Ívilnanir til nýfjárfestinga verði metnar út frá loftslagsáhrifum

Vegna athugasemda frá ESA og Ríkisendurskoðun hefur nýsköpunarráðherra lagt fram nýtt frumvarp um breytingar á lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga. Í frumvarpinu er ráðherra gert heimilt að tengja veitingu ívilnana við umhverfisstefnu stjórnvalda.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ­ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköpun­arráð­herra, hefur lagt fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um í­viln­an­ir til nýfjár­fest­inga á Ísland­i. Á meðal breyt­inga er að úti­lokað er að veita í­viln­an­ir til starf­semi í stál-, kola-, skipa­smíða-, gervi­trefja- og flutn­ings­geir­an­um. Auk þess er  ráð­herra veittar frek­ari heim­ildir til tengja veit­ing­u í­vilna við ákveðnar stefnur stjórn­valda þar á meðal umhverf­is­stefnu í frum­varp­inu.

Frum­varpið til­komið vegna athuga­semda frá ESA og Rík­is­end­ur­skoðun

Frum­varp Þór­dísar Kol­brúnar kveður á um breyt­ingu á lögum um íviln­anir til nýfjár­fest­inga á Íslandi en mark­mið lag­anna er að efla nýfjár­fest­ingu í atvinnu­rekstri, sam­keppn­is­hæfni Íslands og byggða­þróun með því að til­greina hvaða íviln­anir heim­ilt er að veita vegna nýfjár­fest­inga hér á landi og hvernig þeim skuli beitt.

Frum­varpið eru til­komið meðal ann­ar­s ­vegna athug­semda frá Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) og Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Í mars 2018 gerði ESA athuga­semdir við nú­gild­andi lög um nýfjár­fest­ingar en sam­kvæmt ESA eru þau ekki í fullu sam­ræmi við reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins um almenna hópund­an­þágu.

Þá hefur Rík­is­end­ur­skoðun greint frá því að bæta þarf verk­lag og auka kröfur við gerð íviln­un­­ar­­samn­inga um nýfjár­­­fest­ing­ar hjá stjórn­völd­um. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins er fjallað um nið­ur­stöður stjórn­sýslu­útt­tekar Rík­is­end­ur­skoð­urnar á aðkomu og eft­ir­lit stjórn­valda með­ ­upp­bygg­ingu og rekstri kísil­vers Sam­ein­aðs Síli­kons sem birt var í maí 2018.

Í skýrsl­unni er alls sjö ábend­ingum beint til stjórn­valda. Þar á meðal að mik­il­vægt sé að vanda und­ir­bún­ing, gerð og eft­ir­fylgni samn­inga um íviln­an­ir. Atvinnu­vega- og nýsköp­un­aráðu­neytið þurfi að bæta eft­ir­fylgni og eft­ir­lit með fram­kvæmd slíkra samn­inga og veita hand­höfum íviln­ana nauð­syn­legt aðhald.

Auglýsing

Jafn­framt telur Rík­is­end­ur­skoðun að tryggja þurfi að óháðir aðilar kanni til hlítar hvort skil­yrði séu upp­fyllt og meti sjálf­stætt þau gögn og þær áætl­anir sem umsækj­endur leggja fram. Að lokum bendir Ríkisend­ur­skoðun á að ráðu­neytið þurfi að kanna hvort kveða megi skýrar á um skyldur þeirra aðila sem fá íviln­anir með samn­ingum og hvort hags­muna rík­is­ins sé betur gætt þannig. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að eftir að farið var yfir athuga­semdir ESA og Ríkisend­ur­skoð­unar var nið­ur­staðan sú að aðrir val­kostir en breyt­ing á lögum um íviln­an­ir.  

Nú fá stór­fyr­ir­tæki aðeins veitt aðstoð ef það er í þágu nýrrar atvinnu­starf­semi

Í nýja frum­vapr­inu er meðal ann­ars bætt við upp­taln­ing­u á þeirri starf­semi sem úti­lokað er að veit­ing íviln­anir nái til, það er starf­semi í stál-, kola-, skipa­smíða-, ­gervitrefja-, og flutn­ings­geir­un­um.

Auk þess er bætt við skil­yrði sem stór fyr­ir­tæki þurfi að upp­fylla. Eft­ir breyt­ing­una þá er aðstoð til stórra fyr­ir­tækja ein­ungis veitt vegna nýfjár­fest­ingar í þágu nýrr­ar at­vinnu­starf­semi í við­kom­andi lands­hluta. Ný atvinnu­starf­semi á við um starf­semi sem er ekki í lands­hlut­an­um. 

Jafn­framt er bætt við skil­yrði um við mat á því hvort veita eig­i ívilnun skal gætt að við­kom­andi nýfjár­fest­ing­ar­verk­efni sé í sam­ræmi við áherslur í ­þingá­lyktun um stefnu stjórn­valda um nýfjár­fest­ingar sem sam­þykkt var 2016.

Veitt heim­ild til að tengja ívil­anir við stefnu stjórn­valda á hverjum tíma 

Enn­fremur er reglu­gerð­ar­heim­ild ráð­herra rýmkuð í frum­varp­inuog honum veittar frek­ari heim­ildir til að tengja veit­ingu íviln­ana við ákveðnar stefnur stjórn­valda á hverjum tíma. Til að mynda væri þá hægt að tengja veit­ingu íviln­ana við nýsköpun­ar­stefnu stjórn­valda, byggða­stefnu og umhverf­is­stefnu.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þann 14. mars 2019.. Á myndina vantar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Mynd. Bára Huld Beck.Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að stjórn­völd stefni að því að allar stærri áætl­anir rík­is­ins verði metnar út frá lofts­lags­mark­mið­um. „Stjórn­völd leggja áherslu á þátt­t­öku allra geira sam­félags­ins og almenn­ings í að draga úr los­ung­róð­ur­húsa­loft­teg­unda og styðja við nýsköpun,“ segir í grein­ar­geð­r­inni.

Því gætu íviln­anir til nýfjár­fest­inga byggst á því að verk­efnin hafi verið metin út frá ­lofts­lagsáhrifum og alþjóð­legum skuld­bind­ingum Ís­lands um sam­drátt í gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent