Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir

Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Ram­ses II ehf., félag í eigu Eyþórs Lax­dal Arn­alds odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík sem heldur á hlut hans í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, skuldar 239 millj­ónum krónum meira en það á. 

Í nýbirtum árs­reikn­ingi félags­ins kemur fram að alls 20,5 pró­sent hlutur þess í Þórs­mörk, eig­anda Árvak­urs sem gefur út Morg­un­blaðið og tengda miðla, hafi verið met­inn á 121,5 millj­ónir króna í lok síð­asta árs. Um er að ræða einu eign Ram­ses II. Sá hlutur var met­inn á 187,6 millj­ónir króna í lok árs 2017 og því lækk­aði virði hans um 66,1 milljón króna á síð­asta ári. 

Félagið skuld­aði hins vegar 360,5 millj­ónir króna vegna kaupanna á einu eigni sinni. Sú skuld er til greiðslu á næsta ári, 2020, sam­kvæmt árs­reikn­ingn­um. 

Eigið fé Ram­ses II er því nei­kvætt um 239 millj­ónir króna. Frétta­blaðið greindi fyrst frá.

Stundin hefur greint frá því að Eyþór hafi keypt hlut sinn í Árvakri með kúlu­láni sem var upp­haf­lega 325 milljón króna frá félagi í eigu Sam­herja, sem var selj­andi hlut­ar­ins. Þar hefur meðal ann­­­­ars komið fram að Eyþór hafi aldrei viljað upp­­­­lýsa um hvernig hann hafi fjár­­­­­­­magnað kaupin á hlutnum og sagt að við­­­­skiptin væru trún­­­­að­­­­ar­­­­mál.

2,2 millj­arða tap frá því að nýir eig­endur tóku við

Árvak­­ur, útgáfu­­fé­lag Morg­un­­blaðs­ins, mbl.is og K100, tap­aði 415 millj­­ónum króna í fyrra. 

Árvakur hefur glímt við mik­inn halla­­­­­rekstur á und­an­­­­­förnum árum og hlut­hafar þess hafa ítrekað þurft að leggja útgáf­unni til fé.

Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009 og fram til loka árs 2018 tap­aði félagið um 2,2 millj­­­­­­örðum króna miðað við ofan­­­greinda útreikn­inga á tapi Árvak­­­urs í fyrra. Tapið eykst umtals­vert á milli ára, en Árvakur tap­aði 284 millj­­­ónum króna árið 2017. 

Kjarn­inn greindi frá því í febr­­­­úar síð­­­­ast­liðnum að hlutafé í Þór­s­­­­mörk, eig­anda Árvak­­­­urs, hefði verið aukið um 200 millj­­­­ónir króna þann 21. jan­úar 2019. Auk þess var sam­­­­­þykktum félags­­­­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­­­­féð um allt að 400 millj­­­­­ónir króna til við­­­­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir til árs­loka 2019.

Auglýsing
Kaup­­­fé­lag Skag­­­­firð­inga (KS) og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­sent þeirra 200 millj­­­­óna króna sem settar voru inn í rekstur Árvak­­­­urs. Alls lögðu þessar tvær blokkir til 160 millj­­­­ónir króna af millj­­­ón­unum 200. Þær 40 millj­­­­ónir króna sem upp á vant­aði dreifð­ust á nokkra smærri hlut­hafa en eng­inn nýr hlut­hafi bætt­ist í hóp­inn við hluta­fjár­­­­aukn­ing­una. 

Alls tóku fimm skráðir hlut­hafar ekki þátt í hluta­fjár­­­­aukn­ing­unni og minn­k­aði hlut­­­­falls­­­­leg eign þeirra sam­hliða henni. Á meðal þeirra var áður­nefnt Ram­ses II, í eigu Eyþór­s. 

Eign­­­­ar­hlutur Ram­ses hefur skroppið saman úr 22,87 pró­­­­sentum í 20,05 pró­­­­sent.  

Flestir minni eig­endur Þór­s­­­­merkur eru tengdir sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækj­­­­­um.

Færðu niður hluta­­­féð um millj­­­arð

Frá því að nýir eig­endur tóku við Árvakri árið 2009 hafa þeir lagt félag­inu til rúm­­­­lega 1,6 millj­­­­arð króna. Þar af nemur fram­lagt hlutafé KS um 324 millj­­­­ónum króna og fram­lagt hlutafé tveggja félaga sem tengj­­­­ast Ísfé­lag­inu um 484 millj­­­­ónum króna. Annað þeirra er félagið Hlynur A en hitt er Ísfé­lagið sjálft.

Í maí síð­­­ast­liðnum var ákveðið að lækka hlutafé í Þór­s­­­mörk  um einn millj­­­arð króna. Sam­­­kvæmt til­­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­­skráar var það gert til jöfn­unar á tapi. 

Við það lækk­­­aði hlutafé Þór­s­­­merkur úr 1,6 millj­­­arði króna í 606 millj­­­ónir króna. Það þýðir að eig­endur félags­­­ins hafa afskrifað millj­­­arð af því fjár­­­­­magni sem þeir settu inn í félag­ið. 

Eign­­­­ar­hald Þór­s­­­­merk­­ur, eig­anda Árvak­­urs, er eft­ir­far­andi:

 • Ram­ses II ehf., eig­andi Eyþór Lax­­­­dal Arn­alds, 20,05 pró­­­­sent
 • Íslenskar sjá­v­­­­­ar­af­­­­urðir ehf.,  ­for­sv.m. Sig­­­­ur­jón Rafns­­­­son, 20,00 ­pró­­­­sent
 • Hlyn­ur A ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Guð­­­­björg Matt­h­í­a­s­dótt­ir, 16,45 ­pró­­­­sent
 • Ísfé­lag Vest­­­­manna­eyja hf., ­for­sv.­mað­ur­ ­Stefán Frið­­­­riks­­­­son, 13,43 ­pró­­­­sent
 • Legalis s­f., ­for­sv.­mað­ur­ ­Sig­­­­ur­­­­björn Magn­ús­­­­son, 12,37 ­pró­­­­sent
 • Rammi hf., ­for­sv.­mað­ur­ Ólafur Mart­eins­­­­son, 6,14 ­pró­­­­sent
 • Þingey ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Að­al­­­­steinn Ing­­­­ólfs­­­­son, 3,59 ­pró­­­­sent
 • Stál­­­­skip ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Hall­­­­dór Krist­jáns­­­­son, 3,08 ­pró­­­­sent
 • Brekku­hvarf ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Ás­­­­geir Bolli Krist­ins­­­­son, 2,05 ­pró­­­­sent
 • Fari ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Jón Pálma­­­­son, 1,54 ­pró­­­­sent
 • Hrað­fryst­i­­­­húsið – Gunn­vör hf., ­for­sv.­mað­ur­ Einar Valur Krist­jáns­­­­son, 1,30 ­pró­­­­sent

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent