Gefur út bók um Hannes Hólmstein

Karl Th. Birgisson hefur skrifað bók um Hannes Hólmstein Gissurarson sem kemur út í haust. Samkvæmt höfundi er þetta ekki ævisaga heldur blaðamennskubók.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Auglýsing

Bókin „Hannes – portrett af áróðursmanni“ eftir Karl Th. Birgisson ritstjóra Herðubreiðar mun koma út í haust, þar sem einblínt verður á fyrirferðarmikla persónu innan Sjálfstæðisflokksins á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar, Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Frá þessu er greint á vef Herðubreiðar.

Karl segir í samtali við miðilinn hugmyndina hafa kviknað eftir fjölmörg skilaboð frá lesendum. „Ég hef verið mjög hvattur til þess að skrifa um valdaskeið Sjálfstæðisflokksins á tíunda áratugnum og langt fram á þessa öld, einkum eftir að ég gaf út Hina ósnertanlegu og skrifaði greinar í Stundina um svipað efni.

Mér þótti það of yfirgripsmikið viðfangs, svo að hugmyndin kviknaði um að fókusera á eina mest áberandi persónuna í þeirri sögu, en hafa sem bakgrunn árin sem Sjálfstæðisflokkurinn umgekkst ríkisvaldið eins og það væri prívateign hans. Þannig varð þessi bók til,“ segir hann.

Auglýsing

Karl Th. BirgissonÍ frétt Herðubreiðar kemur jafnframt fram að miðillinn hafi fjármagnað alla útgáfu með forsölu til lesenda og segir Karl það einnig gilda núna. „Við höfum tryggt prentunina, en erum að skrapa saman fyrir fallegum myndum af söguhetjunni og öðrum sem koma fyrir í frásögninni. Upplagið verður takmarkað, en hægt að kaupa eintök í forsölu á 4.900 krónur. Bókin um Hina ósnertanlegu er fyrir löngu uppseld og ófáanleg.“

Ekki ævisaga heldur blaðamennskubók

Karl bendir enn fremur á að opinber saga Hannesar spanni marga áratugi og því hafi þurft að velja og hafna.

„Við byrjum á því þegar Sjálfstæðisflokkurinn bjó til stöðu fyrir Hannes í háskólanum, í óþökk skólans sjálfs, sem þýddi eiginlega 30 ára stríð innan félagsvísindadeildar. Svo eru þarna einhverjir ritþjófnaðir, meiðyrðamál, sagan af nokkrum uppáhaldsóvinum Hannesar, menningarbyltingin, þar sem Ríkisútvarpinu, Kvikmyndasjóði og fleiri stofnunum var óspart beitt í þágu vina og vandamanna, og svo mætti áfram telja. Í einum kafla er lýst frekar sérkennilegu máli um vændissíðu í Brasilíu. Það varð opinbert mál, en að öðru leyti hef ég engan áhuga á einkalífi Hannesar.

Þetta er ekki ævisaga, heldur blaðamennskubók eins og tíðkast víða, ekki síst í Bandaríkjunum. Nokkuð viðamikið portrett, um 300 síður, og má ekki minna vera þegar svo mikilvæg persóna á í hlut.“

Hafði ekki samband við Hannes

Karl segist ekki hafa haft samband við Hannes við undirbúning bókarinnar. „Ég komst mjög fljótlega að þeirri niðurstöðu að það væri ekki endilega gagnlegt. Bókin er byggð á opinberum heimildum og fjölda samtala við samferðamenn. Bókin er vonandi hlutlæg, en ég dreg samt ályktanir af fyrirliggjandi staðreyndum og gögnum. Markmiðið er alltaf að frásögnin sé bæði heiðarleg og sanngjörn. En hugsanlega líka lipur aflestrar,“ segir hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent