Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir

Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Ram­ses II ehf., félag í eigu Eyþórs Lax­dal Arn­alds odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík sem heldur á hlut hans í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, skuldar 239 millj­ónum krónum meira en það á. 

Í nýbirtum árs­reikn­ingi félags­ins kemur fram að alls 20,5 pró­sent hlutur þess í Þórs­mörk, eig­anda Árvak­urs sem gefur út Morg­un­blaðið og tengda miðla, hafi verið met­inn á 121,5 millj­ónir króna í lok síð­asta árs. Um er að ræða einu eign Ram­ses II. Sá hlutur var met­inn á 187,6 millj­ónir króna í lok árs 2017 og því lækk­aði virði hans um 66,1 milljón króna á síð­asta ári. 

Félagið skuld­aði hins vegar 360,5 millj­ónir króna vegna kaupanna á einu eigni sinni. Sú skuld er til greiðslu á næsta ári, 2020, sam­kvæmt árs­reikn­ingn­um. 

Eigið fé Ram­ses II er því nei­kvætt um 239 millj­ónir króna. Frétta­blaðið greindi fyrst frá.

Stundin hefur greint frá því að Eyþór hafi keypt hlut sinn í Árvakri með kúlu­láni sem var upp­haf­lega 325 milljón króna frá félagi í eigu Sam­herja, sem var selj­andi hlut­ar­ins. Þar hefur meðal ann­­­­ars komið fram að Eyþór hafi aldrei viljað upp­­­­lýsa um hvernig hann hafi fjár­­­­­­­magnað kaupin á hlutnum og sagt að við­­­­skiptin væru trún­­­­að­­­­ar­­­­mál.

2,2 millj­arða tap frá því að nýir eig­endur tóku við

Árvak­­ur, útgáfu­­fé­lag Morg­un­­blaðs­ins, mbl.is og K100, tap­aði 415 millj­­ónum króna í fyrra. 

Árvakur hefur glímt við mik­inn halla­­­­­rekstur á und­an­­­­­förnum árum og hlut­hafar þess hafa ítrekað þurft að leggja útgáf­unni til fé.

Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009 og fram til loka árs 2018 tap­aði félagið um 2,2 millj­­­­­­örðum króna miðað við ofan­­­greinda útreikn­inga á tapi Árvak­­­urs í fyrra. Tapið eykst umtals­vert á milli ára, en Árvakur tap­aði 284 millj­­­ónum króna árið 2017. 

Kjarn­inn greindi frá því í febr­­­­úar síð­­­­ast­liðnum að hlutafé í Þór­s­­­­mörk, eig­anda Árvak­­­­urs, hefði verið aukið um 200 millj­­­­ónir króna þann 21. jan­úar 2019. Auk þess var sam­­­­­þykktum félags­­­­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­­­­féð um allt að 400 millj­­­­­ónir króna til við­­­­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir til árs­loka 2019.

Auglýsing
Kaup­­­fé­lag Skag­­­­firð­inga (KS) og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­sent þeirra 200 millj­­­­óna króna sem settar voru inn í rekstur Árvak­­­­urs. Alls lögðu þessar tvær blokkir til 160 millj­­­­ónir króna af millj­­­ón­unum 200. Þær 40 millj­­­­ónir króna sem upp á vant­aði dreifð­ust á nokkra smærri hlut­hafa en eng­inn nýr hlut­hafi bætt­ist í hóp­inn við hluta­fjár­­­­aukn­ing­una. 

Alls tóku fimm skráðir hlut­hafar ekki þátt í hluta­fjár­­­­aukn­ing­unni og minn­k­aði hlut­­­­falls­­­­leg eign þeirra sam­hliða henni. Á meðal þeirra var áður­nefnt Ram­ses II, í eigu Eyþór­s. 

Eign­­­­ar­hlutur Ram­ses hefur skroppið saman úr 22,87 pró­­­­sentum í 20,05 pró­­­­sent.  

Flestir minni eig­endur Þór­s­­­­merkur eru tengdir sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækj­­­­­um.

Færðu niður hluta­­­féð um millj­­­arð

Frá því að nýir eig­endur tóku við Árvakri árið 2009 hafa þeir lagt félag­inu til rúm­­­­lega 1,6 millj­­­­arð króna. Þar af nemur fram­lagt hlutafé KS um 324 millj­­­­ónum króna og fram­lagt hlutafé tveggja félaga sem tengj­­­­ast Ísfé­lag­inu um 484 millj­­­­ónum króna. Annað þeirra er félagið Hlynur A en hitt er Ísfé­lagið sjálft.

Í maí síð­­­ast­liðnum var ákveðið að lækka hlutafé í Þór­s­­­mörk  um einn millj­­­arð króna. Sam­­­kvæmt til­­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­­skráar var það gert til jöfn­unar á tapi. 

Við það lækk­­­aði hlutafé Þór­s­­­merkur úr 1,6 millj­­­arði króna í 606 millj­­­ónir króna. Það þýðir að eig­endur félags­­­ins hafa afskrifað millj­­­arð af því fjár­­­­­magni sem þeir settu inn í félag­ið. 

Eign­­­­ar­hald Þór­s­­­­merk­­ur, eig­anda Árvak­­urs, er eft­ir­far­andi:

 • Ram­ses II ehf., eig­andi Eyþór Lax­­­­dal Arn­alds, 20,05 pró­­­­sent
 • Íslenskar sjá­v­­­­­ar­af­­­­urðir ehf.,  ­for­sv.m. Sig­­­­ur­jón Rafns­­­­son, 20,00 ­pró­­­­sent
 • Hlyn­ur A ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Guð­­­­björg Matt­h­í­a­s­dótt­ir, 16,45 ­pró­­­­sent
 • Ísfé­lag Vest­­­­manna­eyja hf., ­for­sv.­mað­ur­ ­Stefán Frið­­­­riks­­­­son, 13,43 ­pró­­­­sent
 • Legalis s­f., ­for­sv.­mað­ur­ ­Sig­­­­ur­­­­björn Magn­ús­­­­son, 12,37 ­pró­­­­sent
 • Rammi hf., ­for­sv.­mað­ur­ Ólafur Mart­eins­­­­son, 6,14 ­pró­­­­sent
 • Þingey ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Að­al­­­­steinn Ing­­­­ólfs­­­­son, 3,59 ­pró­­­­sent
 • Stál­­­­skip ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Hall­­­­dór Krist­jáns­­­­son, 3,08 ­pró­­­­sent
 • Brekku­hvarf ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Ás­­­­geir Bolli Krist­ins­­­­son, 2,05 ­pró­­­­sent
 • Fari ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Jón Pálma­­­­son, 1,54 ­pró­­­­sent
 • Hrað­fryst­i­­­­húsið – Gunn­vör hf., ­for­sv.­mað­ur­ Einar Valur Krist­jáns­­­­son, 1,30 ­pró­­­­sent

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö prósent tekjuvöxtur hjá Marel í fyrra
Framlegð af rekstri Marels á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra, var lægri en vonir stóðu til. Bjartir tímar eru þó framundan, segir forstjórinn. Markaðsvirði félagsins fór yfir 500 milljarða í dag.
Kjarninn 17. janúar 2020
Mannréttindadómstóllinn hafnaði Sigríði Andersen
Fyrrverandi dómsmálaráðherra fær ekki að koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent