Gefur út bók um Hannes Hólmstein

Karl Th. Birgisson hefur skrifað bók um Hannes Hólmstein Gissurarson sem kemur út í haust. Samkvæmt höfundi er þetta ekki ævisaga heldur blaðamennskubók.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Auglýsing

Bókin „Hannes – por­trett af áróð­urs­manni“ eftir Karl Th. Birg­is­son rit­stjóra Herðu­breiðar mun koma út í haust, þar sem ein­blínt verður á fyr­ir­ferð­ar­mikla per­sónu innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­asta ára­tug tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar, Hannes Hólm­stein Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands­. Frá þessu er greint á vef Herðu­breið­ar.

Karl segir í sam­tali við mið­il­inn hug­mynd­ina hafa kviknað eftir fjöl­mörg skila­boð frá les­end­um. „Ég hef verið mjög hvattur til þess að skrifa um valda­skeið Sjálf­stæð­is­flokks­ins á tíunda ára­tugnum og langt fram á þessa öld, einkum eftir að ég gaf út Hina ósnert­an­legu og skrif­aði greinar í Stund­ina um svipað efni.

Mér þótti það of yfir­grips­mikið við­fangs, svo að hug­myndin kvikn­aði um að fók­usera á eina mest áber­andi per­són­una í þeirri sögu, en hafa sem bak­grunn árin sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn umgekkst rík­is­valdið eins og það væri prí­vat­eign hans. Þannig varð þessi bók til,“ segir hann.

Auglýsing

Karl Th. BirgissonÍ frétt Herðu­breiðar kemur jafn­framt fram að mið­ill­inn hafi fjár­magnað alla útgáfu með for­sölu til les­enda og segir Karl það einnig gilda núna. „Við höfum tryggt prent­un­ina, en erum að skrapa saman fyrir fal­legum myndum af sögu­hetj­unni og öðrum sem koma fyrir í frá­sögn­inni. Upp­lagið verður tak­mark­að, en hægt að kaupa ein­tök í for­sölu á 4.900 krón­ur. Bókin um Hina ósnert­an­legu er fyrir löngu upp­seld og ófá­an­leg.“

Ekki ævi­saga heldur blaða­mennsku­bók

Karl bendir enn fremur á að opin­ber saga Hann­esar spanni marga ára­tugi og því hafi þurft að velja og hafna.

„Við byrjum á því þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bjó til stöðu fyrir Hannes í háskól­an­um, í óþökk skól­ans sjálfs, sem þýddi eig­in­lega 30 ára stríð innan félags­vís­inda­deild­ar. Svo eru þarna ein­hverjir rit­þjófn­að­ir, meið­yrða­mál, sagan af nokkrum upp­á­halds­óvinum Hann­es­ar, menn­ing­ar­bylt­ing­in, þar sem Rík­is­út­varp­inu, Kvik­mynda­sjóði og fleiri stofn­unum var óspart beitt í þágu vina og vanda­manna, og svo mætti áfram telja. Í einum kafla er lýst frekar sér­kenni­legu máli um vænd­is­síðu í Bras­il­íu. Það varð opin­bert mál, en að öðru leyti hef ég engan áhuga á einka­lífi Hann­es­ar.

Þetta er ekki ævi­saga, heldur blaða­mennsku­bók eins og tíðkast víða, ekki síst í Banda­ríkj­un­um. Nokkuð viða­mikið por­trett, um 300 síð­ur, og má ekki minna vera þegar svo mik­il­væg per­sóna á í hlut.“

Hafði ekki sam­band við Hannes

Karl seg­ist ekki hafa haft sam­band við Hannes við und­ir­bún­ing bók­ar­inn­ar. „Ég komst mjög fljót­lega að þeirri nið­ur­stöðu að það væri ekki endi­lega gagn­legt. Bókin er byggð á opin­berum heim­ildum og fjölda sam­tala við sam­ferða­menn. Bókin er von­andi hlut­læg, en ég dreg samt álykt­anir af fyr­ir­liggj­andi stað­reyndum og gögn­um. Mark­miðið er alltaf að frá­sögnin sé bæði heið­ar­leg og sann­gjörn. En hugs­an­lega líka lipur aflestr­ar,“ segir hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent