Ferðamenn eyða að meðaltali 209 þúsund krónum vegna Íslandsferðar

Tæp­ur helm­ing­ur ferðamanna sem komu til Íslands á síðasta ári og tóku þátt í könn­un Ferðamála­stofu tel­ur að verðlag sé á meðal þess sem helst megi bæta í ís­lenskri ferðaþjón­ustu.

manudagur-i-juni-a-laugavegi_14309719279_o.jpg
Auglýsing

Með­al­út­gjöld á ferða­mann vegna Íslands­ferðar voru tæp­lega 209 þús­und í fyrra. Þar af voru stærstu útgjalda­lið­irnir fyr­ir­fram­greidd pakka­ferð, alþjóð­legt flug og gist­ing. Þá sögð­ust tæp­­lega helm­ing­ur ferða­manna að verð­lag sé á meðal þess sem helst megi bæta í ís­­lenskri ferða­þjón­­ustu. Þetta kemur fram nið­ur­stöðum Ferða­mála­stofu um ferða­hegðun og við­horfa erlenda ferða­manna árið 2018. Yfir 27.000 ferða­menn tóku þátt í könn­un­inn­i. 

Mest eytt í pakka­ferðir og flug

Mynd:FerðamálastofaÁrið 2018 voru fyr­ir­fram­greiddar pakka­ferðir 26 pró­sent af heild­ar­út­gjöldum þeirra ferða­manna sem komu til lands­ins. Þá var alþjóð­legt flug næst stærsti útgjalda­liður ferða­manna eða 19 pró­sent heild­ar­út­gjalda, gist­ing var 17 pró­sent, mat­sölu­staðir og kaffi­hús 11 pró­sent og bíla­leigu­mál­ar.  

Með­al­út­gjöld voru tæp­lega 209 þús­und kórnur á ferða­mann. Þá voru útgjöldin vegna Íslands­ferðar hæst hjá Sviss­lend­ingum eða að með­al­tali 324 þús­und krónur og næst hæst hjá Kín­verjum eða að með­al­tali 310 þús­und.

Auglýsing

Gista að með­al­tali sex nætur

Mynd: FerðamálastofaDval­ar­lengd ferða­manna var að jafn­aði 6,3 nætur í fyrra. Þá gisti ríf­lega helm­ingur ferða­manna á bil­inu fjórar til átta næt­ur, tæp­lega fimmt­ungur eina til þrjár nætur og ríf­lega fimmt­ungur níu nætur eða fleiri. 

Með­al­dval­ar­lengd var lengst hjá Mið-­Evr­ópu­búum eða 8,5 nætur og næst­lengst hjá Suð­ur­-­Evr­ópu­búum eða 8,1 nótt. Ferða­menn frá Bret­landseyjum stöldruð­u ­styst við eða 4,6 næt­ur.

Jafn­framt kemur fram í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar að tæp­lega helm­ingi gistinótta var eytt á hót­el­um, gisti­heim­ilum og í hót­el­í­búð­um, um fimmt­ungi í íbúða­gist­ingu og einni af hverri tíu á opin­berum ­tjald­svæð­um. Önnur teg­und gist­ingar var nýtt í minna mæli. 

60 pró­sent ferð­uð­ust um á bíla­leigu­bíl

Lang­flestir ferða­menn heim­sóttu höf­uð­borg­ar­svæðið árið 2018 eða ríf­lega níu af hverj­u­m ­tíu svar­end­um. Þrír fjórðu heim­sóttu Suð­ur­landið og nærri þrír af hverj­u­m fimm Reykja­nes­ið. Þá heim­sótti tæp­lega helm­ingur Vest­ur­land­ið, ríf­lega fjórð­ungur Norð­ur­land­ið, tæp­lega fjórð­ungur Aust­ur­landið og einn af hverj­u­m ­tíu Vest­firð­i. 

Mynd: FerðamálastofaEnn fremur kemur fram nið­ur­stöð­u­m könn­un­ar­inn­ar að svar­endur frá­ Bret­landseyjum ferð­uð­ust minnst utan höf­uð­borg­ar­svæðis í sam­an­burði við önnur mark­aðs­svæði. Suð­ur- og Mið-­Evr­ópu­búar og Asíu­búar ferð­uð­ust hins ­vegar í lang­flestum til­fellum hlut­falls­lega meira til lands­hluta utan­ höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en önnur mark­aðs­svæð­i. 

Um þrír af hverjum fimm svar­endum sögð­ust hafa ferð­ast um á bíla­leigu­bíl, tæp­lega þriðj­ungur í skipu­lagðri rútu­ferð og um 15 pró­sent í áætl­un­ar­bif­reið. Þá voru bíla­leigu­bílar voru not­aðir í minna mæli af Norð­ur­landa­búum og ­ferða­mönnum frá Bret­landseyjum en þeim sem komu frá öðrum ­mark­aðs­svæð­um. Ferða­menn frá Bret­landseyjum nýttu hins veg­ar ­skipu­lagðar rútu­ferðir í mun meira mæli en önnur mark­aðs­svæð­i. 

Helm­ingur segir að bæta mætti verð­lag

Tæp­lega helm­ingur svar­enda nefndu verð­lag þegar þeir voru beðnir um að nefna hvað mætti bæta í íslenskri ferða­þjón­ustu. Fimmt­ungur nefndi skipu­lag, tæp­lega fimmt­ungur vegi og sama hlut­fall þjón­ustu. Aðrir þættir sem vor­u ­nefndir í nokkrum mæli voru í tengslum við upp­lýs­inga­gjöf, afþr­ey­ingu og veit­inga­hús, sam­göngur og tak­mörkun á fjölda ferða­manna.

Þegar svar­endur voru spurðir að því hvað þrennt þeim hefði þótt minn­is­stæð­ast við Íslands­ferð­ina nefndu flestir nátt­úr­una og lands­lagið eða ­þrír af hverjum fimm. Tveir af hverjum fimm nefndu afþr­ey­ingu, menn­ing­u eða við­burði. Fimmt­ungur nefndi fossa, Gullna hring­inn og Bláa lón­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent