Heimild til að breyta lánum ríkisins til Vaðlaheiðarganga í hlutafé

Ríkið fær heimild til þess að breyta milljarðalánum sínum til rekstrarfélags Vaðlaheiðarganga í hlutafé verði fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í morgun samþykkt. Þá mun það einnig fá heimild til að selja eignarhluta í Endurvinnslunni.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Auglýsing

Í nýfram­lögðu fjár­laga­frum­varpi er gert ráð fyrir nýrri heim­ild til að breyta láni rík­is­sjóðs til Vaðla­heið­ar­ganga í hluta­fé. Þar er einnig gert ráð fyrir nýrri heim­ild fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til að selja 17,8 pró­sent eign­ar­hlut rík­is­ins í End­ur­vinnsl­unni hf.

Hvorug þess­ara heim­ilda var til staðar á fjár­lögum yfir­stand­andi árs. 

Geta breytt millj­arða­skuldum í hlutafé

Vaðla­heið­ar­göng átti að vera einka­fram­kvæmd, enda var fram­kvæmdin ekki ofar­lega á sam­göngu­á­ætlun og ólík­legt að hún myndi verða að veru­leika í nán­ustu fram­tíð ef beðið yrði eftir því að hið opin­bera myndi ráð­ast í hana. Það var hins vegar sam­þykkt árið 2012 að ríkið myndi lána 8,7 millj­arða króna í fram­kvæmd­ina en veggjöld sem yrðu rukkuð áttu að sjá til þess að þeir fjár­munir myndu skila sér til bak­a. 

Auglýsing
Árið 2017 var gerð úttekt­­ar­­skýrsla sem komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að fram­­kvæmdin gæti ekki talist eig­in­­leg einka­fram­­kvæmd, heldur væri hún í raun rík­­is­fram­­kvæmd, þótt hún hefði ekki verið kynnt sem slík. Sam­kvæmt þeirri skýrslu var heild­ar­kostn­aður áætl­aður 17 millj­arðar króna. 

Vaðla­heið­ar­göng voru opnuð í jan­úar síð­ast­liðn­um. Í júlí greindi DV frá því að rekstur gang­ana hefði valdið von­brigðum og að tekjur væru umtals­vert undir áætl­un. Rekstr­ar­fé­lag gang­ana hefði áætlað að um 90 pósent af umferð um svæðið myndi fara í gegnum göngin en raunin hafi verið um 70 pró­sent. Aðrir keyrðu áfram um Vík­ur­skarð, sem lengir leið­ina til Húsa­víkur um nokkrar mín­út­ur, en göngin stytta leið­ina milli Akur­eyri og Húsa­víkur um alls 16 kíló­metra. Afleið­ingin var sú að tekjur sum­ars­ins voru 35-40 pró­sent minni en áætlað var. 

Íslenska ríkið á sem stendur 34 pró­sent í rekstr­ar­fé­lagi Vaðla­heið­ar­ganga. Skuldir félags­ins námu sam­tals 16,6 millj­örðum króna um síð­ustu ára­mót. 

Heim­ild til að selja hlut í End­ur­vinnsl­unni

Rík­is­sjóður á 17,8 pró­sent hlut í End­ur­vinnsl­unni en auk þess á ÁTVR, sem er í rík­i­s­eigu, 20 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu. Það var stofnað árið 1989 á grund­velli nátt­úru- og umhverf­is­vernd­ar­sjón­ar­miða og sér um mót­töku, ásamt umboðs­mönnum sín­um, allra einnota drykkj­ar­vöru­um­búða hér­lend­is, greiðir út skila­gjald þeirra, und­ir­býr þær til útflutn­ings og selur til end­ur­vinnslu. 58 starf­stöðvar starfa fyrir félagið um allt land. 

End­ur­vinnslan velti 990 millj­ónum króna í fyrra og skil­aði 196 milljón króna hagn­aði. Árið áður var hagn­að­ur­inn 154 millj­ónir króna. Fyr­ir­tækið á eignir sem metnar eru á rúm­lega 1,8 millj­arð króna en er með nær engar lang­tíma­skuld­ir. 

Í fjár­laga­frum­varp­inu kemur fram að til greina komi að ÁTVR kaupi hlut rík­is­ins. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent