Eiríkur Jónsson skipaður nýr landsréttardómari

Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands verður skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september næstkomandi.

Eiríkur Jónsson
Eiríkur Jónsson
Auglýsing

For­seti Íslands hefur fall­ist á til­lögu Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur dóms­mála­ráð­herra um að Eiríkur Jóns­son, pró­fessor við Háskóla Íslands, verði skip­aður dóm­ari við Lands­rétt frá og með 1. sept­em­ber næst­kom­andi en dóm­nefnd sem fjallar um hæfni umsækj­enda um dóm­ara­emb­ætti mat Eirík hæf­astan til að gegna emb­ætt­in­u. 

Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Aðrir umsækj­endur um emb­ættið voru Ásmundur Helga­son, Ást­ráður Har­alds­son, Guð­mundur Sig­urðs­son, Jón Hösk­ulds­son og Jónas Jóhanns­son.

Auglýsing

Sér­stök hæf­is­­nefnd mat Eirík hæf­astan þeirra sem sóttu um laust emb­ætti lands­rétt­­ar­­dóm­­ara, eins og áður seg­ir. Eiríkur var á meðal þeirra sem sóttu um stöðu lands­rétt­­ar­­dóm­­ara þegar 15 slíkar voru aug­lýstar til umsóknar í aðdrag­anda þess að milli­­­dóm­­stigið tók til starfa. Hæf­is­­nefnd mat Eirík þá sjö­unda hæf­astan af þeim sem sóttu um. Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Alþingi sam­­þykkti svo lista Sig­ríð­­ar.

Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórn­­­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess komst Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll Evr­­ópu að þeirri nið­­ur­­stöðu í mál­inu í mars að dóm­­ar­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­með­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­mála­ráð­herra.

Staða opn­að­ist

Einn þeirra ell­efu sem voru lög­­­lega skip­aðir í Lands­rétt, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­­son, sagði starfi sínu lausu í vor og greindi frá því að hann hygð­ist setj­­­ast í helgan stein. Því verður laus staða við rétt­inn frá og með kom­andi haust­i.

Hún var aug­lýst og umsókn­­ar­frestur rann út síðla í maí. Alls sóttu átta um stöð­una, þar af tveir sitj­andi dóm­­arar í Lands­rétti, Ásmundur Helga­­­son og Ragn­heiður Braga­dótt­­­ir. Þau eru bæði á meðal þeirra fjög­­­urra lands­rétt­­­ar­­­dóm­­­ara sem hafa ekki fengið að dæma í málum frá því að nið­­­ur­­­staða Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu í Lands­rétt­­­ar­­­mál­inu var birt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent