Gylfi: Styrkir til innanlandsflugs færa vandann yfir á herðar skattborgara

Fyrrum efnahags-og viðskiptaráðherra telur að styrkir til farmiðakaupa leysi ekki vanda flugs á Íslandi, heldur færi hann yfir á herðar skattborgara í enn ríkari mæli en áður.

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon
Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags-og við­skipta­ráð­herra, segir að mark­aður fyrir inn­an­lands­flug sé afar lít­ill og telur hann það vera von­laust að hann geti staðið undir tíðu áætl­un­ar­flugi. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

„Það búa innan við 70 þús­und manns á þeim hluta lands­ins sem er nógu fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að það gæti komið til greina að fljúga þang­að, ef við miðum við Snæ­fells­nes í norðri og Árnes­sýslu í austri sem mörk þess svæðis þar sem alltaf væri fljót­legra að keyra,“ skrifar hann. 

Að hans mati gerir þetta stöð­una enn þrengri að Reykja­vík­ur­flug­völlur og Kefla­vík­ur­flug­völlur verði aðskild­ir.

Auglýsing

Núgild­andi kerfi virkar ekki

Vísar Gylfi í frétt Frétta­blaðs­ins þar sem fram kemur að flug­far­þegar í inn­an­lands­kerf­inu fyrstu sjö mán­uði árs­ins hafi ekki verið færri síðan árið 2002. Þá segir Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra þetta vera áhyggju­efni og að spýta þurfi í lóf­ana. „Við verðum bara að við­ur­kenna að kerfið sem við höfum verið að nota til að styrkja inn­an­lands­flug­ið, nið­ur­greiða það með ein­hverjum hætti, hefur ekki virkað fyrir neinn. Hvorki fyrir far­þega, flug­rek­endur né flug­vallar­eig­end­ur,“ segir ráð­herr­ann í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Þess vegna sé hin svo­kall­aða skoska leið til skoð­un­ar, þar sem ríkið nið­ur­­greiðir flug­­far­­gjöld fyrir fólk sem býr á ákveðnum svæð­um. „Sú leið virð­ist þar sem hún hefur verið tekin upp hafa leitt til fjölg­unar far­þega, fleiri ferða og lægri far­gjalda. Þannig hefur stuðn­ingur við íbúa verið jafn­aður þannig að þeir geti leitað sér eðli­legrar þjón­ustu til þess staðar sem ríkið hefur ákveðið að byggja upp þjón­ustu á,“ segir Sig­urður Ingi.

Hvassahraun Mynd: Bára Huld

Hægt að leysa vand­ann með flug­velli í Hvassa­hrauni

Gylfi segir að erlendir ferða­menn nýti inn­an­lands­flugið mjög lítið og að fólk sem býr úti á landi eigi mjög erfitt með að sam­tengja inn­an­lands­flug og milli­landa­flug. „Því væri hægt að breyta með því að sam­eina þessa tvo flug­velli með nýjum velli í Hvassa­hrauni, sem hefði auð­vitað þann kost líka að losa mikið land­rými á miðju höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Styrkir til far­miða­kaupa breyta þessum vanda ekk­ert, færa hann bara yfir á herðar skatt­borg­ara í enn rík­ari mæli en áður,“ skrifar hann.

Hann lýkur færslu sinni á því að segja að áhuga­vert væri að sjá tölur um það hve margir þeirra, sem ferð­ast með inn­an­lands­flugi nú, borgi mið­ann sinn sjálf­ir. „Lík­lega er all­nokkur hluti þeirra að ferð­ast á vegum hins opin­bera, t.d. stjórn­mála­menn eða opin­berir starfs­menn og einnig stór hluti að ferð­ast vegna vinnu fyrir einka­fyr­ir­tæki.“

Það búa innan við 70 þús. manns á þeim hluta lands­ins sem er nógu fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að það gæti kom­ið...

Posted by Gylfi Magn­ús­son on Wed­nes­day, Aug­ust 28, 2019


Flug­­­völlur í Hvassa­hrauni ódýr­­ari en stækk­­un­ar­á­­form á Kefla­vík­­­ur­flug­velli

Fram kom í frétt Kjarn­ans í lok maí síð­ast­lið­ins að Sig­­urður Ingi hefði lagt fyrir rík­­is­­stjórn minn­is­­blað þar sem lagt var til að veð­­ur­­mæl­ingar og flug­­­próf­­anir hæfust í Hvassa­hrauni á kom­andi hausti. Kostn­aður við þær er áætl­­aður 30 til 50 millj­­ónir króna og myndu þær taka allt að tvö ár.

Í svar­i ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kom fram að hug­­myndir hefðu verið uppi um að hag­­kvæmara væri að byggja nýjan flug­­­völl í Hvassa­hrauni en halda áfram upp­­­bygg­ingu Kefla­vík­­­ur­flug­vall­­ar. Af því til­­efni hefði Icelandair fengið sér­­fræð­ing í gerð flug­­valla, Doug F. Gold­berg, til að áætla fyrir sig kostnað við nýjan flug­­­völl í Hvassa­hrauni. Nið­­ur­­staðan hefði verið sú að nýr flug­­­völlur í Hvassa­hrauni yrði ódýr­­ari en stækk­­un­ar­á­­form Isa­via á Kefla­vík­­­ur­flug­velli.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent