Afkoma Icelandair batnar eftir að kostnaður við MAX innleiðingu flyst á næsta ár

Icelandair gerir ráð fyrir því að afkoma á þriðja ársfjórðungi verði svipuð og hún var í fyrra. Afkoma félagsins á þeim ársfjórðungi, sem er sá stærsti í ferðaþjónustu, dróst mikið saman milli 2017 og 2018.

maxvél.jpg
Auglýsing

Icelandair Group sendi í gær­kvöldi jákvæða afkomu­við­vörun til Kaup­hallar Íslands þar sem fram kemur að, miðað við fyr­ir­liggj­andi for­send­ur, verði afkoma félags­ins nei­kvæð um 35-55 millj­ónir Banda­ríkja­dala á árinu 2019, eða um 4,4 til 6,8 millj­arða króna miðað við gengi dags­ins í dag, fyrir greiðslu skatta og vaxta­gjalda. Áður hafi verið búist við tapi upp á 70 til 90 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða 8,7 til 11,2 millj­arða króna.

Ástæðan fyrir breyt­ing­unni er sú að Boeing 737 MAX vélar félags­ins munu ekki fara í loftið fyrr en í fyrsta lagi í mars á næsta ári og því flyst væntur kostn­aður vegna inn­leið­ingar þeirra inn í flota Icelandair á ný yfir á næsta ár, í stað þess að falla til í ár. Þetta var til­kynnt fyrir helgi en áður hafði félagið gegnið út frá því að fá vél­arnar aftur til vinnu í jan­úar 2020. Við­ræður milli Icelandair og Boeing, um bóta­greiðslur vegna þess fjár­­tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrr­­setn­ing­­ar, eru í gangi en hafa ekki skilað end­an­legri nið­ur­stöðu.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni sem send var út í gær kemur einnig fram að nú þegar upp­gjör þriðja árs­fjórð­ungs liggi að mestu leyti fyr­ir, en það verður gert opin­bert 31. októ­ber, sé ljóst að „EBIT og nettó afkoma á fjórð­ungnum er svipuð því sem hún var á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir veru­leg áhrif kyrr­setn­ingar MAX véla á rekstur félags­ins. Þá gerir félagið ráð fyrir betri afkomu á fjórða árs­fjórð­ungi þessa árs en á sama fjórð­ungi í fyrra.“

Þriðji árs­fjórð­ungur er sá mik­il­væg­asti í starf­semi Icelanda­ir. Hann nær yfir júlí, ágúst og sept­­em­ber sem eru með stærstu mán­uðum árs­ins í ferða­­þjón­­ustu. Í fyrra nam hagn­að­ur 

Icelandair eftir fjár­­­magnsliði, afskriftir og skatta (EBIT­DA) um 115 millj­­ónir Banda­ríkja­dala, Það var umtals­vert lægri rekstr­­ar­hagn­aður en Icelandair var með á sama árs­fjórð­ungi árið 2017, þegar hann var 156 millj­­ónir dala. Um var  að ræða sam­­drátt upp á 26 pró­­sent.

Í til­kynn­ingu Icelandair segir að vel hafi gengið að draga úr áhrifum af kyrr­setn­ingu MAX vél­anna að und­an­förnu, auk þess sem umbætur í leiða­kerf­inu og bætt tekju­stýr­ing séu farin að skila félag­inu árangri. 

Túlka má þessa stöðu sem varn­ar­sigur hjá Icelanda­ir, enda aðstæður félags­ins krefj­andi og for­dæma­laus­ar, vegna kyrr­setn­ingar á hluta flota félags­ins, eins og Bogi Nils Boga­son, for­stjóri, hefur lýst stöðu mála hjá félag­inu. Á síð­ustu tveimur árs­fjórð­ungum hefur félagið tapað um 11 millj­örðum króna, og er því upp­færð afkomu­spá veru­lega jákvæð tíð­indi fyrir félag­ið, þrátt fyrir áfram­hald­andi erf­ið­leika.

Mark­aðsvirði félags­ins var um 33 millj­arðar við lokun mark­aða á föstu­dag­inn, en eigið fé félags­ins nam um mitt ár nam 55 millj­örðum króna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent