Bandarískum ferðamönnum fækkar mest

Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.

20_07_2013_9555606382_o.jpg
Auglýsing

Banda­ríkja­menn voru fjöl­menn­astir allra ferða­manna í ágúst síð­ast­liðnum eða 24,9 pró­sent brott­fara. Þeim fækk­aði hins vegar mest allra þjóð­erna á milli ára eða um alls 35,6 pró­sent milli ára. Í grein­ingu Arion banka á stöðu ferða­þjón­ust­unnar kemur fram að Banda­ríkja­menn séu verð­mætir ferða­menn þar sem þeir eyða hlut­falls­lega miklu þrátt fyrir að dvelja stutt en þeim hefur fækkað veru­lega í kjöl­far falls WOW air. 

Rúm­lega þriðj­ungi færri Banda­ríkja­menn en í fyrra 

Mynd:FerðamálastofaBrott­förum Banda­ríkja­manna fækk­aði um 35,5 pró­sent í síð­asta mán­uði á milli ára eða tæp­lega 35 þús­und færri brott­farir en í fyrra, sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu og Isa­vi­a. 

Ef tíma­bilið jan­úar til ágúst er skoðað þá hefur brott­förum banda­ríska ferða­manna fækkað um 30,4 pró­sent á milli ára eða alls 147 þús­und færri brott­ferðir Banda­ríkja­manna en á sama tíma­bili í fyrra.

Sam­kvæmt grófum útreikn­ingum Arion banka þá flutti WOW air um 40 pró­sent þeirra  ferða­manna sem sóttu landið heim á síð­asta ári frá Norð­ur­-Am­er­íku. Mikil fækkun í komum þeirra síðan í mars kemur þar af leið­andi ekki á óvart.

Auglýsing

Neyslu­hegðun banda­rískra ferða­manna breyst 

Í nýrri ferða­þjón­ustu­út­tekt Arion banka kemur fram að Banda­ríkja­menn sem komu með WOW air á síð­asta ári dvöldu ívið skemur en aðr­ir, gistu oftar í íbúðum og á hostelum og eyddu heldur lægri fjár­hæðum en þeir sem komu með öðrum flug­fé­lög­um. Sam­kvæmt Arion banka eru þeir þó verð­mætir þar sem  þeir eyða hlut­falls­lega miklu þrátt fyrir að dvelja stutt.

Frá falli WOW air í mars hafa tveir af hverjum þremur ferða­mönnum komið til lands­ins með Icelandair en þegar WOW air var sem stærst var hlut­deild Icelandair komin niður í um 40 til 50 pró­sent. 

Mynd:Arion bankiSam­kvæmt úttekt Arion banka hefur  á síð­ustu miss­erum orðið breyt­ing í far­þega­sam­setn­ingu Icelanda­ir ­sem hefur með­al­ ann­ar­s orðið til þess neyslu­hegðun þeirra banda­rísku ferða­manna sem koma til lands­ins hefur tekið stakka­skipt­u­m. 

Þeir dvelja nú mun lengur á land­inu og þá sér­stak­lega á hót­el­um, auk þess sem þeir eyða tölu­vert meiri pen­ing­um. Frá apríl til júní eyddu Banda­ríkja­menn langstærstum hluti af heild­ar­út­gjöld­um er­lendra ­ferða­manna eða alls 28,9 pró­sent og voru útgjalda­hæsta þjóð­in. Alls eyddu banda­rískir ferða­menn 24.618 millj­ónum á þessu tíma­bil­i. 

Nýtt flug­fé­lag mun skipta sköpum

Grunn­spá Arion banka um ferða­þjón­ust­una hér á landi á næsta ári gerir ráð fyrir að ferða­mönnum muni fjölga um 2 pró­sent á árinu 2020. Þeir telja að kyrr­setn­ing MAX flug­vél­anna muni draga þann dilk á eftir sér að umsvif Icelanda­ir verða svipuð á næsta ári og á þessu en félagið hafði ætlað sér að hafa fjórtán Boeing 737 Max vélar í rekstri sum­arið 2020. Þeir telja að þróun ferða­manna­straums­ins til lands­ins muni ráð­ast að miklu leyti af því hvort að ­stofnað verði nýtt íslenskt milli­landa­flug­fé­lag. 

Þann 6.sept­em­ber síð­ast­lið­inn til­kynnti hin banda­ríska Michele Roos­evelt Edwards, ­stærsti hlut­hafi USA­er­ospace Associ­ates LLC, að WOW air mun­i hefja lág­far­gjalda­flug­­rekstur til Banda­­ríkj­anna og Evr­­ópu í næsta mán­uði. USA­a­er­ospace Associ­ates LLC hefur samið um kaup á eignum úr þrota­­búi WOW air og sam­kvæmt Edwards er fyrsta flugið áformað milli Dul­­les flug­­vallar í Was­hington í Banda­­ríkj­unum og Kefla­vík­­­ur­flug­vallar í októ­ber. 

Í grein­ingu Arion banka segir að ef taki WOW air 2.0 til starfa gera áætl­anir for­svars­manna félags­ins ráð fyrir að stærð félags­ins árið 2020 verði sam­bæri­leg stærð WOW air árið 2014. Árið 2014 var WOW air með fjórar vélar í rekstri þar sem það flutti um hálfa milljón far­þega í leiða­kerfi sín­u. 

Fjöldi banda­rískra ferða­manna sem koma hingað til lands­ins á næsta ári mun því að miklu leyti ráð­ast af því hvort að flug­fé­lag tekst hér á loft. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent