Markaðsverð hrunið hjá Sýn og spár „engan veginn“ gengið eftir

Forstjóri Sýnar, Heiðar Guðjónsson, segir að fyrirtækið hafi komið miklu í verk á skömmum tíma, og grunnrekstur muni batna verulega á næstunni.

Sýn - Fjölmiðlar
Auglýsing

Hagn­aður á starf­semi Sýnar var 455 millj­ónir á fyrri hluta árs­ins, en upp­gjör fyrir fyrra hluta árs­ins lit­ast veru­lega af sölu­hagn­aði vegna sam­ein­ingar félags í Fær­eyjum þar sem Sýn er hlut­hafi. 

Sam­runi P/F Hey í Fær­eyj­um, dótt­ur­fé­lags Sýnar hf. og Nema, dótt­ur­fé­lags Tjald­urs í Fær­eyjum gekk í gegn á fyrsta fjórð­ungi árs­ins 2019, og sölu­hagn­aður nam 817 millj­ónum króna. Eign­ar­hlutur Sýnar hf. í nýju sam­ein­uðu félagi, er tæp­lega 50 pró­sent.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjár­fest­inga­kynn­ingu vegna upp­gjörs Sýnar fyrir annan árs­fjórð­ung, en Sýn er skráð á mark­að. Mark­aðsvirði félags­ins hefur hrunið niður á und­an­förnu ári, en verð­mið­inn hefur lækkað um 56,15 pró­sent á tíma­bil­in­u. 

Auglýsing

Tekjur á öðrum árs­fjórð­ungi námu rúm­lega 5 millj­örðum króna, en tap var 215 millj­ónir af rekstr­in­um. 

Eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins er 35,6 pró­sent. Eignir 30,4 millj­arðar og skuldir 19,6 millj­arð­ar.

Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýn­ar, segir í yfir­lýs­ingu að afkoma félags­ins hafi valdið von­brigð­u­m. 

Tekjur lækkuðu um 3 prósent, miðað við sama tímabil í fyrra.Betri tíð sé þó í vænd­um, þar sem félagið hafi komið miklu í verk á skömmum tíma, sam­hliða end­ur­skipu­lagn­ingu á stjórnun félags­ins og stefn­un­ar­mót­un­ar­vinnu. „Af­koma síð­asta árs­fjórð­ungs eru von­brigði. Fyrri spár stóð­ust engan veg­inn. Helstu ástæður eru verð­lækk­anir og frít­il­boð á fjar­skipta­mark­aði auk þess sem kostn­aður á fjöl­miðla­mark­aði var umfram áætl­an­ir.

Ný fram­kvæmda­stjórn hefur komið miklu í verk frá því hún tók við eftir síð­asta upp­gjör í maí. Við höfum hag­rætt mikið í rekstri, en kostn­að­ar­lækkun mun nema yfir 50 millj­ónum á mán­uði þegar hún kemur fram í vet­ur. Deildir hafa verið sam­ein­að­ar, milli­stjórn­endum og almennu starfs­fólki hefur fækkað auk þess sem end­ur­samið hefur verið við birgja. Rekstr­ar­á­ætl­anir hafa verið end­ur­gerð­ar, sem mun skila sér í áreið­an­legri spám. Allt fyr­ir­tækið fór í gegnum stefnu­mótun í júní, með mik­illi þátt­töku starfs­fólks, og nið­ur­staðan var ein­róma og skýr. Við höfum því sam­stilltan hóp sem vinnur nú að sam­eig­in­legum mark­mið­um. Í fram­haldi af stefnu­mótun og áherslu­breyt­ingum voru deildir færðar til í skipu­riti og þannig stytt­ast boð­leiðir og sam­starf verður enn betra. Tekju­svið eru núna skýrt afmörkuð og heyra beint undir for­stjóra. Nýtt svið, sam­skipta­svið, sem mark­aðs­svið rennur m.a. inn í hefur verið stofnað. Búið er að vinna nýja sam­skipta­grein­ingu og end­ur­skoða vöru­merki félags­ins.

Áhersla vetr­ar­ins er að ein­falda og bæta þjón­ustu við við­skipta­vini. Við höfum frá­bærar vörur sem við erum stolt af og munum kynna frekar í vet­ur,“ segir Heið­ar.Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent