Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut

Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að lágbrú fyir Kleppsvík sé fýsilegri kostur en jarðgöng fyrir nýja Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina þegar rætt er um hver og hvernig best sé að leggja Sundabraut en það eru annars vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfsemi og hins vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag. 

Auglýsing

Tveir valkostir vegna Sundabrautar

Starfshópur um Sundabraut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skilaði skýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í byrjun júlí síðastliðnum. Niðurstaða hópsins var að tveir valkostir voru taldir koma til greina, jarðgöng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. 

Að mati starfshópsins eru jarðgöng eini raunhæfi möguleikann fyrir útfærslu Sundabrautar miðað við gildandi skipulag, stefnu stjórnvalda og framtíðaráform Faxaflóahafna og skipafélaganna um hafnarsvæðið. Samkvæmt starfshópnum myndu jarðgöng hafa lítil sem engin áhrif á starf­semi og mögu­leika á fram­tíð­ar­þróun Sunda­hafn­ar. Sam­kvæmt kostn­að­ar­út­reikn­ingum væru jarð­göng þó tölu­vert dýr­ari en aðrar lausnir og myndi að öllum lík­indum laða að sér minni umferð. 

Mynd:Stjórnarráðið

Af valkostum um að þvera Kleppsvík telur starfshópurinn aðeins koma til greina að lágbrú verði fyrir valinu en hvorki botn­göng né hábrú yfir Klepps­vík voru taldir fýsi­legir kost­ir. Samkvæmt hópnum væri lágbrú ódýrasta lausnin og sú besta fyrir aðra sam­göngu­máta að mati starfs­hóps­ins. Hins vegar þyrfti að end­ur­skoða skipu­lag hafn­ar­starf­semi Sunda­hafn­ar.

Viðræður við Faxaflóahafnir og skipulagsyfirvöld í Reykjavík næstu skref 

Sigurður Ingi bendir á í nýrri færslu á Facebook að líkt og kom fram í fréttum í gær þá var málsgrein bætt við í drög að sam­komu­lagi um höfuðborgarpakk­ann um teng­ingu við Sunda­braut.

Hann segir að nokkrir möguleikar komi til greina um hvar og hvernig best sé að leggja hana og hvernig megi auðvelda umferð á milli miðborgar og Grafarvogs, létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu og stytta leiðir út á land. 

Að mati Sigurðar Inga er lágbrú yfir Kleppsvík fýsilegri kostur en jarðgöng. Bæði er hún ódýrari, henti fyrir alla samgöngumáta, bílandi, almenningssamgöngur, gangangi og hjólandi. „Síðari áfangi Sundabrautar mun síðan ná frá Gufunesi um Geldinganes, yfir Leiruvog, Gunnunes, Álfsnes og Kollafjörð að tengingu við Vesturlandsveg,“ segir Sigurðar.

Jafnframt segir að hann að næstu skref snúi að frekari viðræðum við Faxaflóahafnir og skipulagsyfirvöld í borginni.

Í gær kom fram í fréttum í gær þá var bætt við málsgrein í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við...

Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Friday, September 20, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent