Verðhækkun á rafmagni nánast alltaf hagkvæmari en rafmagnsleysi eða skömmtun

Sigurður Jóhannesson, doktor í alþjóðaviðskipskiptum, segir að lítil sem engin hætta sé á rafmagnsskorti á almennum markaði hér á landi, að því gefnu að menn sé reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir það.

Mastur
Auglýsing

„Fyrir rétt verð geta stórnot­endur leyst úr hér um bil hvaða skorti sem er á almennum raf­magns­mark­aði á Ís­landi með því að láta af hendi brot af raf­magn­inu sem þeir nota. Kaup stórnot­enda á raf­magni, rúmir 4/5 mark­aðs­ins, ógna því ekki almennum mark­aði, heldur mynda þau eins konar örygg­is­net fyrir hann. Lítil sem engin hætta er á raf­magns­skorti á almennum mark­aði hér á landi, að því gefnu að menn séu reiðu­búnir til þess að borga meira fyrir raf­magnið – og það vilja flestir miklu fremur en að fá ekk­ert raf­magn. Vand­inn virð­ist helst liggja í því að ís­lenskir stjórn­mála­menn vilja ekki láta raf­magns­verð á almennum mark­aði taka fullt mið af fram­boði og eft­ir­spurn.“

Sigurður Jóhannesson Mynd: Háskóli Íslands

Þetta segir Sig­urður Jóhann­es­son, doktor í alþjóða­við­skiptum í ítar­­legri grein sem kemur til áskrif­enda Vís­bend­ingar í dag, en í grein­inni fjallar hann um mögu­legan skort á raf­magni hér á landi og hvernig hægt sé að afstýra skorti með því hækka raf­magns­verð á almennum mark­aði.

Í grein­inni fjallar hann um nýja spá Lands­nets sem unnin var af verk­fræði­stof­unni Eflu en þar kemur fram að heild­ar­þörf fyrir raf­magn hér á landi verði komin fram úr fram­leiðsl­unni eftir fjögur ár, ef svo fer sem horf­ir.

Sig­urður bendir hins vegar á að þegar rætt er um að raf­magn kunni að vanta á Íslandi eftir nokkur ár þá virð­ist ekki vera gert ráð fyrir því að verð á raf­magni bregð­ist við breyt­ingum á fram­boði og eft­ir­spurn.

„En þegar rætt er um að raf­magn kunni að vanta á Ís­landi eftir nokkur ár virð­ist ekki vera gert ráð fyrir að verð á þess­ari vöru bregð­ist við breyt­ingum í fram­boði og eft­ir­spurn. Með öðrum orðum er ekki reiknað með að raf­magns­verð á almennum mark­aði breyt­ist að neinu ráði, hvað annað sem ger­ist. Sagt er að ís­lenskir stjórn­mála­menn legg­ist gegn öllum verð­hækk­unum á almennum mark­aði með raf­magn. Stjórn­mála­menn hafa nefni­lega enn mikil ítök á ís­lenskum raf­magns­mark­aði, þó að hann eigi að heita frjáls, því að ríki og sveit­ar­félög eiga flest fyr­ir­tæki sem selja raf­magn hér á landi. Mein­ingin með því að halda raf­magns­verði niðri er góð: Eng­inn vill borga meira fyrir raf­magnið en hann gerir nú. Það sama á reyndar við um flestar aðrar vör­ur. En senni­lega veldur fast verð miklu meiri skaða en verð­sveifl­ur,“ segir Sigurður.

Auglýsing

Aftur á móti segir Sig­urður að ný­leg athugun sýni að almenn­ingur þoli tölu­verðar verð­hækkun án þess að það dragi úr notk­un­inni að nokkru ráði. Breskar rann­sóknir sýni að mun dýr­ara sé fyrir almenn­ing ef veru­legur skortur verði á raf­magni fremur en verð­hækk­un.

„En þegar raf­magnið fer alveg er tekið fyrir alla notkun – jafnt þá sem er nán­ast óþörf og notkun sem neyt­endur mundu borga marg­falt mark­aðs­verð fyr­ir. Þess vegna er verð­hækkun nán­ast alltaf miklu hag­kvæm­ari en raf­magns­leysi eða skömmt­un. Hærra verð stuðlar líka að lausn vand­ans. Fólk fer að spara raf­magn­ið. Það kaupir sparperur og slekkur ljósin þegar það fer út úr her­bergi. Eftir að verð hækkar er líka meira upp úr því að hafa að búa til raf­magn. Fram­boð eykst.“

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, en vitnað er til lít­ils hluta grein­­ar­innar hér að ofan, sem kemur til áskrif­enda á föst­u­­dög­um.  

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent