Skýjaspilunarfyrirtæki tilkynnir tveggja milljóna evra fjármögnun

Markmið nýs samnorræns tölvuleikjafyrirtækis með aðsetur á Íslandi og Finnlandi er að skapa fyrsta opna fjölnotendaheiminn sem byggður er frá grunni til að spilast í skýi.

Teymið sem kemur að vinnunni.
Teymið sem kemur að vinnunni.
Auglýsing

Nýtt sam­nor­rænt tölvu­leikja­fyr­ir­tæki var kynnt í dag sem ber nafnið Main­frame Industries en það er með starf­semi í Helsinki og Reykja­vík. Fyr­ir­tækið er stofnað af þrettán reynslu­miklum ein­stak­lingum úr tölvu­leikja­iðn­að­inum sem hafa meðal ann­ars komið að leikjum á borð við EVE Online, Alan Wake and The Walking Dead: No Man’s Land. Mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins er að skapa fyrsta opna fjöl­not­enda­heim­inn sem byggður er frá grunni til að spil­ast í skýi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Stofn­endur Main­frame Industries eru Börkur Eiríks­son, Kjartan Pierre Emils­son, Þor­steinn Högni Gunn­ars­son, Fri­d­rik Har­alds­son, Reynir Harð­ar­son, Sulka Haro, Krist­ján Valur Jóns­son, Jyrki Korpi-Anttila, Saku Lehtinen, Ansu Lönn­berg, Eetu Martola, Vig­fús Ómars­son og Jón Helgi Þór­ar­ins­son.

Þor­steinn Gunn­ars­son, með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Main­frame, segir við til­efnið að við­skipta­tæki­færin og mögu­leikar til sköp­un­ar, sem spilun í ský­inu bjóði upp á fyrir fjöl­not­enda­leiki, séu langt umfram það sem menn geta upp­lifað á skjáum sínum í dag. „Við erum ótrú­lega spennt að afhjúpa þessa sam­nor­rænu brú sem tengir saman stofn­enda­teymi með þá reynslu frá AAA, MMO og far­síma­leikjum sem þarf til að hanna þann leik sem okkur hefur dreymt um að gera alla okkar ævi.”

Auglýsing

Ný tæki­færi fyrir leikja­hönn­uði

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að spilun í ský­inu leyfi aðgang að leik frá tækjum af ýmsum gerðum og stærð­um, allt frá hröðum 5G far­síma­net­um, PC leikja­tölvum og sjón­vörp­um. Það sé sann­fær­ing Main­frame að þessi sam­gangur sam­fé­lags­miðla og leikja yfir skýið og niður á þau tæki sem henta hverjum og einum muni bjóða upp á ótal ný tæki­færi fyrir leikja­hönn­uði.

„Mögu­leik­inn fyrir Main­frame að geta boðið upp á sömu gæði upp­lif­unar á hverskyns far­símum og sjón­varps­tækj­um, sem ein­ungis var áður hægt að ná á öfl­ugum PC leikja­vél­um, þýðir að við getum hannað vissa hluta af leiknum í ský­inu sem krefj­ast meiri reikni­afls og umfangs líkt og flókin eðl­is­fræði- og gervi­greind­ar­lík­ön. Þannig er hægt að bjóða upp á upp­lifun sem er ekki skorðuð við það tæki sem notað er til að nálg­ast hana,“ segir Þor­steinn.

5G mun leiða til enn nýrrar bylt­ingar í leikja­iðn­að­inum

Main­frame til­kynnir jafn­framt 2 millj­óna evru fjár­mögnun frá tækni- og leikja­sjóðum eins og Mak­i.vc, Play Ventures, Crowberry Capi­tal og Sisu Game Ventures. Í fram­haldi af því hafa Harri Manni­nen og Hekla Arn­ar­dóttir tekið í sæti í stjórn og Samuli Syvähuoko skip­aður stjórn­ar­for­mað­ur.

Ilkka Kivimäki, stofn­andi hjá Mak­i.vc, segir að þau séu sann­færð um að 5G muni leiða til enn nýrrar bylt­ingar í leikja­iðn­að­inum þar sem spil­arar geti nálg­ast leiki auð­veld­lega og spilað með lágum við­bragðs­tíma, sem muni hagn­ast þeim í auknu aðgengi, deili­mögu­leikum og auknu fram­boði. „Norð­ur­löndin hafa áður sýnt og sannað styrk sinn í leikja­gerð og við teljum að sterkt sam­nor­rænt stofn­enda­teymi Main­frame sé í lyk­il­stöðu til að nýta sér þessa nýju mögu­leika.”

Leikir end­ur­skil­greindir

Samuli Syvähuoko, með­stofn­andi hjá Sisu Game Ventures, greinir frá því að það sem hafi dregið hann að þessu ævin­týri sé sú botn­lausa ástríða hjá teym­inu til að víkka út sjón­deild­ar­hring­inn og end­ur­skil­greina hvað „við köllum leik­i.“

„Önnur umbylt­ing sem mig langar að verða vitni af með Main­frame er hvernig hin hefð­bundna leið að laða inn not­endur muni gjör­breyt­ast með spilun í ský­inu, þar sem hver aug­lýs­ing sem þú sérð er í raun leik­ur­inn sjálf­ur, til­bú­inn til spil­unar þá og þeg­ar,” segir Syvähuoko að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent