Trump hótar auka 300 milljarða dollara tollum á kínverskar vörur

Nýir tollar yrðu til þess að næstum allar innfluttar kínverskar vörur hefðu aukaálögur. Hótunin kemur í kjölfar misheppnaðra samningaviðræðna bandarískra og kínverskra stjórnvalda.

Trump og Xi
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hótar nýjum tollum á kín­verskan inn­flutn­ing til Banda­ríkj­anna að virði 300 millj­arða doll­ara. Trump segir toll­ana munu taka gildi í næsta mán­uði. For­set­inn til­kynnti um hina nýju tolla í kjöl­far mis­heppn­aðra samn­inga­við­ræðna banda­rískra stjórn­valda við kín­versk stjórn­völd. 

Hinir nýju tollar myndu koma ofan á hin­ar 25 pró­senta álögur á kín­verskan inn­flutn­ing sem nú þegar eru í gildi. Þær álögur hafa orðið til þess að næstum allar vörur inn­fluttar frá Kína hafa auka­álög­ur. Trump sagði blaða­mönnum í gær að hann myndi halda áfram að leggja álögur á kín­verskar vörur þar til að samn­ingur náist. Wang Yi, utan­rík­is­ráð­herra Kína, sagði í kjöl­farið að það að leggja toll á kín­verskar vörur myndi alls ekki leysa úr deilu ríkj­anna. 

Auglýsing
Blaðamenn The New York Times benda á að ólík­legt sé að Trump gefi nokkuð eftir í samn­inga­við­ræðum við kín­versk stjórn­völd þar sem nú fer að stytt­ast í for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­un­um.

Í kjöl­far færslu Trumps á Twitt­er, þar sem hann skýrði frá áætlun sinni að koma á enn hærri tollum á kín­verskar vör­ur, féllu ýmis hluta­bréf í verði sem og olíu­verð sem má lesa nánar um hér og hér.

Kín­versk stjórn­völd hafa harð­lega gagn­rýnt banda­rísk stjórn­völd í kjöl­far hót­unar Trumps. Kín­versk stjórn­völd geta ekki annað en komið á mót­væg­is­að­gerðum verði af aðgerðum Trumps, segir á vef Xin­hua, kín­versks rík­is­fjöl­mið­ils. Jafn­framt segir í frétt­inni að toll­arnir myndu hafa nei­kvæð áhrif á heims­hag­kerfið og að kín­versk stjórn­völd vilji ekki fara í við­skipta­stríð en þau ótt­ist það heldur ekki.Tveggja daga samn­inga­við­ræður hafa átt sér stað í Shang­hai á milli kín­verskra og banda­rískra yfir­valda. Vegna þess hversu illa tókst að kom­ast að sam­komu­lagi hefur verið efnt til ann­arra við­ræðna í Was­hington í næsta mán­uð­i. 

Í júní sendu hund­ruð við­skipta­manna tals­menn sína á fund Trumps til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum á þróun mála og mót­mæla auknum tollum á inn­fluttum kín­verskum vör­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent