Skýjaspilunarfyrirtæki tilkynnir tveggja milljóna evra fjármögnun

Markmið nýs samnorræns tölvuleikjafyrirtækis með aðsetur á Íslandi og Finnlandi er að skapa fyrsta opna fjölnotendaheiminn sem byggður er frá grunni til að spilast í skýi.

Teymið sem kemur að vinnunni.
Teymið sem kemur að vinnunni.
Auglýsing

Nýtt sam­nor­rænt tölvu­leikja­fyr­ir­tæki var kynnt í dag sem ber nafnið Main­frame Industries en það er með starf­semi í Helsinki og Reykja­vík. Fyr­ir­tækið er stofnað af þrettán reynslu­miklum ein­stak­lingum úr tölvu­leikja­iðn­að­inum sem hafa meðal ann­ars komið að leikjum á borð við EVE Online, Alan Wake and The Walking Dead: No Man’s Land. Mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins er að skapa fyrsta opna fjöl­not­enda­heim­inn sem byggður er frá grunni til að spil­ast í skýi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Stofn­endur Main­frame Industries eru Börkur Eiríks­son, Kjartan Pierre Emils­son, Þor­steinn Högni Gunn­ars­son, Fri­d­rik Har­alds­son, Reynir Harð­ar­son, Sulka Haro, Krist­ján Valur Jóns­son, Jyrki Korpi-Anttila, Saku Lehtinen, Ansu Lönn­berg, Eetu Martola, Vig­fús Ómars­son og Jón Helgi Þór­ar­ins­son.

Þor­steinn Gunn­ars­son, með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Main­frame, segir við til­efnið að við­skipta­tæki­færin og mögu­leikar til sköp­un­ar, sem spilun í ský­inu bjóði upp á fyrir fjöl­not­enda­leiki, séu langt umfram það sem menn geta upp­lifað á skjáum sínum í dag. „Við erum ótrú­lega spennt að afhjúpa þessa sam­nor­rænu brú sem tengir saman stofn­enda­teymi með þá reynslu frá AAA, MMO og far­síma­leikjum sem þarf til að hanna þann leik sem okkur hefur dreymt um að gera alla okkar ævi.”

Auglýsing

Ný tæki­færi fyrir leikja­hönn­uði

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að spilun í ský­inu leyfi aðgang að leik frá tækjum af ýmsum gerðum og stærð­um, allt frá hröðum 5G far­síma­net­um, PC leikja­tölvum og sjón­vörp­um. Það sé sann­fær­ing Main­frame að þessi sam­gangur sam­fé­lags­miðla og leikja yfir skýið og niður á þau tæki sem henta hverjum og einum muni bjóða upp á ótal ný tæki­færi fyrir leikja­hönn­uði.

„Mögu­leik­inn fyrir Main­frame að geta boðið upp á sömu gæði upp­lif­unar á hverskyns far­símum og sjón­varps­tækj­um, sem ein­ungis var áður hægt að ná á öfl­ugum PC leikja­vél­um, þýðir að við getum hannað vissa hluta af leiknum í ský­inu sem krefj­ast meiri reikni­afls og umfangs líkt og flókin eðl­is­fræði- og gervi­greind­ar­lík­ön. Þannig er hægt að bjóða upp á upp­lifun sem er ekki skorðuð við það tæki sem notað er til að nálg­ast hana,“ segir Þor­steinn.

5G mun leiða til enn nýrrar bylt­ingar í leikja­iðn­að­inum

Main­frame til­kynnir jafn­framt 2 millj­óna evru fjár­mögnun frá tækni- og leikja­sjóðum eins og Mak­i.vc, Play Ventures, Crowberry Capi­tal og Sisu Game Ventures. Í fram­haldi af því hafa Harri Manni­nen og Hekla Arn­ar­dóttir tekið í sæti í stjórn og Samuli Syvähuoko skip­aður stjórn­ar­for­mað­ur.

Ilkka Kivimäki, stofn­andi hjá Mak­i.vc, segir að þau séu sann­færð um að 5G muni leiða til enn nýrrar bylt­ingar í leikja­iðn­að­inum þar sem spil­arar geti nálg­ast leiki auð­veld­lega og spilað með lágum við­bragðs­tíma, sem muni hagn­ast þeim í auknu aðgengi, deili­mögu­leikum og auknu fram­boði. „Norð­ur­löndin hafa áður sýnt og sannað styrk sinn í leikja­gerð og við teljum að sterkt sam­nor­rænt stofn­enda­teymi Main­frame sé í lyk­il­stöðu til að nýta sér þessa nýju mögu­leika.”

Leikir end­ur­skil­greindir

Samuli Syvähuoko, með­stofn­andi hjá Sisu Game Ventures, greinir frá því að það sem hafi dregið hann að þessu ævin­týri sé sú botn­lausa ástríða hjá teym­inu til að víkka út sjón­deild­ar­hring­inn og end­ur­skil­greina hvað „við köllum leik­i.“

„Önnur umbylt­ing sem mig langar að verða vitni af með Main­frame er hvernig hin hefð­bundna leið að laða inn not­endur muni gjör­breyt­ast með spilun í ský­inu, þar sem hver aug­lýs­ing sem þú sérð er í raun leik­ur­inn sjálf­ur, til­bú­inn til spil­unar þá og þeg­ar,” segir Syvähuoko að lok­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent