Telur að Samband íslenskra sveitarfélaga sé komið á hálan ís

Vigdís Hauksdóttir segir að nú skuli „hið svokallaða Klausturmál trimmað upp á sveitastjórnarstiginu.“ Hún veltir því fyrir sér hvort sveitastjórnarstigið sé komið á leikskólastig með því að búa til hegðunarreglur fyrir kjörna fulltrúa.

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, lagði fram bókun á fundi borg­ar­ráðs í gær þar sem hún lýsir furðu yfir tveimur dag­skrár­liðum í fund­ar­gerð Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga en í þeim liðum er fjallað um siða­nefnd sam­bands­ins og hegð­un­ar­reglur fyrir kjörna full­trúa. Fund­ur­inn sam­bands­ins var hald­inn þann 30. ágúst síð­ast­lið­inn.

Vig­dís spyr í bókun sinni hvort þetta hafi verið brýnu málin af þeim 38 dag­skrár­liðum sem farið var í. „Það er greini­lega mikið að gera hjá siða­nefnd en hún hefur fundað fjórum sinnum frá 10. apr­íl,“ segir í bókun Vig­dís­ar.

Þá fer Vig­dís yfir fund­ar­gerð sam­bands­ins og gerir dag­skrár­lið fimm að umtals­efni sem ber heitið Hegð­un­ar­reglur fyrir kjörna full­trúa. Þar voru lögð fram „drög um fagteymi sam­bands­ins vegna brota á hegð­un­ar­reglum fyrir kjörna full­trúa“ dags. 20. ágúst 2019 og „upp­færðar hegð­un­ar­regl­ur“ dags. 21. ágúst 2019. Siða­nefnd var falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta stjórn­ar­fund ásamt kostn­að­ar­mati vegna máls­ins.

Vig­dís telur að Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga sé komið á hálan ís og „langt, langt fram úr hlut­verki sín­u.“

Auglýsing

Spyr hvort sveita­stjórn­ar­stigið sé komið á leik­skóla­stig

„Hegð­un­ar­reglur fyrir kjörna full­trúa? Er sveita­stjórn­ar­stigið komið á leik­skóla­stigið með fullri virð­ingu fyrir leik­skóla­börn­um. Nú stendur til að fjötra mál­frelsi kjör­inna full­trúa bæði með siða­reglum og hegð­un­ar­reglum góða fólks­ins. Undir hvora regl­una fellur það þegar t.d. kjör­inn full­trúi ullar á ann­an? Óskað er eftir að borg­ar­ráð fái drög að þessum hegð­un­ar­reglum og brota á þeim fyrir kjörna full­trúa. Ekki er hægt að fjötra mál­frelsi kjör­inna full­trúa með heima­til­búnum reglum sem eiga sér ekki laga­stoð. Það sann­að­ist í nýlegu máli þegar rann­sókn­ar­réttur ráð­húss­ins var virkj­aður fyrir upp­lognar sakir í ímynd­uðu ein­elt­is­máli gegn kjörnum full­trú­a,“ kemur fram í bókun Vig­dís­ar.

Hagur sveit­ar­fé­laga að stuðla að öryggi kjör­inna full­trúa

Borg­ar­ráðs­full­trúar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisnar og Pírata lögði fram gagn­bókun þar sem segir að í kjöl­far #metoo hafi það afhjúp­ast að þörf sé á að kjörnir full­trúar rétt eins og aðrir hugi að því hvort fram­koma þeirra og hegðun sé að valda öðrum van­líðan eða sé hrein­lega áreitni eða ofbeldi.

„Siða­nefnd Sam­bands Íslenskra sveit­ar­fé­laga er leið­bein­andi fyrir sveit­ar­fé­lög um setn­ingu siða­reglna og hefur nú unnið drög að leið­bein­andi hegð­un­ar­reglum sem sveit­ar­fé­lög gætu sett sér kjósi þau það. Akur­eyri hefur þegar sett sér slíkar reglur og fleiri sveit­ar­fé­lög huga að því og er það vel. Það er hagur sveit­ar­fé­laga að stuðla að öryggi kjör­inna full­trúa. Ekki kemur á óvart að full­trúi Mið­flokks­ins sé ekki hlynntur slíku ef horft er til fram­göngu sumra full­trúa þess flokks und­an­farið og Klaust­ur­mál­ið,“ segir í bók­un­inni.

„Klaust­ur­mál trim­mað upp á sveita­stjórn­ar­stig­inu“

Vig­dís brást við og hélt því fram í annarri gagn­bókun að afhjúp­unin væri algjör. „Nú skal hið svo­kall­aða Klaust­ur­mál trim­mað upp á sveita­stjórn­ar­stig­inu. Minnt er á að vara­for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga situr í borg­ar­ráði. Er þetta stefna sam­bands­ins? Áheyrn­ar­full­trúi Mið­flokks­ins fer ekki niður á sama plan og meiri­hlut­inn að ræða kyn­ferð­is­af­brot kjör­inna full­trúa á vinstri vægnum þrátt fyrir að slíkt er stað­reynd,“ segir hún.

Hún telur gagn­bókun meiri­hlut­ans dæma sig sjálf og að hegð­un­ar­reglur fyrir kjörna full­trúa eigi ekk­ert skylt við gróft ofbeldi. Slíkt eigi heima hjá lög­regl­unni og þá hugs­an­lega í fram­haldi af því hjá dóm­stól­um. Verið sé að næra dóm­stól göt­unnar með ólög­bundnum hegð­un­ar­regl­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent