Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut

Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ing­i Jó­hanns­son, ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, telur að lág­brú ­fy­ir Klepps­vík sé fýsi­legri kostur en jarð­göng fyrir nýja Sunda­braut. Tveir val­kost­ir eru einkum taldir koma til greina þegar rætt er um hver og hvernig best sé að leggja Sunda­braut en það eru ann­ars vegar lág­brú yfir Klepps­vík yfir á Holta­veg sem kallar á breytt skipu­lag á hafn­ar­starf­semi og hins veg­ar jarð­göng í ­Gufu­nes ­sem mið­ast við núgild­andi skipu­lag. 

Auglýsing

Tveir val­kostir vegna Sunda­brautar

­Starfs­hópur um Sunda­braut á vegum rík­is­ins og Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skil­aði skýrslu til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra í byrjun júlí síð­ast­liðn­um. Nið­ur­staða hóps­ins var að tveir val­kostir voru taldir koma til greina, jarð­göng yfir í Gufu­nes og lág­brú sem þverar hafn­ar­svæðið við Klepps­vík. 

Að mati starfs­hóps­ins eru jarð­göng eini raun­hæfi mögu­leik­ann fyrir útfærslu Sunda­brautar miðað við gild­andi skipu­lag, stefnu stjórn­valda og fram­tíð­ar­á­form Faxa­flóa­hafna og skipa­fé­lag­anna um hafn­ar­svæð­ið. Sam­kvæmt starfs­hópnum myndu jarð­göng hafa lítil sem engin áhrif á starf­­semi og mög­u­­leika á fram­­tíð­­ar­­þróun Sunda­hafn­­ar. Sam­­kvæmt kostn­að­­ar­út­­­reikn­ingum væru jarð­­göng þó tölu­vert dýr­­ari en aðrar lausnir og myndi að öllum lík­­indum laða að sér minni umferð. 

Mynd:Stjórnarráðið

Af val­kostum um að þvera Klepps­vík telur starfs­hóp­ur­inn aðeins koma til greina að lág­brú verði fyrir val­inu en hvorki botn­­göng né hábrú yfir Klepps­vík voru taldir fýsi­­legir kost­­ir. Sam­kvæmt hópnum væri lág­brú ódýrasta lausnin og sú besta fyrir aðra sam­­göng­u­máta að mati starfs­hóps­ins. Hins vegar þyrfti að end­­ur­­skoða skipu­lag hafn­­ar­­starf­­semi Sunda­hafn­­ar.

Við­ræður við Faxa­flóa­hafnir og skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík næstu skref 

Sig­urður Ingi bendir á í nýrri færslu á Face­book að líkt og kom fram í fréttum í gær þá var máls­grein bætt við í drög að sam­komu­lagi um höf­uð­borgar­pakk­ann um teng­ingu við Sunda­braut.

Hann segir að nokkrir mögu­leikar komi til greina um hvar og hvernig best sé að leggja hana og hvernig megi auð­velda umferð á milli mið­borgar og Graf­ar­vogs, létta á umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og stytta leiðir út á land. 

Að mati Sig­urðar Inga er lág­brú yfir Klepps­vík fýsi­legri kostur en jarð­göng. Bæði er hún ódýr­ari, henti fyrir alla sam­göngu­máta, bílandi, almenn­ings­sam­göng­ur, gan­gangi og hjólandi. „Síð­ari áfangi Sunda­brautar mun síðan ná frá Gufu­nesi um Geld­inga­nes, yfir Leiru­vog, Gunnu­nes, Álfs­nes og Kolla­fjörð að teng­ingu við Vest­ur­lands­veg,“ segir Sig­urð­ar.

Jafn­framt segir að hann að næstu skref snúi að frek­ari við­ræðum við Faxa­flóa­hafnir og skipu­lags­yf­ir­völd í borg­inni.

Í gær kom fram í fréttum í gær þá var bætt við máls­grein í drög að sam­komu­lagi um höf­uð­borgar­pakk­ann um teng­ingu við...

Posted by Sig­urður Ingi Jóhanns­son on Fri­day, Sept­em­ber 20, 2019

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent