Trump hótar auka 300 milljarða dollara tollum á kínverskar vörur

Nýir tollar yrðu til þess að næstum allar innfluttar kínverskar vörur hefðu aukaálögur. Hótunin kemur í kjölfar misheppnaðra samningaviðræðna bandarískra og kínverskra stjórnvalda.

Trump og Xi
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hótar nýjum tollum á kín­verskan inn­flutn­ing til Banda­ríkj­anna að virði 300 millj­arða doll­ara. Trump segir toll­ana munu taka gildi í næsta mán­uði. For­set­inn til­kynnti um hina nýju tolla í kjöl­far mis­heppn­aðra samn­inga­við­ræðna banda­rískra stjórn­valda við kín­versk stjórn­völd. 

Hinir nýju tollar myndu koma ofan á hin­ar 25 pró­senta álögur á kín­verskan inn­flutn­ing sem nú þegar eru í gildi. Þær álögur hafa orðið til þess að næstum allar vörur inn­fluttar frá Kína hafa auka­álög­ur. Trump sagði blaða­mönnum í gær að hann myndi halda áfram að leggja álögur á kín­verskar vörur þar til að samn­ingur náist. Wang Yi, utan­rík­is­ráð­herra Kína, sagði í kjöl­farið að það að leggja toll á kín­verskar vörur myndi alls ekki leysa úr deilu ríkj­anna. 

Auglýsing
Blaðamenn The New York Times benda á að ólík­legt sé að Trump gefi nokkuð eftir í samn­inga­við­ræðum við kín­versk stjórn­völd þar sem nú fer að stytt­ast í for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­un­um.

Í kjöl­far færslu Trumps á Twitt­er, þar sem hann skýrði frá áætlun sinni að koma á enn hærri tollum á kín­verskar vör­ur, féllu ýmis hluta­bréf í verði sem og olíu­verð sem má lesa nánar um hér og hér.

Kín­versk stjórn­völd hafa harð­lega gagn­rýnt banda­rísk stjórn­völd í kjöl­far hót­unar Trumps. Kín­versk stjórn­völd geta ekki annað en komið á mót­væg­is­að­gerðum verði af aðgerðum Trumps, segir á vef Xin­hua, kín­versks rík­is­fjöl­mið­ils. Jafn­framt segir í frétt­inni að toll­arnir myndu hafa nei­kvæð áhrif á heims­hag­kerfið og að kín­versk stjórn­völd vilji ekki fara í við­skipta­stríð en þau ótt­ist það heldur ekki.Tveggja daga samn­inga­við­ræður hafa átt sér stað í Shang­hai á milli kín­verskra og banda­rískra yfir­valda. Vegna þess hversu illa tókst að kom­ast að sam­komu­lagi hefur verið efnt til ann­arra við­ræðna í Was­hington í næsta mán­uð­i. 

Í júní sendu hund­ruð við­skipta­manna tals­menn sína á fund Trumps til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum á þróun mála og mót­mæla auknum tollum á inn­fluttum kín­verskum vör­u­m. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Óljóst hvernig sveitarfélög eigi að bera sig að við uppsetningu neyslurýma
Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði nýlega inn umsögn við reglugerð um neyslurými. Sambandið segir sveitarfélög „hafa ekki góða reynslu af því að verkefni með fremur óskýrri sameiginlegri ábyrgð séu fjármögnuð með skúffupeningum“
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent