25 milljarða hagnaður í krefjandi umhverfi

Það sést glögglega á uppgjörum bankanna fyrir fyrstu níu mánuði ársins að staðan er erfiðari nú en áður í hagkerfinu.

Bankarnir
Auglýsing

Stóru bank­arnir þrír, Arion banki, íslands­banki og Lands­bank­inn, högn­uð­ust um 25 millj­arða á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Þar af nam hagn­aður Lands­bank­ans 14,4 millj­örð­um. Hagn­aður Íslands­banka var 6,8 millj­arðar og hagn­aður Arion banka 3,8 millj­arð­ar.

Þó töl­urnar séu háar, í sam­an­burði við marga aðra geira atvinnu­lífs­ins, þá sést glögg­lega á upp­gjör­unum bank­anna að mikið hefur breyst á einu ári í íslenska hag­kerf­in­u. 

Arð­semi eigin fjár bank­anna hefur farið minnk­andi og hag­ræð­ing hefur verið umtals­verð á skömmum tíma. Þannig hafa stóru bank­arnir þrír, sem eru skil­greindir sem kerf­is­lægt mik­il­vægir, fækkað um 200 starfs­menn frá því í fyrra, en engu að síður er arð­semi eigin fjár fremur lág, eða á bil­inu 1,6 til 7,9 pró­sent. 

Auglýsing

Þó það muni mest um 12 pró­sent fækkun hjá Arion banka, þá hafa Íslands­banki og Lands­bank­inn einnig fækkað starfs­mönn­um, hvor um sig um rétt um 50 starfs­menn á und­an­förnu ári. 

Helstu stærðir í bankakerfinu, miðað við nýjustu uppgjörstölur. MH.

Arð­semi eigin fjár bank­anna hefur farið minnk­andi og er búist við að rekstr­ar­um­hverfið verði meira krefj­andi á næst­unni, þar sem hert hefur að hjá mörgum fyr­ir­tækjum í ljósi minnk­andi umsvifa í hag­kerf­inu frá því sem verið hef­ur. 

Stærsti banki lands­ins er Lands­bank­inn og hefur arð­semi eigin fjár hjá bank­anum verið best af stóru bönk­unum þrem­ur. Heild­ar­eignir bank­ans nema 1.415 millj­örðum króna, í sam­an­burði við 1.234 millj­arða hjá Íslands­banka og 1.213 millj­arða hjá Arion banka. 

Tveir bankar á Íslandi eru skráðir á mark­að. Arion banki, sem er skráðu bæði á Íslandi og í Sví­þjóð, og Kvika banki. Mark­aðsvirði Arion banka er um 140 millj­arð­ar, eða um 0,71 sinnum eigið fé bank­ans, sem er 196 millj­arðar króna. Mark­aðsvirði Kviku er 18,5 millj­arðar króna, eða um 1,33 sinnum eigið fé bank­ans sem er 13,9 millj­arð­ar. 

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Algengt við­mið mark­aðsvirðis banka í Evr­ópu um þessar mundir er á bil­inu 0,8 sinnum 1,2 sinnum eigið fé, en á þennan mæli­kvarða hefur mark­aðsvirði stærri banka farið lækk­and­i. 

Tekið skal fram að mik­ill stærð­ar­munur er á stóru bönk­unum þremur ann­ars veg­ar, og Kviku banka hins veg­ar. 

Heild­ar­eignir stóru bank­anna nema 3.862 millj­örðum króna, en heild­ar­eignir Kviku eru 114,7 millj­arðar króna, eða sem nemur tæp­lega þremur pró­sentum af virði eigna stóru bank­anna þriggja.

Hvers virði eru rík­is­bank­arn­ir?

Íslands­banki og Lands­bank­inn eru í eigu íslenska rík­is­ins. Sam­an­lagt eigið fé þeirra nemur 418,9 millj­örð­um. Sé miðað við virði eig­in­fjár Arion banka, eins og mark­aðsvirðið var við lokun mark­aða í gær, þá nemur virði bank­anna 297,4 millj­örðum króna. Ef miðað er við hærra við­mið, allt að 1,2 sinnum eigið fé, þá nemur virðið 502,6 millj­örðum króna. 

Virði bank­anna er þó ekki þekkt tala, og sam­an­burður eins og þessi ein­göngu settur fram til að setja eigið fé bank­anna í sam­hengi við algenga verð­miða á bönkum sem skráðir eru á markað í Evr­ópu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent