Skýjaspilunarfyrirtæki tilkynnir tveggja milljóna evra fjármögnun

Markmið nýs samnorræns tölvuleikjafyrirtækis með aðsetur á Íslandi og Finnlandi er að skapa fyrsta opna fjölnotendaheiminn sem byggður er frá grunni til að spilast í skýi.

Teymið sem kemur að vinnunni.
Teymið sem kemur að vinnunni.
Auglýsing

Nýtt sam­nor­rænt tölvu­leikja­fyr­ir­tæki var kynnt í dag sem ber nafnið Main­frame Industries en það er með starf­semi í Helsinki og Reykja­vík. Fyr­ir­tækið er stofnað af þrettán reynslu­miklum ein­stak­lingum úr tölvu­leikja­iðn­að­inum sem hafa meðal ann­ars komið að leikjum á borð við EVE Online, Alan Wake and The Walking Dead: No Man’s Land. Mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins er að skapa fyrsta opna fjöl­not­enda­heim­inn sem byggður er frá grunni til að spil­ast í skýi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Stofn­endur Main­frame Industries eru Börkur Eiríks­son, Kjartan Pierre Emils­son, Þor­steinn Högni Gunn­ars­son, Fri­d­rik Har­alds­son, Reynir Harð­ar­son, Sulka Haro, Krist­ján Valur Jóns­son, Jyrki Korpi-Anttila, Saku Lehtinen, Ansu Lönn­berg, Eetu Martola, Vig­fús Ómars­son og Jón Helgi Þór­ar­ins­son.

Þor­steinn Gunn­ars­son, með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Main­frame, segir við til­efnið að við­skipta­tæki­færin og mögu­leikar til sköp­un­ar, sem spilun í ský­inu bjóði upp á fyrir fjöl­not­enda­leiki, séu langt umfram það sem menn geta upp­lifað á skjáum sínum í dag. „Við erum ótrú­lega spennt að afhjúpa þessa sam­nor­rænu brú sem tengir saman stofn­enda­teymi með þá reynslu frá AAA, MMO og far­síma­leikjum sem þarf til að hanna þann leik sem okkur hefur dreymt um að gera alla okkar ævi.”

Auglýsing

Ný tæki­færi fyrir leikja­hönn­uði

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að spilun í ský­inu leyfi aðgang að leik frá tækjum af ýmsum gerðum og stærð­um, allt frá hröðum 5G far­síma­net­um, PC leikja­tölvum og sjón­vörp­um. Það sé sann­fær­ing Main­frame að þessi sam­gangur sam­fé­lags­miðla og leikja yfir skýið og niður á þau tæki sem henta hverjum og einum muni bjóða upp á ótal ný tæki­færi fyrir leikja­hönn­uði.

„Mögu­leik­inn fyrir Main­frame að geta boðið upp á sömu gæði upp­lif­unar á hverskyns far­símum og sjón­varps­tækj­um, sem ein­ungis var áður hægt að ná á öfl­ugum PC leikja­vél­um, þýðir að við getum hannað vissa hluta af leiknum í ský­inu sem krefj­ast meiri reikni­afls og umfangs líkt og flókin eðl­is­fræði- og gervi­greind­ar­lík­ön. Þannig er hægt að bjóða upp á upp­lifun sem er ekki skorðuð við það tæki sem notað er til að nálg­ast hana,“ segir Þor­steinn.

5G mun leiða til enn nýrrar bylt­ingar í leikja­iðn­að­inum

Main­frame til­kynnir jafn­framt 2 millj­óna evru fjár­mögnun frá tækni- og leikja­sjóðum eins og Mak­i.vc, Play Ventures, Crowberry Capi­tal og Sisu Game Ventures. Í fram­haldi af því hafa Harri Manni­nen og Hekla Arn­ar­dóttir tekið í sæti í stjórn og Samuli Syvähuoko skip­aður stjórn­ar­for­mað­ur.

Ilkka Kivimäki, stofn­andi hjá Mak­i.vc, segir að þau séu sann­færð um að 5G muni leiða til enn nýrrar bylt­ingar í leikja­iðn­að­inum þar sem spil­arar geti nálg­ast leiki auð­veld­lega og spilað með lágum við­bragðs­tíma, sem muni hagn­ast þeim í auknu aðgengi, deili­mögu­leikum og auknu fram­boði. „Norð­ur­löndin hafa áður sýnt og sannað styrk sinn í leikja­gerð og við teljum að sterkt sam­nor­rænt stofn­enda­teymi Main­frame sé í lyk­il­stöðu til að nýta sér þessa nýju mögu­leika.”

Leikir end­ur­skil­greindir

Samuli Syvähuoko, með­stofn­andi hjá Sisu Game Ventures, greinir frá því að það sem hafi dregið hann að þessu ævin­týri sé sú botn­lausa ástríða hjá teym­inu til að víkka út sjón­deild­ar­hring­inn og end­ur­skil­greina hvað „við köllum leik­i.“

„Önnur umbylt­ing sem mig langar að verða vitni af með Main­frame er hvernig hin hefð­bundna leið að laða inn not­endur muni gjör­breyt­ast með spilun í ský­inu, þar sem hver aug­lýs­ing sem þú sérð er í raun leik­ur­inn sjálf­ur, til­bú­inn til spil­unar þá og þeg­ar,” segir Syvähuoko að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent