Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut

Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ing­i Jó­hanns­son, ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, telur að lág­brú ­fy­ir Klepps­vík sé fýsi­legri kostur en jarð­göng fyrir nýja Sunda­braut. Tveir val­kost­ir eru einkum taldir koma til greina þegar rætt er um hver og hvernig best sé að leggja Sunda­braut en það eru ann­ars vegar lág­brú yfir Klepps­vík yfir á Holta­veg sem kallar á breytt skipu­lag á hafn­ar­starf­semi og hins veg­ar jarð­göng í ­Gufu­nes ­sem mið­ast við núgild­andi skipu­lag. 

Auglýsing

Tveir val­kostir vegna Sunda­brautar

­Starfs­hópur um Sunda­braut á vegum rík­is­ins og Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skil­aði skýrslu til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra í byrjun júlí síð­ast­liðn­um. Nið­ur­staða hóps­ins var að tveir val­kostir voru taldir koma til greina, jarð­göng yfir í Gufu­nes og lág­brú sem þverar hafn­ar­svæðið við Klepps­vík. 

Að mati starfs­hóps­ins eru jarð­göng eini raun­hæfi mögu­leik­ann fyrir útfærslu Sunda­brautar miðað við gild­andi skipu­lag, stefnu stjórn­valda og fram­tíð­ar­á­form Faxa­flóa­hafna og skipa­fé­lag­anna um hafn­ar­svæð­ið. Sam­kvæmt starfs­hópnum myndu jarð­göng hafa lítil sem engin áhrif á starf­­semi og mög­u­­leika á fram­­tíð­­ar­­þróun Sunda­hafn­­ar. Sam­­kvæmt kostn­að­­ar­út­­­reikn­ingum væru jarð­­göng þó tölu­vert dýr­­ari en aðrar lausnir og myndi að öllum lík­­indum laða að sér minni umferð. 

Mynd:Stjórnarráðið

Af val­kostum um að þvera Klepps­vík telur starfs­hóp­ur­inn aðeins koma til greina að lág­brú verði fyrir val­inu en hvorki botn­­göng né hábrú yfir Klepps­vík voru taldir fýsi­­legir kost­­ir. Sam­kvæmt hópnum væri lág­brú ódýrasta lausnin og sú besta fyrir aðra sam­­göng­u­máta að mati starfs­hóps­ins. Hins vegar þyrfti að end­­ur­­skoða skipu­lag hafn­­ar­­starf­­semi Sunda­hafn­­ar.

Við­ræður við Faxa­flóa­hafnir og skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík næstu skref 

Sig­urður Ingi bendir á í nýrri færslu á Face­book að líkt og kom fram í fréttum í gær þá var máls­grein bætt við í drög að sam­komu­lagi um höf­uð­borgar­pakk­ann um teng­ingu við Sunda­braut.

Hann segir að nokkrir mögu­leikar komi til greina um hvar og hvernig best sé að leggja hana og hvernig megi auð­velda umferð á milli mið­borgar og Graf­ar­vogs, létta á umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og stytta leiðir út á land. 

Að mati Sig­urðar Inga er lág­brú yfir Klepps­vík fýsi­legri kostur en jarð­göng. Bæði er hún ódýr­ari, henti fyrir alla sam­göngu­máta, bílandi, almenn­ings­sam­göng­ur, gan­gangi og hjólandi. „Síð­ari áfangi Sunda­brautar mun síðan ná frá Gufu­nesi um Geld­inga­nes, yfir Leiru­vog, Gunnu­nes, Álfs­nes og Kolla­fjörð að teng­ingu við Vest­ur­lands­veg,“ segir Sig­urð­ar.

Jafn­framt segir að hann að næstu skref snúi að frek­ari við­ræðum við Faxa­flóa­hafnir og skipu­lags­yf­ir­völd í borg­inni.

Í gær kom fram í fréttum í gær þá var bætt við máls­grein í drög að sam­komu­lagi um höf­uð­borgar­pakk­ann um teng­ingu við...

Posted by Sig­urður Ingi Jóhanns­son on Fri­day, Sept­em­ber 20, 2019

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent