Dómsmálaráðuneytið leiðréttir tölur um nauðungarsölur

Á tíu ára tímabili, á árunum 2008 til 2017, voru rúmlega 5.800 fasteignir einstaklinga seldar nauðungarsölu hér á landi.

img_4592_raw_0710130530_10191449535_o.jpg
Auglýsing

Dóms­mála­ráð­herra hefur nú leið­rétt umtals­verðar skekkjur í svari sínu um nauð­ung­ar­sölur hér á landi á síð­ustu 18 árum. Sam­kvæmt upp­færðum tölum voru 5.816 fast­eignir ein­stak­linga seldar nauð­ung­ar­sölu á árunum 2008 til 2017 sem eru mun fleiri fast­eignir en kom fram í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn á Alþingi í jún­í ­síð­ast­liðn­um en mun færri en í svari hans við fyr­ir­spurn í ágúst 2018.

Óná­kvæm skrán­ing í kerfi leiddi til skekkju 

 Í svari dóms­­mála­ráð­herra við fyr­ir­­spurn Ólafs Ísleifs­­son­ar, þing­­manns Mið­flokks­ins, um nauð­ung­­ar­­söl­­ur, fjár­­­nám og gjald­­þrot hjá ein­stak­l­ingum árið 2018, sem birt var í júní síð­ast­liðnum kom fram að í heild­ina vor­u 2.704 nauð­ung­­ar­­söl­­ur hjá ein­stak­l­ingum á tíma­bil­inu 2008 til 2017. 

Þær tölur voru á skjön við þær tölur sem birtar voru í svari dóms­­mála­ráð­herra við sam­­bæri­­legri fyr­ir­­spurn þann 15. ágúst 2018 en í því svari kom fram að á sama tíma­bili voru 8846 nauð­ung­­ar­­söl­­ur hjá ein­stak­l­ing­­um. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra í september á þessu ári. Mynd: Bára Huld Beck.Kjarn­inn sendi í kjöl­farið fyr­ir­­spurn á dóms­­mála­ráðu­­neytið um mis­­ræmið í fjölda nauð­ung­­ar­­sala í svörum dóms­­mála­ráð­herra og fékk þau svör að ráðu­neytið hefði mis­ræmið til­ ­skoð­un­ar. 

Ráðu­neytið hefur nú sent Alþingi end­ur­skoð­aður tölur og skýr­ingar á því í hverju mis­ræmið sé fólg­ið. Í bréf­inu til þings­ins segir að við nán­ari athugun á gögnum sem aflað var frá Þjóð­skrá Íslands kom í ljós að skekkja er í svör­unum sem birt voru á vef Alþing­is. 

Fyr­ir­spurn Ólafs frá því í júní sneri ein­göngu að upp­lýs­ingum um ein­stak­linga en ekki lög­að­ila en í svari ráð­herra var ekki nægi­lega greint á milli ein­stak­linga og lög­að­ila þar sem skrán­ing í starfa­kerfin var óná­kvæm og örð­ugt reynd­ist að ná fram upp­lýs­ingum úr eldri starfa­kerf­um, að því er fram kemur í svari ráðuneytisins.

Auglýsing

Jafn­framt kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins að svar ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs í ágúst í fyrra hafi jafn­framt byggt á sömu skekkju og greint var frá hér að ofan.

Rúm­lega 10 þús­und nauð­ung­ar­sölur á tíu árum

Ráðu­neytið hefur nú upp­fært svar sitt við fyr­ir­spurn Ólafs en þar kemur fram í raun hafi 5.816 fast­eignir ein­stak­linga verið seldar nauð­ung­ar­sölu á árunum 2008 til 2017, sem er um 3.000 fleiri fast­eignir en kom fram í svari ráð­herra í júní en um 3.000 færri en kom fram í svari ráð­herra í ágúst í fyrra. 

Í upp­færðu töl­unum má sjá að fjöldi nauð­ung­ar­sala náði hámarki árið 2013 en þá voru seldar 1.085 fast­eign­ir en þeim hefur síðan farið fækk­andi á síð­ustu árum og í fyrra voru alls 75 fast­eignir ein­stak­linga seldar nauð­ung­ar­sölu.

Í svari ráðu­neyt­is­ins er greint á milli nauð­ung­ar­sölu á fast­eignum í eigu ein­stak­linga, lög­að­ila og blandað þar sem gerð­ar­þolar eru fleiri en einn og að minnsta kosti einn þeirra er ein­stak­ling­ur. Í svar­inu kemur jafn­framt fram að um er að ræða fast­eignir sem seldar voru loka­sölu og þar sem afsal fast­eignar hefur verið gefið út. Töl­urnar end­ur­spegla því ekki fjölda nauð­ung­ar­sölu­beiðna eða fjölda aug­lýs­inga um sölu á nauð­ung­ar­upp­boði sem sýslu­menn höfðu til með­ferð­ar. 

Sam­an­lagt voru 10.169 fast­eignir í eigu ein­stak­linga, lög­að­ila og blandað seldar nauð­ung­ar­sölu á árunum 2008 til 2017 en alls 13.345 fast­eignir frá árinu 2000 til 2018.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent