Verðhækkun á rafmagni nánast alltaf hagkvæmari en rafmagnsleysi eða skömmtun

Sigurður Jóhannesson, doktor í alþjóðaviðskipskiptum, segir að lítil sem engin hætta sé á rafmagnsskorti á almennum markaði hér á landi, að því gefnu að menn sé reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir það.

Mastur
Auglýsing

„Fyrir rétt verð geta stórnot­endur leyst úr hér um bil hvaða skorti sem er á almennum raf­magns­mark­aði á Ís­landi með því að láta af hendi brot af raf­magn­inu sem þeir nota. Kaup stórnot­enda á raf­magni, rúmir 4/5 mark­aðs­ins, ógna því ekki almennum mark­aði, heldur mynda þau eins konar örygg­is­net fyrir hann. Lítil sem engin hætta er á raf­magns­skorti á almennum mark­aði hér á landi, að því gefnu að menn séu reiðu­búnir til þess að borga meira fyrir raf­magnið – og það vilja flestir miklu fremur en að fá ekk­ert raf­magn. Vand­inn virð­ist helst liggja í því að ís­lenskir stjórn­mála­menn vilja ekki láta raf­magns­verð á almennum mark­aði taka fullt mið af fram­boði og eft­ir­spurn.“

Sigurður Jóhannesson Mynd: Háskóli Íslands

Þetta segir Sig­urður Jóhann­es­son, doktor í alþjóða­við­skiptum í ítar­­legri grein sem kemur til áskrif­enda Vís­bend­ingar í dag, en í grein­inni fjallar hann um mögu­legan skort á raf­magni hér á landi og hvernig hægt sé að afstýra skorti með því hækka raf­magns­verð á almennum mark­aði.

Í grein­inni fjallar hann um nýja spá Lands­nets sem unnin var af verk­fræði­stof­unni Eflu en þar kemur fram að heild­ar­þörf fyrir raf­magn hér á landi verði komin fram úr fram­leiðsl­unni eftir fjögur ár, ef svo fer sem horf­ir.

Sig­urður bendir hins vegar á að þegar rætt er um að raf­magn kunni að vanta á Íslandi eftir nokkur ár þá virð­ist ekki vera gert ráð fyrir því að verð á raf­magni bregð­ist við breyt­ingum á fram­boði og eft­ir­spurn.

„En þegar rætt er um að raf­magn kunni að vanta á Ís­landi eftir nokkur ár virð­ist ekki vera gert ráð fyrir að verð á þess­ari vöru bregð­ist við breyt­ingum í fram­boði og eft­ir­spurn. Með öðrum orðum er ekki reiknað með að raf­magns­verð á almennum mark­aði breyt­ist að neinu ráði, hvað annað sem ger­ist. Sagt er að ís­lenskir stjórn­mála­menn legg­ist gegn öllum verð­hækk­unum á almennum mark­aði með raf­magn. Stjórn­mála­menn hafa nefni­lega enn mikil ítök á ís­lenskum raf­magns­mark­aði, þó að hann eigi að heita frjáls, því að ríki og sveit­ar­félög eiga flest fyr­ir­tæki sem selja raf­magn hér á landi. Mein­ingin með því að halda raf­magns­verði niðri er góð: Eng­inn vill borga meira fyrir raf­magnið en hann gerir nú. Það sama á reyndar við um flestar aðrar vör­ur. En senni­lega veldur fast verð miklu meiri skaða en verð­sveifl­ur,“ segir Sigurður.

Auglýsing

Aftur á móti segir Sig­urður að ný­leg athugun sýni að almenn­ingur þoli tölu­verðar verð­hækkun án þess að það dragi úr notk­un­inni að nokkru ráði. Breskar rann­sóknir sýni að mun dýr­ara sé fyrir almenn­ing ef veru­legur skortur verði á raf­magni fremur en verð­hækk­un.

„En þegar raf­magnið fer alveg er tekið fyrir alla notkun – jafnt þá sem er nán­ast óþörf og notkun sem neyt­endur mundu borga marg­falt mark­aðs­verð fyr­ir. Þess vegna er verð­hækkun nán­ast alltaf miklu hag­kvæm­ari en raf­magns­leysi eða skömmt­un. Hærra verð stuðlar líka að lausn vand­ans. Fólk fer að spara raf­magn­ið. Það kaupir sparperur og slekkur ljósin þegar það fer út úr her­bergi. Eftir að verð hækkar er líka meira upp úr því að hafa að búa til raf­magn. Fram­boð eykst.“

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, en vitnað er til lít­ils hluta grein­­ar­innar hér að ofan, sem kemur til áskrif­enda á föst­u­­dög­um.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent