við önnur mark­aðs­svæði. Suð­ur- og Mið-­Evr­ópu­búar og Asíu­búar ferð­uð­ust hins ­vegar í lang­flestum til­fellum hlut­falls­lega meira til lands­hluta utan­ höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en önnur mark­aðs­svæð­i. 

Um þrír af hverjum fimm svar­endum sögð­ust hafa ferð­ast um á bíla­leigu­bíl, tæp­lega þriðj­ungur í skipu­lagðri rútu­ferð og um 15 pró­sent í áætl­un­ar­bif­reið. Þá voru bíla­leigu­bílar voru not­aðir í minna mæli af Norð­ur­landa­búum og ­ferða­mönnum frá Bret­landseyjum en þeim sem komu frá öðrum ­mark­aðs­svæð­um. Ferða­menn frá Bret­landseyjum nýttu hins veg­ar ­skipu­lagðar rútu­ferðir í mun meira mæli en önnur mark­aðs­svæð­i. 

Helm­ingur segir að bæta mætti verð­lag

Tæp­lega helm­ingur svar­enda nefndu verð­lag þegar þeir voru beðnir um að nefna hvað mætti bæta í íslenskri ferða­þjón­ustu. Fimmt­ungur nefndi skipu­lag, tæp­lega fimmt­ungur vegi og sama hlut­fall þjón­ustu. Aðrir þættir sem vor­u ­nefndir í nokkrum mæli voru í tengslum við upp­lýs­inga­gjöf, afþr­ey­ingu og veit­inga­hús, sam­göngur og tak­mörkun á fjölda ferða­manna.

Þegar svar­endur voru spurðir að því hvað þrennt þeim hefði þótt minn­is­stæð­ast við Íslands­ferð­ina nefndu flestir nátt­úr­una og lands­lagið eða ­þrír af hverjum fimm. Tveir af hverjum fimm nefndu afþr­ey­ingu, menn­ing­u eða við­burði. Fimmt­ungur nefndi fossa, Gullna hring­inn og Bláa lón­ið.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent