Trump hótar auka 300 milljarða dollara tollum á kínverskar vörur

Nýir tollar yrðu til þess að næstum allar innfluttar kínverskar vörur hefðu aukaálögur. Hótunin kemur í kjölfar misheppnaðra samningaviðræðna bandarískra og kínverskra stjórnvalda.

Trump og Xi
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hótar nýjum tollum á kín­verskan inn­flutn­ing til Banda­ríkj­anna að virði 300 millj­arða doll­ara. Trump segir toll­ana munu taka gildi í næsta mán­uði. For­set­inn til­kynnti um hina nýju tolla í kjöl­far mis­heppn­aðra samn­inga­við­ræðna banda­rískra stjórn­valda við kín­versk stjórn­völd. 

Hinir nýju tollar myndu koma ofan á hin­ar 25 pró­senta álögur á kín­verskan inn­flutn­ing sem nú þegar eru í gildi. Þær álögur hafa orðið til þess að næstum allar vörur inn­fluttar frá Kína hafa auka­álög­ur. Trump sagði blaða­mönnum í gær að hann myndi halda áfram að leggja álögur á kín­verskar vörur þar til að samn­ingur náist. Wang Yi, utan­rík­is­ráð­herra Kína, sagði í kjöl­farið að það að leggja toll á kín­verskar vörur myndi alls ekki leysa úr deilu ríkj­anna. 

Auglýsing
Blaðamenn The New York Times benda á að ólík­legt sé að Trump gefi nokkuð eftir í samn­inga­við­ræðum við kín­versk stjórn­völd þar sem nú fer að stytt­ast í for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­un­um.

Í kjöl­far færslu Trumps á Twitt­er, þar sem hann skýrði frá áætlun sinni að koma á enn hærri tollum á kín­verskar vör­ur, féllu ýmis hluta­bréf í verði sem og olíu­verð sem má lesa nánar um hér og hér.

Kín­versk stjórn­völd hafa harð­lega gagn­rýnt banda­rísk stjórn­völd í kjöl­far hót­unar Trumps. Kín­versk stjórn­völd geta ekki annað en komið á mót­væg­is­að­gerðum verði af aðgerðum Trumps, segir á vef Xin­hua, kín­versks rík­is­fjöl­mið­ils. Jafn­framt segir í frétt­inni að toll­arnir myndu hafa nei­kvæð áhrif á heims­hag­kerfið og að kín­versk stjórn­völd vilji ekki fara í við­skipta­stríð en þau ótt­ist það heldur ekki.Tveggja daga samn­inga­við­ræður hafa átt sér stað í Shang­hai á milli kín­verskra og banda­rískra yfir­valda. Vegna þess hversu illa tókst að kom­ast að sam­komu­lagi hefur verið efnt til ann­arra við­ræðna í Was­hington í næsta mán­uð­i. 

Í júní sendu hund­ruð við­skipta­manna tals­menn sína á fund Trumps til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum á þróun mála og mót­mæla auknum tollum á inn­fluttum kín­verskum vör­u­m. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent