Hækkun sjávarborðs við strendur Íslands gæti numið einum metra

Sjávarstöðuhækkun í heiminum er meiri en fyrri spár IPCC gerðu ráð fyrir og mun hækkun sjávarborðs halda áfram með örari hætti á næstu árum. Hækkandi sjávarmál er og mun verða djúpstæð áskorun fyrir stjórnvöld og samfélagið allt.

loftslagsmál jökull ís sjávaryfirborð sjór 4080557547_02a819f57e_o.jpg
Auglýsing

Hækkun sjáv­ar­stöðu í heim­inum er meiri en eldri spár IPCC, milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál, gerðu ráð fyr­ir. Sjáv­ar­borð heims­haf­anna fer hækk­andi með hverju ári og mun verða örari með árunum komi ekki til umfangs­mik­illa aðgerða umfram það sem nú er gert. Hækkun sjáv­ar­borðs við Íslands­strendur út 21. öld­ina gæti numið einum metra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu IPCC.

Hlýnun á norð­ur­skauts­svæð­inu tvö­falt hrað­ari

Sér­stök skýrsla IPCC um áhrif lofts­lags­breyt­inga á hafið og freð­hvolfið sem unnin var að beiðni ríkis­stjórna aðild­ar­þjóða Sam­ein­uðu þjóð­anna var birt í dag. Í sam­an­tekt og þýð­ingu Veð­ur­stofu Íslands á skýrsl­unni kemur fram að hlýnun á norð­ur­skauts­svæð­inu hefur verið meira en tvöfalt hrað­ari en að með­al­tali á jörð­inni á síð­ustu tveimur ára­tug­um. 

Þessa miklu hlýnun má að hluta rekja til sam­dráttar hafíss og snjóþekju á sama tíma en í skýrsl­unni kemur fram að sam­an­lögð ár­leg rýrnun hinna stóru jökul­breiða Græn­lands og Suð­ur­skauts­lands­ins fer vax­andi. Massatap þeirra árin 2012 til 2016 var lík­lega meira en á ár­unum 2002 til 2011 og marg­falt á við massatap ár­anna 1992 til 2001. 

Þá hækk­aði sjávarmál að jafn­að­i um 3,6 mm á ári á tíma­bil­inu 2005 til 2015 og er sú hækkun 2,5 sinnum meiri en á ára­bil­inu 1901 til 1990, er hækk­unin mæld­ist að jafn­aði 1,4 mm á ári. Þetta er meira en IPCC mat árið 2013 í þeim sviðs­myndum þar sem mikið hlýnar en ástæða þess er að lík­urnar á hraða rýrn­unar íss á Suð­ur­skauts­land­inu hefur hækkað.

Auglýsing

Enn fremur er spáð í skýrsl­unni að sjávar­stöðu­breyt­ingar munu halda áfram á næstu öldum og gætu orðið nokkrir senti­metrar á ári og skilað margra metra hækkun sjávar­stöðu til lang­frama. 

Í skýrslu vís­inda­nefndar um lofts­lags­breyt­ingar sem kom út árið 2018 kemur fram að haldi for­sendur um álíka mikla bráðnun jökul­breiða Græn­lands og Suð­ur­skauts­lands­ins verður hækkun sjávar við Ís­lands­strendur innan við helm­ingur hnatt­rænni með­al­hækk­un. Land­sig og land­ris munu einnig hafa áhrif. Að teknu til­liti til óvissu getur hækkun hér við land út 21. öld­ina nálg­ast einn metra þar sem hún verður mest.

Hafið tekur upp 20 til 30 pró­sent af kolefn­islosun

Í skýrslu IPCC kemur fram að vist­kerfi í sjónum sé undir álagi vegna hækk­andi sjáv­ar­stöðu en einnig vegna hlýn­unar sjávar, auk­inna sjávar­hita­bylgna, súrn­unar sjávar og minnk­andi sem og óhag­stæðra áhrifa frá marg­vís­legri starf­semi manns­ins á sjó og á landi.

Hafið hefur tekið upp 20 til 30 pró­sent af því kolefni sem losað hefur verið síðan á 9. ára­tugi síð­ustu aldar og við það hefur sjór­inn súrn­að. Á þessu tíma­bili hefur sýru­stig yfir­borðs­sjávar út­haf­anna lækkað um 0.17 til 0.27 pH gildi á hverjum ára­tug. Vegna þessa er súrn­unin nú þegar meiri en vænta má vegna nátt­úru­legs breyti­leika, að því er fram kemur í skýrsl­unni.

Breyt­ing­arnar þegar byrj­aðar að hafa áhrif á sam­félög manna á norð­urslóð­um 

Áhrif loft­lags­breyt­inga á vist­kerfi norð­urslóða gætir nú þegar sam­kvæmt nið­ur­stöðum skýrsl­unn­ar. Þar á meðal hafa breyt­ingar af völdum hlýn­unar orðið á út­breiðslu og stofn­stærðum fiski­stofna. Sú breyt­ing hefur þegar haft áhrif á stjórnun veiða úr mik­il­vægum stofnum og á efna­hags­legan ávinn­ing veið­anna. 

Mynd:FlickrAuk þess hefur dregið hefur úr fram­leiðni í land­bún­aði á sumum svæðum þar sem leys­ing­ar­vatn hefur minnk­að, sér­stak­lega þar sem annað álag af völdum lofts­lags­breyt­inga eða félags­legra þátta hefur auk­ist. Í skýrsl­unni eru nefnd vest­an­verð Band­aríki Norð­ur­-A­mer­íku og háfjalla­svæði í Asíu og svæði nærri mið­baug jarðar í And­es­fjöllum sem dæmi um þetta.

Með auk­inni hlýnun haf­svæða á þess­ari öld mun til­færsla í út­breiðslu teg­unda í átt til pól­svæða aukast til muna sem mun hafa áhrif á upp­bygg­ingu vist­kerfa og fram­leiðni lífrík­is­ins. Jafn­framt er gert ráð fyrir að breyt­ing­arnar dragi úr líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika þegar fram í sækir og að teg­undir deyi út á líf­fræði­lega ein­stökum svæð­u­m.  

Þá mun­u breyt­inga einnig gæta í rennsli vatns­falla og á háfjalla­svæðum muni fjalla­hlíðar verða óstöðugri vegna hör­f­unar jökla og þiðn­unar sífrera. Jað­ar­lón framan við jökla munu stækka og slíkum lónum mun fjölga. Sam­kvæmt skýrsl­unni má í kjöl­farið vænta fleiri nátt­úru­ham­fara, þar á meðal afkasta­flóða, flóð í ám, aukin áhætta vegna sjáv­ar­flóða á lág­væðum og skriðu­föll. Þá er talið senni­legt að snjó­flóðum fækki og að þau muni ekki ná jafn­langt frá fjalls­hlíð og áður. Aftur á móti muni krapa­flóðum og votum snjó­flóðum fjölga, jafn­vel að vetri til. 

Í skýrsl­unni segir að þessar breyt­ingar á nátt­ur­unni muni hafa áhrif á inn­viði sam­fé­laga, mat­væla­ör­yggi, ferða­mennsku, aðstæður til úti­vistar og skil­yrði til bú­setu á norð­ur­skauts­svæð­inu. Tek­ið er hins vegar fram í skýrsl­unni að afleið­ing­arnar komi fram með mis­mun­andi hætti fyrir mis­mun­andi sam­fé­lög og þjóð­fé­lags­hópa. 

Hækk­andi sjáv­ar­mál djúp­stæð áskorun

Nið­ur­stöður þess­arar skýrslu eru í sam­ræmi við nið­ur­stöður skýrslu IPCC um leiðir til að halda hlýnun undir 1.5 gráðum og skýrslu milli­ríkja­nefndar um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika og vist­kerfi. Í skýrsl­unni er ítrekað að metn­að­ar­fullar og sam­hæfðar aðgerðir séu nauð­syn­legar til að draga úr lofts­lags­breyt­ingum og afleið­ingum þeirra á hafið og freð­hvolfið og á líf sem þeim er háð. 

Í skýrsl­unni er tekið fram að ýmsir mögu­leikar séu til­tækir til þess að varð­veita þau vist­kerfi sem tengj­ast hafi og freð­hvolfi og tryggja að virkni þeirra rask­ist ekki. Þar á meðal sé vernd­un, end­ur­heimt og vist­fræði­leg stýr­ing end­ur­nýj­an­legra nátt­úru­auð­linda. Auk þess þurfi að draga úr mengun og álag­i. 

Þá þurfi aðgerðir stjórn­valda jafn­framt að ­tryggja sjálf­bæra þróun sam­félaga og gera þau í stakk búin til að aðlag­ast afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga. Þar á meðal þá djúp­stæðu áskorun sem stranda­sam­fé­lög standa frammi fyrir vegna hækk­andi sjáv­ar­stöðu og aftaka­flóða af hennar völd­um.

Skýrslu­höf­undar leggja áherslu á að stjórn­völd mennti fólk um áhrif manna á lofts­lagið og áhrifum lofts­lags á sam­félög. Auk þess þurfi að setja fjár­muni í eft­ir­lit og í aðlögun sam­fé­laga fyrir það sem koma skal. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent