Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD

Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.

Lögreglan 1. maí 2019
Auglýsing

ADHD sam­tökin mót­mæla harð­lega breyttum inn­töku­skil­yrðum sem Mennta- og starf­þró­un­ar­setur lög­regl­urnar hefur nýverið upp­lýst um. Þar er í fyrsta sinn hér­lendis þrengt veru­lega að atvinnu- og mennta­mögu­leikum fólks með ADHD. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum en ályktun þess efnis var sam­þykkt á stjórn­ar­fundi í dag.

Við­mið vegna ADHD/ADD voru upp­færð þann 15. júlí síð­ast­lið­inn og segir nú að grein­ingin ADHD/ADD geti verið úti­lok­andi þátt­ur, sér­stak­lega hjá ein­stak­lingum sem séu í lyfja­með­ferð vegna ADHD. Hafi umsækj­andi fyrri sögu um slíka grein­ingu þurfi við­kom­andi að leggja fram vott­orð sér­fæði­læknis sem lögð verði til grund­vallar mati trún­að­ar­læknis í hverju til­viki.

Að mati ADHD sam­tak­anna byggja þessar breyttu reglur Mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unnar á van­þekk­ingu, úreltum hug­myndum og stang­ast bein­línis á við lög og vís­inda­lega þekk­ingu um ADHD og virkni ADHD lyfja. „Svo getur virst sem þekk­ingu höf­undar regln­anna, á mála­flokkn­um, sé alvar­lega ábóta­vant sem má meðal ann­ars sjá af orða­lagi þess hluta leið­bein­ing­anna sem fjallar um lækn­is­vott­orð,“ segir í til­kynn­ingu sam­tak­anna.

Auglýsing

Yfir­völd her­mála í Nor­egi nýlega afnumið sam­bæri­legar tak­mark­anir

ADHD sam­tökin benda jafn­framt á að nýverið hafi yfir­völd her­mála í Nor­egi afnumið sam­bæri­legar tak­mark­anir á inn­töku ein­stak­linga með ADHD í norska her­inn enda talið frá­leitt að setja svo alvar­legar og almennar skorður við atvinnu­frelsi fólks með ADHD, líkt og nýjar reglur Mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unnar gera ráð fyr­ir.

ADHD sam­tökin skora enn fremur á Mennta- og starfs­þró­un­ar­setur lög­regl­unn­ar, rík­is­lög­reglu­stjóra og ráð­herra mála­flokks­ins, að aft­ur­kalla nýju inn­töku­regl­urnar nú þeg­ar, „þar sem mark­mið þeirra virð­ist það eitt að úti­loka fólk með ADHD frá störfum innan lög­regl­unn­ar. Einnig má færa rök fyrir því að regl­urnar gætu orðið til þess að þeir lög­reglu­menn sem eru nú þegar starf­andi og eru með greint eða ógreint ADHD veigri sér við að leita sér aðstoð­ar, sem svo aftur getur haft nei­kvæð áhrif á starfs­getu þeirra innan lög­regl­unn­ar.“

Þá kemur fram í frétt ADHD sam­tak­anna að þau muni aldrei sætta sig við hinar nýju reglur og heita þau því að berj­ast gegn slíkri mis­mun­un, hér­lendis og ann­ars­staðar þar sem slíkar reglur eru enn í gildi. Um það hafi þegar tek­ist sam­starf við syst­ur­sam­tök ADHD sam­tak­anna á Norð­ur­lönd­un­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
77,7% Íslendinga fylgjandi dánaraðstoð
Kjarninn 12. desember 2019
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent