Margháttað samráð við almenning við endurskoðun stjórnarskrárinnar

Forsætisráðherra kynnti í dag fyrirhugað samráð við almenning við endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar á meðal er rökræðukönnun í nóvember og umræðuvefur þar sem almenningi gefst kostur á að koma á framfæri eigin hugmyndum um stjórnarskrárbreytingar.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Alls telja um 90 pró­sent Íslend­inga að mikil þörf sé á að stjórn­ar­skráin fjalli um nátt­úru­auð­lind­ir. Þá ­segjast um 27 pró­sent vera óánægð með núgild­andi stjórn­ar­skrá en um 37 pró­sent ánægð með hana. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nið­ur­stöðum ítar­legrar könn­unar félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands um við­horf almenn­ings til stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Könn­unin er hluti af sam­ráði stjórn­valda við al­menn­ing um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kynnti í dag á blaða­manna­fundi fyrir hönd for­manna þing­flokk­anna.

Þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lindum tekin fyrir á þessu tíma­bili

Allir flokkar sem full­trúa eiga á Alþingi vinna nú saman að því að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að rík­is­stjórnin vilji halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í þverpóli­tísku sam­starfi með aðkomu þjóð­ar­innar og nýta meðal ann­ars til þess aðferðir almenn­ings­sam­ráðs. 

Á tíma­bil­inu 2018 til 2021 taka for­menn flokk­ana fyrir þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lind­um, umhverf­is- og nátt­úru­vernd, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur að frum­kvæði hluta kjós­enda eða minni­hluta þings, fram­sal vald­heim­ilda í þágu alþjóða­sam­vinnu, kafla stjórn­ar­skrár­innar um for­seta lýð­veld­is­ins og með­ferð fram­kvæmd­ar­valds og loks ákvæði um hvernig stjórn­ar­skránni verði breytt.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra kynnti í dag fyr­ir­hug­að ­sam­ráð stjórn­valda við almenn­ing við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þar á meðal kynnti hún nið­ur­stöður skoð­ana­könn­unar, sem fram­kvæmd var í sum­ar, þar sem könnuð var afstaða ­kosn­inga­bærra Íslend­inga til mál­efna sem varða stjórn­ar­skrána og fram­tíð lýð­ræðis á Íslandi.

Í nið­ur­stöð­u­m könn­un­ar­innar kemur meðal ann­ars fram að 37 pró­sent svar­enda segj­ast ver­a á­nægð ­með­ nú­gild­andi stjórn­ar­skrá Íslands, 36 pró­sent svara hvorki né og 27 pró­sent segj­ast vera frekar eða mjög óánægð með stjórn­ar­skránna. 

Mynd: Háskóli Íslands

Þá telur mik­ill meiri­hluti svar­enda að mikil eða frekar mikil þörf sé á að ákvæði um dóm­stóla í stjórn­ar­skránni séu end­ur­skoð­uð. ­Jafn­framt telja 90 pró­sent svar­enda í könn­un­inni að mikil þörf sé á að ákvæði um ­nátt­úru­auð­lind­ir og umhverf­is­mál sé í stjórn­ar­skrá. 

Rök­ræðukönnun í nóv­em­ber 

Í fram­haldi af ­skoð­ana­könnun á við­horfum almenn­ings til stjórn­ar­skrár­innar verður haldin tveggja daga rök­ræðukönnun þann 9. og 10. nóv­em­ber næst­kom­andi þar sem 300 manns hvaðanæva af land­inu verður boðið að taka þátt

Þátt­tak­endur á umræðu­fund­inum verða valdir úr hópi þeirra sem tóku skoð­ana­könn­un­ina. Á fund­inum verður sér­stak­lega rætt um lýð­ræði á Íslandi, þar með talið kosn­inga­kerfi, kjör­dæmi og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur og kannað verður hvort að við­horf þátt­tak­enda breyt­ist við nán­ari kynn­ingu á mál­inu og umræð­ur.

Þá hefur Háskóli Íslands hefur hleypt af stað umræðu­vef í sam­starfi við Betra Ísland þar sem almenn­ingi gefst kostur á að koma á fram­færi eigin hug­myndum um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar og afla þeim stuðn­ings. Loks verður sam­ráðs­gátt stjórn­valda nýtt áfram til að sam­ráðs um frum­varps­drög sem koma frá for­manna­hópn­um.

For­sæt­is­ráð­herra bindur miklar vonir við sam­ráðið

Frá blaðamannafundi um samráðið. Mynd: Bára Huld Beck.„Við höfum í dag kynnt marg­háttað fyr­ir­hugað sam­ráð við almenn­ing við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar líkt og fyr­ir­heit voru gefin um þegar þessi vinna hófst. Þar á meðal er fyr­ir­huguð rök­ræðukönnun í nóv­em­ber,“ sagði Katrín þegar hún kynnti sam­ráðið fyrr í dag. 

Hún sagð­ist jafn­framt binda miklar vonir við að þessi vand­aði og nýstár­legri und­ir­bún­ingur eig­i eftir að geta af sér góðar til­lögur um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá en veiti stjórn­völdum einnig mark­verða reynslu við að virkja almenn­ing til þátt­töku í opin­berri stefnu­mótun í nútíma­sam­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent