Bandarískum ferðamönnum fækkar mest

Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.

20_07_2013_9555606382_o.jpg
Auglýsing

Banda­ríkja­menn voru fjöl­menn­astir allra ferða­manna í ágúst síð­ast­liðnum eða 24,9 pró­sent brott­fara. Þeim fækk­aði hins vegar mest allra þjóð­erna á milli ára eða um alls 35,6 pró­sent milli ára. Í grein­ingu Arion banka á stöðu ferða­þjón­ust­unnar kemur fram að Banda­ríkja­menn séu verð­mætir ferða­menn þar sem þeir eyða hlut­falls­lega miklu þrátt fyrir að dvelja stutt en þeim hefur fækkað veru­lega í kjöl­far falls WOW air. 

Rúm­lega þriðj­ungi færri Banda­ríkja­menn en í fyrra 

Mynd:FerðamálastofaBrott­förum Banda­ríkja­manna fækk­aði um 35,5 pró­sent í síð­asta mán­uði á milli ára eða tæp­lega 35 þús­und færri brott­farir en í fyrra, sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu og Isa­vi­a. 

Ef tíma­bilið jan­úar til ágúst er skoðað þá hefur brott­förum banda­ríska ferða­manna fækkað um 30,4 pró­sent á milli ára eða alls 147 þús­und færri brott­ferðir Banda­ríkja­manna en á sama tíma­bili í fyrra.

Sam­kvæmt grófum útreikn­ingum Arion banka þá flutti WOW air um 40 pró­sent þeirra  ferða­manna sem sóttu landið heim á síð­asta ári frá Norð­ur­-Am­er­íku. Mikil fækkun í komum þeirra síðan í mars kemur þar af leið­andi ekki á óvart.

Auglýsing

Neyslu­hegðun banda­rískra ferða­manna breyst 

Í nýrri ferða­þjón­ustu­út­tekt Arion banka kemur fram að Banda­ríkja­menn sem komu með WOW air á síð­asta ári dvöldu ívið skemur en aðr­ir, gistu oftar í íbúðum og á hostelum og eyddu heldur lægri fjár­hæðum en þeir sem komu með öðrum flug­fé­lög­um. Sam­kvæmt Arion banka eru þeir þó verð­mætir þar sem  þeir eyða hlut­falls­lega miklu þrátt fyrir að dvelja stutt.

Frá falli WOW air í mars hafa tveir af hverjum þremur ferða­mönnum komið til lands­ins með Icelandair en þegar WOW air var sem stærst var hlut­deild Icelandair komin niður í um 40 til 50 pró­sent. 

Mynd:Arion bankiSam­kvæmt úttekt Arion banka hefur  á síð­ustu miss­erum orðið breyt­ing í far­þega­sam­setn­ingu Icelanda­ir ­sem hefur með­al­ ann­ar­s orðið til þess neyslu­hegðun þeirra banda­rísku ferða­manna sem koma til lands­ins hefur tekið stakka­skipt­u­m. 

Þeir dvelja nú mun lengur á land­inu og þá sér­stak­lega á hót­el­um, auk þess sem þeir eyða tölu­vert meiri pen­ing­um. Frá apríl til júní eyddu Banda­ríkja­menn langstærstum hluti af heild­ar­út­gjöld­um er­lendra ­ferða­manna eða alls 28,9 pró­sent og voru útgjalda­hæsta þjóð­in. Alls eyddu banda­rískir ferða­menn 24.618 millj­ónum á þessu tíma­bil­i. 

Nýtt flug­fé­lag mun skipta sköpum

Grunn­spá Arion banka um ferða­þjón­ust­una hér á landi á næsta ári gerir ráð fyrir að ferða­mönnum muni fjölga um 2 pró­sent á árinu 2020. Þeir telja að kyrr­setn­ing MAX flug­vél­anna muni draga þann dilk á eftir sér að umsvif Icelanda­ir verða svipuð á næsta ári og á þessu en félagið hafði ætlað sér að hafa fjórtán Boeing 737 Max vélar í rekstri sum­arið 2020. Þeir telja að þróun ferða­manna­straums­ins til lands­ins muni ráð­ast að miklu leyti af því hvort að ­stofnað verði nýtt íslenskt milli­landa­flug­fé­lag. 

Þann 6.sept­em­ber síð­ast­lið­inn til­kynnti hin banda­ríska Michele Roos­evelt Edwards, ­stærsti hlut­hafi USA­er­ospace Associ­ates LLC, að WOW air mun­i hefja lág­far­gjalda­flug­­rekstur til Banda­­ríkj­anna og Evr­­ópu í næsta mán­uði. USA­a­er­ospace Associ­ates LLC hefur samið um kaup á eignum úr þrota­­búi WOW air og sam­kvæmt Edwards er fyrsta flugið áformað milli Dul­­les flug­­vallar í Was­hington í Banda­­ríkj­unum og Kefla­vík­­­ur­flug­vallar í októ­ber. 

Í grein­ingu Arion banka segir að ef taki WOW air 2.0 til starfa gera áætl­anir for­svars­manna félags­ins ráð fyrir að stærð félags­ins árið 2020 verði sam­bæri­leg stærð WOW air árið 2014. Árið 2014 var WOW air með fjórar vélar í rekstri þar sem það flutti um hálfa milljón far­þega í leiða­kerfi sín­u. 

Fjöldi banda­rískra ferða­manna sem koma hingað til lands­ins á næsta ári mun því að miklu leyti ráð­ast af því hvort að flug­fé­lag tekst hér á loft. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent