Margháttað samráð við almenning við endurskoðun stjórnarskrárinnar

Forsætisráðherra kynnti í dag fyrirhugað samráð við almenning við endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar á meðal er rökræðukönnun í nóvember og umræðuvefur þar sem almenningi gefst kostur á að koma á framfæri eigin hugmyndum um stjórnarskrárbreytingar.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Alls telja um 90 pró­sent Íslend­inga að mikil þörf sé á að stjórn­ar­skráin fjalli um nátt­úru­auð­lind­ir. Þá ­segjast um 27 pró­sent vera óánægð með núgild­andi stjórn­ar­skrá en um 37 pró­sent ánægð með hana. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nið­ur­stöðum ítar­legrar könn­unar félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands um við­horf almenn­ings til stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Könn­unin er hluti af sam­ráði stjórn­valda við al­menn­ing um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kynnti í dag á blaða­manna­fundi fyrir hönd for­manna þing­flokk­anna.

Þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lindum tekin fyrir á þessu tíma­bili

Allir flokkar sem full­trúa eiga á Alþingi vinna nú saman að því að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að rík­is­stjórnin vilji halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í þverpóli­tísku sam­starfi með aðkomu þjóð­ar­innar og nýta meðal ann­ars til þess aðferðir almenn­ings­sam­ráðs. 

Á tíma­bil­inu 2018 til 2021 taka for­menn flokk­ana fyrir þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lind­um, umhverf­is- og nátt­úru­vernd, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur að frum­kvæði hluta kjós­enda eða minni­hluta þings, fram­sal vald­heim­ilda í þágu alþjóða­sam­vinnu, kafla stjórn­ar­skrár­innar um for­seta lýð­veld­is­ins og með­ferð fram­kvæmd­ar­valds og loks ákvæði um hvernig stjórn­ar­skránni verði breytt.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra kynnti í dag fyr­ir­hug­að ­sam­ráð stjórn­valda við almenn­ing við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þar á meðal kynnti hún nið­ur­stöður skoð­ana­könn­unar, sem fram­kvæmd var í sum­ar, þar sem könnuð var afstaða ­kosn­inga­bærra Íslend­inga til mál­efna sem varða stjórn­ar­skrána og fram­tíð lýð­ræðis á Íslandi.

Í nið­ur­stöð­u­m könn­un­ar­innar kemur meðal ann­ars fram að 37 pró­sent svar­enda segj­ast ver­a á­nægð ­með­ nú­gild­andi stjórn­ar­skrá Íslands, 36 pró­sent svara hvorki né og 27 pró­sent segj­ast vera frekar eða mjög óánægð með stjórn­ar­skránna. 

Mynd: Háskóli Íslands

Þá telur mik­ill meiri­hluti svar­enda að mikil eða frekar mikil þörf sé á að ákvæði um dóm­stóla í stjórn­ar­skránni séu end­ur­skoð­uð. ­Jafn­framt telja 90 pró­sent svar­enda í könn­un­inni að mikil þörf sé á að ákvæði um ­nátt­úru­auð­lind­ir og umhverf­is­mál sé í stjórn­ar­skrá. 

Rök­ræðukönnun í nóv­em­ber 

Í fram­haldi af ­skoð­ana­könnun á við­horfum almenn­ings til stjórn­ar­skrár­innar verður haldin tveggja daga rök­ræðukönnun þann 9. og 10. nóv­em­ber næst­kom­andi þar sem 300 manns hvaðanæva af land­inu verður boðið að taka þátt

Þátt­tak­endur á umræðu­fund­inum verða valdir úr hópi þeirra sem tóku skoð­ana­könn­un­ina. Á fund­inum verður sér­stak­lega rætt um lýð­ræði á Íslandi, þar með talið kosn­inga­kerfi, kjör­dæmi og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur og kannað verður hvort að við­horf þátt­tak­enda breyt­ist við nán­ari kynn­ingu á mál­inu og umræð­ur.

Þá hefur Háskóli Íslands hefur hleypt af stað umræðu­vef í sam­starfi við Betra Ísland þar sem almenn­ingi gefst kostur á að koma á fram­færi eigin hug­myndum um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar og afla þeim stuðn­ings. Loks verður sam­ráðs­gátt stjórn­valda nýtt áfram til að sam­ráðs um frum­varps­drög sem koma frá for­manna­hópn­um.

For­sæt­is­ráð­herra bindur miklar vonir við sam­ráðið

Frá blaðamannafundi um samráðið. Mynd: Bára Huld Beck.„Við höfum í dag kynnt marg­háttað fyr­ir­hugað sam­ráð við almenn­ing við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar líkt og fyr­ir­heit voru gefin um þegar þessi vinna hófst. Þar á meðal er fyr­ir­huguð rök­ræðukönnun í nóv­em­ber,“ sagði Katrín þegar hún kynnti sam­ráðið fyrr í dag. 

Hún sagð­ist jafn­framt binda miklar vonir við að þessi vand­aði og nýstár­legri und­ir­bún­ingur eig­i eftir að geta af sér góðar til­lögur um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá en veiti stjórn­völdum einnig mark­verða reynslu við að virkja almenn­ing til þátt­töku í opin­berri stefnu­mótun í nútíma­sam­fé­lagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent