Bandarískum ferðamönnum fækkar mest

Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.

20_07_2013_9555606382_o.jpg
Auglýsing

Bandaríkjamenn voru fjölmennastir allra ferðamanna í ágúst síðastliðnum eða 24,9 prósent brottfara. Þeim fækkaði hins vegar mest allra þjóðerna á milli ára eða um alls 35,6 prósent milli ára. Í greiningu Arion banka á stöðu ferðaþjónustunnar kemur fram að Bandaríkjamenn séu verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að dvelja stutt en þeim hefur fækkað verulega í kjölfar falls WOW air. 

Rúmlega þriðjungi færri Bandaríkjamenn en í fyrra 

Mynd:FerðamálastofaBrottförum Bandaríkjamanna fækkaði um 35,5 prósent í síðasta mánuði á milli ára eða tæplega 35 þúsund færri brottfarir en í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 

Ef tímabilið janúar til ágúst er skoðað þá hefur brottförum bandaríska ferðamanna fækkað um 30,4 prósent á milli ára eða alls 147 þúsund færri brottferðir Bandaríkjamanna en á sama tímabili í fyrra.

Samkvæmt grófum útreikningum Arion banka þá flutti WOW air um 40 prósent þeirra  ferðamanna sem sóttu landið heim á síðasta ári frá Norður-Ameríku. Mikil fækkun í komum þeirra síðan í mars kemur þar af leiðandi ekki á óvart.

Auglýsing

Neysluhegðun bandarískra ferðamanna breyst 

Í nýrri ferðaþjónustuúttekt Arion banka kemur fram að Bandaríkjamenn sem komu með WOW air á síðasta ári dvöldu ívið skemur en aðrir, gistu oftar í íbúðum og á hostelum og eyddu heldur lægri fjárhæðum en þeir sem komu með öðrum flugfélögum. Samkvæmt Arion banka eru þeir þó verðmætir þar sem  þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að dvelja stutt.

Frá falli WOW air í mars hafa tveir af hverjum þremur ferðamönnum komið til landsins með Icelandair en þegar WOW air var sem stærst var hlutdeild Icelandair komin niður í um 40 til 50 prósent. 

Mynd:Arion bankiSamkvæmt úttekt Arion banka hefur  á síðustu misserum orðið breyting í farþegasamsetningu Icelandair sem hefur meðal annars orðið til þess neysluhegðun þeirra bandarísku ferðamanna sem koma til landsins hefur tekið stakkaskiptum. 

Þeir dvelja nú mun lengur á landinu og þá sérstaklega á hótelum, auk þess sem þeir eyða töluvert meiri peningum. Frá apríl til júní eyddu Bandaríkjamenn langstærstum hluti af heildarútgjöldum erlendra ferðamanna eða alls 28,9 prósent og voru útgjaldahæsta þjóðin. Alls eyddu bandarískir ferðamenn 24.618 milljónum á þessu tímabili. 

Nýtt flugfélag mun skipta sköpum

Grunnspá Arion banka um ferðaþjónustuna hér á landi á næsta ári gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga um 2 prósent á árinu 2020. Þeir telja að kyrrsetning MAX flugvélanna muni draga þann dilk á eftir sér að umsvif Icelandair verða svipuð á næsta ári og á þessu en félagið hafði ætlað sér að hafa fjórtán Boeing 737 Max vélar í rekstri sumarið 2020. Þeir telja að þróun ferðamannastraumsins til landsins muni ráðast að miklu leyti af því hvort að stofnað verði nýtt íslenskt millilandaflugfélag. 

Þann 6.september síðastliðinn tilkynnti hin bandaríska Michele Roos­evelt Edwards, stærsti hluthafi USA­er­ospace Associ­ates LLC, að WOW air muni hefja lág­far­gjalda­flug­rekstur til Banda­ríkj­anna og Evr­ópu í næsta mán­uði. USAa­er­ospace Associ­ates LLC hefur samið um kaup á eignum úr þrota­búi WOW air og samkvæmt Edwards er fyrsta flugið áformað milli Dul­les flug­vallar í Was­hington í Banda­ríkj­unum og Kefla­vík­ur­flug­vallar í októ­ber. 

Í greiningu Arion banka segir að ef taki WOW air 2.0 til starfa gera áætlanir forsvarsmanna félagsins ráð fyrir að stærð félagsins árið 2020 verði sambærileg stærð WOW air árið 2014. Árið 2014 var WOW air með fjórar vélar í rekstri þar sem það flutti um hálfa milljón farþega í leiðakerfi sínu. 

Fjöldi bandarískra ferðamanna sem koma hingað til landsins á næsta ári mun því að miklu leyti ráðast af því hvort að flugfélag tekst hér á loft. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent