Dómsmálaráðuneytið leiðréttir tölur um nauðungarsölur

Á tíu ára tímabili, á árunum 2008 til 2017, voru rúmlega 5.800 fasteignir einstaklinga seldar nauðungarsölu hér á landi.

img_4592_raw_0710130530_10191449535_o.jpg
Auglýsing

Dóms­mála­ráð­herra hefur nú leið­rétt umtals­verðar skekkjur í svari sínu um nauð­ung­ar­sölur hér á landi á síð­ustu 18 árum. Sam­kvæmt upp­færðum tölum voru 5.816 fast­eignir ein­stak­linga seldar nauð­ung­ar­sölu á árunum 2008 til 2017 sem eru mun fleiri fast­eignir en kom fram í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn á Alþingi í jún­í ­síð­ast­liðn­um en mun færri en í svari hans við fyr­ir­spurn í ágúst 2018.

Óná­kvæm skrán­ing í kerfi leiddi til skekkju 

 Í svari dóms­­mála­ráð­herra við fyr­ir­­spurn Ólafs Ísleifs­­son­ar, þing­­manns Mið­flokks­ins, um nauð­ung­­ar­­söl­­ur, fjár­­­nám og gjald­­þrot hjá ein­stak­l­ingum árið 2018, sem birt var í júní síð­ast­liðnum kom fram að í heild­ina vor­u 2.704 nauð­ung­­ar­­söl­­ur hjá ein­stak­l­ingum á tíma­bil­inu 2008 til 2017. 

Þær tölur voru á skjön við þær tölur sem birtar voru í svari dóms­­mála­ráð­herra við sam­­bæri­­legri fyr­ir­­spurn þann 15. ágúst 2018 en í því svari kom fram að á sama tíma­bili voru 8846 nauð­ung­­ar­­söl­­ur hjá ein­stak­l­ing­­um. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra í september á þessu ári. Mynd: Bára Huld Beck.Kjarn­inn sendi í kjöl­farið fyr­ir­­spurn á dóms­­mála­ráðu­­neytið um mis­­ræmið í fjölda nauð­ung­­ar­­sala í svörum dóms­­mála­ráð­herra og fékk þau svör að ráðu­neytið hefði mis­ræmið til­ ­skoð­un­ar. 

Ráðu­neytið hefur nú sent Alþingi end­ur­skoð­aður tölur og skýr­ingar á því í hverju mis­ræmið sé fólg­ið. Í bréf­inu til þings­ins segir að við nán­ari athugun á gögnum sem aflað var frá Þjóð­skrá Íslands kom í ljós að skekkja er í svör­unum sem birt voru á vef Alþing­is. 

Fyr­ir­spurn Ólafs frá því í júní sneri ein­göngu að upp­lýs­ingum um ein­stak­linga en ekki lög­að­ila en í svari ráð­herra var ekki nægi­lega greint á milli ein­stak­linga og lög­að­ila þar sem skrán­ing í starfa­kerfin var óná­kvæm og örð­ugt reynd­ist að ná fram upp­lýs­ingum úr eldri starfa­kerf­um, að því er fram kemur í svari ráðuneytisins.

Auglýsing

Jafn­framt kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins að svar ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs í ágúst í fyrra hafi jafn­framt byggt á sömu skekkju og greint var frá hér að ofan.

Rúm­lega 10 þús­und nauð­ung­ar­sölur á tíu árum

Ráðu­neytið hefur nú upp­fært svar sitt við fyr­ir­spurn Ólafs en þar kemur fram í raun hafi 5.816 fast­eignir ein­stak­linga verið seldar nauð­ung­ar­sölu á árunum 2008 til 2017, sem er um 3.000 fleiri fast­eignir en kom fram í svari ráð­herra í júní en um 3.000 færri en kom fram í svari ráð­herra í ágúst í fyrra. 

Í upp­færðu töl­unum má sjá að fjöldi nauð­ung­ar­sala náði hámarki árið 2013 en þá voru seldar 1.085 fast­eign­ir en þeim hefur síðan farið fækk­andi á síð­ustu árum og í fyrra voru alls 75 fast­eignir ein­stak­linga seldar nauð­ung­ar­sölu.

Í svari ráðu­neyt­is­ins er greint á milli nauð­ung­ar­sölu á fast­eignum í eigu ein­stak­linga, lög­að­ila og blandað þar sem gerð­ar­þolar eru fleiri en einn og að minnsta kosti einn þeirra er ein­stak­ling­ur. Í svar­inu kemur jafn­framt fram að um er að ræða fast­eignir sem seldar voru loka­sölu og þar sem afsal fast­eignar hefur verið gefið út. Töl­urnar end­ur­spegla því ekki fjölda nauð­ung­ar­sölu­beiðna eða fjölda aug­lýs­inga um sölu á nauð­ung­ar­upp­boði sem sýslu­menn höfðu til með­ferð­ar. 

Sam­an­lagt voru 10.169 fast­eignir í eigu ein­stak­linga, lög­að­ila og blandað seldar nauð­ung­ar­sölu á árunum 2008 til 2017 en alls 13.345 fast­eignir frá árinu 2000 til 2018.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Sjúkratryggingar Íslands í úttekt á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði
Heilsustofnunin í Hveragerði fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi hennar hækkuðu stjórnarlaun um 43,3 prósent á árinu 2018. Sjúkrastofnun Íslands hefur hafið úttekt á starfseminni.
Kjarninn 24. janúar 2020
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent