Afkoma Icelandair batnar eftir að kostnaður við MAX innleiðingu flyst á næsta ár

Icelandair gerir ráð fyrir því að afkoma á þriðja ársfjórðungi verði svipuð og hún var í fyrra. Afkoma félagsins á þeim ársfjórðungi, sem er sá stærsti í ferðaþjónustu, dróst mikið saman milli 2017 og 2018.

maxvél.jpg
Auglýsing

Icelandair Group sendi í gær­kvöldi jákvæða afkomu­við­vörun til Kaup­hallar Íslands þar sem fram kemur að, miðað við fyr­ir­liggj­andi for­send­ur, verði afkoma félags­ins nei­kvæð um 35-55 millj­ónir Banda­ríkja­dala á árinu 2019, eða um 4,4 til 6,8 millj­arða króna miðað við gengi dags­ins í dag, fyrir greiðslu skatta og vaxta­gjalda. Áður hafi verið búist við tapi upp á 70 til 90 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða 8,7 til 11,2 millj­arða króna.

Ástæðan fyrir breyt­ing­unni er sú að Boeing 737 MAX vélar félags­ins munu ekki fara í loftið fyrr en í fyrsta lagi í mars á næsta ári og því flyst væntur kostn­aður vegna inn­leið­ingar þeirra inn í flota Icelandair á ný yfir á næsta ár, í stað þess að falla til í ár. Þetta var til­kynnt fyrir helgi en áður hafði félagið gegnið út frá því að fá vél­arnar aftur til vinnu í jan­úar 2020. Við­ræður milli Icelandair og Boeing, um bóta­greiðslur vegna þess fjár­­tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrr­­setn­ing­­ar, eru í gangi en hafa ekki skilað end­an­legri nið­ur­stöðu.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni sem send var út í gær kemur einnig fram að nú þegar upp­gjör þriðja árs­fjórð­ungs liggi að mestu leyti fyr­ir, en það verður gert opin­bert 31. októ­ber, sé ljóst að „EBIT og nettó afkoma á fjórð­ungnum er svipuð því sem hún var á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir veru­leg áhrif kyrr­setn­ingar MAX véla á rekstur félags­ins. Þá gerir félagið ráð fyrir betri afkomu á fjórða árs­fjórð­ungi þessa árs en á sama fjórð­ungi í fyrra.“

Þriðji árs­fjórð­ungur er sá mik­il­væg­asti í starf­semi Icelanda­ir. Hann nær yfir júlí, ágúst og sept­­em­ber sem eru með stærstu mán­uðum árs­ins í ferða­­þjón­­ustu. Í fyrra nam hagn­að­ur 

Icelandair eftir fjár­­­magnsliði, afskriftir og skatta (EBIT­DA) um 115 millj­­ónir Banda­ríkja­dala, Það var umtals­vert lægri rekstr­­ar­hagn­aður en Icelandair var með á sama árs­fjórð­ungi árið 2017, þegar hann var 156 millj­­ónir dala. Um var  að ræða sam­­drátt upp á 26 pró­­sent.

Í til­kynn­ingu Icelandair segir að vel hafi gengið að draga úr áhrifum af kyrr­setn­ingu MAX vél­anna að und­an­förnu, auk þess sem umbætur í leiða­kerf­inu og bætt tekju­stýr­ing séu farin að skila félag­inu árangri. 

Túlka má þessa stöðu sem varn­ar­sigur hjá Icelanda­ir, enda aðstæður félags­ins krefj­andi og for­dæma­laus­ar, vegna kyrr­setn­ingar á hluta flota félags­ins, eins og Bogi Nils Boga­son, for­stjóri, hefur lýst stöðu mála hjá félag­inu. Á síð­ustu tveimur árs­fjórð­ungum hefur félagið tapað um 11 millj­örðum króna, og er því upp­færð afkomu­spá veru­lega jákvæð tíð­indi fyrir félag­ið, þrátt fyrir áfram­hald­andi erf­ið­leika.

Mark­aðsvirði félags­ins var um 33 millj­arðar við lokun mark­aða á föstu­dag­inn, en eigið fé félags­ins nam um mitt ár nam 55 millj­örðum króna.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ævintýri Harrys og Meghan: Valdi prinsessuna fram yfir konungsríkið
Þau voru dýrkuð og dáð. Hundelt og áreitt. Loks fengu þau nóg. Margt í sögu Harrys Bretaprins og Meghan Markle rímar við stef úr Grimms-ævintýrum. En þetta er ekki leikur heldur lífið, sagði prinsinn er hann óttaðist um líf konu sinnar.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
Kjarninn 19. janúar 2020
Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar
Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.
Kjarninn 18. janúar 2020
Misbrestasamur meistari
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Ástþór Ólafsson
Að huga að gildunum
Kjarninn 18. janúar 2020
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í dag.
Sósíalistaflokkurinn samþykkir að undirbúa framboð til Alþingis
Baráttan um atkvæðin á vinstrivængnum verður harðari í næstu kosningum, eftir að Sósíalistaflokkur Íslands ákvað að hefja undirbúning að framboði. Flokkurinn hefur einu sinni boðið fram áður og náði þá inn fulltrúa í borgarstjórn.
Kjarninn 18. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Dreyfus-málið: 1899–2019
Kjarninn 18. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent