Hækkun sjávarborðs við strendur Íslands gæti numið einum metra

Sjávarstöðuhækkun í heiminum er meiri en fyrri spár IPCC gerðu ráð fyrir og mun hækkun sjávarborðs halda áfram með örari hætti á næstu árum. Hækkandi sjávarmál er og mun verða djúpstæð áskorun fyrir stjórnvöld og samfélagið allt.

loftslagsmál jökull ís sjávaryfirborð sjór 4080557547_02a819f57e_o.jpg
Auglýsing

Hækkun sjáv­ar­stöðu í heim­inum er meiri en eldri spár IPCC, milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál, gerðu ráð fyr­ir. Sjáv­ar­borð heims­haf­anna fer hækk­andi með hverju ári og mun verða örari með árunum komi ekki til umfangs­mik­illa aðgerða umfram það sem nú er gert. Hækkun sjáv­ar­borðs við Íslands­strendur út 21. öld­ina gæti numið einum metra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu IPCC.

Hlýnun á norð­ur­skauts­svæð­inu tvö­falt hrað­ari

Sér­stök skýrsla IPCC um áhrif lofts­lags­breyt­inga á hafið og freð­hvolfið sem unnin var að beiðni ríkis­stjórna aðild­ar­þjóða Sam­ein­uðu þjóð­anna var birt í dag. Í sam­an­tekt og þýð­ingu Veð­ur­stofu Íslands á skýrsl­unni kemur fram að hlýnun á norð­ur­skauts­svæð­inu hefur verið meira en tvöfalt hrað­ari en að með­al­tali á jörð­inni á síð­ustu tveimur ára­tug­um. 

Þessa miklu hlýnun má að hluta rekja til sam­dráttar hafíss og snjóþekju á sama tíma en í skýrsl­unni kemur fram að sam­an­lögð ár­leg rýrnun hinna stóru jökul­breiða Græn­lands og Suð­ur­skauts­lands­ins fer vax­andi. Massatap þeirra árin 2012 til 2016 var lík­lega meira en á ár­unum 2002 til 2011 og marg­falt á við massatap ár­anna 1992 til 2001. 

Þá hækk­aði sjávarmál að jafn­að­i um 3,6 mm á ári á tíma­bil­inu 2005 til 2015 og er sú hækkun 2,5 sinnum meiri en á ára­bil­inu 1901 til 1990, er hækk­unin mæld­ist að jafn­aði 1,4 mm á ári. Þetta er meira en IPCC mat árið 2013 í þeim sviðs­myndum þar sem mikið hlýnar en ástæða þess er að lík­urnar á hraða rýrn­unar íss á Suð­ur­skauts­land­inu hefur hækkað.

Auglýsing

Enn fremur er spáð í skýrsl­unni að sjávar­stöðu­breyt­ingar munu halda áfram á næstu öldum og gætu orðið nokkrir senti­metrar á ári og skilað margra metra hækkun sjávar­stöðu til lang­frama. 

Í skýrslu vís­inda­nefndar um lofts­lags­breyt­ingar sem kom út árið 2018 kemur fram að haldi for­sendur um álíka mikla bráðnun jökul­breiða Græn­lands og Suð­ur­skauts­lands­ins verður hækkun sjávar við Ís­lands­strendur innan við helm­ingur hnatt­rænni með­al­hækk­un. Land­sig og land­ris munu einnig hafa áhrif. Að teknu til­liti til óvissu getur hækkun hér við land út 21. öld­ina nálg­ast einn metra þar sem hún verður mest.

Hafið tekur upp 20 til 30 pró­sent af kolefn­islosun

Í skýrslu IPCC kemur fram að vist­kerfi í sjónum sé undir álagi vegna hækk­andi sjáv­ar­stöðu en einnig vegna hlýn­unar sjávar, auk­inna sjávar­hita­bylgna, súrn­unar sjávar og minnk­andi sem og óhag­stæðra áhrifa frá marg­vís­legri starf­semi manns­ins á sjó og á landi.

Hafið hefur tekið upp 20 til 30 pró­sent af því kolefni sem losað hefur verið síðan á 9. ára­tugi síð­ustu aldar og við það hefur sjór­inn súrn­að. Á þessu tíma­bili hefur sýru­stig yfir­borðs­sjávar út­haf­anna lækkað um 0.17 til 0.27 pH gildi á hverjum ára­tug. Vegna þessa er súrn­unin nú þegar meiri en vænta má vegna nátt­úru­legs breyti­leika, að því er fram kemur í skýrsl­unni.

Breyt­ing­arnar þegar byrj­aðar að hafa áhrif á sam­félög manna á norð­urslóð­um 

Áhrif loft­lags­breyt­inga á vist­kerfi norð­urslóða gætir nú þegar sam­kvæmt nið­ur­stöðum skýrsl­unn­ar. Þar á meðal hafa breyt­ingar af völdum hlýn­unar orðið á út­breiðslu og stofn­stærðum fiski­stofna. Sú breyt­ing hefur þegar haft áhrif á stjórnun veiða úr mik­il­vægum stofnum og á efna­hags­legan ávinn­ing veið­anna. 

Mynd:FlickrAuk þess hefur dregið hefur úr fram­leiðni í land­bún­aði á sumum svæðum þar sem leys­ing­ar­vatn hefur minnk­að, sér­stak­lega þar sem annað álag af völdum lofts­lags­breyt­inga eða félags­legra þátta hefur auk­ist. Í skýrsl­unni eru nefnd vest­an­verð Band­aríki Norð­ur­-A­mer­íku og háfjalla­svæði í Asíu og svæði nærri mið­baug jarðar í And­es­fjöllum sem dæmi um þetta.

Með auk­inni hlýnun haf­svæða á þess­ari öld mun til­færsla í út­breiðslu teg­unda í átt til pól­svæða aukast til muna sem mun hafa áhrif á upp­bygg­ingu vist­kerfa og fram­leiðni lífrík­is­ins. Jafn­framt er gert ráð fyrir að breyt­ing­arnar dragi úr líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika þegar fram í sækir og að teg­undir deyi út á líf­fræði­lega ein­stökum svæð­u­m.  

Þá mun­u breyt­inga einnig gæta í rennsli vatns­falla og á háfjalla­svæðum muni fjalla­hlíðar verða óstöðugri vegna hör­f­unar jökla og þiðn­unar sífrera. Jað­ar­lón framan við jökla munu stækka og slíkum lónum mun fjölga. Sam­kvæmt skýrsl­unni má í kjöl­farið vænta fleiri nátt­úru­ham­fara, þar á meðal afkasta­flóða, flóð í ám, aukin áhætta vegna sjáv­ar­flóða á lág­væðum og skriðu­föll. Þá er talið senni­legt að snjó­flóðum fækki og að þau muni ekki ná jafn­langt frá fjalls­hlíð og áður. Aftur á móti muni krapa­flóðum og votum snjó­flóðum fjölga, jafn­vel að vetri til. 

Í skýrsl­unni segir að þessar breyt­ingar á nátt­ur­unni muni hafa áhrif á inn­viði sam­fé­laga, mat­væla­ör­yggi, ferða­mennsku, aðstæður til úti­vistar og skil­yrði til bú­setu á norð­ur­skauts­svæð­inu. Tek­ið er hins vegar fram í skýrsl­unni að afleið­ing­arnar komi fram með mis­mun­andi hætti fyrir mis­mun­andi sam­fé­lög og þjóð­fé­lags­hópa. 

Hækk­andi sjáv­ar­mál djúp­stæð áskorun

Nið­ur­stöður þess­arar skýrslu eru í sam­ræmi við nið­ur­stöður skýrslu IPCC um leiðir til að halda hlýnun undir 1.5 gráðum og skýrslu milli­ríkja­nefndar um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika og vist­kerfi. Í skýrsl­unni er ítrekað að metn­að­ar­fullar og sam­hæfðar aðgerðir séu nauð­syn­legar til að draga úr lofts­lags­breyt­ingum og afleið­ingum þeirra á hafið og freð­hvolfið og á líf sem þeim er háð. 

Í skýrsl­unni er tekið fram að ýmsir mögu­leikar séu til­tækir til þess að varð­veita þau vist­kerfi sem tengj­ast hafi og freð­hvolfi og tryggja að virkni þeirra rask­ist ekki. Þar á meðal sé vernd­un, end­ur­heimt og vist­fræði­leg stýr­ing end­ur­nýj­an­legra nátt­úru­auð­linda. Auk þess þurfi að draga úr mengun og álag­i. 

Þá þurfi aðgerðir stjórn­valda jafn­framt að ­tryggja sjálf­bæra þróun sam­félaga og gera þau í stakk búin til að aðlag­ast afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga. Þar á meðal þá djúp­stæðu áskorun sem stranda­sam­fé­lög standa frammi fyrir vegna hækk­andi sjáv­ar­stöðu og aftaka­flóða af hennar völd­um.

Skýrslu­höf­undar leggja áherslu á að stjórn­völd mennti fólk um áhrif manna á lofts­lagið og áhrifum lofts­lags á sam­félög. Auk þess þurfi að setja fjár­muni í eft­ir­lit og í aðlögun sam­fé­laga fyrir það sem koma skal. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent