Heimild til að breyta lánum ríkisins til Vaðlaheiðarganga í hlutafé

Ríkið fær heimild til þess að breyta milljarðalánum sínum til rekstrarfélags Vaðlaheiðarganga í hlutafé verði fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í morgun samþykkt. Þá mun það einnig fá heimild til að selja eignarhluta í Endurvinnslunni.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Auglýsing

Í nýfram­lögðu fjár­laga­frum­varpi er gert ráð fyrir nýrri heim­ild til að breyta láni rík­is­sjóðs til Vaðla­heið­ar­ganga í hluta­fé. Þar er einnig gert ráð fyrir nýrri heim­ild fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til að selja 17,8 pró­sent eign­ar­hlut rík­is­ins í End­ur­vinnsl­unni hf.

Hvorug þess­ara heim­ilda var til staðar á fjár­lögum yfir­stand­andi árs. 

Geta breytt millj­arða­skuldum í hlutafé

Vaðla­heið­ar­göng átti að vera einka­fram­kvæmd, enda var fram­kvæmdin ekki ofar­lega á sam­göngu­á­ætlun og ólík­legt að hún myndi verða að veru­leika í nán­ustu fram­tíð ef beðið yrði eftir því að hið opin­bera myndi ráð­ast í hana. Það var hins vegar sam­þykkt árið 2012 að ríkið myndi lána 8,7 millj­arða króna í fram­kvæmd­ina en veggjöld sem yrðu rukkuð áttu að sjá til þess að þeir fjár­munir myndu skila sér til bak­a. 

Auglýsing
Árið 2017 var gerð úttekt­­ar­­skýrsla sem komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að fram­­kvæmdin gæti ekki talist eig­in­­leg einka­fram­­kvæmd, heldur væri hún í raun rík­­is­fram­­kvæmd, þótt hún hefði ekki verið kynnt sem slík. Sam­kvæmt þeirri skýrslu var heild­ar­kostn­aður áætl­aður 17 millj­arðar króna. 

Vaðla­heið­ar­göng voru opnuð í jan­úar síð­ast­liðn­um. Í júlí greindi DV frá því að rekstur gang­ana hefði valdið von­brigðum og að tekjur væru umtals­vert undir áætl­un. Rekstr­ar­fé­lag gang­ana hefði áætlað að um 90 pósent af umferð um svæðið myndi fara í gegnum göngin en raunin hafi verið um 70 pró­sent. Aðrir keyrðu áfram um Vík­ur­skarð, sem lengir leið­ina til Húsa­víkur um nokkrar mín­út­ur, en göngin stytta leið­ina milli Akur­eyri og Húsa­víkur um alls 16 kíló­metra. Afleið­ingin var sú að tekjur sum­ars­ins voru 35-40 pró­sent minni en áætlað var. 

Íslenska ríkið á sem stendur 34 pró­sent í rekstr­ar­fé­lagi Vaðla­heið­ar­ganga. Skuldir félags­ins námu sam­tals 16,6 millj­örðum króna um síð­ustu ára­mót. 

Heim­ild til að selja hlut í End­ur­vinnsl­unni

Rík­is­sjóður á 17,8 pró­sent hlut í End­ur­vinnsl­unni en auk þess á ÁTVR, sem er í rík­i­s­eigu, 20 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu. Það var stofnað árið 1989 á grund­velli nátt­úru- og umhverf­is­vernd­ar­sjón­ar­miða og sér um mót­töku, ásamt umboðs­mönnum sín­um, allra einnota drykkj­ar­vöru­um­búða hér­lend­is, greiðir út skila­gjald þeirra, und­ir­býr þær til útflutn­ings og selur til end­ur­vinnslu. 58 starf­stöðvar starfa fyrir félagið um allt land. 

End­ur­vinnslan velti 990 millj­ónum króna í fyrra og skil­aði 196 milljón króna hagn­aði. Árið áður var hagn­að­ur­inn 154 millj­ónir króna. Fyr­ir­tækið á eignir sem metnar eru á rúm­lega 1,8 millj­arð króna en er með nær engar lang­tíma­skuld­ir. 

Í fjár­laga­frum­varp­inu kemur fram að til greina komi að ÁTVR kaupi hlut rík­is­ins. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent