Afkoma Icelandair batnar eftir að kostnaður við MAX innleiðingu flyst á næsta ár

Icelandair gerir ráð fyrir því að afkoma á þriðja ársfjórðungi verði svipuð og hún var í fyrra. Afkoma félagsins á þeim ársfjórðungi, sem er sá stærsti í ferðaþjónustu, dróst mikið saman milli 2017 og 2018.

maxvél.jpg
Auglýsing

Icelandair Group sendi í gær­kvöldi jákvæða afkomu­við­vörun til Kaup­hallar Íslands þar sem fram kemur að, miðað við fyr­ir­liggj­andi for­send­ur, verði afkoma félags­ins nei­kvæð um 35-55 millj­ónir Banda­ríkja­dala á árinu 2019, eða um 4,4 til 6,8 millj­arða króna miðað við gengi dags­ins í dag, fyrir greiðslu skatta og vaxta­gjalda. Áður hafi verið búist við tapi upp á 70 til 90 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða 8,7 til 11,2 millj­arða króna.

Ástæðan fyrir breyt­ing­unni er sú að Boeing 737 MAX vélar félags­ins munu ekki fara í loftið fyrr en í fyrsta lagi í mars á næsta ári og því flyst væntur kostn­aður vegna inn­leið­ingar þeirra inn í flota Icelandair á ný yfir á næsta ár, í stað þess að falla til í ár. Þetta var til­kynnt fyrir helgi en áður hafði félagið gegnið út frá því að fá vél­arnar aftur til vinnu í jan­úar 2020. Við­ræður milli Icelandair og Boeing, um bóta­greiðslur vegna þess fjár­­tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrr­­setn­ing­­ar, eru í gangi en hafa ekki skilað end­an­legri nið­ur­stöðu.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni sem send var út í gær kemur einnig fram að nú þegar upp­gjör þriðja árs­fjórð­ungs liggi að mestu leyti fyr­ir, en það verður gert opin­bert 31. októ­ber, sé ljóst að „EBIT og nettó afkoma á fjórð­ungnum er svipuð því sem hún var á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir veru­leg áhrif kyrr­setn­ingar MAX véla á rekstur félags­ins. Þá gerir félagið ráð fyrir betri afkomu á fjórða árs­fjórð­ungi þessa árs en á sama fjórð­ungi í fyrra.“

Þriðji árs­fjórð­ungur er sá mik­il­væg­asti í starf­semi Icelanda­ir. Hann nær yfir júlí, ágúst og sept­­em­ber sem eru með stærstu mán­uðum árs­ins í ferða­­þjón­­ustu. Í fyrra nam hagn­að­ur 

Icelandair eftir fjár­­­magnsliði, afskriftir og skatta (EBIT­DA) um 115 millj­­ónir Banda­ríkja­dala, Það var umtals­vert lægri rekstr­­ar­hagn­aður en Icelandair var með á sama árs­fjórð­ungi árið 2017, þegar hann var 156 millj­­ónir dala. Um var  að ræða sam­­drátt upp á 26 pró­­sent.

Í til­kynn­ingu Icelandair segir að vel hafi gengið að draga úr áhrifum af kyrr­setn­ingu MAX vél­anna að und­an­förnu, auk þess sem umbætur í leiða­kerf­inu og bætt tekju­stýr­ing séu farin að skila félag­inu árangri. 

Túlka má þessa stöðu sem varn­ar­sigur hjá Icelanda­ir, enda aðstæður félags­ins krefj­andi og for­dæma­laus­ar, vegna kyrr­setn­ingar á hluta flota félags­ins, eins og Bogi Nils Boga­son, for­stjóri, hefur lýst stöðu mála hjá félag­inu. Á síð­ustu tveimur árs­fjórð­ungum hefur félagið tapað um 11 millj­örðum króna, og er því upp­færð afkomu­spá veru­lega jákvæð tíð­indi fyrir félag­ið, þrátt fyrir áfram­hald­andi erf­ið­leika.

Mark­aðsvirði félags­ins var um 33 millj­arðar við lokun mark­aða á föstu­dag­inn, en eigið fé félags­ins nam um mitt ár nam 55 millj­örðum króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent