Mike Pence kemur til Íslands 4. september

Varaforseti Bandaríkjanna mun koma í opinbera heimsókn til Íslands í næsta mánuði, sem fulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann mun meðal annars ræða möguleikann á auknum viðskiptum milli Íslands og Bandaríkjanna.

h_53508817.jpg
Auglýsing

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn til Íslands 4. september næstkomandi. Pence mun einnig heimsækja Bretland og Írland í þessari ferð þar sem hann kemur fram fyrir hönd Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu sem birt var í gærkvöldi. Upphaflega stóð þar að Pence myndi koma 3. september en í leiðréttri tilkynningu var heimsóknin færð um einn dag. Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við þetta. Þar segir að í ferð sinni til Íslands muni Pence undirstrika mikilvægi Íslands á Norðurslóðum og ræða aðgerðir NATO til að vinna gegn auknum yfirgangi Rússa á því svæði. Þá muni hann ræða tækifæri til að ræða aukningu á viðskiptum og fjárfestingum milli landanna, en enginn fríverslunarsamningur er í gildi sem stendur milli Íslands og Bandaríkjanna. 

Í kjölfar Íslandsheimsóknar Pence mun hann halda til Bretlands þar sem megintilgangur heimsóknarinnar verður að ræða styrkingu efnahagslegra samskipta Bandaríkjanna og Bretlands í kjölfar Brexit, sem fyrirhugað er að verði 31. október næstkomandi. Þá mun Pence ræða aðgerðir til að vinna gegn aukinni fyrirferð Íran í Miðausturlöndum og víðar og aukin áhrif Kínverja, meðal annars á þróun 5G fjarskiptakerfa.

Auglýsing

Pence fer þaðan til Írlands til að hitta Leo Varadkar, forsætisráðherra landsins, til að koma á framfæri skuldbindingu Bandaríkjanna við frið, velsæld og stöðugleika á Írlandi með því að viðhalda friðarsamkomulaginu á Norður- Írlandi  sem gert var í kringum síðustu aldarmót. Varaforsetinn ætlar einnig að ræða mögulega styrkingu á efnahagssamskiptum Bandaríkjanna við Írland. 

Hvíta húsið hefur sagst vera tilbúin að gera stóran fríverslunarsamning við Breta gangi þeir út úr Evrópusambandinu. Slíkan samning þyrfti hins vegar að samþykkja í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru í meirihluta. Nancy Peloci, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að slíkur samningur myndi ekki verða samþykktur í deildinni ef hann setti friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi í hættu, en eitt helsta bitbeinið í deilum Breta við Evrópusambandið um útgöngu þeirra snýr að því hvort að landamæraeftirlit verði tekið upp á landamærunum milli Írlands og Norður-Írlands. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent