25 milljarða hagnaður í krefjandi umhverfi

Það sést glögglega á uppgjörum bankanna fyrir fyrstu níu mánuði ársins að staðan er erfiðari nú en áður í hagkerfinu.

Bankarnir
Auglýsing

Stóru bank­arnir þrír, Arion banki, íslands­banki og Lands­bank­inn, högn­uð­ust um 25 millj­arða á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Þar af nam hagn­aður Lands­bank­ans 14,4 millj­örð­um. Hagn­aður Íslands­banka var 6,8 millj­arðar og hagn­aður Arion banka 3,8 millj­arð­ar.

Þó töl­urnar séu háar, í sam­an­burði við marga aðra geira atvinnu­lífs­ins, þá sést glögg­lega á upp­gjör­unum bank­anna að mikið hefur breyst á einu ári í íslenska hag­kerf­in­u. 

Arð­semi eigin fjár bank­anna hefur farið minnk­andi og hag­ræð­ing hefur verið umtals­verð á skömmum tíma. Þannig hafa stóru bank­arnir þrír, sem eru skil­greindir sem kerf­is­lægt mik­il­vægir, fækkað um 200 starfs­menn frá því í fyrra, en engu að síður er arð­semi eigin fjár fremur lág, eða á bil­inu 1,6 til 7,9 pró­sent. 

Auglýsing

Þó það muni mest um 12 pró­sent fækkun hjá Arion banka, þá hafa Íslands­banki og Lands­bank­inn einnig fækkað starfs­mönn­um, hvor um sig um rétt um 50 starfs­menn á und­an­förnu ári. 

Helstu stærðir í bankakerfinu, miðað við nýjustu uppgjörstölur. MH.

Arð­semi eigin fjár bank­anna hefur farið minnk­andi og er búist við að rekstr­ar­um­hverfið verði meira krefj­andi á næst­unni, þar sem hert hefur að hjá mörgum fyr­ir­tækjum í ljósi minnk­andi umsvifa í hag­kerf­inu frá því sem verið hef­ur. 

Stærsti banki lands­ins er Lands­bank­inn og hefur arð­semi eigin fjár hjá bank­anum verið best af stóru bönk­unum þrem­ur. Heild­ar­eignir bank­ans nema 1.415 millj­örðum króna, í sam­an­burði við 1.234 millj­arða hjá Íslands­banka og 1.213 millj­arða hjá Arion banka. 

Tveir bankar á Íslandi eru skráðir á mark­að. Arion banki, sem er skráðu bæði á Íslandi og í Sví­þjóð, og Kvika banki. Mark­aðsvirði Arion banka er um 140 millj­arð­ar, eða um 0,71 sinnum eigið fé bank­ans, sem er 196 millj­arðar króna. Mark­aðsvirði Kviku er 18,5 millj­arðar króna, eða um 1,33 sinnum eigið fé bank­ans sem er 13,9 millj­arð­ar. 

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Algengt við­mið mark­aðsvirðis banka í Evr­ópu um þessar mundir er á bil­inu 0,8 sinnum 1,2 sinnum eigið fé, en á þennan mæli­kvarða hefur mark­aðsvirði stærri banka farið lækk­and­i. 

Tekið skal fram að mik­ill stærð­ar­munur er á stóru bönk­unum þremur ann­ars veg­ar, og Kviku banka hins veg­ar. 

Heild­ar­eignir stóru bank­anna nema 3.862 millj­örðum króna, en heild­ar­eignir Kviku eru 114,7 millj­arðar króna, eða sem nemur tæp­lega þremur pró­sentum af virði eigna stóru bank­anna þriggja.

Hvers virði eru rík­is­bank­arn­ir?

Íslands­banki og Lands­bank­inn eru í eigu íslenska rík­is­ins. Sam­an­lagt eigið fé þeirra nemur 418,9 millj­örð­um. Sé miðað við virði eig­in­fjár Arion banka, eins og mark­aðsvirðið var við lokun mark­aða í gær, þá nemur virði bank­anna 297,4 millj­örðum króna. Ef miðað er við hærra við­mið, allt að 1,2 sinnum eigið fé, þá nemur virðið 502,6 millj­örðum króna. 

Virði bank­anna er þó ekki þekkt tala, og sam­an­burður eins og þessi ein­göngu settur fram til að setja eigið fé bank­anna í sam­hengi við algenga verð­miða á bönkum sem skráðir eru á markað í Evr­ópu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent