Ívilnanir til nýfjárfestinga verði metnar út frá loftslagsáhrifum

Vegna athugasemda frá ESA og Ríkisendurskoðun hefur nýsköpunarráðherra lagt fram nýtt frumvarp um breytingar á lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga. Í frumvarpinu er ráðherra gert heimilt að tengja veitingu ívilnana við umhverfisstefnu stjórnvalda.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ­ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköpun­arráð­herra, hefur lagt fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um í­viln­an­ir til nýfjár­fest­inga á Ísland­i. Á meðal breyt­inga er að úti­lokað er að veita í­viln­an­ir til starf­semi í stál-, kola-, skipa­smíða-, gervi­trefja- og flutn­ings­geir­an­um. Auk þess er  ráð­herra veittar frek­ari heim­ildir til tengja veit­ing­u í­vilna við ákveðnar stefnur stjórn­valda þar á meðal umhverf­is­stefnu í frum­varp­inu.

Frum­varpið til­komið vegna athuga­semda frá ESA og Rík­is­end­ur­skoðun

Frum­varp Þór­dísar Kol­brúnar kveður á um breyt­ingu á lögum um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á Íslandi en mark­mið lag­anna er að efla nýfjár­fest­ingu í atvinnu­rekstri, sam­keppn­is­hæfni Íslands og byggða­þróun með því að til­greina hvaða íviln­anir heim­ilt er að veita vegna nýfjár­fest­inga hér á landi og hvernig þeim skuli beitt.

Frum­varpið eru til­komið meðal ann­ar­s ­vegna athug­semda frá Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) og Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Í mars 2018 gerði ESA athuga­semdir við nú­gild­andi lög um nýfjár­fest­ingar en sam­kvæmt ESA eru þau ekki í fullu sam­ræmi við reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins um almenna hópund­an­þágu.

Þá hefur Rík­is­end­ur­skoðun greint frá því að bæta þarf verk­lag og auka kröfur við gerð íviln­un­­ar­­samn­inga um nýfjár­­­fest­ing­ar hjá stjórn­völd­um. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins er fjallað um nið­ur­stöður stjórn­sýslu­útt­tekar Rík­is­end­ur­skoð­urnar á aðkomu og eft­ir­lit stjórn­valda með­ ­upp­bygg­ingu og rekstri kísil­vers Sam­ein­aðs Síli­kons sem birt var í maí 2018.

Í skýrsl­unni er alls sjö ábend­ingum beint til stjórn­valda. Þar á meðal að mik­il­vægt sé að vanda und­ir­bún­ing, gerð og eft­ir­fylgni samn­inga um íviln­an­ir. Atvinnu­vega- og nýsköp­un­aráðu­neytið þurfi að bæta eft­ir­fylgni og eft­ir­lit með fram­kvæmd slíkra samn­inga og veita hand­höfum íviln­ana nauð­syn­legt aðhald.

Auglýsing

Jafn­framt telur Rík­is­end­ur­skoðun að tryggja þurfi að óháðir aðilar kanni til hlítar hvort skil­yrði séu upp­fyllt og meti sjálf­stætt þau gögn og þær áætl­anir sem umsækj­endur leggja fram. Að lokum bendir Ríkisend­ur­skoðun á að ráðu­neytið þurfi að kanna hvort kveða megi skýrar á um skyldur þeirra aðila sem fá íviln­anir með samn­ingum og hvort hags­muna rík­is­ins sé betur gætt þannig. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að eftir að farið var yfir athuga­semdir ESA og Ríkisend­ur­skoð­unar var nið­ur­staðan sú að aðrir val­kostir en breyt­ing á lögum um íviln­an­ir.  

Nú fá stór­fyr­ir­tæki aðeins veitt aðstoð ef það er í þágu nýrrar atvinnu­starf­semi

Í nýja frum­vapr­inu er meðal ann­ars bætt við upp­taln­ing­u á þeirri starf­semi sem úti­lokað er að veit­ing íviln­anir nái til, það er starf­semi í stál-, kola-, skipa­smíða-, ­gervitrefja-, og flutn­ings­geir­un­um.

Auk þess er bætt við skil­yrði sem stór fyr­ir­tæki þurfi að upp­fylla. Eft­ir breyt­ing­una þá er aðstoð til stórra fyr­ir­tækja ein­ungis veitt vegna nýfjár­fest­ingar í þágu nýrr­ar at­vinnu­starf­semi í við­kom­andi lands­hluta. Ný atvinnu­starf­semi á við um starf­semi sem er ekki í lands­hlut­an­um. 

Jafn­framt er bætt við skil­yrði um við mat á því hvort veita eig­i ívilnun skal gætt að við­kom­andi nýfjár­fest­ing­ar­verk­efni sé í sam­ræmi við áherslur í ­þingá­lyktun um stefnu stjórn­valda um nýfjár­fest­ingar sem sam­þykkt var 2016.

Veitt heim­ild til að tengja ívil­anir við stefnu stjórn­valda á hverjum tíma 

Enn­fremur er reglu­gerð­ar­heim­ild ráð­herra rýmkuð í frum­varp­inuog honum veittar frek­ari heim­ildir til að tengja veit­ingu íviln­ana við ákveðnar stefnur stjórn­valda á hverjum tíma. Til að mynda væri þá hægt að tengja veit­ingu íviln­ana við nýsköpun­ar­stefnu stjórn­valda, byggða­stefnu og umhverf­is­stefnu.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þann 14. mars 2019.. Á myndina vantar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Mynd. Bára Huld Beck.Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að stjórn­völd stefni að því að allar stærri áætl­anir rík­is­ins verði metnar út frá lofts­lags­mark­mið­um. „Stjórn­völd leggja áherslu á þátt­t­öku allra geira sam­félags­ins og almenn­ings í að draga úr los­ung­róð­ur­húsa­loft­teg­unda og styðja við nýsköpun,“ segir í grein­ar­geð­r­inni.

Því gætu íviln­anir til nýfjár­fest­inga byggst á því að verk­efnin hafi verið metin út frá ­lofts­lagsáhrifum og alþjóð­legum skuld­bind­ingum Ís­lands um sam­drátt í gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent