Verðhækkun á rafmagni nánast alltaf hagkvæmari en rafmagnsleysi eða skömmtun

Sigurður Jóhannesson, doktor í alþjóðaviðskipskiptum, segir að lítil sem engin hætta sé á rafmagnsskorti á almennum markaði hér á landi, að því gefnu að menn sé reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir það.

Mastur
Auglýsing

„Fyrir rétt verð geta stórnot­endur leyst úr hér um bil hvaða skorti sem er á almennum raf­magns­mark­aði á Ís­landi með því að láta af hendi brot af raf­magn­inu sem þeir nota. Kaup stórnot­enda á raf­magni, rúmir 4/5 mark­aðs­ins, ógna því ekki almennum mark­aði, heldur mynda þau eins konar örygg­is­net fyrir hann. Lítil sem engin hætta er á raf­magns­skorti á almennum mark­aði hér á landi, að því gefnu að menn séu reiðu­búnir til þess að borga meira fyrir raf­magnið – og það vilja flestir miklu fremur en að fá ekk­ert raf­magn. Vand­inn virð­ist helst liggja í því að ís­lenskir stjórn­mála­menn vilja ekki láta raf­magns­verð á almennum mark­aði taka fullt mið af fram­boði og eft­ir­spurn.“

Sigurður Jóhannesson Mynd: Háskóli Íslands

Þetta segir Sig­urður Jóhann­es­son, doktor í alþjóða­við­skiptum í ítar­­legri grein sem kemur til áskrif­enda Vís­bend­ingar í dag, en í grein­inni fjallar hann um mögu­legan skort á raf­magni hér á landi og hvernig hægt sé að afstýra skorti með því hækka raf­magns­verð á almennum mark­aði.

Í grein­inni fjallar hann um nýja spá Lands­nets sem unnin var af verk­fræði­stof­unni Eflu en þar kemur fram að heild­ar­þörf fyrir raf­magn hér á landi verði komin fram úr fram­leiðsl­unni eftir fjögur ár, ef svo fer sem horf­ir.

Sig­urður bendir hins vegar á að þegar rætt er um að raf­magn kunni að vanta á Íslandi eftir nokkur ár þá virð­ist ekki vera gert ráð fyrir því að verð á raf­magni bregð­ist við breyt­ingum á fram­boði og eft­ir­spurn.

„En þegar rætt er um að raf­magn kunni að vanta á Ís­landi eftir nokkur ár virð­ist ekki vera gert ráð fyrir að verð á þess­ari vöru bregð­ist við breyt­ingum í fram­boði og eft­ir­spurn. Með öðrum orðum er ekki reiknað með að raf­magns­verð á almennum mark­aði breyt­ist að neinu ráði, hvað annað sem ger­ist. Sagt er að ís­lenskir stjórn­mála­menn legg­ist gegn öllum verð­hækk­unum á almennum mark­aði með raf­magn. Stjórn­mála­menn hafa nefni­lega enn mikil ítök á ís­lenskum raf­magns­mark­aði, þó að hann eigi að heita frjáls, því að ríki og sveit­ar­félög eiga flest fyr­ir­tæki sem selja raf­magn hér á landi. Mein­ingin með því að halda raf­magns­verði niðri er góð: Eng­inn vill borga meira fyrir raf­magnið en hann gerir nú. Það sama á reyndar við um flestar aðrar vör­ur. En senni­lega veldur fast verð miklu meiri skaða en verð­sveifl­ur,“ segir Sigurður.

Auglýsing

Aftur á móti segir Sig­urður að ný­leg athugun sýni að almenn­ingur þoli tölu­verðar verð­hækkun án þess að það dragi úr notk­un­inni að nokkru ráði. Breskar rann­sóknir sýni að mun dýr­ara sé fyrir almenn­ing ef veru­legur skortur verði á raf­magni fremur en verð­hækk­un.

„En þegar raf­magnið fer alveg er tekið fyrir alla notkun – jafnt þá sem er nán­ast óþörf og notkun sem neyt­endur mundu borga marg­falt mark­aðs­verð fyr­ir. Þess vegna er verð­hækkun nán­ast alltaf miklu hag­kvæm­ari en raf­magns­leysi eða skömmt­un. Hærra verð stuðlar líka að lausn vand­ans. Fólk fer að spara raf­magn­ið. Það kaupir sparperur og slekkur ljósin þegar það fer út úr her­bergi. Eftir að verð hækkar er líka meira upp úr því að hafa að búa til raf­magn. Fram­boð eykst.“

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, en vitnað er til lít­ils hluta grein­­ar­innar hér að ofan, sem kemur til áskrif­enda á föst­u­­dög­um.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent