Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.

1. maí 2019 - VR
Auglýsing

VR hefur náð sam­komu­lagi við Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna og frá­far­andi stjórn­ar­menn líf­eyr­is­sjóðs­ins sem til­nefndir voru af VR. Þeir stjórn­ar­menn sem nú sitja í stjórn­inni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra taka sæti í stjórn­inni nýir stjórn­ar­menn sem skip­aðir voru af VR þann  14. ágúst síð­ast­lið­inn. Dóms­mál VR gegn Fjár­mála­eft­ir­lit­inu vegna máls­ins hefur jafn­framt verið fellt nið­ur. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá VR.

Skip­uðu nýja stjórn­ar­menn í síð­ustu viku

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­­­­sjóð­i verzl­un­­ar­­manna ­í júní síð­­­­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­­­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna og var að auki sam­­­­­­­­­­þykkt til­­­­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­menn til­­­­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­­­­ hafði stjórn­­­­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­­­­að­­­­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­­­­­lækk­­­­­­­­­­­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­­­­­samn­ing­i. Greint var frá því í fréttum í byrjun júlí að Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið teldi aft­­­­ur­köllun á til­­­­­­­nefn­ingu stjórn­­­­­­­ar­­­­manna sjóða vega að sjálf­­­­stæði stjórna þeirra. VR sætti sig ekki við þetta heldur stendi Fjár­­­­­mála­eft­ir­lit­inu í lok júlí síð­­­ast­lið­ins fyrir að við­­­ur­­­kenna ekki lög­­­­­­­­mæti ákvörð­unar full­­­­­trú­a­ráðs VR um að aft­­­­­ur­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­manna í Líf­eyr­is­­­­­sjóði verzl­un­­ar­­manna.

Auglýsing

Í síð­­­ustu viku skip­aði stjórn VR svo nýja stjórn­­­ar­­menn til bráða­birgða. Þeir eru Guð­rún Johnsen, Bjarni Þór Sig­­­urðs­­­son, Helga Ing­­­ólfs­dóttir og Stefán Svein­­­björns­­­son. 

Fall­ast á sjón­ar­mið um inn­grip í sjóðs­stjórnir

Í til­kynn­ingu VR er greint frá því að VR fall­ist á það ­sjón­ar­mið sem fram hafa komið af hálfu líf­eyr­is­sjóðs­ins og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um að óæski­legt sé að þeir sem fari með vald til til­nefn­ingar í stjórn sjóðs­ins hlut­ist til um ákvarð­anir sjóðs­stjórnar með því að skipta út stjórn­ar­mönnum áður en kjör­tíma­bili þeirra lýkur og vonar að slík inn­grip heyri nú sög­unni til.

Dóms­mál VR­ ­gegn Fjár­mála­eft­ir­lit­inu hefur verið fellt niður í kjöl­far­ið. Í mál­inu stefnd­i VR­ Fjár­mála­eft­ir­lit­in­u og Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna og gerði verka­lýðs­fé­lagið kröfu um að dæmd verði ógild ákvörð­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins frá 3. júlí 2019 þess efn­is að stjórn­ar­menn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna ­sem til­kynntir voru til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þann 23. mars 2019, væru enn stjórn­ar­menn líf­eyr­is­sjóðs­ins.

„VR lýsir yfir mik­illi ánægju með þessi mála­lok enda nauð­syn­legt að ljúka deilu VR við sjóð­inn og Fjár­mála­eft­ir­litið sem fyrst og koma ró á starf­semi sjóðs­ins. Allir aðilar hafa haft hags­muni sjóðs­ins í fyr­ir­rúmi og þessi mála­lok eru gerð í sátt allra aðila með fram­tíð sjóðs­ins að leið­ar­ljósi,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent