Gylfi: Styrkir til innanlandsflugs færa vandann yfir á herðar skattborgara

Fyrrum efnahags-og viðskiptaráðherra telur að styrkir til farmiðakaupa leysi ekki vanda flugs á Íslandi, heldur færi hann yfir á herðar skattborgara í enn ríkari mæli en áður.

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon
Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags-og við­skipta­ráð­herra, segir að mark­aður fyrir inn­an­lands­flug sé afar lít­ill og telur hann það vera von­laust að hann geti staðið undir tíðu áætl­un­ar­flugi. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

„Það búa innan við 70 þús­und manns á þeim hluta lands­ins sem er nógu fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að það gæti komið til greina að fljúga þang­að, ef við miðum við Snæ­fells­nes í norðri og Árnes­sýslu í austri sem mörk þess svæðis þar sem alltaf væri fljót­legra að keyra,“ skrifar hann. 

Að hans mati gerir þetta stöð­una enn þrengri að Reykja­vík­ur­flug­völlur og Kefla­vík­ur­flug­völlur verði aðskild­ir.

Auglýsing

Núgild­andi kerfi virkar ekki

Vísar Gylfi í frétt Frétta­blaðs­ins þar sem fram kemur að flug­far­þegar í inn­an­lands­kerf­inu fyrstu sjö mán­uði árs­ins hafi ekki verið færri síðan árið 2002. Þá segir Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra þetta vera áhyggju­efni og að spýta þurfi í lóf­ana. „Við verðum bara að við­ur­kenna að kerfið sem við höfum verið að nota til að styrkja inn­an­lands­flug­ið, nið­ur­greiða það með ein­hverjum hætti, hefur ekki virkað fyrir neinn. Hvorki fyrir far­þega, flug­rek­endur né flug­vallar­eig­end­ur,“ segir ráð­herr­ann í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Þess vegna sé hin svo­kall­aða skoska leið til skoð­un­ar, þar sem ríkið nið­ur­­greiðir flug­­far­­gjöld fyrir fólk sem býr á ákveðnum svæð­um. „Sú leið virð­ist þar sem hún hefur verið tekin upp hafa leitt til fjölg­unar far­þega, fleiri ferða og lægri far­gjalda. Þannig hefur stuðn­ingur við íbúa verið jafn­aður þannig að þeir geti leitað sér eðli­legrar þjón­ustu til þess staðar sem ríkið hefur ákveðið að byggja upp þjón­ustu á,“ segir Sig­urður Ingi.

Hvassahraun Mynd: Bára Huld

Hægt að leysa vand­ann með flug­velli í Hvassa­hrauni

Gylfi segir að erlendir ferða­menn nýti inn­an­lands­flugið mjög lítið og að fólk sem býr úti á landi eigi mjög erfitt með að sam­tengja inn­an­lands­flug og milli­landa­flug. „Því væri hægt að breyta með því að sam­eina þessa tvo flug­velli með nýjum velli í Hvassa­hrauni, sem hefði auð­vitað þann kost líka að losa mikið land­rými á miðju höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Styrkir til far­miða­kaupa breyta þessum vanda ekk­ert, færa hann bara yfir á herðar skatt­borg­ara í enn rík­ari mæli en áður,“ skrifar hann.

Hann lýkur færslu sinni á því að segja að áhuga­vert væri að sjá tölur um það hve margir þeirra, sem ferð­ast með inn­an­lands­flugi nú, borgi mið­ann sinn sjálf­ir. „Lík­lega er all­nokkur hluti þeirra að ferð­ast á vegum hins opin­bera, t.d. stjórn­mála­menn eða opin­berir starfs­menn og einnig stór hluti að ferð­ast vegna vinnu fyrir einka­fyr­ir­tæki.“

Það búa innan við 70 þús. manns á þeim hluta lands­ins sem er nógu fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að það gæti kom­ið...

Posted by Gylfi Magn­ús­son on Wed­nes­day, Aug­ust 28, 2019


Flug­­­völlur í Hvassa­hrauni ódýr­­ari en stækk­­un­ar­á­­form á Kefla­vík­­­ur­flug­velli

Fram kom í frétt Kjarn­ans í lok maí síð­ast­lið­ins að Sig­­urður Ingi hefði lagt fyrir rík­­is­­stjórn minn­is­­blað þar sem lagt var til að veð­­ur­­mæl­ingar og flug­­­próf­­anir hæfust í Hvassa­hrauni á kom­andi hausti. Kostn­aður við þær er áætl­­aður 30 til 50 millj­­ónir króna og myndu þær taka allt að tvö ár.

Í svar­i ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kom fram að hug­­myndir hefðu verið uppi um að hag­­kvæmara væri að byggja nýjan flug­­­völl í Hvassa­hrauni en halda áfram upp­­­bygg­ingu Kefla­vík­­­ur­flug­vall­­ar. Af því til­­efni hefði Icelandair fengið sér­­fræð­ing í gerð flug­­valla, Doug F. Gold­berg, til að áætla fyrir sig kostnað við nýjan flug­­­völl í Hvassa­hrauni. Nið­­ur­­staðan hefði verið sú að nýr flug­­­völlur í Hvassa­hrauni yrði ódýr­­ari en stækk­­un­ar­á­­form Isa­via á Kefla­vík­­­ur­flug­velli.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent