Gefur út bók um Hannes Hólmstein

Karl Th. Birgisson hefur skrifað bók um Hannes Hólmstein Gissurarson sem kemur út í haust. Samkvæmt höfundi er þetta ekki ævisaga heldur blaðamennskubók.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Auglýsing

Bókin „Hannes – por­trett af áróð­urs­manni“ eftir Karl Th. Birg­is­son rit­stjóra Herðu­breiðar mun koma út í haust, þar sem ein­blínt verður á fyr­ir­ferð­ar­mikla per­sónu innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­asta ára­tug tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar, Hannes Hólm­stein Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands­. Frá þessu er greint á vef Herðu­breið­ar.

Karl segir í sam­tali við mið­il­inn hug­mynd­ina hafa kviknað eftir fjöl­mörg skila­boð frá les­end­um. „Ég hef verið mjög hvattur til þess að skrifa um valda­skeið Sjálf­stæð­is­flokks­ins á tíunda ára­tugnum og langt fram á þessa öld, einkum eftir að ég gaf út Hina ósnert­an­legu og skrif­aði greinar í Stund­ina um svipað efni.

Mér þótti það of yfir­grips­mikið við­fangs, svo að hug­myndin kvikn­aði um að fók­usera á eina mest áber­andi per­són­una í þeirri sögu, en hafa sem bak­grunn árin sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn umgekkst rík­is­valdið eins og það væri prí­vat­eign hans. Þannig varð þessi bók til,“ segir hann.

Auglýsing

Karl Th. BirgissonÍ frétt Herðu­breiðar kemur jafn­framt fram að mið­ill­inn hafi fjár­magnað alla útgáfu með for­sölu til les­enda og segir Karl það einnig gilda núna. „Við höfum tryggt prent­un­ina, en erum að skrapa saman fyrir fal­legum myndum af sögu­hetj­unni og öðrum sem koma fyrir í frá­sögn­inni. Upp­lagið verður tak­mark­að, en hægt að kaupa ein­tök í for­sölu á 4.900 krón­ur. Bókin um Hina ósnert­an­legu er fyrir löngu upp­seld og ófá­an­leg.“

Ekki ævi­saga heldur blaða­mennsku­bók

Karl bendir enn fremur á að opin­ber saga Hann­esar spanni marga ára­tugi og því hafi þurft að velja og hafna.

„Við byrjum á því þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bjó til stöðu fyrir Hannes í háskól­an­um, í óþökk skól­ans sjálfs, sem þýddi eig­in­lega 30 ára stríð innan félags­vís­inda­deild­ar. Svo eru þarna ein­hverjir rit­þjófn­að­ir, meið­yrða­mál, sagan af nokkrum upp­á­halds­óvinum Hann­es­ar, menn­ing­ar­bylt­ing­in, þar sem Rík­is­út­varp­inu, Kvik­mynda­sjóði og fleiri stofn­unum var óspart beitt í þágu vina og vanda­manna, og svo mætti áfram telja. Í einum kafla er lýst frekar sér­kenni­legu máli um vænd­is­síðu í Bras­il­íu. Það varð opin­bert mál, en að öðru leyti hef ég engan áhuga á einka­lífi Hann­es­ar.

Þetta er ekki ævi­saga, heldur blaða­mennsku­bók eins og tíðkast víða, ekki síst í Banda­ríkj­un­um. Nokkuð viða­mikið por­trett, um 300 síð­ur, og má ekki minna vera þegar svo mik­il­væg per­sóna á í hlut.“

Hafði ekki sam­band við Hannes

Karl seg­ist ekki hafa haft sam­band við Hannes við und­ir­bún­ing bók­ar­inn­ar. „Ég komst mjög fljót­lega að þeirri nið­ur­stöðu að það væri ekki endi­lega gagn­legt. Bókin er byggð á opin­berum heim­ildum og fjölda sam­tala við sam­ferða­menn. Bókin er von­andi hlut­læg, en ég dreg samt álykt­anir af fyr­ir­liggj­andi stað­reyndum og gögn­um. Mark­miðið er alltaf að frá­sögnin sé bæði heið­ar­leg og sann­gjörn. En hugs­an­lega líka lipur aflestr­ar,“ segir hann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent