Heimild til að breyta lánum ríkisins til Vaðlaheiðarganga í hlutafé

Ríkið fær heimild til þess að breyta milljarðalánum sínum til rekstrarfélags Vaðlaheiðarganga í hlutafé verði fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í morgun samþykkt. Þá mun það einnig fá heimild til að selja eignarhluta í Endurvinnslunni.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020.
Auglýsing

Í nýfram­lögðu fjár­laga­frum­varpi er gert ráð fyrir nýrri heim­ild til að breyta láni rík­is­sjóðs til Vaðla­heið­ar­ganga í hluta­fé. Þar er einnig gert ráð fyrir nýrri heim­ild fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til að selja 17,8 pró­sent eign­ar­hlut rík­is­ins í End­ur­vinnsl­unni hf.

Hvorug þess­ara heim­ilda var til staðar á fjár­lögum yfir­stand­andi árs. 

Geta breytt millj­arða­skuldum í hlutafé

Vaðla­heið­ar­göng átti að vera einka­fram­kvæmd, enda var fram­kvæmdin ekki ofar­lega á sam­göngu­á­ætlun og ólík­legt að hún myndi verða að veru­leika í nán­ustu fram­tíð ef beðið yrði eftir því að hið opin­bera myndi ráð­ast í hana. Það var hins vegar sam­þykkt árið 2012 að ríkið myndi lána 8,7 millj­arða króna í fram­kvæmd­ina en veggjöld sem yrðu rukkuð áttu að sjá til þess að þeir fjár­munir myndu skila sér til bak­a. 

Auglýsing
Árið 2017 var gerð úttekt­­ar­­skýrsla sem komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að fram­­kvæmdin gæti ekki talist eig­in­­leg einka­fram­­kvæmd, heldur væri hún í raun rík­­is­fram­­kvæmd, þótt hún hefði ekki verið kynnt sem slík. Sam­kvæmt þeirri skýrslu var heild­ar­kostn­aður áætl­aður 17 millj­arðar króna. 

Vaðla­heið­ar­göng voru opnuð í jan­úar síð­ast­liðn­um. Í júlí greindi DV frá því að rekstur gang­ana hefði valdið von­brigðum og að tekjur væru umtals­vert undir áætl­un. Rekstr­ar­fé­lag gang­ana hefði áætlað að um 90 pósent af umferð um svæðið myndi fara í gegnum göngin en raunin hafi verið um 70 pró­sent. Aðrir keyrðu áfram um Vík­ur­skarð, sem lengir leið­ina til Húsa­víkur um nokkrar mín­út­ur, en göngin stytta leið­ina milli Akur­eyri og Húsa­víkur um alls 16 kíló­metra. Afleið­ingin var sú að tekjur sum­ars­ins voru 35-40 pró­sent minni en áætlað var. 

Íslenska ríkið á sem stendur 34 pró­sent í rekstr­ar­fé­lagi Vaðla­heið­ar­ganga. Skuldir félags­ins námu sam­tals 16,6 millj­örðum króna um síð­ustu ára­mót. 

Heim­ild til að selja hlut í End­ur­vinnsl­unni

Rík­is­sjóður á 17,8 pró­sent hlut í End­ur­vinnsl­unni en auk þess á ÁTVR, sem er í rík­i­s­eigu, 20 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu. Það var stofnað árið 1989 á grund­velli nátt­úru- og umhverf­is­vernd­ar­sjón­ar­miða og sér um mót­töku, ásamt umboðs­mönnum sín­um, allra einnota drykkj­ar­vöru­um­búða hér­lend­is, greiðir út skila­gjald þeirra, und­ir­býr þær til útflutn­ings og selur til end­ur­vinnslu. 58 starf­stöðvar starfa fyrir félagið um allt land. 

End­ur­vinnslan velti 990 millj­ónum króna í fyrra og skil­aði 196 milljón króna hagn­aði. Árið áður var hagn­að­ur­inn 154 millj­ónir króna. Fyr­ir­tækið á eignir sem metnar eru á rúm­lega 1,8 millj­arð króna en er með nær engar lang­tíma­skuld­ir. 

Í fjár­laga­frum­varp­inu kemur fram að til greina komi að ÁTVR kaupi hlut rík­is­ins. 

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent