Orkan okkar afhentu forseta Íslands áskorun um þriðja orkupakkann

Orkan okkar hefur skorað á forseta Íslands að bíða með að staðfesta þriðja orkupakkann þar til Ísland hafi fengið undanþágu frá innleiðingu hans eða þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu fallist á þær skuldbindingar sem í orkupakkanum felast.

Mynd er frá fundi Heimsýnar með Guðni Th. í mars síðastliðnum.
Mynd er frá fundi Heimsýnar með Guðni Th. í mars síðastliðnum.
Auglýsing

Full­­trúar Orkunnar okkar afhentu Guðna Th. Jóhann­es­­syni, for­­seta Ís­lands, áskorun um þriðja orku­­pakk­ann í dag. Sam­tökin skora á for­­set­ann að stað­­festa ekki upp­­­töku þriðja orku­­pakk­ans nema að sam­eig­in­­lega EES-­­nefndin hafi veitt Íslandi und­an­þágu frá inn­­­leið­ingu eða að íslenska þjóðin hafi fall­ist á að und­ir­­gang­ast skuld­bind­ing­ar orku­­pakk­ans í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna

Í til­­kynn­ing­unni segir að for­­set­inn hafi tekið við bréfi sam­tak­anna með­ á­skor­un­inn­i þar sem helstu þættir máls­ins eru raktir og hugs­an­­legar afleið­ingar inn­­­leið­ingu orku­­pakk­ans. Auk þess afhentu sam­tökin Guðn­­a um­sagnir frá liðnu vori um málið ásamt nýlegri gögnum um mál­ið. Þar á meðal er skýrsla sam­tak­anna um áhrif inn­­­göngu Íslands í orku­­sam­­band ESB og minn­is­blöð Arn­­ars Þórs Jóns­­son­­ar, hér­­aðs­­dóm­­ara, og Tómasar Jóns­­son­­ar, hæstaréttarlögmanns.

Auglýsing

„Úr því sem komið er, sjá sam­tökin Orkan okkar því ekki önnur úrræði í stöð­unni en að skora á for­­seta Íslands að bíða með að stað­­festa þriðja orku­­pakk­ann inn í EES-­­samn­ing­inn þar til Ísland hefur fengið und­an­þágu frá inn­­­leið­ingu hans eða þjóðin hefur í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu fall­ist á þær skuld­bind­ingar sem í orku­­pakk­­anum fel­ast,“ segir í bréfi sam­tak­anna.

Rætt um þriðja orku­pakk­ann á Alþingi í dag

Alþingi kom saman á ný í morgun að lokn­u ­sum­ar­leyfi til­ þess að ræða frum­vörp og þings­á­­lykt­un­­­ar­til­lög­ur er varða þriðja orku­­pakk­ann og breyt­ingu á raf­­­orku­lög­­­um. Um er að ræða svo­­kall­aðan þing­­stubb en sam­komu­lag um þing­­lok náð­ist þann 18. júní síð­­ast­lið­inn. Það gerð­ist eftir að saman náð­ist milli rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna og Mið­­flokks­ins um hvernig haldið yrði á frek­­ari umfjöllun um þriðja orku­­pakk­ann.

Til stendur að at­­­kvæða­greiðsla um málið fari fram næsta mán­u­dag og verður þá þingi frestað að nýju. Nýtt þing kemur saman þann 10. sept­­em­ber næst­kom­andi.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent