Heimild til að breyta lánum ríkisins til Vaðlaheiðarganga í hlutafé

Ríkið fær heimild til þess að breyta milljarðalánum sínum til rekstrarfélags Vaðlaheiðarganga í hlutafé verði fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í morgun samþykkt. Þá mun það einnig fá heimild til að selja eignarhluta í Endurvinnslunni.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Auglýsing

Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir nýrri heimild til að breyta láni ríkissjóðs til Vaðlaheiðarganga í hlutafé. Þar er einnig gert ráð fyrir nýrri heimild fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að selja 17,8 prósent eignarhlut ríkisins í Endurvinnslunni hf.

Hvorug þessara heimilda var til staðar á fjárlögum yfirstandandi árs. 

Geta breytt milljarðaskuldum í hlutafé

Vaðlaheiðargöng átti að vera einkaframkvæmd, enda var framkvæmdin ekki ofarlega á samgönguáætlun og ólíklegt að hún myndi verða að veruleika í nánustu framtíð ef beðið yrði eftir því að hið opinbera myndi ráðast í hana. Það var hins vegar samþykkt árið 2012 að ríkið myndi lána 8,7 milljarða króna í framkvæmdina en veggjöld sem yrðu rukkuð áttu að sjá til þess að þeir fjármunir myndu skila sér til baka. 

Auglýsing
Árið 2017 var gerð úttekt­ar­skýrsla sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að fram­kvæmdin gæti ekki talist eig­in­leg einka­fram­kvæmd, heldur væri hún í raun rík­is­fram­kvæmd, þótt hún hefði ekki verið kynnt sem slík. Samkvæmt þeirri skýrslu var heildarkostnaður áætlaður 17 milljarðar króna. 

Vaðlaheiðargöng voru opnuð í janúar síðastliðnum. Í júlí greindi DV frá því að rekstur gangana hefði valdið vonbrigðum og að tekjur væru umtalsvert undir áætlun. Rekstrarfélag gangana hefði áætlað að um 90 pósent af umferð um svæðið myndi fara í gegnum göngin en raunin hafi verið um 70 prósent. Aðrir keyrðu áfram um Víkurskarð, sem lengir leiðina til Húsavíkur um nokkrar mínútur, en göngin stytta leiðina milli Akureyri og Húsavíkur um alls 16 kílómetra. Afleiðingin var sú að tekjur sumarsins voru 35-40 prósent minni en áætlað var. 

Íslenska ríkið á sem stendur 34 prósent í rekstrarfélagi Vaðlaheiðarganga. Skuldir félagsins námu samtals 16,6 milljörðum króna um síðustu áramót. 

Heimild til að selja hlut í Endurvinnslunni

Ríkissjóður á 17,8 prósent hlut í Endurvinnslunni en auk þess á ÁTVR, sem er í ríkiseigu, 20 prósent hlut í fyrirtækinu. Það var stofnað árið 1989 á grundvelli náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiða og sér um móttöku, ásamt umboðsmönnum sínum, allra einnota drykkjarvöruumbúða hérlendis, greiðir út skilagjald þeirra, undirbýr þær til útflutnings og selur til endurvinnslu. 58 starfstöðvar starfa fyrir félagið um allt land. 

Endurvinnslan velti 990 milljónum króna í fyrra og skilaði 196 milljón króna hagnaði. Árið áður var hagnaðurinn 154 milljónir króna. Fyrirtækið á eignir sem metnar eru á rúmlega 1,8 milljarð króna en er með nær engar langtímaskuldir. 

Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að til greina komi að ÁTVR kaupi hlut ríkisins. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent