Forseti ASÍ segir banka sýna skort á samfélagsábyrð

Drífa Snædal segir að í samfélagsábyrgð felist að taka ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar, ekki fárra einstaklinga. Viðbrögð fjármálakerfisins í gær sýni skort á slíkri samfélagsábyrgð. Skattalækkunarkröfur bankanna séu undarlegar.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

„Eftir að hafa greitt frá­far­andi banka­stjóra Aríon 150 millj­ónir í starfs­loka­samn­ing sagði bank­inn 100 starfs­mönnum upp störfum í gær. Við­brögð fjár­mála­kerf­is­ins er að fara fram á skatta­lækkun á bank­ana. Þetta eru und­ar­leg við­brögð svo ekki sé meira sagt, svo ekki sé talað um skort á marg­um­tal­aðri sam­fé­lags­á­byrgð stór­fyr­ir­tækja.“ 

Þetta segir Drífa Snædal, for­seti ASÍ, í viku­legum pistli sínum þar sem hún fer hörðum orðum um fram­ferði Arion banka. „ Í mínum huga felst sam­fé­lags­á­byrgð í því að taka ákvarð­anir út frá hags­munum heild­ar­innar en ekki fárra ein­stak­linga. Að lækka banka­skatt­inn þýðir minni tekjur í rík­is­sjóð sem þýðir minna úr að spila til að halda uppi vel­ferð allra. Þetta gengur þvert á þá áherslu vinn­andi fólks að fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar sem eru aflögu­færir greiði meira til sam­fé­lags­ins en aðrir minna. Það er sér­stak­lega kald­hæðn­is­legt að fara fram á lækkun banka­skatts­ins þegar við sjáum merki þess að atvinnu­lausum fjölgar – meðal ann­ars fyrir til­stilli bank­anna.“

Vilja skila hlut­höfum meiri arði

Arion banki sagði upp um 100 starfs­mönnum í gær auk þess sem 12 var sagt upp hjá Valitor, dótt­ur­fé­lagi bank­ans. Þá sagði Íslands­banki upp 20 manns. 

Auglýsing
Aðgerðirnar rök­studdar með því að bank­inn væri ekki að skila hlut­höfum sínum nægj­an­lega miklum arði og því þyrfti að draga úr rekstr­ar­kostn­aði. Yfir­lýst stefna bank­ans er að arð­semi eig­in­fjár sé yfir tíu pró­sent en á öðrum árs­fjórð­ungi var hún 4,3 pró­sent. Alls hefur hagn­aður Arion banka numið 3,1 millj­arði króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019. Bene­dikt Gísla­son, nýráð­inn banka­stjóri Arion banka, sagði að rekstr­ar­um­hverfi bank­ans væri krefj­andi og nefndi þar sér­stak­lega sér­tæka skatt­lagn­ingu sem lögð er á islenska banka í formi hins svo­kall­aða banka­skatts. Alls greiddu þeir bankar sem greiða skatt­inn 10,6 millj­arða króna í rík­is­sjóð vegna hans í fyrra. Til stóð að banka­skatt­ur­inn myndi verða lækk­aður á næsta ári en nú hefur verið hætt við þá. Hann á nú að lækka í skrefum frá árinu 2021. 

Upp­sagn­irnar hjá Arion banka eiga að spara bank­anum 1,3 millj­arð króna á árs­grund­velli en um 900 millj­ónir króna kostar að reka þá vegna greiðslna sem fylgja því. Fyrr á þessu ári hætti Hösk­uldur Ólafs­son störfum sem banka­stjóri bank­ans. Að eigin sögn var hann ekki rek­inn. Við starfs­lok voru Hös­k­uldi greiddar 150 millj­ónir króna. Kostn­aður við starfs­lok Hösk­uldar var því einn sjötti af þeim kostn­aði sem féll til þegar um 100 manns var sagt upp í Arion banka í gær.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent