Vinna að viðbragðsáætlun í kringum leikskóla á „gráum dögum“

Reykjavíkurborg vinnur nú að viðbragðsáætlun til að auka loftgæði í kringum leik- og grunnskóla í borginni. Áætlunin byggir á tillögu frá fjórum umhverfisverndarsamtökum sem leggja til að ökutæki verði ekki leyfð í kringum leikskóla á ákveðnum tímum.

dagvistun
Auglýsing

Umhverf­is- og ­skipu­lags­svið­i Reykja­vík­ur­borgar hefur verið falið að vinna að­gerða­á­ætl­un við grunn- og leik­skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á svoköll­uðum gráum dög­um. Að­gerða­á­ætl­unin kemur í kjöl­far til­lögu frá for­svars­mönnum Bíl­lausa dags­ins en sam­tökin benda á að börn séu hluti af þeim hópi sem sé hvað við­kvæm­astur fyrir áhrifum svifryks á heils­una og því sé brýnt að vernda þau. Lagt er til að skil­greint verði 400 til 500 metra þynn­ing­ar­svæði í kringum leik­skóla þar sem vél­knúin öku­tæki eru ekki leyfð á ákveðnum tím­um.

Hleypa börnum ekki út á gráum dögum

Sam­þykkt var á fundi borg­ar­ráðs í síð­ustu viku að ­fela umhverf­is- og ­skipu­lags­svið­i að vinna að aðgerða­á­ætlun í sam­ráði við Heil­brigð­is­eft­ir­lit Reykja­víkur og skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borgar um aukin loft­gæði í kringum leik- og grunn­skóla í borg­inn­i. 

Ákvörð­unin byggir á til­lögu frá fjórum sam­tökum sem standa að Bíl­lausa deg­in­um; Sam­tök um bíl­lausan lífs­stíl, Hjóla­­færni á Ís­landi, Ungum um­hverf­is­sinnum og Grænni byggð. ­Til­lagan snýst um að gerð við­bragðs­á­ætl­ana hjá sveit­ar­fé­lögum sem gilda á innan svæðis í kringum leik­skóla þegar búist er við að styrkur svifryks fari yfir heilsu­vernd­ar­mörk eða svo­kall­að­ur­ „grár dag­ur“.

Auglýsing

Mynd: PexelsÍ til­lögu sam­tak­anna segir að börn séu hluti af þeim hópi sem sé hvað við­kvæm­astur fyrir áhrifum svifryks á heils­una og því brýnt að veita þeim hóp vernd. Sam­tökin segja að þegar gráir dagar eru þá hleypi leik­skóla­kenn­arar börnum ekki út í frí­mín­út­ur og sé fólk hvatt til þess að skilja bíl­inn eftir heima. Sam­tökin leggja hins vegar til að með við­bragðs­á­ætlun sé hægt að snúa þessu við og skil­greina 400 til 500 metra ­þynn­ing­ar­svæði kringum leik­skóla þar sem vél­knúin öku­tæki eru ekki leyfð í ákveð­inn tíma. 

Vilja prófa áætl­un­ina í sept­em­ber

Sam­göngu­vika Evr­ópu er í lok sept­em­ber og vilja sam­tökin nota vik­una til þess að prófa við­bragðs­á­ætl­un ­fyrir gráa daga. Sam­tökin leita því til sveit­ar­fé­lag­anna en sam­tökin vilja vinna með leik- og grunn­skóla­stjórum við að setja saman vik­una. 

Sam­tökin bjóð­ast meðal ann­ars til þess að ­setja saman gát­lista yfir það sem þarf að gera þegar grár dagur er í vændum og vera til ráð­gjafar fyrir fram­kvæmd gát­list­ans. Einnig segja sam­tökin að það þurfi að skil­greina ­ná­kvæm­lega ­þynn­ing­ar­svæðið hjá sér­hverjum skóla, skil­greina hvar lok­anir á götum þurfa að vera, hver skuli loka þeim og á hvaða tíma dags. Þá segir í til­lög­unni að Bíl­lausi dag­ur­inn muni einnig skipu­leggja fræðslu í kring­um lok­an­irn­ar svo for­eldrar og starfs­fólk sé vel upp­lýst um sitt hlut­verk og verk­efnið sjálf.

Mikil örygg­is­aukn­ing fylgir

Í til­lög­unni segir að tíma­bundnar lok­anir fyrir bíla­um­ferð í kringum leik­skóla hafi gef­ist vel í mörgum breskum borgum og hverf­um. Þá séu helstu aðliggj­andi götum lokað í kringum skól­ana á hverjum morgni og síð­deg­is. 

„Um er að ræða tals­vert ein­falda aðgerð þar sem skiltum er komið fyrir í kringum aðliggj­andi götur og þeim lokað fyrir umferð bíla. Nið­ur­stöður sýna ekki ein­ung­is stór­bætt ­loft­gæð­i held­ur einnig mikla örygg­is­aukn­ingu og jafn­vel bættan náms­ár­angur í ein­hverjum til­vik­um. Heilt yfir virð­is­t skutl ­for­eldra drag­ast saman um að minnsta ­kost­i 20 pró­sent,“ segir í til­lög­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið verði kolefnishlutlaust 2050
Allir leiðtogar Evrópusambandsins, fyrir utan Pólland, samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi álfunnar fyrir árið 2050. Hundrað milljarðar evra hafa verið eyrnamerktar samkomulaginu.
Kjarninn 13. desember 2019
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra: Vonandi upphafið af þeim bættu vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hefur lofað
Samkomulag hefur náðst á milli þingflokksformanna og þingforseta um þinglok í næstu viku. Í samkomulaginu felst einnig loforð um bætt verklag til framtíðar.
Kjarninn 13. desember 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 26. þáttur: Harry hangir með Dumbledore
Kjarninn 13. desember 2019
Stefna á þinglok í byrjun næstu viku
Allt stefnir í það að þinglok verði á þriðjudaginn næstkomandi en samkvæmt starfsáætlun þingsins hefði þingi átt að ljúka í dag.
Kjarninn 13. desember 2019
Ísland veiðir næst mest á hvern íbúa
Hlutdeild sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun hefur aukist undanfarin þrjú ár og skilaði greinin um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins. Ísland er nítjánda stærsta fiskiþjóð heims og veiðir 3,4 tonn á hvern íbúa.
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent