Margháttað samráð við almenning við endurskoðun stjórnarskrárinnar

Forsætisráðherra kynnti í dag fyrirhugað samráð við almenning við endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar á meðal er rökræðukönnun í nóvember og umræðuvefur þar sem almenningi gefst kostur á að koma á framfæri eigin hugmyndum um stjórnarskrárbreytingar.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Alls telja um 90 pró­sent Íslend­inga að mikil þörf sé á að stjórn­ar­skráin fjalli um nátt­úru­auð­lind­ir. Þá ­segjast um 27 pró­sent vera óánægð með núgild­andi stjórn­ar­skrá en um 37 pró­sent ánægð með hana. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nið­ur­stöðum ítar­legrar könn­unar félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands um við­horf almenn­ings til stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Könn­unin er hluti af sam­ráði stjórn­valda við al­menn­ing um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kynnti í dag á blaða­manna­fundi fyrir hönd for­manna þing­flokk­anna.

Þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lindum tekin fyrir á þessu tíma­bili

Allir flokkar sem full­trúa eiga á Alþingi vinna nú saman að því að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að rík­is­stjórnin vilji halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í þverpóli­tísku sam­starfi með aðkomu þjóð­ar­innar og nýta meðal ann­ars til þess aðferðir almenn­ings­sam­ráðs. 

Á tíma­bil­inu 2018 til 2021 taka for­menn flokk­ana fyrir þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lind­um, umhverf­is- og nátt­úru­vernd, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur að frum­kvæði hluta kjós­enda eða minni­hluta þings, fram­sal vald­heim­ilda í þágu alþjóða­sam­vinnu, kafla stjórn­ar­skrár­innar um for­seta lýð­veld­is­ins og með­ferð fram­kvæmd­ar­valds og loks ákvæði um hvernig stjórn­ar­skránni verði breytt.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra kynnti í dag fyr­ir­hug­að ­sam­ráð stjórn­valda við almenn­ing við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þar á meðal kynnti hún nið­ur­stöður skoð­ana­könn­unar, sem fram­kvæmd var í sum­ar, þar sem könnuð var afstaða ­kosn­inga­bærra Íslend­inga til mál­efna sem varða stjórn­ar­skrána og fram­tíð lýð­ræðis á Íslandi.

Í nið­ur­stöð­u­m könn­un­ar­innar kemur meðal ann­ars fram að 37 pró­sent svar­enda segj­ast ver­a á­nægð ­með­ nú­gild­andi stjórn­ar­skrá Íslands, 36 pró­sent svara hvorki né og 27 pró­sent segj­ast vera frekar eða mjög óánægð með stjórn­ar­skránna. 

Mynd: Háskóli Íslands

Þá telur mik­ill meiri­hluti svar­enda að mikil eða frekar mikil þörf sé á að ákvæði um dóm­stóla í stjórn­ar­skránni séu end­ur­skoð­uð. ­Jafn­framt telja 90 pró­sent svar­enda í könn­un­inni að mikil þörf sé á að ákvæði um ­nátt­úru­auð­lind­ir og umhverf­is­mál sé í stjórn­ar­skrá. 

Rök­ræðukönnun í nóv­em­ber 

Í fram­haldi af ­skoð­ana­könnun á við­horfum almenn­ings til stjórn­ar­skrár­innar verður haldin tveggja daga rök­ræðukönnun þann 9. og 10. nóv­em­ber næst­kom­andi þar sem 300 manns hvaðanæva af land­inu verður boðið að taka þátt

Þátt­tak­endur á umræðu­fund­inum verða valdir úr hópi þeirra sem tóku skoð­ana­könn­un­ina. Á fund­inum verður sér­stak­lega rætt um lýð­ræði á Íslandi, þar með talið kosn­inga­kerfi, kjör­dæmi og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur og kannað verður hvort að við­horf þátt­tak­enda breyt­ist við nán­ari kynn­ingu á mál­inu og umræð­ur.

Þá hefur Háskóli Íslands hefur hleypt af stað umræðu­vef í sam­starfi við Betra Ísland þar sem almenn­ingi gefst kostur á að koma á fram­færi eigin hug­myndum um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar og afla þeim stuðn­ings. Loks verður sam­ráðs­gátt stjórn­valda nýtt áfram til að sam­ráðs um frum­varps­drög sem koma frá for­manna­hópn­um.

For­sæt­is­ráð­herra bindur miklar vonir við sam­ráðið

Frá blaðamannafundi um samráðið. Mynd: Bára Huld Beck.„Við höfum í dag kynnt marg­háttað fyr­ir­hugað sam­ráð við almenn­ing við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar líkt og fyr­ir­heit voru gefin um þegar þessi vinna hófst. Þar á meðal er fyr­ir­huguð rök­ræðukönnun í nóv­em­ber,“ sagði Katrín þegar hún kynnti sam­ráðið fyrr í dag. 

Hún sagð­ist jafn­framt binda miklar vonir við að þessi vand­aði og nýstár­legri und­ir­bún­ingur eig­i eftir að geta af sér góðar til­lögur um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá en veiti stjórn­völdum einnig mark­verða reynslu við að virkja almenn­ing til þátt­töku í opin­berri stefnu­mótun í nútíma­sam­fé­lagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent