Mögulega er fólk að bíða eftir útspili stjórnvalda í húsnæðismálum

Vísitala sem mælir væntingar neytenda til húsnæðiskaupa hefur hækkað verulega að undanförnu. En það hefur ekki skilað sér út á fasteignamarkaðinn.

húsnæði
Auglýsing

Vísi­tala fyr­ir­hug­aðra hús­næð­is­kaupa, sem Gallup mælir á þriggja mán­aða fresti út frá könnun sem fyr­ir­tækið gerir um vænt­ingar neyt­enda, hækk­aði veru­lega á milli mars og júní mæl­inga í ár. Hún hefur ekki mælst hærri frá því í sept­em­ber 2007, að því er fram kemur í umfjöllun Lands­bank­ans

Vísitala um fyrirhuguð fasteignakaup neytenda.

Í umfjöllun bank­ans segir að þessar vænt­ingar hafi ekki raun­gerst í við­skiptum á fast­eigna­mark­aði, og að mögu­lega sé ástæðan sú að margir sem hafa hug á fast­eigna­við­skiptum séu að bíða eftir útspili stjórn­valda í hús­næð­is­mál­um, sem voru hluti af Lífs­kjara­samn­ing­unum svoköll­uðu. „Nýj­ustu tölur af fast­eigna­mark­aði benda til þess að enn sé nokkuð í land með að þessar vænt­ingar raun­ger­ist. Mögu­lega eru margir að bíða eftir nán­ari útfærslum á þeim aðgerðum sem stjórn­völd boð­uðu í tengslum við und­ir­ritun kjara­samn­inga í vet­ur,“ segir í umfjöllun Lands­bank­ans. 

Auglýsing

Nokkur kólnun hefur verið á fast­eigna­mark­aði að und­an­förnu, eftir miklar hækk­anir á árunum 2011 til 2018. Mest var hækk­unin á vor­mán­uðum 2017, en þá mæld­ist árs­hækkun 23,5 pró­sent. Hún mælist nú 2,9 pró­sent að nafn­virði. Að teknu til­liti til verð­bólgu, sem mælist nú 3,1 pró­sent, þá er fast­eigna­verð því tekið að lækka, sam­kvæmt nýjustum tölum Þjóð­skrár.

Sam­kvæmt Lífs­kjara­samn­ing­unum svo­nefndu, var útspil stjórn­valda á hús­næð­is­mark­að, meðal ann­ars falið í tveggja millj­arða fram­lagi í stofn­fram­lög við hús­næð­is­upp­bygg­ingu, sem kemur til fram­kvæmda 2020 til 2022. Þá er gert ráð fyrir upp­bygg­ingu á 1.800 íbúðum og síðan að unnið verði aðilum vinnu­mark­að­ar­ins að leiðum til að auð­velda ungu fólki kaup á íbúð­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent