Björn Leví: Vandræðalegt að ráðherra skilji ekki ábyrgð sína

Þingmaður Pírata telur að aðgerðaleysi á undanförnum árum hafi leitt til ólýðræðislegra vinnubragða, skaða fyrir aðila máls í endalausri og margfaldri málsmeðferð og tapi fyrir ríkissjóð.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það vandræðalegt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skilji ekki samhengið á milli Panamaskjalanna, gagnanna sem skattrannsóknarstjóri keypti árið 2015, fjárfestingarleiðar Seðlabankans og lagasetningar gegn peningaþvætti – né ábyrgð sína í þessum málum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins en hann spurði ráðherrann út í þessi mál í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í dag. Bjarni sagðist í svari sínu ekki skilja samhengi málsins hjá þingmanninum. 

Björn Leví segir jafnframt í Facebook-færslu sinni að aðgerðaleysi á undanförnum árum hafi leitt til ólýðræðislegra vinnubragða, skaða fyrir aðila máls í endalausri og margfaldri málsmeðferð og tapi fyrir ríkissjóð.

Þingmaðurinn spurði Bjarna á Alþingi í morgun hvort hægt væri að fá að sjá þau gögn sem skattrannsóknarstjóri keypti árið 2015, til að mynda sýnishorn sem stjórnvöld fengu áður en ákveðið var að kaupa gögnin – því gögnin hefðu nú verið birt opinberlega í Panamaskjölunum hvort sem væri.

Auglýsing

„Í gær voru drifin lög í gegnum þingið án umsagnarferils undir hótunum að vera sett á lista yfir ósamvinnuþýð lönd vegna skorts á aðgerðum til að sporna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Frá því hins vegar fyrir birtingu Panamaskjalanna þegar stjórnvöldum stóð til boða að kaupa gögn sem sýndu fram á umfangsmikil skattsvik Íslendinga í gegnum skúffufyrirtæki í hinum og þessum löndum hefur ekki mikið verið gert – ofan í margfalda málsmeðferð í skattamálum sem tekur allt of langan tíma þá hefur ekki mikið verið gert, að minnsta kosti ekki sýnilega,“ sagði hann.

Ástæða niðurfellingar rakin til rofs í málsmeðferð

Þingmaðurinn benti á að árið 2016 hefðu verið opnuð 250 mál vegna gagna sem hefðu verið keypt árið áður – hluti gagnanna sem hefði verið að finna í Panamaskjölunum. „Við munum öll hvað það var erfitt að kaupa þau gögn og þar er ég að vísa í gagnrýni fjármálaráðherra frá því í febrúar 2015. Gögnin voru að lokum keypt og er samkvæmt fréttum rannsókn lokið í 96 málum, af þeim hefur 64 verið vísað í refsimeðferð, sektarkrafa gerð í 17 málum, refsimeðferð er lokið í tveimur málum og 13 mál fóru ekki í refsingu. Sjö önnur mál klárast fljótlega. 103 mál alls, og samkvæmt svari Skattrannsóknarstjóra við fyrirspurn Kjarnans um málið eru þar undandregnir skattstofnar upp á 18,6 milljarða króna. 66 mál með undandregnum skattstofni upp á 9,7 milljarða voru felld niður, það er 41 prósent af heildarupphæðinni upp á 23,3 milljarða.“

Björn Leví hélt áfram og sagði að ástæða niðurfellingarinnar væri rakin til rofs í málsmeðferð og þar væru stór mál upp á 2,2 milljarða vegna greiðslna frá erlendu félagi og annað upp á 876 milljónir króna vegna kaupa á hlutabréfum á lægra verði en gangverði. „En eins og við munum þá var fjallað mjög vel um svipað mál í íslenskum fjölmiðlum þar sem helmingur hlutabréfa í Wintris var seldur á aðeins 1 dollar.“

Náði ekki samhengi málsins

Fjármála- og efnahagsráðherra sagði að hann næði ekki samhengi málsins hjá Birni Leví. „Hann byrjar hér að ræða um lög sem voru samþykkt á Alþingi í gær og tengjast alþjóðlegu samstarfi íslenskra stjórnvalda í FATF samhengi. Þar sem að við vorum að þétta laga- og regluverk vegna hættu á fjármögnun hryðjuverka og peningaþvættis,“ sagði hann. Þetta væru mál sem að uppistöðu til væru á forræði dómsmálaráðuneytisins og samstarf við og innan FATF væri rekið á þeim vettvangi fyrst og fremst.

„Svo var talað hér um að málinu hefði verið flýtt í gegn og svo var farið aftur beint yfir í Panamaskjölin. Og ég verð bara að játa að ég næ ekki öllum þessum milljörðum og öllum þessum fjölda mála sem að háttvirtur þingmaður er að þylja hér upp samhengislaust og með óskiljanlegum hætti. Ef spurt er hvort hægt sé að fá aðgang að einhverjum tilteknum upplýsingum þá hvet ég þingmann til að leggja fram skriflega beiðni um slíkt. En um það ættu bara að gilda hinar sömu reglur og almennt gilda um upplýsingagjöf frá stjórnvöldum til þingsins eða almennings eða fjölmiðla ef því er að skipta.

Vegna þess að háttvirtur þingmaður lét að því liggja að sá sem hér stendur hafi verið að gera mönnum eitthvað erfitt fyrir við að kaupa þessi gögn þá var það nú bara þannig að ég hvatti til þess að gögnin voru keypt, ég tryggði í gegnum ríkisstjórn fjármögnun fyrir kaupum gagnanna og það var algjörlega einstakur atburður í skattrannsóknarsögu Íslands að sú ákvörðun hafi verið tekin á meðan ég gegndi embætti fjármálaráðherra. Sömuleiðis undirritaði ég gagnaskiptasamninga í meira umfangi en áður hefur þekkst í alþjóðlegri samvinnu í skattamálum á Íslandi. Þannig að ég vísa frá mér þessum dylgjum sem háttvirtur þingmaður færir hér fram í þingsal,“ sagði Bjarni. 

Bjarni Benediktsson Mynd: Skjáskot/Alþingi

Einnig hægt að tala um fjárfestingarleiðina

Björn Leví kom aftur í pontu og sagði að umfang stórra skattrannsóknamála á undanförnum árum einskorðaðist ekki eingöngu við gögn sem kæmu úr Panamaskjölunum heldur væri einnig hægt að benda á fjárfestingarleið Seðlabankans þar sem rakin hefði verið möguleg slóð peninga til skattaskjóla og svo aftur til baka í gegnum afsláttarleið bankans. „Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020 er síðan loksins komið fjármagn til að efla rannsóknir gegn skattsvikum. Loksins þegar það þarf að finna eitthvað fjármagn til þess að vega upp á móti niðursveiflu hagkerfisins.“

Hann sagði enn fremur að í ræðu frá því 1. febrúar 2016 hefði ráðherra talað um nauðsyn þess að auka samvinnu stofnana en í dag væri helsta ástæða þess að þessi 66 mál, sem skattrannsóknarstjóri þurfti að fella niður, að málsmeðferð þeirra, annars vegar hjá skattayfirvöldum og hins vegar hjá saksóknara, hefði ekki verið nægilega samtvinnuð í efni og tíma, eins og komið hefði fram í frétt Kjarnans um málið. „Við vorum sein að innleiða reglur um CFC félög, við innleiðum lög um peningaþvætti á síðustu stundu með ólýðræðislegri málsmeðferð og klúðrum skattrannsóknarmálum upp á milljarða vegna vandamála sem við vitum af,“ sagði hann.

Hann spurði því fjármála- og efnahagsráðherra hvað honum fyndist um að milljarðar hefðu glatast á hans vakt sem leiddi til aukinnar skattbyrði allra annarra.

Spurði hvort hægt væri að líta á málin út frá réttindum borgaranna

Ráðherra svaraði og sagði að honum fyndist þetta vera sami samhengislausi málflutningurinn. „Þegar talað er um að mál hafi þurft að fella niður vegna þess að það hafi verið rof í samfellu rannsókna þá er auðvitað verið að vísa til þess að nýlega hafa fallið dómar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu sem gera kröfu til þess að menn hvorki þurfi að sæta tvöfaldri refsingu eða því að vera refsað í tvígang. Og að það þurfi að vera ákveðin samfella í málsmeðferðinni. Það sem geti ráðið einmitt úrslitum um það hvort að sektarálag komi á undan refsingu fyrir dómi er hversu mikil samfella hefur verið í rekstri málsins. Þar hefur sá armur dómsvaldsins og skattrannsóknarvaldsins verið að taka til skoðunar aðgerðir til þess að bæta úr þarna. Og það er auðvitað ekki gott – ekki bara fyrir ríkissjóð – að þetta skuli hafa verið svona, heldur líka fyrir þá sem hafa þurft að sæta rannsóknum – kannski svo áratug skiptir. Eða sæta tvöfaldri refsingu þannig að það varðar við Mannréttindadómstól Evrópu og þann sáttmála sem við höfum skrifað undir. Hvernig væri að líta einhvern tímann á málin út frá réttindum borgaranna eins og Pírötum er svo tamt um að gera hér í ræðustól og viðurkenna að þann þátt þarf líka að taka með?“

Fjármálaráðherra skildi ekki samhengið á milli panamaskjalanna, gagnanna sem skattrannsóknarstjóri keypti árið 2015,...

Posted by Björn Leví Gunnarsson on Thursday, October 10, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent