Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut

Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ing­i Jó­hanns­son, ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, telur að lág­brú ­fy­ir Klepps­vík sé fýsi­legri kostur en jarð­göng fyrir nýja Sunda­braut. Tveir val­kost­ir eru einkum taldir koma til greina þegar rætt er um hver og hvernig best sé að leggja Sunda­braut en það eru ann­ars vegar lág­brú yfir Klepps­vík yfir á Holta­veg sem kallar á breytt skipu­lag á hafn­ar­starf­semi og hins veg­ar jarð­göng í ­Gufu­nes ­sem mið­ast við núgild­andi skipu­lag. 

Auglýsing

Tveir val­kostir vegna Sunda­brautar

­Starfs­hópur um Sunda­braut á vegum rík­is­ins og Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skil­aði skýrslu til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra í byrjun júlí síð­ast­liðn­um. Nið­ur­staða hóps­ins var að tveir val­kostir voru taldir koma til greina, jarð­göng yfir í Gufu­nes og lág­brú sem þverar hafn­ar­svæðið við Klepps­vík. 

Að mati starfs­hóps­ins eru jarð­göng eini raun­hæfi mögu­leik­ann fyrir útfærslu Sunda­brautar miðað við gild­andi skipu­lag, stefnu stjórn­valda og fram­tíð­ar­á­form Faxa­flóa­hafna og skipa­fé­lag­anna um hafn­ar­svæð­ið. Sam­kvæmt starfs­hópnum myndu jarð­göng hafa lítil sem engin áhrif á starf­­semi og mög­u­­leika á fram­­tíð­­ar­­þróun Sunda­hafn­­ar. Sam­­kvæmt kostn­að­­ar­út­­­reikn­ingum væru jarð­­göng þó tölu­vert dýr­­ari en aðrar lausnir og myndi að öllum lík­­indum laða að sér minni umferð. 

Mynd:Stjórnarráðið

Af val­kostum um að þvera Klepps­vík telur starfs­hóp­ur­inn aðeins koma til greina að lág­brú verði fyrir val­inu en hvorki botn­­göng né hábrú yfir Klepps­vík voru taldir fýsi­­legir kost­­ir. Sam­kvæmt hópnum væri lág­brú ódýrasta lausnin og sú besta fyrir aðra sam­­göng­u­máta að mati starfs­hóps­ins. Hins vegar þyrfti að end­­ur­­skoða skipu­lag hafn­­ar­­starf­­semi Sunda­hafn­­ar.

Við­ræður við Faxa­flóa­hafnir og skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík næstu skref 

Sig­urður Ingi bendir á í nýrri færslu á Face­book að líkt og kom fram í fréttum í gær þá var máls­grein bætt við í drög að sam­komu­lagi um höf­uð­borgar­pakk­ann um teng­ingu við Sunda­braut.

Hann segir að nokkrir mögu­leikar komi til greina um hvar og hvernig best sé að leggja hana og hvernig megi auð­velda umferð á milli mið­borgar og Graf­ar­vogs, létta á umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og stytta leiðir út á land. 

Að mati Sig­urðar Inga er lág­brú yfir Klepps­vík fýsi­legri kostur en jarð­göng. Bæði er hún ódýr­ari, henti fyrir alla sam­göngu­máta, bílandi, almenn­ings­sam­göng­ur, gan­gangi og hjólandi. „Síð­ari áfangi Sunda­brautar mun síðan ná frá Gufu­nesi um Geld­inga­nes, yfir Leiru­vog, Gunnu­nes, Álfs­nes og Kolla­fjörð að teng­ingu við Vest­ur­lands­veg,“ segir Sig­urð­ar.

Jafn­framt segir að hann að næstu skref snúi að frek­ari við­ræðum við Faxa­flóa­hafnir og skipu­lags­yf­ir­völd í borg­inni.

Í gær kom fram í fréttum í gær þá var bætt við máls­grein í drög að sam­komu­lagi um höf­uð­borgar­pakk­ann um teng­ingu við...

Posted by Sig­urður Ingi Jóhanns­son on Fri­day, Sept­em­ber 20, 2019

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent