Telur að Samband íslenskra sveitarfélaga sé komið á hálan ís

Vigdís Hauksdóttir segir að nú skuli „hið svokallaða Klausturmál trimmað upp á sveitastjórnarstiginu.“ Hún veltir því fyrir sér hvort sveitastjórnarstigið sé komið á leikskólastig með því að búa til hegðunarreglur fyrir kjörna fulltrúa.

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, lagði fram bókun á fundi borg­ar­ráðs í gær þar sem hún lýsir furðu yfir tveimur dag­skrár­liðum í fund­ar­gerð Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga en í þeim liðum er fjallað um siða­nefnd sam­bands­ins og hegð­un­ar­reglur fyrir kjörna full­trúa. Fund­ur­inn sam­bands­ins var hald­inn þann 30. ágúst síð­ast­lið­inn.

Vig­dís spyr í bókun sinni hvort þetta hafi verið brýnu málin af þeim 38 dag­skrár­liðum sem farið var í. „Það er greini­lega mikið að gera hjá siða­nefnd en hún hefur fundað fjórum sinnum frá 10. apr­íl,“ segir í bókun Vig­dís­ar.

Þá fer Vig­dís yfir fund­ar­gerð sam­bands­ins og gerir dag­skrár­lið fimm að umtals­efni sem ber heitið Hegð­un­ar­reglur fyrir kjörna full­trúa. Þar voru lögð fram „drög um fagteymi sam­bands­ins vegna brota á hegð­un­ar­reglum fyrir kjörna full­trúa“ dags. 20. ágúst 2019 og „upp­færðar hegð­un­ar­regl­ur“ dags. 21. ágúst 2019. Siða­nefnd var falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta stjórn­ar­fund ásamt kostn­að­ar­mati vegna máls­ins.

Vig­dís telur að Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga sé komið á hálan ís og „langt, langt fram úr hlut­verki sín­u.“

Auglýsing

Spyr hvort sveita­stjórn­ar­stigið sé komið á leik­skóla­stig

„Hegð­un­ar­reglur fyrir kjörna full­trúa? Er sveita­stjórn­ar­stigið komið á leik­skóla­stigið með fullri virð­ingu fyrir leik­skóla­börn­um. Nú stendur til að fjötra mál­frelsi kjör­inna full­trúa bæði með siða­reglum og hegð­un­ar­reglum góða fólks­ins. Undir hvora regl­una fellur það þegar t.d. kjör­inn full­trúi ullar á ann­an? Óskað er eftir að borg­ar­ráð fái drög að þessum hegð­un­ar­reglum og brota á þeim fyrir kjörna full­trúa. Ekki er hægt að fjötra mál­frelsi kjör­inna full­trúa með heima­til­búnum reglum sem eiga sér ekki laga­stoð. Það sann­að­ist í nýlegu máli þegar rann­sókn­ar­réttur ráð­húss­ins var virkj­aður fyrir upp­lognar sakir í ímynd­uðu ein­elt­is­máli gegn kjörnum full­trú­a,“ kemur fram í bókun Vig­dís­ar.

Hagur sveit­ar­fé­laga að stuðla að öryggi kjör­inna full­trúa

Borg­ar­ráðs­full­trúar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisnar og Pírata lögði fram gagn­bókun þar sem segir að í kjöl­far #metoo hafi það afhjúp­ast að þörf sé á að kjörnir full­trúar rétt eins og aðrir hugi að því hvort fram­koma þeirra og hegðun sé að valda öðrum van­líðan eða sé hrein­lega áreitni eða ofbeldi.

„Siða­nefnd Sam­bands Íslenskra sveit­ar­fé­laga er leið­bein­andi fyrir sveit­ar­fé­lög um setn­ingu siða­reglna og hefur nú unnið drög að leið­bein­andi hegð­un­ar­reglum sem sveit­ar­fé­lög gætu sett sér kjósi þau það. Akur­eyri hefur þegar sett sér slíkar reglur og fleiri sveit­ar­fé­lög huga að því og er það vel. Það er hagur sveit­ar­fé­laga að stuðla að öryggi kjör­inna full­trúa. Ekki kemur á óvart að full­trúi Mið­flokks­ins sé ekki hlynntur slíku ef horft er til fram­göngu sumra full­trúa þess flokks und­an­farið og Klaust­ur­mál­ið,“ segir í bók­un­inni.

„Klaust­ur­mál trim­mað upp á sveita­stjórn­ar­stig­inu“

Vig­dís brást við og hélt því fram í annarri gagn­bókun að afhjúp­unin væri algjör. „Nú skal hið svo­kall­aða Klaust­ur­mál trim­mað upp á sveita­stjórn­ar­stig­inu. Minnt er á að vara­for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga situr í borg­ar­ráði. Er þetta stefna sam­bands­ins? Áheyrn­ar­full­trúi Mið­flokks­ins fer ekki niður á sama plan og meiri­hlut­inn að ræða kyn­ferð­is­af­brot kjör­inna full­trúa á vinstri vægnum þrátt fyrir að slíkt er stað­reynd,“ segir hún.

Hún telur gagn­bókun meiri­hlut­ans dæma sig sjálf og að hegð­un­ar­reglur fyrir kjörna full­trúa eigi ekk­ert skylt við gróft ofbeldi. Slíkt eigi heima hjá lög­regl­unni og þá hugs­an­lega í fram­haldi af því hjá dóm­stól­um. Verið sé að næra dóm­stól göt­unnar með ólög­bundnum hegð­un­ar­regl­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent