Íslandspóstur segir upp 43 starfsmönnum

Íslandspóstur tilkynnti í dag um hópuppsögn 43 starfsmanna. Um er að ræða 12 prósent fækkun í stöðugildum fyrirtækisins en uppsagnirnar eru fyrst og fremst á meðal millistjórnenda, á skrifstofu og í póstmiðstöð.

Pósturinn
Auglýsing

Íslandspóstur sagði í dag upp 43 starfsmönnum og mun stöðugildum hjá fyrirtækjum fækka um alls 80 á þessu ári. Uppsagnirnar eru fyrst og fremst meðal millistjórnenda, á skrifstofu og í póstmiðstöð. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að uppsagnirnar eru liður í nauðsynlegum hagræðingaraðgerðum sem miða að því að tryggja sjálfbæran rekstur fyrirtækisins og nútímavæðingu starfseminnar. 

12 prósent fækkun 

Tilkynnt var í júní síðastliðnum að viða­miklar skipu­lags­breyt­ingar væru fram undan hjá Íslands­pósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá en sam­kvæmt for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins eru breyt­ing­arnar gerðar til draga úr rekstr­ar­kostn­aði fyr­ir­tæk­is­ins og auka hag­ræð­ingu.
Auglýsing
 

Nú hefur 43 starfsmönnum einnig verið sagt upp en fyrir uppsagnir voru stöðugildi fyrirtækisins 666 og er því um að ræða 12 prósent fækkun. Í tilkynningunni segir að gert sé ráð fyrir að aðgerðirnar leiði til um 500 milljón króna hagræðingar í rekstri Íslandspósts á ársgrundvelli. Þá er tekið fram í tilkynningunni að samhliða uppsögnunum verði ráðist í skipulagsbreytingar sem tryggja eiga að þjónusta Íslandspósts skerðist ekki.

„Uppsagnirnar í dag eru sársaukafullar og taka á alla, en eru því miður óumflýjanlegar til að hægt sé að ná settum markmiðum í rekstri fyrirtækisins. Við þökkum starfsfólkinu fyrir þeirra störf og munum leggja okkur fram við að aðstoða það við næstu skref,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts, í tilkynningunni. 

Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum í fyrra

Árið 2018 var launa­kostn­aður 61 pró­sent af heild­ar­gjöld­um Ís­lands­pósts en alls störf­uðu að með­al­tali 962 starfs­menn í 743 stöðu­gildum á ár­inu 2018. Þetta kom fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starf­semi Íslands­póst sem birt var í júní. Í skýrslunni var greint frá því að fjöldi stöðu­gilda hjá Íslands­póst hafi almennt ekki þró­ast í takt við síminnk­andi umsvif í kjarna­starf­semi félags­ins ef litið er til síð­ustu tíu ára.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent