„Sigríður Á. Andersen er ekki Ísland“

Þingmaður Pírata segir orð fyrrverandi dómsmálaráðherra vera ömurlega sjálfvörn.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Því­lík og önnur eins skíta­rök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur við­eig­andi við þetta til­efn­i.“ Þetta segir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. Vísar hann þarna í orð Sig­ríðar Á. And­er­­sen, þing­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks og fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra, þar sem hún sagði að það kæmi sér ekki á óvart að Sam­fylk­ingin tæki afstöðu gegn Ísland­i. 

„Hátt­virtur for­­maður stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar Alþingis notar orðið „skít­­ur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hags­munum Íslands og íslenskrar stjórn­­­skip­unar er sótt í gegnum erlendar stofn­an­­ir. Það kemur svo sem ekki á óvart að Sam­­fylk­ingin taki afstöðu gegn Íslandi eins og hún gerði í Ices­ave mál­inu og með umsókn­inni og aðlög­un­inni að Evr­­ópu­­sam­­band­inu á sínum tíma. En þetta orð­bragð lýsir alveg nýjum metn­aði gegn hags­munum Ísland,“ skrif­aði hún á Face­book.

Björn Leví segir aftur á móti að það hafi ekki verið Ísland sem hafi verið í vörn út af Lands­rétt­ar­mál­inu. „Það er vörn fyrir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra sem fótum tróð upp­lýs­inga­skyldu sína gagn­vart Alþingi þegar gögn um ráð­legg­ingar sér­fræð­inga ráðu­neyt­is­ins voru hunsuð og þeim var ekki deilt með þing­inu og sagt að engin and­mæli væru við þeim mála­til­bún­aði sem fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra fór fram með. Sig­ríður Á. And­er­sen er ekki Ísland, hún tók þessa ákvörðun út frá sinni per­sónu­legu þekk­ingu og hefur því ekk­ert með að draga ein­hverja þjóð­ern­is­hyggju inn í þetta mál. Það er ömur­leg sjálfs­vörn að spila málið upp þannig,“ skrifar Björn Leví. 

Auglýsing

Því­lík og önnur eins skíta­rök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur við­eig­andi við þetta til­efn­i. Það...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Fri­day, Aug­ust 9, 2019


Í færslu sinni var Sig­ríður að tala um Helgu Völu Helga­dótt­­ur, þing­­mann Sam­­fylk­ing­­ar­innar og for­­mann stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd­­ar, vegna svar­­leysis núver­andi dóms­­mála­ráð­herra, Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dótt­ur, ­vegna fyr­ir­­spurnar hennar um kostnað hins opin­bera af Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða.

Helga Vala sagði að ráð­herr­ann hefði ekki svarað marg­ít­rek­uðum fyr­ir­­spurnum sínum um málið og velti því fyrir sér hvort það gæti ekki verið að henni væri ekki svarað „því það er verið að bíða eftir nýjum dóms­­­­mála­ráð­herra Sjálf­­stæð­is­­flokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“

Hún upp­færði færslu sína seinna um dag­inn þar sem hún sagði að núver­andi dóms­mála­ráð­herra hefði haft sam­band en svar­inu var skilað til þings­ins í júlí síð­ast­liðn­um. Helga Vala sagð­ist ekki hafa verið upp­lýst um það.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent