Brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði

Samkvæmt nýrri rannsókn ASÍ eru vísbendingar um að launaþjófnaður og brot á kjarasamningsbundnum réttindum séu alltof algeng hjá erlendu launafólki, ungu fólki og hinum tekjulægstu.

Verkamaður við vinnu
Auglýsing

Margt bendir til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi í efnahagslífinu hafi aukist á íslenskum vinnumarkaði, samkvæmt nýrri rannókn ASÍ en hún byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga.

Samkvæmt ASÍ fá stéttarfélög inn á borð til sín fleiri og alvarlegri mál en áður tengd launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum. Brotin virðast einkum beinast gegn hópum sem síður þekkja rétt sinn, það er erlendu launafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur. ASÍ bendir á að við þessum brotum séu í dag engin viðurlög en sambandið telur það óásættanlegt að atvinnurekendur geti óátalið brotið með þessum hætti á launafólki og telur forgangsmál að sett verði ákvæði um viðurlög við slíkum brotum í lög og kjarasamninga.

Ómögulegt að manna aukin umsvif án aðkomu erlends launafólks

Í skýslunni segir að undanfarin misseri hafi umræða um brotastarfsemi á vinnumarkaði, launaþjófnað og brot á réttindum launafólks farið vaxandi. Þessi umræða hafi að einhverju leyti haldist í hendur við uppgang í efnahagslífinu, hraðan vöxt í ferðaþjónustu og byggingariðnaði og aukinn fjölda erlends launafólks á íslenskum vinnumarkaði. 

Auglýsing

„Án aðkomu erlends launafólks hefði íslensku atvinnulífi reynst ómögulegt að manna aukin umsvif á undanförnum árum. Erlendum ríkisborgurum á íslenskum vinnumarkaði hefur fjölgað mikið síðustu ár og eru nú um fimmtungur allra starfandi,“ segir í skýrslunni. 

Annar veruleiki fyrir erlent launafólk, ungt fólk og þá tekjulægstu

Í skýrsluni er sjónum sérstaklega beint að erlendu launafólki á íslenskum vinnumarkaði og varpað ljósi á skýrar vísbendingar um launaþjófnað og brotastarfsemi sem launafólk verður fyrir á vinnumarkaði. 

Niðurstöðurnar benda til þess að íslenskur vinnumarkaður sé tvískiptur þegar horft er til brotastarfseminnar. Annars vegar er það veruleikinn sem meirihluti launafólks býr við þar sem kjarasamningsbrot eru fátíð eða nær óþekkt. Hins vegar er það veruleikinn sem mætir erlendu launafólki, ungu fólki og hinum tekjulægstu þar sem vísbendingar eru um að launaþjófnaður og brot á kjarasamningsbundnum réttindum séu alltof algeng.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru eftirfarandi:

  • Launakröfur vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota hlaupa á hundruðum milljóna króna á ári.
  • Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu 768 launakröfur árið 2018 upp á samtals 450 milljónir króna og nam miðgildi kröfuupphæðar 262.534 kr.
  • Meira en helmingur allra krafna stéttarfélaga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna. Um 19% launafólks á íslenskum vinnumarkaði er af erlendum uppruna.
  • Um helmingur allra krafna kemur úr hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð.
  • Niðurstöður spurningakönnunar Gallup eru í takt við launakröfur stéttarfélaga og benda til þess að brotastarfsemi beinist fremur gegn erlendu launafólki og yngra fólki, með lægri tekjur og í óreglulegu ráðningarsambandi og hlutastörfum.
  • Skoðun á launakröfum og spurningakönnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum.
  • Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi nærri óþekkt. Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga. Þessir félagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnumarkaði. Það eru hagsmunir samfélagsins alls. Hér er ábyrgð stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda mikil.
  • Bæta þarf löggjöf og regluverk. Lögbinda verður hörð viðurlög og sektargreiðslur vegna launaþjófnaðar og annarra brota gegn launafólki
  • Efla þarf upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brotastarfsemi. Bæta með kerfisbundnum hætti samstarf og samvinnu stjórnvaldsstofnana og aðila vinnumarkaðarins með samræmdri og öflugri upplýsingamiðlun.
  • Stuðningur við brotaþola. Tryggja verður að þeir einstaklingar sem brotið er á sæki rétt sinn með stuðningi verkalýðshreyfingarinnar og samfélagsins alls og þeir njóti öryggis og skjóls.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent