Margháttað samráð við almenning við endurskoðun stjórnarskrárinnar

Forsætisráðherra kynnti í dag fyrirhugað samráð við almenning við endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar á meðal er rökræðukönnun í nóvember og umræðuvefur þar sem almenningi gefst kostur á að koma á framfæri eigin hugmyndum um stjórnarskrárbreytingar.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Alls telja um 90 pró­sent Íslend­inga að mikil þörf sé á að stjórn­ar­skráin fjalli um nátt­úru­auð­lind­ir. Þá ­segjast um 27 pró­sent vera óánægð með núgild­andi stjórn­ar­skrá en um 37 pró­sent ánægð með hana. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nið­ur­stöðum ítar­legrar könn­unar félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands um við­horf almenn­ings til stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Könn­unin er hluti af sam­ráði stjórn­valda við al­menn­ing um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kynnti í dag á blaða­manna­fundi fyrir hönd for­manna þing­flokk­anna.

Þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lindum tekin fyrir á þessu tíma­bili

Allir flokkar sem full­trúa eiga á Alþingi vinna nú saman að því að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að rík­is­stjórnin vilji halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í þverpóli­tísku sam­starfi með aðkomu þjóð­ar­innar og nýta meðal ann­ars til þess aðferðir almenn­ings­sam­ráðs. 

Á tíma­bil­inu 2018 til 2021 taka for­menn flokk­ana fyrir þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lind­um, umhverf­is- og nátt­úru­vernd, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur að frum­kvæði hluta kjós­enda eða minni­hluta þings, fram­sal vald­heim­ilda í þágu alþjóða­sam­vinnu, kafla stjórn­ar­skrár­innar um for­seta lýð­veld­is­ins og með­ferð fram­kvæmd­ar­valds og loks ákvæði um hvernig stjórn­ar­skránni verði breytt.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra kynnti í dag fyr­ir­hug­að ­sam­ráð stjórn­valda við almenn­ing við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þar á meðal kynnti hún nið­ur­stöður skoð­ana­könn­unar, sem fram­kvæmd var í sum­ar, þar sem könnuð var afstaða ­kosn­inga­bærra Íslend­inga til mál­efna sem varða stjórn­ar­skrána og fram­tíð lýð­ræðis á Íslandi.

Í nið­ur­stöð­u­m könn­un­ar­innar kemur meðal ann­ars fram að 37 pró­sent svar­enda segj­ast ver­a á­nægð ­með­ nú­gild­andi stjórn­ar­skrá Íslands, 36 pró­sent svara hvorki né og 27 pró­sent segj­ast vera frekar eða mjög óánægð með stjórn­ar­skránna. 

Mynd: Háskóli Íslands

Þá telur mik­ill meiri­hluti svar­enda að mikil eða frekar mikil þörf sé á að ákvæði um dóm­stóla í stjórn­ar­skránni séu end­ur­skoð­uð. ­Jafn­framt telja 90 pró­sent svar­enda í könn­un­inni að mikil þörf sé á að ákvæði um ­nátt­úru­auð­lind­ir og umhverf­is­mál sé í stjórn­ar­skrá. 

Rök­ræðukönnun í nóv­em­ber 

Í fram­haldi af ­skoð­ana­könnun á við­horfum almenn­ings til stjórn­ar­skrár­innar verður haldin tveggja daga rök­ræðukönnun þann 9. og 10. nóv­em­ber næst­kom­andi þar sem 300 manns hvaðanæva af land­inu verður boðið að taka þátt

Þátt­tak­endur á umræðu­fund­inum verða valdir úr hópi þeirra sem tóku skoð­ana­könn­un­ina. Á fund­inum verður sér­stak­lega rætt um lýð­ræði á Íslandi, þar með talið kosn­inga­kerfi, kjör­dæmi og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur og kannað verður hvort að við­horf þátt­tak­enda breyt­ist við nán­ari kynn­ingu á mál­inu og umræð­ur.

Þá hefur Háskóli Íslands hefur hleypt af stað umræðu­vef í sam­starfi við Betra Ísland þar sem almenn­ingi gefst kostur á að koma á fram­færi eigin hug­myndum um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar og afla þeim stuðn­ings. Loks verður sam­ráðs­gátt stjórn­valda nýtt áfram til að sam­ráðs um frum­varps­drög sem koma frá for­manna­hópn­um.

For­sæt­is­ráð­herra bindur miklar vonir við sam­ráðið

Frá blaðamannafundi um samráðið. Mynd: Bára Huld Beck.„Við höfum í dag kynnt marg­háttað fyr­ir­hugað sam­ráð við almenn­ing við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar líkt og fyr­ir­heit voru gefin um þegar þessi vinna hófst. Þar á meðal er fyr­ir­huguð rök­ræðukönnun í nóv­em­ber,“ sagði Katrín þegar hún kynnti sam­ráðið fyrr í dag. 

Hún sagð­ist jafn­framt binda miklar vonir við að þessi vand­aði og nýstár­legri und­ir­bún­ingur eig­i eftir að geta af sér góðar til­lögur um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá en veiti stjórn­völdum einnig mark­verða reynslu við að virkja almenn­ing til þátt­töku í opin­berri stefnu­mótun í nútíma­sam­fé­lagi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent