Katrín: Enginn sem svarar gagnrýni nema við sjálf

Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sagði mikilvægt að flokksmenn væru meðvitaðir um sögu fólksins.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Steinþór Rafn Matthíasson
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, ávarp­aði flokks­menn á flokks­ráðs­fundi flokks­ins í Skafta­felli í dag, og sagði þar að flokks­menn mættu ekki gleyma hvaðan flokk­ur­inn hefði komið inn í íslensk stjórn­mál og hver saga hans væri. 

Hún sagð­ist hafa áhyggjur af lýð­ræð­is­legum hreyf­ing­um, og þróun þeirra um þessar mund­ir. Þá sagði hún að það væri eng­inn sem gæti svarað gagn­rýni á flokk­inn nema hann sjálf­ur, og vís­aði þar til flokks­manna. 

Hún sagði hefð­bundin stjórn­mála flokka eiga undir högg að sækja, meðal ann­ars vegna van­trausts á stjórn­mál og stjórn­mála­hreyf­ing­ar, og það væri ástæða til að hafa áhyggjur af því. Hins vegar mætti ekki láta deig­ann síga, og mik­il­vægt að flokks­menn sýndu sam­stöðu og áhuga á því að tala fyrir stefnu flokks­ins.

Auglýsing

Þá sagð­ist Katrín, að hún hefði ákveðið að taka þá „áhættu“ að vera ekki með skrif­aða ræðu heldur glær­ur, og það hefði hún ekki gert síðan hún var kenn­ari sjálf. 

Hún sagði VG hafa brýnt erindi í sam­tím­an­um, og að rödd flokks­ins væri sér­stak­lega mik­il­væg þegar kæmi að umhverf­is- og lofslags­mál­u­m. 

„Þess vegna skipt­ir máli að við stönd­um með okk­ur sjálf­um, þekkj­um sög­una, vit­um hver við erum og hvaðan við kom­­um. Ég er mjög bjart­­sýn fyr­ir hönd þess­­ar­ar hreyf­­ing­ar og ég held að saga henn­ar sýni að hún mun þora, hún mun geta og hún mun ger­a,“ sagði Katrín meðal ann­ars.

Katrín enn fremur dæmi af stefnu­málum flokks­ins, sem hefðu verið í umræð­unni að und­an­förnu, og vís­aði þar meðal ann­ars til sæstrengs og raf­orku­sölu um hann, en flokk­ur­inn ályktaði gegn því árið 2017. „Við höf­um talað skýrt í þessu máli frá upp­­hafi. Ástæðan er sá þrýst­ing­ur sem slík­­ur sæ­­streng­ur myndi setja á miklu fleiri virkj­an­ir á Íslandi og þar voru nátt­úru­vernd­­ar­­sjón­­ar­mið höfð að leið­ar­ljósi,“ sagði Katrín.

Þá sagði hún kaup á landi, meðal ann­ars vatns­rétt­ind­um, vera áhyggju­mál og það þyrfti að hlusta vel á gagn­rýni á þá þró­un. „Það er mjög mik­il­vægt að sú lög­­­gjöf sem við búum við verði end­­ur­­skoð­uð. Hún er mjög opin og miklu opn­­ari en í ná­granna­lönd­um okk­­ar,“ bætti hún við.

Flokks­ráðs­fundur Vinstri grænna mun standa yfir um helg­ina, en hann hófst form­lega í dag. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent