Markaðsverð hrunið hjá Sýn og spár „engan veginn“ gengið eftir

Forstjóri Sýnar, Heiðar Guðjónsson, segir að fyrirtækið hafi komið miklu í verk á skömmum tíma, og grunnrekstur muni batna verulega á næstunni.

Sýn - Fjölmiðlar
Auglýsing

Hagn­aður á starf­semi Sýnar var 455 millj­ónir á fyrri hluta árs­ins, en upp­gjör fyrir fyrra hluta árs­ins lit­ast veru­lega af sölu­hagn­aði vegna sam­ein­ingar félags í Fær­eyjum þar sem Sýn er hlut­hafi. 

Sam­runi P/F Hey í Fær­eyj­um, dótt­ur­fé­lags Sýnar hf. og Nema, dótt­ur­fé­lags Tjald­urs í Fær­eyjum gekk í gegn á fyrsta fjórð­ungi árs­ins 2019, og sölu­hagn­aður nam 817 millj­ónum króna. Eign­ar­hlutur Sýnar hf. í nýju sam­ein­uðu félagi, er tæp­lega 50 pró­sent.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjár­fest­inga­kynn­ingu vegna upp­gjörs Sýnar fyrir annan árs­fjórð­ung, en Sýn er skráð á mark­að. Mark­aðsvirði félags­ins hefur hrunið niður á und­an­förnu ári, en verð­mið­inn hefur lækkað um 56,15 pró­sent á tíma­bil­in­u. 

Auglýsing

Tekjur á öðrum árs­fjórð­ungi námu rúm­lega 5 millj­örðum króna, en tap var 215 millj­ónir af rekstr­in­um. 

Eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins er 35,6 pró­sent. Eignir 30,4 millj­arðar og skuldir 19,6 millj­arð­ar.

Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýn­ar, segir í yfir­lýs­ingu að afkoma félags­ins hafi valdið von­brigð­u­m. 

Tekjur lækkuðu um 3 prósent, miðað við sama tímabil í fyrra.Betri tíð sé þó í vænd­um, þar sem félagið hafi komið miklu í verk á skömmum tíma, sam­hliða end­ur­skipu­lagn­ingu á stjórnun félags­ins og stefn­un­ar­mót­un­ar­vinnu. „Af­koma síð­asta árs­fjórð­ungs eru von­brigði. Fyrri spár stóð­ust engan veg­inn. Helstu ástæður eru verð­lækk­anir og frít­il­boð á fjar­skipta­mark­aði auk þess sem kostn­aður á fjöl­miðla­mark­aði var umfram áætl­an­ir.

Ný fram­kvæmda­stjórn hefur komið miklu í verk frá því hún tók við eftir síð­asta upp­gjör í maí. Við höfum hag­rætt mikið í rekstri, en kostn­að­ar­lækkun mun nema yfir 50 millj­ónum á mán­uði þegar hún kemur fram í vet­ur. Deildir hafa verið sam­ein­að­ar, milli­stjórn­endum og almennu starfs­fólki hefur fækkað auk þess sem end­ur­samið hefur verið við birgja. Rekstr­ar­á­ætl­anir hafa verið end­ur­gerð­ar, sem mun skila sér í áreið­an­legri spám. Allt fyr­ir­tækið fór í gegnum stefnu­mótun í júní, með mik­illi þátt­töku starfs­fólks, og nið­ur­staðan var ein­róma og skýr. Við höfum því sam­stilltan hóp sem vinnur nú að sam­eig­in­legum mark­mið­um. Í fram­haldi af stefnu­mótun og áherslu­breyt­ingum voru deildir færðar til í skipu­riti og þannig stytt­ast boð­leiðir og sam­starf verður enn betra. Tekju­svið eru núna skýrt afmörkuð og heyra beint undir for­stjóra. Nýtt svið, sam­skipta­svið, sem mark­aðs­svið rennur m.a. inn í hefur verið stofnað. Búið er að vinna nýja sam­skipta­grein­ingu og end­ur­skoða vöru­merki félags­ins.

Áhersla vetr­ar­ins er að ein­falda og bæta þjón­ustu við við­skipta­vini. Við höfum frá­bærar vörur sem við erum stolt af og munum kynna frekar í vet­ur,“ segir Heið­ar.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið“
Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði segir að hann hafi aldrei notið stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Eftir snjóflóðin í síðasta mánuði hafi verið rifist á bæjarstjórnarfundi um „kjánalega hluti eins og hver ætti að taka á móti forsætisráðherra.“
Kjarninn 28. febrúar 2020
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent