Vinna að viðbragðsáætlun í kringum leikskóla á „gráum dögum“

Reykjavíkurborg vinnur nú að viðbragðsáætlun til að auka loftgæði í kringum leik- og grunnskóla í borginni. Áætlunin byggir á tillögu frá fjórum umhverfisverndarsamtökum sem leggja til að ökutæki verði ekki leyfð í kringum leikskóla á ákveðnum tímum.

dagvistun
Auglýsing

Umhverf­is- og ­skipu­lags­svið­i Reykja­vík­ur­borgar hefur verið falið að vinna að­gerða­á­ætl­un við grunn- og leik­skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á svoköll­uðum gráum dög­um. Að­gerða­á­ætl­unin kemur í kjöl­far til­lögu frá for­svars­mönnum Bíl­lausa dags­ins en sam­tökin benda á að börn séu hluti af þeim hópi sem sé hvað við­kvæm­astur fyrir áhrifum svifryks á heils­una og því sé brýnt að vernda þau. Lagt er til að skil­greint verði 400 til 500 metra þynn­ing­ar­svæði í kringum leik­skóla þar sem vél­knúin öku­tæki eru ekki leyfð á ákveðnum tím­um.

Hleypa börnum ekki út á gráum dögum

Sam­þykkt var á fundi borg­ar­ráðs í síð­ustu viku að ­fela umhverf­is- og ­skipu­lags­svið­i að vinna að aðgerða­á­ætlun í sam­ráði við Heil­brigð­is­eft­ir­lit Reykja­víkur og skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borgar um aukin loft­gæði í kringum leik- og grunn­skóla í borg­inn­i. 

Ákvörð­unin byggir á til­lögu frá fjórum sam­tökum sem standa að Bíl­lausa deg­in­um; Sam­tök um bíl­lausan lífs­stíl, Hjóla­­færni á Ís­landi, Ungum um­hverf­is­sinnum og Grænni byggð. ­Til­lagan snýst um að gerð við­bragðs­á­ætl­ana hjá sveit­ar­fé­lögum sem gilda á innan svæðis í kringum leik­skóla þegar búist er við að styrkur svifryks fari yfir heilsu­vernd­ar­mörk eða svo­kall­að­ur­ „grár dag­ur“.

Auglýsing

Mynd: PexelsÍ til­lögu sam­tak­anna segir að börn séu hluti af þeim hópi sem sé hvað við­kvæm­astur fyrir áhrifum svifryks á heils­una og því brýnt að veita þeim hóp vernd. Sam­tökin segja að þegar gráir dagar eru þá hleypi leik­skóla­kenn­arar börnum ekki út í frí­mín­út­ur og sé fólk hvatt til þess að skilja bíl­inn eftir heima. Sam­tökin leggja hins vegar til að með við­bragðs­á­ætlun sé hægt að snúa þessu við og skil­greina 400 til 500 metra ­þynn­ing­ar­svæði kringum leik­skóla þar sem vél­knúin öku­tæki eru ekki leyfð í ákveð­inn tíma. 

Vilja prófa áætl­un­ina í sept­em­ber

Sam­göngu­vika Evr­ópu er í lok sept­em­ber og vilja sam­tökin nota vik­una til þess að prófa við­bragðs­á­ætl­un ­fyrir gráa daga. Sam­tökin leita því til sveit­ar­fé­lag­anna en sam­tökin vilja vinna með leik- og grunn­skóla­stjórum við að setja saman vik­una. 

Sam­tökin bjóð­ast meðal ann­ars til þess að ­setja saman gát­lista yfir það sem þarf að gera þegar grár dagur er í vændum og vera til ráð­gjafar fyrir fram­kvæmd gát­list­ans. Einnig segja sam­tökin að það þurfi að skil­greina ­ná­kvæm­lega ­þynn­ing­ar­svæðið hjá sér­hverjum skóla, skil­greina hvar lok­anir á götum þurfa að vera, hver skuli loka þeim og á hvaða tíma dags. Þá segir í til­lög­unni að Bíl­lausi dag­ur­inn muni einnig skipu­leggja fræðslu í kring­um lok­an­irn­ar svo for­eldrar og starfs­fólk sé vel upp­lýst um sitt hlut­verk og verk­efnið sjálf.

Mikil örygg­is­aukn­ing fylgir

Í til­lög­unni segir að tíma­bundnar lok­anir fyrir bíla­um­ferð í kringum leik­skóla hafi gef­ist vel í mörgum breskum borgum og hverf­um. Þá séu helstu aðliggj­andi götum lokað í kringum skól­ana á hverjum morgni og síð­deg­is. 

„Um er að ræða tals­vert ein­falda aðgerð þar sem skiltum er komið fyrir í kringum aðliggj­andi götur og þeim lokað fyrir umferð bíla. Nið­ur­stöður sýna ekki ein­ung­is stór­bætt ­loft­gæð­i held­ur einnig mikla örygg­is­aukn­ingu og jafn­vel bættan náms­ár­angur í ein­hverjum til­vik­um. Heilt yfir virð­is­t skutl ­for­eldra drag­ast saman um að minnsta ­kost­i 20 pró­sent,“ segir í til­lög­unni.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent