Bandarískum ferðamönnum fækkar mest

Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.

20_07_2013_9555606382_o.jpg
Auglýsing

Banda­ríkja­menn voru fjöl­menn­astir allra ferða­manna í ágúst síð­ast­liðnum eða 24,9 pró­sent brott­fara. Þeim fækk­aði hins vegar mest allra þjóð­erna á milli ára eða um alls 35,6 pró­sent milli ára. Í grein­ingu Arion banka á stöðu ferða­þjón­ust­unnar kemur fram að Banda­ríkja­menn séu verð­mætir ferða­menn þar sem þeir eyða hlut­falls­lega miklu þrátt fyrir að dvelja stutt en þeim hefur fækkað veru­lega í kjöl­far falls WOW air. 

Rúm­lega þriðj­ungi færri Banda­ríkja­menn en í fyrra 

Mynd:FerðamálastofaBrott­förum Banda­ríkja­manna fækk­aði um 35,5 pró­sent í síð­asta mán­uði á milli ára eða tæp­lega 35 þús­und færri brott­farir en í fyrra, sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu og Isa­vi­a. 

Ef tíma­bilið jan­úar til ágúst er skoðað þá hefur brott­förum banda­ríska ferða­manna fækkað um 30,4 pró­sent á milli ára eða alls 147 þús­und færri brott­ferðir Banda­ríkja­manna en á sama tíma­bili í fyrra.

Sam­kvæmt grófum útreikn­ingum Arion banka þá flutti WOW air um 40 pró­sent þeirra  ferða­manna sem sóttu landið heim á síð­asta ári frá Norð­ur­-Am­er­íku. Mikil fækkun í komum þeirra síðan í mars kemur þar af leið­andi ekki á óvart.

Auglýsing

Neyslu­hegðun banda­rískra ferða­manna breyst 

Í nýrri ferða­þjón­ustu­út­tekt Arion banka kemur fram að Banda­ríkja­menn sem komu með WOW air á síð­asta ári dvöldu ívið skemur en aðr­ir, gistu oftar í íbúðum og á hostelum og eyddu heldur lægri fjár­hæðum en þeir sem komu með öðrum flug­fé­lög­um. Sam­kvæmt Arion banka eru þeir þó verð­mætir þar sem  þeir eyða hlut­falls­lega miklu þrátt fyrir að dvelja stutt.

Frá falli WOW air í mars hafa tveir af hverjum þremur ferða­mönnum komið til lands­ins með Icelandair en þegar WOW air var sem stærst var hlut­deild Icelandair komin niður í um 40 til 50 pró­sent. 

Mynd:Arion bankiSam­kvæmt úttekt Arion banka hefur  á síð­ustu miss­erum orðið breyt­ing í far­þega­sam­setn­ingu Icelanda­ir ­sem hefur með­al­ ann­ar­s orðið til þess neyslu­hegðun þeirra banda­rísku ferða­manna sem koma til lands­ins hefur tekið stakka­skipt­u­m. 

Þeir dvelja nú mun lengur á land­inu og þá sér­stak­lega á hót­el­um, auk þess sem þeir eyða tölu­vert meiri pen­ing­um. Frá apríl til júní eyddu Banda­ríkja­menn langstærstum hluti af heild­ar­út­gjöld­um er­lendra ­ferða­manna eða alls 28,9 pró­sent og voru útgjalda­hæsta þjóð­in. Alls eyddu banda­rískir ferða­menn 24.618 millj­ónum á þessu tíma­bil­i. 

Nýtt flug­fé­lag mun skipta sköpum

Grunn­spá Arion banka um ferða­þjón­ust­una hér á landi á næsta ári gerir ráð fyrir að ferða­mönnum muni fjölga um 2 pró­sent á árinu 2020. Þeir telja að kyrr­setn­ing MAX flug­vél­anna muni draga þann dilk á eftir sér að umsvif Icelanda­ir verða svipuð á næsta ári og á þessu en félagið hafði ætlað sér að hafa fjórtán Boeing 737 Max vélar í rekstri sum­arið 2020. Þeir telja að þróun ferða­manna­straums­ins til lands­ins muni ráð­ast að miklu leyti af því hvort að ­stofnað verði nýtt íslenskt milli­landa­flug­fé­lag. 

Þann 6.sept­em­ber síð­ast­lið­inn til­kynnti hin banda­ríska Michele Roos­evelt Edwards, ­stærsti hlut­hafi USA­er­ospace Associ­ates LLC, að WOW air mun­i hefja lág­far­gjalda­flug­­rekstur til Banda­­ríkj­anna og Evr­­ópu í næsta mán­uði. USA­a­er­ospace Associ­ates LLC hefur samið um kaup á eignum úr þrota­­búi WOW air og sam­kvæmt Edwards er fyrsta flugið áformað milli Dul­­les flug­­vallar í Was­hington í Banda­­ríkj­unum og Kefla­vík­­­ur­flug­vallar í októ­ber. 

Í grein­ingu Arion banka segir að ef taki WOW air 2.0 til starfa gera áætl­anir for­svars­manna félags­ins ráð fyrir að stærð félags­ins árið 2020 verði sam­bæri­leg stærð WOW air árið 2014. Árið 2014 var WOW air með fjórar vélar í rekstri þar sem það flutti um hálfa milljón far­þega í leiða­kerfi sín­u. 

Fjöldi banda­rískra ferða­manna sem koma hingað til lands­ins á næsta ári mun því að miklu leyti ráð­ast af því hvort að flug­fé­lag tekst hér á loft. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent