Forseti ASÍ segir banka sýna skort á samfélagsábyrð

Drífa Snædal segir að í samfélagsábyrgð felist að taka ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar, ekki fárra einstaklinga. Viðbrögð fjármálakerfisins í gær sýni skort á slíkri samfélagsábyrgð. Skattalækkunarkröfur bankanna séu undarlegar.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

„Eftir að hafa greitt frá­far­andi banka­stjóra Aríon 150 millj­ónir í starfs­loka­samn­ing sagði bank­inn 100 starfs­mönnum upp störfum í gær. Við­brögð fjár­mála­kerf­is­ins er að fara fram á skatta­lækkun á bank­ana. Þetta eru und­ar­leg við­brögð svo ekki sé meira sagt, svo ekki sé talað um skort á marg­um­tal­aðri sam­fé­lags­á­byrgð stór­fyr­ir­tækja.“ 

Þetta segir Drífa Snædal, for­seti ASÍ, í viku­legum pistli sínum þar sem hún fer hörðum orðum um fram­ferði Arion banka. „ Í mínum huga felst sam­fé­lags­á­byrgð í því að taka ákvarð­anir út frá hags­munum heild­ar­innar en ekki fárra ein­stak­linga. Að lækka banka­skatt­inn þýðir minni tekjur í rík­is­sjóð sem þýðir minna úr að spila til að halda uppi vel­ferð allra. Þetta gengur þvert á þá áherslu vinn­andi fólks að fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar sem eru aflögu­færir greiði meira til sam­fé­lags­ins en aðrir minna. Það er sér­stak­lega kald­hæðn­is­legt að fara fram á lækkun banka­skatts­ins þegar við sjáum merki þess að atvinnu­lausum fjölgar – meðal ann­ars fyrir til­stilli bank­anna.“

Vilja skila hlut­höfum meiri arði

Arion banki sagði upp um 100 starfs­mönnum í gær auk þess sem 12 var sagt upp hjá Valitor, dótt­ur­fé­lagi bank­ans. Þá sagði Íslands­banki upp 20 manns. 

Auglýsing
Aðgerðirnar rök­studdar með því að bank­inn væri ekki að skila hlut­höfum sínum nægj­an­lega miklum arði og því þyrfti að draga úr rekstr­ar­kostn­aði. Yfir­lýst stefna bank­ans er að arð­semi eig­in­fjár sé yfir tíu pró­sent en á öðrum árs­fjórð­ungi var hún 4,3 pró­sent. Alls hefur hagn­aður Arion banka numið 3,1 millj­arði króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019. Bene­dikt Gísla­son, nýráð­inn banka­stjóri Arion banka, sagði að rekstr­ar­um­hverfi bank­ans væri krefj­andi og nefndi þar sér­stak­lega sér­tæka skatt­lagn­ingu sem lögð er á islenska banka í formi hins svo­kall­aða banka­skatts. Alls greiddu þeir bankar sem greiða skatt­inn 10,6 millj­arða króna í rík­is­sjóð vegna hans í fyrra. Til stóð að banka­skatt­ur­inn myndi verða lækk­aður á næsta ári en nú hefur verið hætt við þá. Hann á nú að lækka í skrefum frá árinu 2021. 

Upp­sagn­irnar hjá Arion banka eiga að spara bank­anum 1,3 millj­arð króna á árs­grund­velli en um 900 millj­ónir króna kostar að reka þá vegna greiðslna sem fylgja því. Fyrr á þessu ári hætti Hösk­uldur Ólafs­son störfum sem banka­stjóri bank­ans. Að eigin sögn var hann ekki rek­inn. Við starfs­lok voru Hös­k­uldi greiddar 150 millj­ónir króna. Kostn­aður við starfs­lok Hösk­uldar var því einn sjötti af þeim kostn­aði sem féll til þegar um 100 manns var sagt upp í Arion banka í gær.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent