Gylfi: Styrkir til innanlandsflugs færa vandann yfir á herðar skattborgara

Fyrrum efnahags-og viðskiptaráðherra telur að styrkir til farmiðakaupa leysi ekki vanda flugs á Íslandi, heldur færi hann yfir á herðar skattborgara í enn ríkari mæli en áður.

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon
Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags-og við­skipta­ráð­herra, segir að mark­aður fyrir inn­an­lands­flug sé afar lít­ill og telur hann það vera von­laust að hann geti staðið undir tíðu áætl­un­ar­flugi. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

„Það búa innan við 70 þús­und manns á þeim hluta lands­ins sem er nógu fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að það gæti komið til greina að fljúga þang­að, ef við miðum við Snæ­fells­nes í norðri og Árnes­sýslu í austri sem mörk þess svæðis þar sem alltaf væri fljót­legra að keyra,“ skrifar hann. 

Að hans mati gerir þetta stöð­una enn þrengri að Reykja­vík­ur­flug­völlur og Kefla­vík­ur­flug­völlur verði aðskild­ir.

Auglýsing

Núgild­andi kerfi virkar ekki

Vísar Gylfi í frétt Frétta­blaðs­ins þar sem fram kemur að flug­far­þegar í inn­an­lands­kerf­inu fyrstu sjö mán­uði árs­ins hafi ekki verið færri síðan árið 2002. Þá segir Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra þetta vera áhyggju­efni og að spýta þurfi í lóf­ana. „Við verðum bara að við­ur­kenna að kerfið sem við höfum verið að nota til að styrkja inn­an­lands­flug­ið, nið­ur­greiða það með ein­hverjum hætti, hefur ekki virkað fyrir neinn. Hvorki fyrir far­þega, flug­rek­endur né flug­vallar­eig­end­ur,“ segir ráð­herr­ann í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Þess vegna sé hin svo­kall­aða skoska leið til skoð­un­ar, þar sem ríkið nið­ur­­greiðir flug­­far­­gjöld fyrir fólk sem býr á ákveðnum svæð­um. „Sú leið virð­ist þar sem hún hefur verið tekin upp hafa leitt til fjölg­unar far­þega, fleiri ferða og lægri far­gjalda. Þannig hefur stuðn­ingur við íbúa verið jafn­aður þannig að þeir geti leitað sér eðli­legrar þjón­ustu til þess staðar sem ríkið hefur ákveðið að byggja upp þjón­ustu á,“ segir Sig­urður Ingi.

Hvassahraun Mynd: Bára Huld

Hægt að leysa vand­ann með flug­velli í Hvassa­hrauni

Gylfi segir að erlendir ferða­menn nýti inn­an­lands­flugið mjög lítið og að fólk sem býr úti á landi eigi mjög erfitt með að sam­tengja inn­an­lands­flug og milli­landa­flug. „Því væri hægt að breyta með því að sam­eina þessa tvo flug­velli með nýjum velli í Hvassa­hrauni, sem hefði auð­vitað þann kost líka að losa mikið land­rými á miðju höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Styrkir til far­miða­kaupa breyta þessum vanda ekk­ert, færa hann bara yfir á herðar skatt­borg­ara í enn rík­ari mæli en áður,“ skrifar hann.

Hann lýkur færslu sinni á því að segja að áhuga­vert væri að sjá tölur um það hve margir þeirra, sem ferð­ast með inn­an­lands­flugi nú, borgi mið­ann sinn sjálf­ir. „Lík­lega er all­nokkur hluti þeirra að ferð­ast á vegum hins opin­bera, t.d. stjórn­mála­menn eða opin­berir starfs­menn og einnig stór hluti að ferð­ast vegna vinnu fyrir einka­fyr­ir­tæki.“

Það búa innan við 70 þús. manns á þeim hluta lands­ins sem er nógu fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að það gæti kom­ið...

Posted by Gylfi Magn­ús­son on Wed­nes­day, Aug­ust 28, 2019


Flug­­­völlur í Hvassa­hrauni ódýr­­ari en stækk­­un­ar­á­­form á Kefla­vík­­­ur­flug­velli

Fram kom í frétt Kjarn­ans í lok maí síð­ast­lið­ins að Sig­­urður Ingi hefði lagt fyrir rík­­is­­stjórn minn­is­­blað þar sem lagt var til að veð­­ur­­mæl­ingar og flug­­­próf­­anir hæfust í Hvassa­hrauni á kom­andi hausti. Kostn­aður við þær er áætl­­aður 30 til 50 millj­­ónir króna og myndu þær taka allt að tvö ár.

Í svar­i ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kom fram að hug­­myndir hefðu verið uppi um að hag­­kvæmara væri að byggja nýjan flug­­­völl í Hvassa­hrauni en halda áfram upp­­­bygg­ingu Kefla­vík­­­ur­flug­vall­­ar. Af því til­­efni hefði Icelandair fengið sér­­fræð­ing í gerð flug­­valla, Doug F. Gold­berg, til að áætla fyrir sig kostnað við nýjan flug­­­völl í Hvassa­hrauni. Nið­­ur­­staðan hefði verið sú að nýr flug­­­völlur í Hvassa­hrauni yrði ódýr­­ari en stækk­­un­ar­á­­form Isa­via á Kefla­vík­­­ur­flug­velli.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný lög eiga að setja upp varnir gegn hagsmunaárekstrum
Frumvarp er komið í samráðsgátt sem fjallar um hvernig megi tryggja betur að hagsmunaárekstrar valdi ekki vandræðum
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már hættir sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar
Þorsteinn Már Baldvinsson er hættur sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Til skoðunar að stærri óskráð fyrirtæki skili inn rekstrarupplýsingum
Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að gera kröfu til fyrirtækja, sem fara yfir vissa stærð en eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Fasteignavelta ekki verið hærri í fjögur ár
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu var 50,8 milljarðar í síðasta mánuði en heildarvelta í einum mánuði hefur ekki verið hærri síðan 2015. Tæplega þúsund kaupsamningum var þinglýst í október.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Molar
Molar
Molar – Peningaþvætti, Japan og kvótaþak
Kjarninn 18. nóvember 2019
Jón Ólafsson
Spillingarhættur lobbíismans
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már með alla þræði í hendi sér
Sérfræðingar á vegum KPMG í Hollandi unnu úttekt á starfsemi Samherja og sögðu forstjórann nær einráðan í fyrirtækinu, í úttekt sinni. Ef fyrirtæki er með raunverulega framkvæmdastjórn á Íslandi á það að greiða skatta þar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Ójöfnuður í menntun
Kjarninn 18. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent