Eiríkur Jónsson skipaður nýr landsréttardómari

Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands verður skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september næstkomandi.

Eiríkur Jónsson
Eiríkur Jónsson
Auglýsing

For­seti Íslands hefur fall­ist á til­lögu Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur dóms­mála­ráð­herra um að Eiríkur Jóns­son, pró­fessor við Háskóla Íslands, verði skip­aður dóm­ari við Lands­rétt frá og með 1. sept­em­ber næst­kom­andi en dóm­nefnd sem fjallar um hæfni umsækj­enda um dóm­ara­emb­ætti mat Eirík hæf­astan til að gegna emb­ætt­in­u. 

Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Aðrir umsækj­endur um emb­ættið voru Ásmundur Helga­son, Ást­ráður Har­alds­son, Guð­mundur Sig­urðs­son, Jón Hösk­ulds­son og Jónas Jóhanns­son.

Auglýsing

Sér­stök hæf­is­­nefnd mat Eirík hæf­astan þeirra sem sóttu um laust emb­ætti lands­rétt­­ar­­dóm­­ara, eins og áður seg­ir. Eiríkur var á meðal þeirra sem sóttu um stöðu lands­rétt­­ar­­dóm­­ara þegar 15 slíkar voru aug­lýstar til umsóknar í aðdrag­anda þess að milli­­­dóm­­stigið tók til starfa. Hæf­is­­nefnd mat Eirík þá sjö­unda hæf­astan af þeim sem sóttu um. Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Alþingi sam­­þykkti svo lista Sig­ríð­­ar.

Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórn­­­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess komst Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll Evr­­ópu að þeirri nið­­ur­­stöðu í mál­inu í mars að dóm­­ar­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­með­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­mála­ráð­herra.

Staða opn­að­ist

Einn þeirra ell­efu sem voru lög­­­lega skip­aðir í Lands­rétt, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­­son, sagði starfi sínu lausu í vor og greindi frá því að hann hygð­ist setj­­­ast í helgan stein. Því verður laus staða við rétt­inn frá og með kom­andi haust­i.

Hún var aug­lýst og umsókn­­ar­frestur rann út síðla í maí. Alls sóttu átta um stöð­una, þar af tveir sitj­andi dóm­­arar í Lands­rétti, Ásmundur Helga­­­son og Ragn­heiður Braga­dótt­­­ir. Þau eru bæði á meðal þeirra fjög­­­urra lands­rétt­­­ar­­­dóm­­­ara sem hafa ekki fengið að dæma í málum frá því að nið­­­ur­­­staða Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu í Lands­rétt­­­ar­­­mál­inu var birt.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent