Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður næsti dómsmálaráðherra. Frá þessu var greint á þingflokksfundi flokksins sídðegis í dag.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verður næsti dóms­mála­ráð­herra. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, greindi þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá þessu á fundi síð­degis í dag, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Til­laga for­manns­ins um að Áslaug Arna myndi taka við emb­ætt­inu var sam­þykkt ein­róma í þing­flokkn­um. 

Miklar bolla­legg­ingar hafa verið und­an­farna daga um hver myndi setj­ast í ráð­herra­stól­inn. Auk Áslaugar Arna voru nefnd nöfn Brynjars Níels­son­ar, Birgis Ármanns­sonar og Sig­ríðar Á. And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra. 

Auglýsing

Áslaug Arna hefur verið for­maður utan­rík­is­mála­nefndar og hefur setið á þingi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn frá árinu 2016. Hún verður yngsti ráð­herr­ann í rík­is­stjórn­inni en hún verður 29 ára í nóv­em­ber næst­kom­andi. Áslaug Arna er með­ Stúd­ents­próf frá Verzl­un­ar­skóla Íslands, BA-­próf í lög­fræði frá Háskóla Íslands og MA-­próf í lög­fræði frá sama háskóla sem hún lauk árið 2017.

Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­­for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks, hefur gegnt emb­ætt­inu sam­hliða öðrum ráð­herra­­störfum frá því að Sig­ríður Á. And­er­­sen sagði af sér í vor vegna Lands­rétt­ar­máls­ins svo­kall­aða. Greint var frá því í ágúst að hún myndi ekki verða dóms­mála­ráð­herra til fram­búðar heldur halda áfram sem ferða­­­mála-, iðn­­­að­­­ar- og nýsköp­un­­­ar­ráð­herra. 

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent