„Sigríður Á. Andersen er ekki Ísland“

Þingmaður Pírata segir orð fyrrverandi dómsmálaráðherra vera ömurlega sjálfvörn.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Því­lík og önnur eins skíta­rök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur við­eig­andi við þetta til­efn­i.“ Þetta segir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. Vísar hann þarna í orð Sig­ríðar Á. And­er­­sen, þing­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks og fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra, þar sem hún sagði að það kæmi sér ekki á óvart að Sam­fylk­ingin tæki afstöðu gegn Ísland­i. 

„Hátt­virtur for­­maður stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar Alþingis notar orðið „skít­­ur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hags­munum Íslands og íslenskrar stjórn­­­skip­unar er sótt í gegnum erlendar stofn­an­­ir. Það kemur svo sem ekki á óvart að Sam­­fylk­ingin taki afstöðu gegn Íslandi eins og hún gerði í Ices­ave mál­inu og með umsókn­inni og aðlög­un­inni að Evr­­ópu­­sam­­band­inu á sínum tíma. En þetta orð­bragð lýsir alveg nýjum metn­aði gegn hags­munum Ísland,“ skrif­aði hún á Face­book.

Björn Leví segir aftur á móti að það hafi ekki verið Ísland sem hafi verið í vörn út af Lands­rétt­ar­mál­inu. „Það er vörn fyrir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra sem fótum tróð upp­lýs­inga­skyldu sína gagn­vart Alþingi þegar gögn um ráð­legg­ingar sér­fræð­inga ráðu­neyt­is­ins voru hunsuð og þeim var ekki deilt með þing­inu og sagt að engin and­mæli væru við þeim mála­til­bún­aði sem fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra fór fram með. Sig­ríður Á. And­er­sen er ekki Ísland, hún tók þessa ákvörðun út frá sinni per­sónu­legu þekk­ingu og hefur því ekk­ert með að draga ein­hverja þjóð­ern­is­hyggju inn í þetta mál. Það er ömur­leg sjálfs­vörn að spila málið upp þannig,“ skrifar Björn Leví. 

Auglýsing

Því­lík og önnur eins skíta­rök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur við­eig­andi við þetta til­efn­i. Það...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Fri­day, Aug­ust 9, 2019


Í færslu sinni var Sig­ríður að tala um Helgu Völu Helga­dótt­­ur, þing­­mann Sam­­fylk­ing­­ar­innar og for­­mann stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd­­ar, vegna svar­­leysis núver­andi dóms­­mála­ráð­herra, Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dótt­ur, ­vegna fyr­ir­­spurnar hennar um kostnað hins opin­bera af Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða.

Helga Vala sagði að ráð­herr­ann hefði ekki svarað marg­ít­rek­uðum fyr­ir­­spurnum sínum um málið og velti því fyrir sér hvort það gæti ekki verið að henni væri ekki svarað „því það er verið að bíða eftir nýjum dóms­­­­mála­ráð­herra Sjálf­­stæð­is­­flokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“

Hún upp­færði færslu sína seinna um dag­inn þar sem hún sagði að núver­andi dóms­mála­ráð­herra hefði haft sam­band en svar­inu var skilað til þings­ins í júlí síð­ast­liðn­um. Helga Vala sagð­ist ekki hafa verið upp­lýst um það.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent