Bandarískum ferðamönnum fækkar mest

Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.

20_07_2013_9555606382_o.jpg
Auglýsing

Banda­ríkja­menn voru fjöl­menn­astir allra ferða­manna í ágúst síð­ast­liðnum eða 24,9 pró­sent brott­fara. Þeim fækk­aði hins vegar mest allra þjóð­erna á milli ára eða um alls 35,6 pró­sent milli ára. Í grein­ingu Arion banka á stöðu ferða­þjón­ust­unnar kemur fram að Banda­ríkja­menn séu verð­mætir ferða­menn þar sem þeir eyða hlut­falls­lega miklu þrátt fyrir að dvelja stutt en þeim hefur fækkað veru­lega í kjöl­far falls WOW air. 

Rúm­lega þriðj­ungi færri Banda­ríkja­menn en í fyrra 

Mynd:FerðamálastofaBrott­förum Banda­ríkja­manna fækk­aði um 35,5 pró­sent í síð­asta mán­uði á milli ára eða tæp­lega 35 þús­und færri brott­farir en í fyrra, sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu og Isa­vi­a. 

Ef tíma­bilið jan­úar til ágúst er skoðað þá hefur brott­förum banda­ríska ferða­manna fækkað um 30,4 pró­sent á milli ára eða alls 147 þús­und færri brott­ferðir Banda­ríkja­manna en á sama tíma­bili í fyrra.

Sam­kvæmt grófum útreikn­ingum Arion banka þá flutti WOW air um 40 pró­sent þeirra  ferða­manna sem sóttu landið heim á síð­asta ári frá Norð­ur­-Am­er­íku. Mikil fækkun í komum þeirra síðan í mars kemur þar af leið­andi ekki á óvart.

Auglýsing

Neyslu­hegðun banda­rískra ferða­manna breyst 

Í nýrri ferða­þjón­ustu­út­tekt Arion banka kemur fram að Banda­ríkja­menn sem komu með WOW air á síð­asta ári dvöldu ívið skemur en aðr­ir, gistu oftar í íbúðum og á hostelum og eyddu heldur lægri fjár­hæðum en þeir sem komu með öðrum flug­fé­lög­um. Sam­kvæmt Arion banka eru þeir þó verð­mætir þar sem  þeir eyða hlut­falls­lega miklu þrátt fyrir að dvelja stutt.

Frá falli WOW air í mars hafa tveir af hverjum þremur ferða­mönnum komið til lands­ins með Icelandair en þegar WOW air var sem stærst var hlut­deild Icelandair komin niður í um 40 til 50 pró­sent. 

Mynd:Arion bankiSam­kvæmt úttekt Arion banka hefur  á síð­ustu miss­erum orðið breyt­ing í far­þega­sam­setn­ingu Icelanda­ir ­sem hefur með­al­ ann­ar­s orðið til þess neyslu­hegðun þeirra banda­rísku ferða­manna sem koma til lands­ins hefur tekið stakka­skipt­u­m. 

Þeir dvelja nú mun lengur á land­inu og þá sér­stak­lega á hót­el­um, auk þess sem þeir eyða tölu­vert meiri pen­ing­um. Frá apríl til júní eyddu Banda­ríkja­menn langstærstum hluti af heild­ar­út­gjöld­um er­lendra ­ferða­manna eða alls 28,9 pró­sent og voru útgjalda­hæsta þjóð­in. Alls eyddu banda­rískir ferða­menn 24.618 millj­ónum á þessu tíma­bil­i. 

Nýtt flug­fé­lag mun skipta sköpum

Grunn­spá Arion banka um ferða­þjón­ust­una hér á landi á næsta ári gerir ráð fyrir að ferða­mönnum muni fjölga um 2 pró­sent á árinu 2020. Þeir telja að kyrr­setn­ing MAX flug­vél­anna muni draga þann dilk á eftir sér að umsvif Icelanda­ir verða svipuð á næsta ári og á þessu en félagið hafði ætlað sér að hafa fjórtán Boeing 737 Max vélar í rekstri sum­arið 2020. Þeir telja að þróun ferða­manna­straums­ins til lands­ins muni ráð­ast að miklu leyti af því hvort að ­stofnað verði nýtt íslenskt milli­landa­flug­fé­lag. 

Þann 6.sept­em­ber síð­ast­lið­inn til­kynnti hin banda­ríska Michele Roos­evelt Edwards, ­stærsti hlut­hafi USA­er­ospace Associ­ates LLC, að WOW air mun­i hefja lág­far­gjalda­flug­­rekstur til Banda­­ríkj­anna og Evr­­ópu í næsta mán­uði. USA­a­er­ospace Associ­ates LLC hefur samið um kaup á eignum úr þrota­­búi WOW air og sam­kvæmt Edwards er fyrsta flugið áformað milli Dul­­les flug­­vallar í Was­hington í Banda­­ríkj­unum og Kefla­vík­­­ur­flug­vallar í októ­ber. 

Í grein­ingu Arion banka segir að ef taki WOW air 2.0 til starfa gera áætl­anir for­svars­manna félags­ins ráð fyrir að stærð félags­ins árið 2020 verði sam­bæri­leg stærð WOW air árið 2014. Árið 2014 var WOW air með fjórar vélar í rekstri þar sem það flutti um hálfa milljón far­þega í leiða­kerfi sín­u. 

Fjöldi banda­rískra ferða­manna sem koma hingað til lands­ins á næsta ári mun því að miklu leyti ráð­ast af því hvort að flug­fé­lag tekst hér á loft. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent