Eiríkur Jónsson skipaður nýr landsréttardómari

Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands verður skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september næstkomandi.

Eiríkur Jónsson
Eiríkur Jónsson
Auglýsing

For­seti Íslands hefur fall­ist á til­lögu Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur dóms­mála­ráð­herra um að Eiríkur Jóns­son, pró­fessor við Háskóla Íslands, verði skip­aður dóm­ari við Lands­rétt frá og með 1. sept­em­ber næst­kom­andi en dóm­nefnd sem fjallar um hæfni umsækj­enda um dóm­ara­emb­ætti mat Eirík hæf­astan til að gegna emb­ætt­in­u. 

Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Aðrir umsækj­endur um emb­ættið voru Ásmundur Helga­son, Ást­ráður Har­alds­son, Guð­mundur Sig­urðs­son, Jón Hösk­ulds­son og Jónas Jóhanns­son.

Auglýsing

Sér­stök hæf­is­­nefnd mat Eirík hæf­astan þeirra sem sóttu um laust emb­ætti lands­rétt­­ar­­dóm­­ara, eins og áður seg­ir. Eiríkur var á meðal þeirra sem sóttu um stöðu lands­rétt­­ar­­dóm­­ara þegar 15 slíkar voru aug­lýstar til umsóknar í aðdrag­anda þess að milli­­­dóm­­stigið tók til starfa. Hæf­is­­nefnd mat Eirík þá sjö­unda hæf­astan af þeim sem sóttu um. Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Alþingi sam­­þykkti svo lista Sig­ríð­­ar.

Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórn­­­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess komst Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll Evr­­ópu að þeirri nið­­ur­­stöðu í mál­inu í mars að dóm­­ar­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­með­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­mála­ráð­herra.

Staða opn­að­ist

Einn þeirra ell­efu sem voru lög­­­lega skip­aðir í Lands­rétt, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­­son, sagði starfi sínu lausu í vor og greindi frá því að hann hygð­ist setj­­­ast í helgan stein. Því verður laus staða við rétt­inn frá og með kom­andi haust­i.

Hún var aug­lýst og umsókn­­ar­frestur rann út síðla í maí. Alls sóttu átta um stöð­una, þar af tveir sitj­andi dóm­­arar í Lands­rétti, Ásmundur Helga­­­son og Ragn­heiður Braga­dótt­­­ir. Þau eru bæði á meðal þeirra fjög­­­urra lands­rétt­­­ar­­­dóm­­­ara sem hafa ekki fengið að dæma í málum frá því að nið­­­ur­­­staða Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu í Lands­rétt­­­ar­­­mál­inu var birt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent