Dómsmálaráðuneytið leiðréttir tölur um nauðungarsölur

Á tíu ára tímabili, á árunum 2008 til 2017, voru rúmlega 5.800 fasteignir einstaklinga seldar nauðungarsölu hér á landi.

img_4592_raw_0710130530_10191449535_o.jpg
Auglýsing

Dóms­mála­ráð­herra hefur nú leið­rétt umtals­verðar skekkjur í svari sínu um nauð­ung­ar­sölur hér á landi á síð­ustu 18 árum. Sam­kvæmt upp­færðum tölum voru 5.816 fast­eignir ein­stak­linga seldar nauð­ung­ar­sölu á árunum 2008 til 2017 sem eru mun fleiri fast­eignir en kom fram í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn á Alþingi í jún­í ­síð­ast­liðn­um en mun færri en í svari hans við fyr­ir­spurn í ágúst 2018.

Óná­kvæm skrán­ing í kerfi leiddi til skekkju 

 Í svari dóms­­mála­ráð­herra við fyr­ir­­spurn Ólafs Ísleifs­­son­ar, þing­­manns Mið­flokks­ins, um nauð­ung­­ar­­söl­­ur, fjár­­­nám og gjald­­þrot hjá ein­stak­l­ingum árið 2018, sem birt var í júní síð­ast­liðnum kom fram að í heild­ina vor­u 2.704 nauð­ung­­ar­­söl­­ur hjá ein­stak­l­ingum á tíma­bil­inu 2008 til 2017. 

Þær tölur voru á skjön við þær tölur sem birtar voru í svari dóms­­mála­ráð­herra við sam­­bæri­­legri fyr­ir­­spurn þann 15. ágúst 2018 en í því svari kom fram að á sama tíma­bili voru 8846 nauð­ung­­ar­­söl­­ur hjá ein­stak­l­ing­­um. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra í september á þessu ári. Mynd: Bára Huld Beck.Kjarn­inn sendi í kjöl­farið fyr­ir­­spurn á dóms­­mála­ráðu­­neytið um mis­­ræmið í fjölda nauð­ung­­ar­­sala í svörum dóms­­mála­ráð­herra og fékk þau svör að ráðu­neytið hefði mis­ræmið til­ ­skoð­un­ar. 

Ráðu­neytið hefur nú sent Alþingi end­ur­skoð­aður tölur og skýr­ingar á því í hverju mis­ræmið sé fólg­ið. Í bréf­inu til þings­ins segir að við nán­ari athugun á gögnum sem aflað var frá Þjóð­skrá Íslands kom í ljós að skekkja er í svör­unum sem birt voru á vef Alþing­is. 

Fyr­ir­spurn Ólafs frá því í júní sneri ein­göngu að upp­lýs­ingum um ein­stak­linga en ekki lög­að­ila en í svari ráð­herra var ekki nægi­lega greint á milli ein­stak­linga og lög­að­ila þar sem skrán­ing í starfa­kerfin var óná­kvæm og örð­ugt reynd­ist að ná fram upp­lýs­ingum úr eldri starfa­kerf­um, að því er fram kemur í svari ráðuneytisins.

Auglýsing

Jafn­framt kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins að svar ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs í ágúst í fyrra hafi jafn­framt byggt á sömu skekkju og greint var frá hér að ofan.

Rúm­lega 10 þús­und nauð­ung­ar­sölur á tíu árum

Ráðu­neytið hefur nú upp­fært svar sitt við fyr­ir­spurn Ólafs en þar kemur fram í raun hafi 5.816 fast­eignir ein­stak­linga verið seldar nauð­ung­ar­sölu á árunum 2008 til 2017, sem er um 3.000 fleiri fast­eignir en kom fram í svari ráð­herra í júní en um 3.000 færri en kom fram í svari ráð­herra í ágúst í fyrra. 

Í upp­færðu töl­unum má sjá að fjöldi nauð­ung­ar­sala náði hámarki árið 2013 en þá voru seldar 1.085 fast­eign­ir en þeim hefur síðan farið fækk­andi á síð­ustu árum og í fyrra voru alls 75 fast­eignir ein­stak­linga seldar nauð­ung­ar­sölu.

Í svari ráðu­neyt­is­ins er greint á milli nauð­ung­ar­sölu á fast­eignum í eigu ein­stak­linga, lög­að­ila og blandað þar sem gerð­ar­þolar eru fleiri en einn og að minnsta kosti einn þeirra er ein­stak­ling­ur. Í svar­inu kemur jafn­framt fram að um er að ræða fast­eignir sem seldar voru loka­sölu og þar sem afsal fast­eignar hefur verið gefið út. Töl­urnar end­ur­spegla því ekki fjölda nauð­ung­ar­sölu­beiðna eða fjölda aug­lýs­inga um sölu á nauð­ung­ar­upp­boði sem sýslu­menn höfðu til með­ferð­ar. 

Sam­an­lagt voru 10.169 fast­eignir í eigu ein­stak­linga, lög­að­ila og blandað seldar nauð­ung­ar­sölu á árunum 2008 til 2017 en alls 13.345 fast­eignir frá árinu 2000 til 2018.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar fjórum prósentustigum milli kannana
Vinstri græn og Píratar bæta við sig fylgi milli kannana en Sjálfstæðisflokkurinn missir umtalsvert af þeirri fylgisaukningu sem hann mældist með í mars.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent