Gylfi: Styrkir til innanlandsflugs færa vandann yfir á herðar skattborgara

Fyrrum efnahags-og viðskiptaráðherra telur að styrkir til farmiðakaupa leysi ekki vanda flugs á Íslandi, heldur færi hann yfir á herðar skattborgara í enn ríkari mæli en áður.

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon
Auglýsing

Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi efnahags-og viðskiptaráðherra, segir að markaður fyrir innanlandsflug sé afar lítill og telur hann það vera vonlaust að hann geti staðið undir tíðu áætlunarflugi. Frá þessu greinir hann í stöðuuppfærslu á Facebook í dag.

„Það búa innan við 70 þúsund manns á þeim hluta landsins sem er nógu fjarri höfuðborgarsvæðinu til þess að það gæti komið til greina að fljúga þangað, ef við miðum við Snæfellsnes í norðri og Árnessýslu í austri sem mörk þess svæðis þar sem alltaf væri fljótlegra að keyra,“ skrifar hann. 

Að hans mati gerir þetta stöðuna enn þrengri að Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur verði aðskildir.

Auglýsing

Núgildandi kerfi virkar ekki

Vísar Gylfi í frétt Fréttablaðsins þar sem fram kemur að flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafi ekki verið færri síðan árið 2002. Þá segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta vera áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. „Við verðum bara að viðurkenna að kerfið sem við höfum verið að nota til að styrkja innanlandsflugið, niðurgreiða það með einhverjum hætti, hefur ekki virkað fyrir neinn. Hvorki fyrir farþega, flugrekendur né flugvallareigendur,“ segir ráðherrann í samtali við Fréttablaðið.

Þess vegna sé hin svokallaða skoska leið til skoðunar, þar sem ríkið niður­greiðir flug­far­gjöld fyrir fólk sem býr á ákveðnum svæðum. „Sú leið virðist þar sem hún hefur verið tekin upp hafa leitt til fjölgunar farþega, fleiri ferða og lægri fargjalda. Þannig hefur stuðningur við íbúa verið jafnaður þannig að þeir geti leitað sér eðlilegrar þjónustu til þess staðar sem ríkið hefur ákveðið að byggja upp þjónustu á,“ segir Sigurður Ingi.

Hvassahraun Mynd: Bára Huld

Hægt að leysa vandann með flugvelli í Hvassahrauni

Gylfi segir að erlendir ferðamenn nýti innanlandsflugið mjög lítið og að fólk sem býr úti á landi eigi mjög erfitt með að samtengja innanlandsflug og millilandaflug. „Því væri hægt að breyta með því að sameina þessa tvo flugvelli með nýjum velli í Hvassahrauni, sem hefði auðvitað þann kost líka að losa mikið landrými á miðju höfuðborgarsvæðinu. Styrkir til farmiðakaupa breyta þessum vanda ekkert, færa hann bara yfir á herðar skattborgara í enn ríkari mæli en áður,“ skrifar hann.

Hann lýkur færslu sinni á því að segja að áhugavert væri að sjá tölur um það hve margir þeirra, sem ferðast með innanlandsflugi nú, borgi miðann sinn sjálfir. „Líklega er allnokkur hluti þeirra að ferðast á vegum hins opinbera, t.d. stjórnmálamenn eða opinberir starfsmenn og einnig stór hluti að ferðast vegna vinnu fyrir einkafyrirtæki.“

Það búa innan við 70 þús. manns á þeim hluta landsins sem er nógu fjarri höfuðborgarsvæðinu til þess að það gæti komið...

Posted by Gylfi Magnússon on Wednesday, August 28, 2019

Flug­völlur í Hvassa­hrauni ódýr­ari en stækk­unar­á­form á Kefla­vík­ur­flug­velli

Fram kom í frétt Kjarnans í lok maí síðastliðins að Sig­urður Ingi hefði lagt fyrir rík­is­stjórn minn­is­blað þar sem lagt var til að veð­ur­mæl­ingar og flug­próf­anir hæfust í Hvassa­hrauni á kom­andi hausti. Kostn­aður við þær er áætl­aður 30 til 50 millj­ónir króna og myndu þær taka allt að tvö ár.

Í svar­i ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans kom fram að hug­myndir hefðu verið uppi um að hag­kvæmara væri að byggja nýjan flug­völl í Hvassa­hrauni en halda áfram upp­bygg­ingu Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Af því til­efni hefði Icelandair fengið sér­fræð­ing í gerð flug­valla, Doug F. Gold­berg, til að áætla fyrir sig kostnað við nýjan flug­völl í Hvassa­hrauni. Nið­ur­staðan hefði verið sú að nýr flug­völlur í Hvassa­hrauni yrði ódýr­ari en stækk­unar­á­form Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent