Persónuvernd annar ekki eftirspurn

Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.

FAcebook
Auglýsing

Frá því að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi hér á landi fyrir ári síðan hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent. Löggjöfin veitir einstaklingum möguleika til að stýra sínum persónuupplýsingum betur en á innan við ári hafa þúsund fyrirspurnir borist Persónuvernd. Vegna manneklu hefur stofnunin hins vegar ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti. Frá þessu er greint á fréttavef RÚV.

Einstaklingum veitt vald til að þekkja rétt sinn

Ný persónuverndarreglugerð tók gildi í Evrópu í maí í fyrra en reglugerðin var samþykkt af Evrópuþinginu og Evrópuráðinu í apríl 2016. Reglu­gerðin gengur undir nafn­inu GDPR sem er stytt­ing á enska heit­inu General Data Protection Regulation og á íslensku heitir hún reglu­gerð um vernd ein­stak­linga í tengslum við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga og um frjálsa miðlum slíkra upp­lýs­inga.

Á heima­síðu Per­sónu­verndar segir að sam­þykkt þess­ara end­ur­bóta marki tíma­mót í sögu per­sónu­vernd­ar­lög­gjafar í Evr­ópu. Um er að ræða umfangs­mestu breyt­ingar sem gerðar hafa verið á per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf­inni í tvo ára­tugi sem stað­festa að sá grund­vall­ar­réttur sem felst í vernd per­sónu­upp­lýs­inga ein­stak­linga verði tryggður fyrir alla. Þessar laga­breyt­ingar eiga að gagn­ast öllum borg­urum Evr­ópu og að ein­stak­lingum þurfi að vera veitt vald til að þekkja rétt sinn svo þeir viti hvernig unnt sé að verja þann rétt ef hann er ekki virt­ur.

Auglýsing

Í kjölfar reglugerðarinnar þurftu öll fyrirtæki að sýna fram á að þau gætu verndað allar per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar ein­stak­linga. Fyrirtækin þurfa einnig að geta upp­lýst fólk um alla með­ferð fyr­ir­tæk­is­ins og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga þeirra, sé eftir því leit­að.

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuvernd Mynd: Sigrún MaggHelga Þór­is­dóttir, for­stjóri Per­sónu­verndar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í fyrra að sam­fé­lags­miðlar og önnur fyr­ir­tæki sem fólk þiggur þjón­ustu frá vera oft vera að vinna upp­lýs­ingar um ein­stak­linga langt umfram það sem flestir hafa gert sér grein fyr­ir. Nýju skil­mál­arnir séu nú allt öðru­vísi heldur en löngu not­enda­skil­mál­arnir sem not­endur hafa hingað til átt að venjast, og fæstir lásu þar sem þeir voru oft og tíðum upp á hundruð blað­síðna. „Nýja lög­gjöfin lætur þessi fyr­ir­tæki lýsa í mjög stuttu og auð­skilj­an­legu máli hvað þau eru að gera hvað varðar vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga.“

Helga benti jafnframt á að reglugerðin teygir anga sína út fyrir Evrópu. „Fyr­ir­tæki sem eru að fylgj­ast með evr­ópskum rík­is­borg­urum eða eru starf­rækt á því svæði falla undir þessar breyt­ingar líka. Fyr­ir­tæki sem eru að fylgj­ast með hegðun fólks, bjóða vöru eða þjón­ustu óháð því hvort end­ur­gjald komi fyr­ir, þurfa að sína fram á hvernig þeir nota og fara með þessar upp­lýs­ing­ar,“ sagði Helga.

Fyrirspurnum til Persónuverndar fjölgað töluvert

Vernd per­sónu­upp­lýs­inga er tal­inn hluti af EES-­samn­ingnum og lög­gjöfin var því tekin upp í íslenskum rétti fyrir ári síðan, þann 15 júlí 2018. Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar, segir í samtali við RÚV að löggjöfin gefi fólki möguleika til að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Frá því að lögin tóku gildi hafa  þúsund fyrirspurnir borist stofnuninni en allt árið 2017 voru þær 640.

Kvörtunum til Persónuverndar hefur því fjölgað um 70 prósent á innan við ári en mannekla hjá stofnuninni hefur sett strik í reikninginn og Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti. 

Þórður segir að það sé ekki óalgengt að málsmeðferðartími nálgist ár eða jafnvel heilt ár. „Þetta hefur leitt af sér að talsverður fjöldi mála frá gildistíð eldri laga hefur enn verið óafgreiddur. Það saxast smám saman á þetta en þetta hefur auðvitað orðið til þess að stofnunin hefur ekki getað sinnt innleiðingu á nýrri löggjöf eins og vel og ella hefði verið unnt,“ segir Þórður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent